Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónas BergmannJónsson, fyrrver- andi fræðslustjóri í Reykjavík, fæddist á Torfalæk í Austur- Húnavatnssýslu hinn 8. apríl 1908. Hann lést á Landakotsspít- ala aðfaranótt 1. apr- íl síðastliðins, tæp- lega 97 ára að aldri. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson, f. 22.1. 1878, bóndi á Torfalæk, d. 7.9. 1967, og Ingibjörg Björnsdóttir, f. 28.5. 1875, húsfreyja á Torfalæk, d. 10.9. 1940. Systkini Jónasar B. voru Guðmundur, f. 2.3. 1902, skóla- stjóri bændaskólans á Hvanneyri, d. 28.11. 2002, Björn Leví, f. 4.2. 1904, læknir, d. 15.9. 1979, Jóhann Frímann, f. 5.2. 1904, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, d. 20.3. 1980, Ingimundur, f. 18.6. 1912, d. 20.5. 1969. Eftirlifandi bróðir er Torfi, f. 28.7. 1915, fyrrverandi bóndi á Torfalæk. Uppeldissystur Jónasar eru Björg Gísladóttir, f. 5.11. 1907, d. 9.7. 1939, Ingibjörg Kristín Pét- ursdóttir, f. 1.9. 1921, húsfreyja á Blönduósi, og Sigrún Einarsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f.1.4. 1929. Eftirlifandi eiginkona Jónasar B. er Guðrún Ö. Stephensen, f. 30.10. 1914. Foreldrar hennar voru Ögmundur H. Stephensen bóndi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir hús- freyja. Þau bjuggu í Hólabrekku í Reykjavík. Jónas B. og Guðrún eignuðust fjögur börn. Þau eru 1) Jón Torfi, f. 9.6. 1947, prófessor, síðar fræðslustjóri í Reykjavík og gegndi því starfi í 30 ár. Hann tók virkan þátt í mótun nýrra hug- mynda um skóla- og uppeldismál, kynningu nýrrar kennslutækni og hrinti í framkvæmd breyttu skipu- lagi náms og kennslu í skólum borgarinnar. Jónas B. var formaður Kennara- félags Laugarnesskóla 1935–43, sat í stjórn Stéttarfélags barna- kennara í Reykjavík 1939–42 og í stjórn Sambands íslenskra barna- kennara 1942–50. Hann var for- maður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1946–50, formaður forstöðunefndar Námsflokka Reykjavíkur frá 1946–54. Einnig samdi hann kennslubækur og skrifaði greinar um uppeldismál og fræðslumál í blöð og tímarit. Jónas B. tók mikinn þátt í fé- lagsmálum. Hann var formaður Barnaverndarráðs Íslands 1953– 57 og framkvæmdastjóri Íþrótta- ráðs Reykjavíkur frá stofnun þess 1962 og til 1973. Hann sat í stjórn Bandalags íslenskra skáta frá 1950 og var skátahöfðingi Íslands 1958– 71. Hann var alla tíð mjög virkur í uppbyggingu aðstöðu skáta að Úlf- ljótsvatni. Jónas B. sat í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands frá stofnun 1949–79 og var ritari í stjórn Rauða kross Íslands 1975–79. Hann sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins um áratuga- skeið og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Jónas var virkur félagi í Oddfellow-reglunni og sat þar í stjórn. Jónas B. var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1961 og stórriddarakrossi 1972. Þá var hann kjörinn heiðursdoktor við Kennaraháskóla Íslands 2001. Útför Jónasar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. maki Bryndís Ísaks- dóttir bókasafnsfræð- ingur á Landsbóka- safni Íslands – Háskólabókasafni. Þau eignuðust fjögur börn, Ragnheiði, Guð- rúnu Önnu, maki hennar er Jóhannes Magnússon, Kristínu Evu, d. 23.9. 2001, og Stefán Árna. 2) Ög- mundur, f. 17.7. 1948, alþingismaður og for- maður BSRB, maki Valgerður Andrés- dóttir, líffræðingur á Keldum. Þau eiga þrjú börn, Andr- és, Guðrúnu og Margréti Helgu. 3) Ingibjörg, f. 12.11. 1950, fræðslu- stjóri, maki Guðmundur Gíslason, bankamaður. Ingibjörg eignaðist þrjú börn með fyrri manni sínum, James Swift, framkvæmdastjóra. Þau eru Emma Marie, Martin Jón- as Björn og Björn Patrick. Emma Marie er gift Ívari Meyvantssyni og eiga þau þrjú börn, Benedikt Aron, Klöru Margréti og Sylvíu Kristínu. Guðmundur á tvær dætur og fimm barnabörn. 4) Björn, f. 20.6. 1954, bókaútgefandi, maki Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögfræð- ingur. Þau eiga þrjú börn, Önnu Lísu, Ingibjörgu og Jónas Berg- mann. Jónas B. lauk kennaraprófi 1934 og nam við kennaraskóla í Gauta- borg 1938. Árið 1928 hóf hann feril sinn sem kennari í Torfalækjar- hreppi og kenndi síðan við Laug- arnesskóla í Reykjavík til 1943. Jónas varð þá fræðslufulltrúi og Ótal minningar koma upp í hugann eftir löng og góð kynni við tengda- föður minn, Jónas B. Jónsson, en leið- ir okkar lágu saman í 35 ár. Ég minn- ist hans reyndar fyrst rúmlega áratug áður en ég varð tengdadóttir hans. Þá var ég skáti en hann skáta- höfðingi. Hann birtist stundum á skátasamkomum og ég man svo vel hve hann var virðulegur og flottur! Mestan þann tíma sem við áttum samleið var Jónas á eftirlaunum. Hann hafði því rýmri tíma en ella fyr- ir fjölskylduna og nutum við öll góðs af því, ekki síst barnabörnin. Á með- an við bjuggum erlendis komu þau Jónas og Guðrún, tengdamóðir mín, oft í heimsókn. Þá var samvistanna notið og stundum tekið í spil en af því hafði Jónas mikið yndi. Þetta voru skemmtilegar stundir, margt var rætt og hann kryddaði samræðurnar með sínum leiftrandi húmor. Jónas og Guðrún bjuggu um tíma í Málmey í Svíþjóð. Elstu barnabörnin áttu þess kost að heimsækja þau þangað og dvelja hjá þeim jafnvel vikum saman. Þar lifðu þau eins og blómi í eggi, fengu að taka þátt í flestu og nutu sín hvert og eitt. Þroski þeirra og velferð voru afa og ömmu mjög mikilvæg og það var komið fram við þau af mikilli væntumþykju og virðingu. Þessar heimsóknir eru nú hluti af dýrmætum minningasjóði þeirra. Síðar átti ég leið um Málmey með yngstu dóttur mína ársgamla á leið til læknisrannsókna í Kaupmannahöfn. Nýlega hafði komið ljós að hún gekk ekki heil til skógar og skiljanlega var andlegt ástand mitt ekki beysið. Jón- as bauð mér með sér út í göngutúr. Við ræddum málin og hann sagði mér frá bróður sínum sem hafði verið þroskaheftur. Skilningur hans, nær- færni og hlýja gerðu mér gott og mér leið mun betur að lokinni gönguferð- inni. Þegar hún varð veik að nóttu til var Jónas kominn á stjá fyrr en varði, farinn að elda hafraseyði handa henni og hjálpa mér að hlúa að henni. Þann- ig var hann, ósérhlífinn og boðinn og búinn til að taka þátt, en því fylgdi enginn fyrirgangur. Þótt Jónas væri orðinn áttræður þegar yngsta barnabarnið fæddist naut sonur minn samt góðra samvista við hann í mörg ár. Jónas var lengi svo ótrúlega ern. Drengurinn kom til ömmu og afa á hverjum degi að lokn- um skóla um árabil og fékk hádeg- issnarl. Jónas taldi það þá ekki eftir sér þótt kominn væri um og yfir ní- rætt að skjótast út í bakarí til að gefa honum eitthvað gott eftir matinn. En fyrst varð að borða skyrið og til þess að gera það meira spennandi samdi hann við snáðann um að gefa afa ein- kunn fyrir skyrið. Vitanlega var hún því hærri sem sykurinn var meiri í skyrinu! Jónas B. var sjarmerandi heiðurs- maður sem bjó yfir leiftrandi kímni- gáfu, mikilli hlýju og djúpum mann- skilningi. Ég og börnin mín þökkum honum samfylgdina og kveðjum hann með virðingu og þökk. Bryndís Ísaksdóttir. Jónasi B. Jónssyni tengdaföður mínum fylgdi sérstakur andblær. Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér, glæsi- menni, svipmikinn, blanda af virðu- leika og hlýju í andlitinu. Honum fylgdi ró og festa. Allir fundu fyrir ör- yggi í nærveru hans. Sérhver vandi varð leysanlegur. Þegar aðrir létu hugfallast eða beindu sjónum að því sem úrskeiðis hafði farið kom Jónas jafnan auga á það sem mátti lagfæra og bæta. Hann var maður lausna, ekki vandamála. Þótt yfirbragðið væri rólegt og ætíð komið fram af yfirvegun fór því fjarri að Jónas væri maður kyrrstöð- unnar. Að hlusta á Jónas B. Jónsson, var eins og að hlusta á síungan mann, áhugasaman um umhverfi sitt og stöðugt leitandi nýrra úrræða til að bæta það. Í hans huga var ekkert kerfi svo gott að ekki mætti bæta það, engin lausn svo góð að ekki mætti finna nýjar lausnir og enn betri. Alltaf var hann uppbyggilegur og jákvæður og minnist ég þess aldrei að heyra hann hallmæla nokkrum manni. Hann gat hins vegar verið mjög ákveðinn og fylginn sér og sjást þess víða merki hver verkmaður hann var og ofurhugi ef því var að skipta. Þegar hugurinn er látinn reika á stund minninganna, birtast myndir hver af annarri. Þriggja ára sonar- sonur sofnar fram á þríhjólið sitt. Afi tekur hjól og dreng í fangið og ber heim. Alltaf var athvarf í faðmi afa. Ég á margar góðar minningar um tengdaföður minn. Ég minnist fyrstu kynna þegar hann heimsótti okkur til Edinborgar. Ég minnist hans í leik með börnum okkar og í gefandi sam- ræðu við þau. Ég minnist hans með hamar og naglbít að byggja okkur hús. Ég minnist hans sem ferðafélaga og sálufélaga í blíðu og stríðu. Ég mun sakna nærveru hans á samveru- stundum fjölskyldunnar í faðmi Guð- rúnar og Jónasar á heimili þeirra hjóna eða þegar þau sóttu okkur heim. Þá varð stofan okkar hlýrri. Jónas B.var maður mildi og vænt- umþykju. Henni fékk ég og fjölskylda mín að kynnast. Við sem urðum þess aðnjótandi að fá að kynnast Jónasi B. Jónssyni, munum geyma myndir minninganna í hugskoti okkar. Myndirnar eru af hlýjum manni, óendanlega hjálpsömum og tillits- sömum, góðum vini og tengdaföður. Blessuð sé minning hans. Valgerður Andrésdóttir. Ófá kvöld hef ég legið og kviðið fyr- ir deginum sem afi myndi kveðja. Nú hefur sá dagur runnið upp og ég sakna hans sárt. Afi spilaði stórt hlut- verk í lífi mínu, var í raun faðir minn á Íslandi og höfum við alla tíð verið miklir félagar. Afi var einstakur mað- ur, ljúfur, örlátur og þolinmóður en umfram allt var hann alltaf til staðar. Ég er þakklátur fyrir hverja þá stund sem við áttum saman. Kvöldin sem við spiluðum Ólsen Ólsen fram yfir háttatíma, fyrir súkkulaðimolann og mjólkurglasið fyrir svefninn, tím- ann á Úlfljótsvatni – með skátunum eða bara tveir einir. Ég sakna sárt samræðna okkar um allt milli himins og jarðar, þar sem hann hvatti mig til að mynda mér mínar eigin skoðanir, byggðar á rökum og réttlæti. Afi gerði til mín miklar kröfur sem ég gat ekki alltaf uppfyllt. Þrátt fyrir það fékk ég aldrei skammir. Það var ekki hans stíll. Ef upp kom ósætti ræddum við einfaldlega málin þar til samkomulagi var náð. Hinn ungi og hinn aldni, á jafnræðisgrundvelli. Afi fékk fólk til að setja sér háleit mark- mið og galdur hans var að fá það sjálft til að vilja rísa undir þeim. Sé listin að lifa í þessu fólgin, var afi mik- ill listamaður. Ég gleymi því stundum að afi gerði margt fleira en að vera afi minn. Margir urðu á vegi hans og greinilegt er á því fólki hversu mikillar virðing- ar hann naut. Það bera honum allir vel söguna. Ég tel stóran þátt í því vera hvernig hann vakti áhuga með fólki – fékk það til að finna eigin styrk JÓNAS B. JÓNSSON Ó sköp venjulegir Dan- ir,“ sagði Pia Kjærsgaard, for- maður Danska þjóð- arflokksins þegar fjölmiðlar inntu hana eftir því að loknum þingkosningum í Dan- mörku í febrúar, hvaða fólk hefði greitt flokknum atkvæði sitt. Danski þjóðarflokkurinn, sem byggir tilveru sína að miklu leyti á svonefndri útlendingapólitík, bætti við sig fylgi og fékk rúmlega 13% greiddra atkvæða í kosning- unum. Flokkurinn er ekki óvenju- legt fyrirbæri í Evrópu. Í all- nokkrum Evrópuríkjum hafa flokkar sem eru yst á hægri vængnum fengið töluvert fylgi í kosningum, til að mynda í Sviss, á Ítalíu og í Austurríki. Stefna þess- ara flokka einkennist af ákveðinni hörku í garð innflytjenda og af- brotamanna. Ýmist krefjast þeir þess að innflytjendur hafi sig á brott, eða vilja koma í veg fyrir að ættmenni þeirra fái að flytjast til viðkomandi lands. Þeir vilja hert viðurlög við glæpum, aðhyllast verndarstefnu í efnahagsmálum og fara fram á lækkun tekju- skatta, svo eitthvað sé nefnt. En eru það ósköp venjulegir borgarar sem kjósa harð- línuflokkana og hvers vegna kýs fólk þá? Í nýlegri bók Ignacio Ramonet, ritstjóra blaðsins Le Monde Diplomatique, sem nefnist Stríð á 21. öld, er meðal annars leitast við að svara þessu. Ramo- net segir að þeir sem kjósa þessa flokka séu ekki róttæklingar, yst á hægri vængnum, heldur venju- legir kjósendur. Í bók sinni fjallar hann sérstaklega um Þjóðarfylk- ingu Jean Marie Le Pen og Lýð- veldishreyfingu Bruno Megret í Frakklandi og bendir á að stuðn- ingur við þá hafi ekki verið stétt- bundinn. Í kjósendahópi þeirra mætist borgarastéttin og öreig- arnir á miðri leið – eigendur smá- fyrirtækja og atvinnulaust fólk, sem er stærsti kjósendahópurinn. Ramonet leitar skýringa á upp- sveiflu harðlínuflokkanna í Evr- ópu og segir að fólkið sem kýs þá sé óttaslegið vegna þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á sam- félögum þeirra undanfarinn ára- tug eða svo. Hann nefnir meðal annars lok kalda stríðsins, Evr- ópusamrunann, hrun framleiðslu- iðnaðar, hnattvæðingu, upplausn í velferðarkerfinu og fjölgun inn- flytjenda frá ólíkum menningar- heimum. Segir Ramonet að þess- ar breytingar hafi leitt til þess að sá heimur sem margir borgarar Evrópuríkja þekktu, og var hluti af sjálfsmynd þeirra, hafi horfið. Þetta fólk telji sig aukinheldur ekki hafa hagnast á breyting- unum á neinn hátt. Það leiti nýrr- ar festu í lífinu og telji sig finna lausnir hjá flokkum sem aðhyllast valdboðsstefnu, eru refsiglaðir og leggja áherslu á föðurlandsást. Á Íslandi hafa ekki orðið sams- konar breytingar undafarinn ára- tug og í mörgum Evrópuríkjum. Við eigum til að mynda ekki aðild að Evrópusambandinu og hingað hefur ekki flust margt fólk frá ólíkum menningarheimum. En vissulega hefur ýmislegt breyst. Svo dæmi sé nefnt hefur útlend- ingum fjölgað hér á landi, en margir þeirra koma hingað til að vinna verkamannastörf, gjarnan í fisk- eða stóriðju. Ég varð dálítið hugsi eftir frétt sem ég sá í Rík- issjónvarpinu í síðustu viku og snerist um viðhorf til útlendinga. „Af hverju heldurðu að það séu kynþáttafordómar,“ spurði frétta- maðurinn unga konu sem sinnti afgreiðslustörfum í verslun í Þor- lákshöfn. Í fréttinni kom fram að um 190 nýbúar búa í Þorlákshöfn, en alls eru tæplega 1.400 íbúar í bænum. Ekki stóð á svari ungu konunnar: „Af því að þetta ein- angrar sig, þetta krunkar sig saman, allir Pólverjar krunka sig saman, allir Taílendingar krunka sig saman, þeir blanda ekki geði við Íslendingana og vilja ekki blanda geði við þá.“ Karlmaður sem fréttamaður ræddi við í bæn- um lýsti þeirri skoðun sinni að nóg væri komið af útlendu fólki þangað. Inntur eftir því hvers vegna hann teldi svo vera svaraði maðurinn: „Ja, það endar með því að við verðum einhverjir blend- ingar, við verðum ekki Íslend- ingar.“ Tvö atriði í tilsvörum fólksins vöktu sérstaka athygli mína. Ann- ars vegar mátti skynja í þeim ótta gagnvart breytingum, svipað og gerst hefur víða í Evrópu. Ótta við að ef útlendingum fjölgi til muna hér á landi, verðum við ekki lengur Íslendingar, heldur eitt- hvað annað – að við missum á ein- hvern hátt festuna í lífinu. Hitt atriðið snýst um fram- komu Íslendinga gagnvart þeim útlendingum sem hingað flytjast. Orðið gestrisni er hér lykilatriði. Af ummælum ungu konunnar mátti ráða að það væri útlending- unum sjálfum að kenna að kyn- þáttafordómar blossuðu upp, vegna þess að þeir væru ekki nógu duglegir við að reyna að kynnast Íslendingum. Gæti það gerst á Íslandi að stjórnmálaflokkur, byggður á út- lendingapólitík, næði umtalsverðu fylgi? Það er ekki hægt að útiloka slíkt en ef til vill getum við samt gert ýmislegt til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Við getum til að mynda einbeitt okkur að því að vera góðir gestgjafar. Í stað þess að krefjast þess að útlendingar sem hingað flytjast aðlagist okkur í einu og öllu getum við einsett okkur að kynnast þeim og menn- ingu þeirra. Við getum líka ákveð- ið að taka gestgjafahlutverkið al- varlegar en við gerum nú og verið duglegri við að bjóða fólki heim. Þá væri gott að íhuga hvort við höfum ekki ákveðnum skyldum að gegna gagnvart umheiminum. Við búum í landi þar sem flestir hafa meira en nóg að bíta og brenna, en hið sama verður ekki sagt um stóran hluta mannkyns. Ber okk- ur ekki að deila krásunum með öðrum? Venjulegt fólk Í stað þess að krefjast þess að útlend- ingar sem hingað flytjast aðlagist okkur í einu og öllu getum við einsett okkur að kynnast þeim og menningu þeirra. VIÐHORF Elva Björk Sverrisdóttir elva@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.