Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 31
og trúa á sjálft sig. Afi vildi gefa öll- um tækifæri til að taka þátt í leik og starfi og var sérstaklega umhugað um þá sem voru veikir eða fatlaðir. Öllum skyldi sinnt, hugað að þörfum hvers einstaklings. Væru menn van- máttugir á einhvern hátt þá gátu þeir gengið að því vísu að eiga afa að. Í hópnum lagði hann svo upp úr samkenndinni. Þar var afi mikill meistari, og hugvekjur hans í Gilwell skála eru ógleymanlegar. Hópurinn stóð í hring, með kerti í hendi, og lagði við hlustir. Boðskapur hans náði til allra og fékk okkur til umhugsun- ar, en í lokin féllu orð sem sköpuðu með okkur friðsemd og vellíðan. Ég hef velt því fyrir mér hvernig mér myndi líða eftir fráfall afa og hvort hluti af mér myndi hverfa með honum. Nú finn ég hins vegar að það mun aldrei gerast, heldur mun minn- ing hans lifa með mér sterkari en nokkru sinni fyrr. Í einni af fyrstu minningum mínum af afa heldur hann á mér, gengur um gólf og syng- ur mig í svefn. Mér finnst ég enn heyra sönginn. Mér finnst ég enn finna styrkinn frá afa og vona að hann fylgi mér áfram. Það má velta því fyrir sér hvaða er- indi persónulegir þankar barnabarns eigi á síður dagblaða. Mér finnst þó að minningin um afa eigi erindi við marga. Hann hafði svo mörgu að miðla, svo margt að gefa. Hann var einstakur maður sem veitti barna- börnum sínum skilyrðislausa ást og af því megum við öll læra. Nóttina sem afi lést komu saman börn og barnabörn sem öll litu afa sömu dáð- araugunum. Þá var gott að sjá sam- heldni ættarinnar og það er hollt að hugsa um gildi þess að standa saman. Þrátt fyrir að þessar minningar séu komnar á blað er hitt svo annað mál, afi minn, að flestar hugsanir mínar þessa dagana eiga bara erindi til þín. Þær eru okkar á milli. Ég veit ekki hvort Morgunblaðið sé borið út á þeim góða stað þar sem þú dvelur nú, en sé það tilfellið vil ég segja: Takk afi minn. Björn Patrick Swift. Minningar um afa minn Jónas B. Jónsson eru samofnar lífi mínu. Þeg- ar ég reyni að greina hvað það er sem einkennir samband okkar kemur mér fyrir hugskotssjónir andlit sem geisl- ar af góðvilja í minn garð. Ef til vill eru þetta einkennin á samskiptum af- ans og barnabarnsins en ég held þó að tengsl afa Jónasar við barnabörn sín hafi verið óvenju sterk. Sam- kennd með fjölskyldu og vinum var honum í blóð borin. Reyndar náði ræktarsemi hans víða og var ævi hans öll á einhvern hátt tengd mann- ræktarstarfi. Afi hafði hæfileika til að virkja fólk og það er nokkuð lýsandi fyrir minn- ingarnar að maður var aldrei aðgerð- arlaus í kringum hann. Hvort sem það var útivera á Úlfljótsvatni á mín- um yngri árum eða í samneyti við hann síðar. Ég var barn að aldri þeg- ar foreldrar mínir réðust í húsbygg- ingu. Það kallaði á mörg handtök. Potturinn og pannan var afi Jónas, vakinn og sofinn í að halda utan um verkefnið. Hann lét hendur standa fram úr ermum. Allir fengu verkefni við hæfi. Harðast fram gekk hann sjálfur. Það merkilega við verkstjórn afa var hve lítið fór fyrir henni. Það var einfaldlega þannig að allir voru farnir að vinna áður en þeir vissu af. Og öllum fannst það hið besta mál. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað er raunveruleg minning og hvað er sprottið af frásögnum ann- arra eða jafnvel af ljósmyndum. Til er ljósmynd af okkur afa að sparka bolta í húsagarði í Edinborg þar sem for- eldrar mínir stunduðu nám á fyrstu árum ævi minnar. Úr andliti afa skín góðvild og væntumþykja. Hún hefur fylgt mér alla tíð. Minningin um afa minn mun vera með mér svo lengi sem ég lifi. Andrés. Mikið vorum við heppin að hafa átt afa Jónas sem afa okkar. Hávaxinn og myndarlegur, hann var ávallt hreinskilinn og góður. Hann gaf manni sjálfstraust og kenndi okkur að bera virðingu fyrir öllum sem við myndum mæta á lífsleiðinni. Ávallt var gott að vera nálægt honum, hann var þolinmóður, vænn og hlýr. Ætíð gat maður treyst á afa hvort sem það voru góð ráð eða koss á bágtið og faðmlag. Afi sat við, í minningunni, sitt risastóra skrifborð, hann var ein- staklega þolinmóður kennari. Hann kenndi okkur meðal annars stærð- fræði, íslensku og að maður mætti aldrei svindla í kapli, þá væri maður að svindla á sjálfum sér. Oft komum við heim í hádeginu frá Melaskóla og fengum skyr og súrsað slátur, alltaf var opið hús og manni leið vel. Öll barnabörnin nutu góðs af því. Nærvera hans veitti manni ró og öryggi og okkur fannst öllum við vera einstök í augum hans afa. Stuðningur afa í gegnum árin var ómetanlegur. Minningarnar eru margar, en sterkust situr eftir tilfinningin um að maður var öruggur hjá afa. Anna Lísa Björnsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Jónas Bergmann Björnsson. Elsku frændi minn. Þú varst mér meira en föðurbróðir; nánast sem annar faðir, uppalandi, leiðbeinandi. Sá skóli sem ég gekk í gegnum lífið með þér var sá besti skóli sem hugs- ast gat. Ég fæ aldrei fullþakkað þér. Þakka þér alla ástina og umhyggj- una sem þú veittir mér, ekki bara þú heldur hún Dúna þín líka. Það vita allir sem til þekkja hvers virði þú varst mér og þarf ekki að tíunda það hér. Guðmundur bróðir minn, Vilborg og þeirra fjölskyldur þakka alla elsk- una í þeirra garð og senda innilegar samúðarkveðjur. Ég og mín fjöl- skylda kveðjum nú fallega frændann okkar og sendum fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Einnig Torfa, eina eftirlifandi bróðurnum af sex. Móðir bræðranna frá Torfalæk, Ingi- björg, sem þeir dáðu svo mjög, kvaddi þá í bréfum sínum með orð- unum „elsku drengurinn minn, vertu Guði falinn“. Þessi orð ömmu minnar geri ég að mínum að lokum. Elsku frændi minn, vertu Guði fal- inn. Megi sá sem öllu ræður veita okkur öllum huggun sína og láta ljós góðra minninga lýsa um ókomin ár. Ingibjörg Björnsdóttir. Kær frændi, föðurbróðir og vinur fjölskyldunnar er látinn og glæstur ferill í þágu skóla- og uppeldismála á enda runninn. Mínar fyrstu minning- ar um Jónas eru frá heimsóknum hans á æskuheimili mitt á Hvanneyri þar sem hann gerði stuttan stans á leið heim á Torfaleik frá kennslu- störfum í Reykjavík. Þessar stundir eru mér í huga vegna áhuga hans á mér sem ungu barni og síðar sem unglingi á þroskaskeiði. Fyrir utan fjölskyldutengslin lágu leiðir okkar ekki saman fyrr en ég hóf kennslu við Laugarnesskólann í Reykjavík 1953. Þá störfuðu þar kennarar og stjórn- endur sem höfðu verið samstarfs- menn Jónasar í skólanum og fór mik- ið orð af honum sem frábærum kennara vegna þeirra jákvæðu tengsla sem hann myndaði við nem- endur sína og vegna margvíslegra nýjunga sem hann beitti við kennsl- una. Jónas var í forsvari fyrir skóla og æskulýðsmál í Reykjavík á árunum 1942 til 1973 sem fræðslustjóri, eða á einu mesta vaxtarskeiði borgarinnar er hún breyttist úr bæ í borg. Verk- efnin voru óþrjótandi, en aðeins af- burðahæfileikar Jónasar í mannleg- um samskiptum og næmur skilningur hans á gildi góðra verk- efna fyrir æskuna, gerði honum kleift að leysa með sóma það víðtæka for- ystuhlutverk sem honum var falið. Störf hans að leikvallamálum, barna- heimilamálum, íþróttamálum og ýmsum félagsmálum skipa vissulega stóran sess í lífi og starfi Jónasar en störf hans fyrir skóla Reykjavíkur hljóta þó að standa upp úr. Frum- kvæði hans að nýbreytni í kennslu- háttum í samhengi við fjölbreytt námskeiðahald fyrir kennara hafði víðtæk áhrif á skólastarf, ekki aðeins í skólum borgarinnar heldur einnig vítt um land. Í þessu skyni fékk hann til liðs fjölda þekktra kennara og kennslufræðinga innlenda og erlenda og kom á tengslum við skóla og stofn- anir erlendis sem margir íslenskir kennarar áttu aðgang að. Kom þetta m.a. vel fram í skipulagningu ferða með skólastjórnendum til margra landa, sem Jónas stofnaði til og stýrði, því víða átti hann vini og kunn- ingja í skólageiranum sem opnuðu leiðir svo árangur námsferðarinnar yrði sem bestur. Trúi ég að margir eigi góðar minningar frá þeim ferð- um. Margt af því sem hér hefur verið nefnt var hvorki sjálfsagt né auðgert og glíman við fjármálayfirvöld borg- ar og ríkis var oft erfið. En þraut- seigjan var honum í blóð borin og vissan um mikilvægi góðrar kennslu og góðs uppeldis fyrir æsku borgar- innar gaf honum kraft til að berjast fyrir hugsjónum sínum. Guðrún, hans frábæra eiginkona, stóð þar við hlið hans og studdi með ráðum dáð. Í mínum huga skipar Jónas heið- urssæti meðal þeirra skólamanna sem höfðu mest áhrif á þróun kennsluhátta og mótun nýrra hug- mynda um skóla- og uppeldismál á umræddu tímabili og má vera að þeirra áhrifa gæti enn í dag. Afkomendur afa Jóns á Torfalæk hafa reglulega komið saman á ætt- armótum og nú síðast á Torfalæk á liðnu sumri. Það var áhrifamikil stund þegar Jónas og Dúna mættu á svæðið og Jónas fann nálægðina við æskuheimilið. Við Sirrý höfum notið í ríkum mæli elsku og vináttu fjölskyldunnar til áratuga og við minnumst þeirra stunda með þakklæti. Megi minning- in um ástríkan eiginmann, föður og afa ylja ykkur um ókomna tíð. Ásgeir Guðmundsson. Heim að Torfalæk er hugtak sem föðurbræðrum mínum var ávallt ríkt í sinni. Þeir fæddust í upphafi síðustu aldar, ólust upp í foreldragarði við hvatningu og gott atlæti á þeirra tíma vísu. Sumir komust til náms við er- lenda háskóla, en allir voru þeir rækt- unarmenn sem hafa skilað merku dagsverki. Frændi minn, Jónas B. eins og hann var alltaf nefndur, gerðist far- kennari í heimasveitinni 1928 og gegndi því starfi í sjö ár. Ennþá hitti ég fólk sem man skólagöngu þessa tíma og unga kennarann. Kennslu- gögnin, borð, stólar og landakort, voru flutt milli bæja. Skólaárið aðeins tveir til þrír mánuðir. Jónas vann líka að búi foreldra sinna með yngri bræðrunum. Dagbækur vitna um blómlegt félagslíf í sveitinni, spila- kvöld, dansæfingar, lestrarkvöld, komið heim undir morgun eða gist. Það varð ekki hlutskipti Jónasar að erja frjósama mold ættarjarðarinnar, heldur ómótaða hugi þúsunda ung- menna, bæði í skóla- og skátastarfi. Sá akur átti hug hans og krafta alla ævi. En tryggðin við ættarjörðina var söm, hann kom oft með fjölskylduna til dvalar. Það var eftirvænting þegar R-142 renndi í hlað á Torfalæk, keim- ur af öðrum heimi. Jónas og Guðrún léku við okkur krakkana, en áttu líka rökræður við ungmennin til að þjálfa hugsun og víkka sjónhornið. Árin liðu, aldur færðist yfir, hlýja og vinátta varð auðfundnari, þó heim- sóknum fækkaði. Jónas kom heim að Torfalæk síð- astliðið sumar, á niðjamót ömmu og afa, Ingibjargar og Jóns. Við munum þá öldnu bræður, Jónas og Torfa föð- ur minn, sitja í sólinni sunnan við hús og virða fyrir sér ættfólk og vini, heilsa og kveðja. Sporin svo mörg um þúfur og bala að baki. Þetta var heil- ög stund, kveðjustund. Jónas B. er farinn heim. Að fara heim hefur sérstaka merkingu í orð- færi skáta, notað um þá sem kveðja okkar veröld, fara heim til Guðs. Það er söknuður, ekki sorg þegar öldungur fer heim. Við sem erjum ættarjörðina þökkum vináttu og tryggð og sendum afkomendum Jón- asar frá Torfalæk hlýjar kveðjur á skilnaðarstund. Jóhannes Torfason. Höfðinginn Jónas B. Jónsson er látinn, tæplega 97 ára að aldri. Jónas var einn af mínum bestu vin- um allt mitt líf og á það bar aldrei skugga. Ég man aldrei eftir mér öðruvísi en Jónas væri hluti af tilver- unni en hann var kvæntur föðursyst- ur minni og börnin þeirra voru á svip- uðum aldri og við systkinin. Það voru samt ekki bara þessi ættartengsl sem bundu okkur saman, það var eitthvað annað og meira. Mér fannst ég nán- ast alltaf eiga tvo pabba sem báðir báru hag minn fyrir brjósti, hvor á sinn hátt. Á uppvaxtarárum mínum var Jónas fræðslustjóri og í því starfi og þar áður kennarastarfinu var hann mikils metinn enda hafði hann allt til að bera sem prýtt getur góðan kennara og stjórnanda. Hann hafði einstakt lag á börnum og unglingum, sýndi okkur alltaf hlýju og uppörvun og virti ætíð sjónarmið okkar. Hann hefur án efa alltaf verið störfum hlað- inn en við urðum ekki vör við það. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur. Þegar ég hóf störf sem kennari í kringum 1970 heyrði ég stundum tal- að um fræðslustjórann sem ákveðinn og stjórnsaman mann. Það fannst mér ekki geta staðist og leit ég á það sem neikvætt viðhorf og var frekar viðkvæm fyrir þessu umtali. Ég taldi það af og frá að hann væri ákveðinn maður og taldi það alls ekki geta ver- ið, hann væri blíður og tillitssamur. Það var ekki fyrr en seinna að ég sá að þetta voru einmitt hans bestu kostir sem stjórnanda, hann var metnaðarfullur fyrir hönd ungu kyn- slóðarinnar og horfði til framtíðar. Þau voru mörg þróunarverkefnin sem hann kom á í sinni tíð sem fræðslustjóri og þó mikið sé rætt um hugtakið „einstaklingsmiðað nám“ í skólum í dag, voru það einmitt slíkir kennsluhættir sem Jónas hafði mesta trú á og beitti í sinni kennslu. Hann stóð fyrir ýmsum nýjungum og taldi alltaf að það væri kennarinn og kennsluhættir hans sem skiptu sköp- um í öllu skólastarfi. Hér fyrr á árum ferðaðist fólk al- mennt ekki mikið til útlanda en í starfi sínu sem fræðslustjóri þurfti Jónas oft að sinna embættiserindum og þá helst til Norðurlanda. Það var ætíð tilhlökkunarefni að fá hann heim því alltaf var pakki í töskunni og hann var svo fundvís á það sem gladdi litlu vinkonuna hans. Ég held alltaf jafn- mikið upp á eyrnalokkana og arm- bandið bláa og enginn var betri að velja fallega kjóla. Hann færði mér marga fallega jólakjóla og slaufur og spennur í hárið og kjólarnir voru ein- hvern veginn alltaf fallegri en allir aðrir kjólar. Svo var farið á jólaballið í skólanum í nýja, fína kjólnum og mik- ið varð ég oft feimin þegar fræðslu- stjórinn sjálfur mætti á jólaballið og heilsaði mér hátíðlega. Þessi grein mín er ófullkomin við- leitni til að þakka vini mínum fyrir allt það sem hann gaf mér af sjálfum sér bæði á meðan ég var ung og næm fyrir persónulegum áhrifum og ekki síður þegar ég eltist og eignaðist fjöl- skyldu. Hvort sem við hittumst eða töluðum saman í síma var umhyggja hans fyrir okkur í fyrirrúmi. Börnin mín kölluðu hann alltaf Jónas afa og samband Júlíusar við Jónas ein- kenndist af mikilli vináttu og virð- ingu. Að þessu sinni getum við ekki talað saman 8. apríl, á afmælisdegi Jónasar en það hefur verið venja alla tíð. Hann hefði orðið 97 ára í dag, það er hár aldur og ævistarfið var giftu- drjúgt. Rósirnar til hans verða samt á borðinu heima hjá Dúnu og fjölskyld- unni með innilegum samúðarkveðj- um. Minningin um góðan vin mun lifa. Ingibjörg Einarsdóttir. Við sátum að spjalli einu sinni sem oftar þegar ég innti hann tíðinda af skólaheimsókn sem hann hafði farið í fyrr um daginn. „Ef til vill þótti mér merkilegast í þessari heimsókn að skynja óreiðuna, hina skapandi óreiðu. Þetta var skipulögð óreiða,“ sagði Jónas B. Jónsson. Augu hans leiftruðu. Hann var 92 ára gamall. Byltingarmaður á tíræðisaldri. Þetta minningarbrot, gefur innsýn í afstöðu og þankagang Jónasar B. Jónssonar. Hann var vissulega mað- ur reglufestu og góðs skipulags en framar öllu var hann maður nýjunga og framfara. Kyrrstaða var honum ekki að skapi, hann vildi móta um- hverfi sem örvaði ungt fólk til dáða. Í skólastarfi ætti að leggja kapp á að rækta sköpunarkraft einstaklingsins. Ég hef efasemdir um skólaskyldu, sagði hann einhverju sinni og kvaðst fremur vildi tala um menntaskyldu. Skólinn væri fyrst og fremst um- gjörð, ekki takmark, og ætti að vera í stöðugri endurmótun. Þessi gáfaði skólamaður settist í reynd aldrei í helgan stein. Svo lengi sem kraftar entust lagði hann lið bar- áttunni fyrir betri skóla og betri menntun, sívakandi og áhugasamur. Jónas B. vildi að allir nytu sín. Líka þeir sem einhverra hluta vegna stæðu höllum fæti. Áhugi hans beind- ist því ekki síst að því að bæta stöðu þeirra. Eftir að opinberum starfs- kyldum lauk helgaði hann sig um tíma uppbyggingarstarfi á Úlfljóts- vatni. Mér segir svo hugur að sú góða aðstaða sem fötluðum er búin þar sé undan rifjum Jónasar B. runnin. Fatlaðir skyldu ekki síður en aðrir fá notið sín í leik og starfi að Úlfljóts- vatni. Hann var framsýnn og fram- takssamur, einbeittur í þeirri ætlan sinni að skapa jafnrétti til náms og starfa. Kynni mín af Jónasi B. Jónssyni og konu hans Guðrúnu Ö. Stephensen hófust fyrir um þrjátíu árum þegar sonur þeirra og systir mín hófu sam- búð. Það hefur reynst mér gott vega- nesti að kynnast og eiga að vinum þessi heilsteyptu öðlingshjón. Þau voru samstiga í öllu skapandi starfi og hún engu síður en hann brennandi í andanum. Jónas B. Jónsson mun alla tíð verða mér eftirminnilegur maður, glæsimenni, kurteis og tillitssamur. Mannkostir hans mættu verða okkur öllum fyrirmynd. Hann var úr- ræðagóður og áræðinn, góður félagi í leik og starfi og sérstaklega laginn við að framkalla allt það besta hjá samferðamanninum. Megi minning Jónasar B. Jónssonar lifa. Guð blessi konu hans og fjölskyldu. Ólafur B. Andrésson. Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri Reykjavíkur, lagði þung lóð á vogarskálar bætts uppeld- is- og menntunar barna og ungmenna í Reykjavík og landinu öllu. Hann varð fræðslufulltrúi og síðar fræðslu- stjóri í Reykjavík á umrótstímum í ís- lensku samfélagi og gegndi því starfi í 30 ár, á árunum 1943 til 1973. Í kjöl- far stríðsins fjölgaði börnum jafnt og þétt í Reykjavík. Skólar á vegum Reykjavíkur voru fjórir á fyrstu starfsárum Jónasar B. en sautján þegar hann lét af störfum. Jónas B. var eldhugi, sívakandi leiðtogi og afar næmur á öflugt og gott fólk sem honum var sérlega lagið að virkja til samstarfs. Með reisn, lagni og atorku stýrði hann vaxandi kerfi. Hann fylgdist vel með erlend- um straumum og flutti nýjar hug- myndir heim. Hann átti frumkvæði að og stýrði mörgum verkefnum sem markað hafa djúp spor í íslenskri skólasögu. Eftir að ég varð fræðslu- stjóri í Reykjavík áttum við Jónas B. nokkra fundi og ræddum sögu og þróun skólamála. Áhugi og eldmóður hans var enn sá sami og ég drakk í mig frásagnir hans af verkefnum sem þá var glímt við og umræðu fyrri tíma sem var ekki svo fjarri umræðunni nú. Jónas B. hafði komið ótrúlega víða við. Margar hugmyndir um þróun skóla og kennsluhætti sem taldar eru nýtískulegar, jafnvel nýjar nú, voru einnig hluti af skólaumræðu þessa tíma. Þannig var um verkefnavinnu í hans eigin kennslu og síðar „opinn skóla“ og sveigjanlegt skólastarf sem hann stuðlaði að í Fossvogsskóla. Ungmenni í vanda voru Jónasi B. af- ar hugleikin og hann lagði sérstaka rækt við úrræði sem snertu þau, m.a með dyggum stuðningi við stofnun og MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 31 MINNINGAR Jónas B. Jónsson er farinn heim. Ægisbúar kveðja heið- ursfélaga og mikinn skáta- höfðingja í hinsta sinn; Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Skátafélagið Ægisbúar. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.