Morgunblaðið - 08.04.2005, Síða 47

Morgunblaðið - 08.04.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 47 MENNING mbl.is Föstudagur 7. janúar 2005 Forsíða Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið AtvinnaFasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingar Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi Breyta lykilorði ...ódýrasta 300 kr. birtist í 7 daga mbl.is smáauglýsingin Frábært verð ódýrasta auglýsingin kostar 300 kr. Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétti hluturinn finnst Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar mbl.isá Dómnefnd um Íslensku barnabókaverð- launin hefur lokið störfum. Ekkert handrit verður verðlaunað að þessu sinni. Þeim sem sendu inn handrit er hér með þakkað fyrir þátttökuna og þeir beðnir að vitja handrita sinna hjá Eddu útgáfu, Suðurlandsbraut 12, 3. hæð, sem fyrst. Gefa þarf upp dulefni eða nafn verksins. Ný samkeppni verður auglýst síðar í vor. Leikritið Riðið inn í sól-arlagið er samið af enskaverðlaunaleikskáldinuÖnnu Reynolds, sem hef- ur sent frá sér fjölda leikrita á síð- ustu árum. Það er byggt upp í nokk- urs konar „mósaík“-formi, eins og aðstandendur sýningarinnar kjósa að kalla það, þar sem ekki er línuleg samfella í tíma leikritsins, og sjón- um beint að einu pari í einu. Sögur þeirra tvinnast svo saman með ólík- um hætti og tengjast gegn um aðrar persónur í verkinu. Að sögn Odds Bjarna Þorkels- sonar, annars leikstjóra verksins og þýðanda þess, var það ekki síst formið og viðfangefnið sem heillaði hann til þess að taka verkið til sýn- inga. „En það er svo margt sem var spennandi við að takast á við þetta verk. Þetta er heimsfrumsýning – við fengum leyfi Önnu til að sýna verkið sem er auðvitað alveg frá- bært, vegna þess að þetta er mann- eskja sem hefur fengið verðlaun og er þekkt í heimalandi sínu. Það er svo mikil orka í þessu verki, gleði, gredda og skemmtilegheit. Það hef- ur svo skemmtilega kímnigáfu, án þess að vera með eitthvað svona,“ segir hann og slær trommuútslag með höndunum. „Það er miklu meira kjöt á beinunum, og mikill sársauki oft og tíðum. Allir fá svo miklu meira fyrir sinn snúð, bæði áhorfendur og leikarar. Þetta verk var dálítið kjörið, útaf því.“ Á fullt erindi Verkinu kynntist Oddur Bjarni gegn um nokkra af leikurunum í sýningunni sem stunduðu nám við Arts Educational-leiklistarskólann í London á sama tíma. Anna Reyn- olds var einn af kennurum þeirra þar, og skrifaði nokkra hluta af verkinu fyrir bekkinn þeirra. „Ég varð strax ferlega hrifinn af því þeg- ar ég las það og fór strax að þýða þegar ég sá fyrstu síðuna. Þá vissi ég að það var eitthvað rétt við það,“ segir Oddur Bjarni og bætir við: „Það er svo skemmtilega beinskeytt – það er ekkert verið að fara í kring um hlutina heldur komið beint að efninu.“ Efnið er samlíf í ýmsum formum. Víst er að kynlíf og svokölluð kyn- lífsvæðing er mikið til umræðu um þessar mundir í íslensku þjóðfélagi og hefur leikhúsið verið ötult við að ræða þau mál, enda eitt af meg- inhlutverkum þess að ræða það sem ber á góma í samfélaginu hverju sinni. Að mati Odds Bjarna á Riðið inn í sólarlagið því fullt erindi við ís- lenska áhorfendur. „Þetta er í raun mjög íslenskt verk og auðvitað er það líka staðfært að hluta. Guð al- máttugur; skyndikynni, framhjáhald og forræðisdeilur – allur þessi pakki er mjög mikið að gerast hérna heima. Það eru allir að upplifa það sama hér heima og alls staðar ann- ars staðar, að þessi erótíkurhneigð sem er í gangi, unglingsstelpur sem þurfa að hafa mök til að fara í partí og þykja hallærislegar ef þær eru hreinar meyjar, það að þykja af- brigðilegur ef maður hefur ekki tek- ið þátt í „svingi“. Það nægir að skoða einkamal.is til að sjá alla þessa grósku. Þetta leikrit á mjög vel við að því leytinu til,“ segir hann og heldur áfram. „Það er þessi skrýtna krafa um eitthvað annað en venjulegt hjónalíf, sem er allt í einu komin upp. Fólk er orðið ringlað og finnst það þurfa að taka þátt í ein- hverju öðru, í stað þess að beina sjónum inn á við og vinna í réttu hlutunum. Þetta er allt í kring um okkur.“ Þannig að titill leikritsins er væntanlega tvíræður? „Já, hann er það og það var mikill léttir að finna hann. Því þetta leikrit er ekkert að veifa putta og segja uss, uss. Vanda- málin eru þarna, en þau eru gerð hversdagsleg og eðlileg. Allar mínar fyrstu þýðingar á titlinum voru mjög ljóðrænar, en Margrét kom með þennan titil og hann gekk und- ireins upp. Öllum var mjög létt þeg- ar hann kom fram, enda felur hann vissan glampa í auga í sér.“ Hann tekur fyrir það að með því að velja þetta stykki til sýninga sé vísvitandi verið að reyna að stuða áhorfendur. „Guð, nei. Mér leiðist svoleiðis í leikhúsi. Það er búið að ganga svo langt í leikhúsi að hafa hægðir á sviðinu og kasta þeim fram í sal. Það finnst mér eiga lítið erindi við mann. Og hvað varðar nekt, þá erum við ekki allsber í þessari sýn- ingu. Mér leiðist nekt sem er bara til þess fallin að sýna hugrakka leikara. Við reynum bara að tækla þetta af kímni og heiðarleika og erum fjarri því að reyna að sjokkera fólk.“ Oddur Bjarni segist sérlega ánægður með alla í hópnum sem komið hafa að sýningunni. Þá segist hann sérstaklega ánægður með Litla sviðið í Borgarleikhúsinu þar sem áhorfendur sitja í kringum svið- ið, sem samanstendur af nokkrum rúmum. Verkið hafi hreinlega kallað á slíka umgjörð. „Músíkin og um- gjörðin öll eru alveg frábær. Og leik- hópurinn stendur sig mjög vel,“ seg- ir hann, en leikararnir eiga það allir sameiginlegt að vera menntaðir í Englandi, allir nema Guðlaug El- ísabet. „Þessi blanda af leikurum kemur til af kunningsskap, praktík og meðvitund líka. Ég og Ólafur Jens, hinn leikstjórinn og leikkon- urnar Margrét og Alexía stofnuðum Kláus og fengum síðan vini okkar og kunningja með í sýninguna. Þau eru öll mjög ólík, bæði að horfa á þau og svo ólíkir leikarar. En síðan þekkj- umst við öll mjög vel og þá er stór þröskuldur farinn. Þú þarft að geta treyst þeim sem þú ert að leika á móti, að ég tali nú ekki um í svona verki þar sem menn eru ansi nánir oft og tíðum, en þurfa að geta höndl- að það eins og það sé ekkert mál. Ég er mjög kátur með þennan hóp.“ Það síðasta sem við Oddur Bjarni ræðum er fyrir hvern þessi sýning sé, hvern hann sjái fyrir sér koma og njóta hennar. „Ég vona auðvitað að það sé breiður markhópur, þó mér finnist eðlilegt að hann sé frek- ar í yngri kantinum en eldri. En vegna þess að þetta er ekki sjokk- sýning að neinu leyti, tel ég að þetta sé fyndin og skemmtileg sýning sem ætti að geta höfðað til allra. Allra hressra og káta sem hafa gaman af leikhúsi.“ Erum fjarri því að reyna að hneyksla fólk Leikhópurinn Kláus frumsýnir Riðið inn í sólarlagið á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þar segir frá þremur pörum sem eiga við ólík vandamál að stríða í samböndum sínum – sérstaklega þegar kemur að svokölluðum svefnherbergismál- um. Inga María Leifsdóttir ræddi við annan leikstjóra verksins, Odd Bjarna Þorkelsson. Morgunblaðið/Sverrir „Það er svo mikil orka í þessu verki, gleði, gredda og skemmtilegheit,“ segir annar leikstjóranna, Oddur Bjarni Þorkelsson. Riðið inn í sólarlagið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld.ingamaria@mbl.is eftir Önnu Reynolds Þýðing: Oddur Bjarni Þorkelsson Leikendur: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Erlendur Eiríks- son, Margrét Sverrisdóttir, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Alexía Björg Jóhannesdóttir og Ólafur S. K. Þorvaldz. Lýsing: Benedikt Axelsson Leikmynd og búningar: Sirra Sigrún Sigurðardóttir Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson Hár og förðun: Gunnella Leikstjórn: Oddur Bjarni Þor- kelsson og Ólafur Jens Sigurðsson Riðið inn í sólarlagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.