Morgunblaðið - 08.04.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 08.04.2005, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ari Bergþór Ein-arsson fæddist í Reykjavík 25. nóvem- ber 1925. Hann lést á Landspítala í Foss- vogi 28. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Emilía Þórð- ardóttir, f. 13. jan. 1902, d. 26. nóv. 1961, og Einar Bjarni Ara- son verkstjóri hjá Kol og Salt hf. í Reykja- vík, f. 20. júní 1901, d. 29. ág. 1967. Bróðir Ara var Knútur Ein- arsson (1921–1991). Ari kvæntist 1. október 1955 Esther Jónsdóttur, f. 10. mars 1930, d. 28. ágúst 1996. Dætur þeirra eru: 1) Kristín (1955), Eig- inmaður Kristínar var Sigurpáll Guðjónsson bóndi (1921–2001), og börn þeirra 1a. Ari Bergþór (1975–1975) 1b. Árni (1977), maki Helga Stefánsdóttir, 1c. Sigurður Ingi (1978), maki Gunnhildur Jóns- dóttir. Barn þeirra 1cc. Sigurpáll Jónar (2004). 1d. Esther (1981) maki Sigurður Ó. Sveinbjörnsson. Barn Þeirra 1dd. Ív- an Breki (2004), 1e. Einar Bjarni (1985). 2) Guðrún (1957). 3) Ragnheiður (1965), maki Jón S. Þórðar- son. Börn þeirra 3a. Esther (1996), 3b. Rakel (1998) 3c. Ari Freyr (2004). Ari lauk loftskeytamannsprófi 1946. Hann starfaði sem loft- skeytamaður á togurum 1946–47 og á ms. Vatnajökli 1947–54, vann verslunar- og skrifstofustörf 1954–72, en rak verslunina Nes- kjör í Reykjavík 1972–1996. Útför Ara fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13. Við sitjum við eldhúsborðið og spjöllum saman og áður en varir er liðin klukkustund, án þess maður taki eftir því. Ari hverfur aftur í tímann og það er gaman að upplifa með honum ævintýralegar ferðir sem hann fór sem ungur maður. Hann sigldi um öll heimsins höf eins og segir í bókunum. Við Ari áttum góðar, en alltof fá- ar svona stundir í Haðalandinu. Í nokkur skipti var ég að mála fyrir hann eða lagfæra eitthvað og þá passaði hann uppá það að maður fengi sér góðan kaffi- og matartíma. Oft var erfitt að hafa sig aftur að verki, því umræðuefni skorti ekki og hann naut þess að hafa fé- lagsskapinn. Ari hafði gaman að því að vera innan um fólk og spjalla og þá var stutt í hláturinn. Eftir að Esther féll frá, eftir erfið veikindi, varð Ari ekki samur mað- ur enda þau hjón einstaklega sam- rýnd. Hann lokaði sig meira af í fleiri en einni merkingu. Það voru þó sérlega góðar stundir hjá okkur þegar hann opnaði gamlar dyr aftur og í ljós kom sá hlýi maður sem ég á góðar minningar um. Blessuð sé minning tengdaföður míns. Jón S. Þórðarson. Nú er Ari Einarsson allur. Hann lést á áttugasta aldursári í Land- spítala í Fossvogi á öðrum degi páska, eftir að hafa dvalið á sjúkra- húsinu með nokkrum hléum síðustu mánuði. Hann bjó til þess tíma að Haðalandi 9 hér í borg, þar sem heimili hans og fjölskyldu hans stóð frá árinu 1969. Ari missti eiginkonu sína, Esther Jónsdóttur, árið 1996. Ari ólst upp í Reykjavík á kreppuárunum og ég hef það eftir mönnum á líku reki, að bernskan hafi verið mörgum þungbær, á þeim tímum atvinnuleysis og fátæktar. Sú varð ekki raunin með Ara; hann bjó við gott atlæti í æsku. En á þessum árum þurftu menn að læra að bjarga sér. Áhugamál hans á unglingsárum voru mest tengd ferðalögum og skátastarfi, þar sem hann eignaðist vini sem hann hélt sambandi við alla tíð. Í slarki um fjöll og jökla fékk hann útrás fyrir karlmennsku og dug, og þetta leiddi hann einnig til starfa fyrir Jökla- rannsóknafélag Íslands. Ekki veit ég hver voru hans fyrstu störf, en af vinnubrögðum hans síðar á ævinni má ætla að hann hafi ungur lært að taka til hendinni. Eitthvað mun hann hafa tekið þátt í síldarævintýrum sem ungur maður, en Ari lauk loft- skeytaprófi 1946. Hann hóf störf í því fagi á togurum, en 1947 var hann munstraður loftskeytamaður á frystiskipinu m/s Vatnajökli. Hann var þar um borð til ársins 1954, sigldi um öll heimsins höf og öðl- aðist víðsýni og þekkingu. Þegar dró að því að hann festi ráð sitt ákvað hann að koma í land og hasla sér völl í atvinnulífinu í Reykjavík. Hann stofnaði ásamt frænda sínum fyrirtæki sem annaðist réttingar og bílamálun. Þeir byrjuðu á því að byggja yfir starfsemina í Múla- hverfi, þá í útjaðri borgarinnar. Húsbygging og starfsemi sem á eft- ir fylgdi var öll reist á mikilli vinnu þeirra frænda, og þar var ekkert gefið eftir, en nótt lögð við dag, auk þess sem rekstur og fjármál hvíldu á Ara. Á sjöunda áratugnum vann Ari við vörudreifingu hjá Sælgætisgerð- inni Freyju. En hugur hans stefndi alla tíð til að verða sinn eigin herra, leggja nokkuð undir og standa eða falla með verkum sínum. Árið 1972 keypti hann því verslun við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur og gerðist kaupmaður. Gamlir Reykvíkingar muna þessa verslun með nafninu Straumnes. Það nafn fluttist í Breiðholt en Ari og Esther gáfu sínu fyrirtæki nafnið Neskjör, en samhliða því ráku þau heildverslun undir nafninu Hagborg. Starf kaupmannsins á horninu átti að mörgu leyti vel við Ara. Hann var snyrtimenni, hafði óþrjót- andi starfsorku og taldi ekki eftir sér eril og langa viðveru. Ari vildi hvers manns vanda leysa; hann átti því góðan hóp viðskiptavina. Hann var hreinskiptinn og allir vissu að orðum hans mætti alltaf treysta. En svona rekstur krefst þátttöku allrar fjölskyldunnar, og svo varð hér, Esther og dæturnar stóðu einhuga að baki honum, en Guðrún, lang- mest, var hans hægri hönd og ómet- anleg stoð. Hún tók að lokum við rekstri verslunarinnar. Ari var ákaflega drjúgur við vinnu, verklaginn með afbrigðum, gætinn og vandvirkur. Hann var hóflega kappsamur, en forsjáll, og svo seinþreyttur að undrum sætti. Þá naut hann þeirrar gæfu sem er góð heilsa fram á efri ár. Honum varð því örsjaldan misdægurt og auðnaðist að leggja gjörva hönd á margt, og æviverkið orðið æði stórt. Á sjöunda áratugnum byggði hann húsið að Haðalandi 9. Þar var vel að verki staðið í upphafi og einnig þeg- ar kom að viðhaldi húss og lóðar. Hann var sístarfandi framyfir sjö- tugt, en fór þá að hafa hægar um sig og gat litið stoltur yfir vel unnið og árangursríkt ævistarf. Ferðalög til útlanda höfðu alltaf verið sam- eiginlegt áhugamál Ara og Esther- ar, og nú höfðu þau hug á að njóta efri áranna að hluta erlendis og eignuðust húsnæði í Flórída. En ör- lögin tóku í taumana og Esther greindist með alvarlegan sjúkdóm sem dró hana til dauða. Hún var öll- um harmdauði og fráfall hennar Ara afar þung raun. Ari kvæntist 1. október 1955 lífs- förunaut sínum, Esther Jónsdóttur, einstaklega fallegri Reykjavíkur- dömu. Það var þeim báðum mikið heillaspor. Hjónaband þeirra varð ástríkt og farsælt og þau voru sann- arlega glæsileg hjón. Mér fannst alltaf að þau væru ætluð hvort öðru. Sambúð þeirra einkenndist af ást og gagnkvæmri virðingu. Þau veittu hvort öðru þann stuðning sem nauð- synlegur er í lífinu, nutu samvista sinna í starfi og frístundum og voru samhent um uppbyggingu heimilis- ins, sem var einstaklega glæsilegt. Þau nutu barnaláns og varð þriggja dætra auðið, sem allar eru mann- kosta- og gæfukonur. Barnabörnin voru átta en eitt lést í frumbernsku, og barnabarnabörn tvö. Ari reynd- ist Esther konu sinni einstakur lífs- förunautur, og segja má að hann hafi borið hana á höndum sér allt frá því sambúð þeirra hófst í lítilli risíbúð í húsi foreldra hans í Mið- túni 28, og þar til Esther var öll. Hann var henni eftirlátur á þann hátt sem aðeins er hægt með ást, óeigingirni og blíðu. Í sambúð þeirra og fjölskyldulífi kom oft í ljós hverjum mannkostum Ari var gæddur. Ekki síst eftir að Esther veiktist. Hún var heima í Haðalandi síðustu vikurnar sem hún lifði, og Ari hjúkraði henni til hinstu stund- ar. Hann naut ómetanlegs stuðn- ings dætra sinna þær erfiðu vikur, og einnig hjúkrunarfólks, en æðru- leysi hans, styrkur og umhyggja vakti aðdáun allra. Ari var góður meðalmaður á hæð, alla tíð grannvaxinn, en sterkur og þrekmikill. Hann var karlmenni og í blóma lífsins glæsimenni. Brosmild- ur var hann, en hæglátur og fremur hlédrægur. Lundin einkenndist af jafnvægi og hugarró sem sjaldan brugðust honum. Þar hjálpaði rík og einstök kímnigáfa, sem ætíð sá spaugilegu hliðina á hverju atviki, og gaman hafði hann af ólíkindalát- um; það var ekki alltaf á hreinu hvort hann var að tala í gamni eða alvöru. Hann var þó alvörumaður að því leyti að skyldurnar voru ætíð öllu glensi æðri. Það var alltaf gott að hitta hann, eins þótt stundum liði langt milli funda enda var hann ein- staklega trygglyndur og nærvera hans góð undir öllum kringumstæð- um. Svona var Ari. Hann var góður maður. Á vináttu okkar Ara svila míns, sem varað hefur í nærri hálfa öld, hefur aldrei borið skugga. Fyrir það þökkum við Guðrún kona mín nú. Börnin okkar eiga góðar og fagrar minningar frá æsku sinni um þessi góðu hjón, mildi þeirra og góðvild. Við öll vottum afkomendum Ara og Estherar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ara Einarsson- ar. Sverrir Sveinsson. ARI B. EINARSSON ✝ Bernharð Stein-grímsson fædd- ist á Akureyri 24. febrúar 1948. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 29. mars síð- astliðinn. Faðir hans er Steingrímur Bernharðsson, bankaútibússtjóri, f. 16.6. 1919, frá Þverá í Öxnadal, og móðir Guðrún Sig- ríður Friðriksdótt- ir, kennari, f. 29. 9. 1918, d. 4.4. 2002, frá Efri Hólum í Núpasveit. Bræður Bernharðs eru: Friðrik, skrifstofumaður, f. 19.3. 1945, og Bergur, verkfræð- ingur, f. 23.10. 1954, maki Þóra Ragnheiður Þórðardóttir banka- starfsmaður. Hinn 28. desember 1968 kvænt- ist Bernharð Sigurbjörgu Stein- dórsdóttur, f. 18.9. 1950. Foreldr- ar hennar voru Steindór Steindórsson, járnsmiður, f. 14.4. 1921, d. 31.1. 1977, og Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, húsmóðir, f. 7.2. 1924, d. 1.2. 2004. Bernharð og Sigurbjörg eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Berghildur lands 1968 til 1972, fyrstu tvö ár- in við myndlistarnám og síðan við auglýsinga- og hönnunardeild. Að námi loknu vann hann á aug- lýsingastofunni Argusi og síðar á auglýsingastofu Sambandsins. Haustið 1973 hóf hann rekstur auglýsingastofunnar Delfi í Reykjavík og hélt þeim rekstri áfram eftir að hann flutti til Ak- ureyrar eða til ársins 1989. 1975 til 1978 starfaði Bernharð hjá Reiknistofu bankanna og Búnað- arbankanum á Akureyri. Einnig vann hann við útlitshönnun hjá vikublaðinu Degi. Hann vann til fjölda verðlauna fyrir hönnun meðan hann starfaði við auglýs- ingagerð. Bernharð stundaði list- málun þegar tími gafst til og hélt sjö einkasýningar og tók þátt í nokkrum samsýningum. 1985 til 1987 stundaði Bernharð smá- bátaútgerð. 1986 hóf hann rekst- ur vídeóleigunnar Evu í Sunnu- hlíð og tveimur árum síðar stofnaði hann listgallerý í sömu verslunarmiðstöð. 1990 opnaði hann veitingastaðinn Setrið í Sunnuhlíð og starfaði þar síðustu árin. Bernharð var áhugamaður um nýtingu vetnis og stofnaði um það áhugamannafélag 1991. Hann hafði mikinn áhuga á hand- iðn, trjárækt og skák og stundaði það þegar færi gafst. Útför Bernharðs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Erla, ritstjóri, f. 1.2. 1968, maki Edvard Börkur Edvardsson, markaðsstjóri, börn þeirra eru: Sigur- björn Bernharð, f. 2.4. 1994, og Edvard Dagur, f. 12.10. 1998. 2) Bernharð Stefán, sjávarútvegsfræðing- ur, f. 14.8. 1969, börn hans eru Alexander Freyr, f. 2.12. 1999, Viktor Logi, f. 12.12. 2001, og Christine Björg Morancais stjúpdóttir, f. 12.10. 1990. Barns- móðir hans er Sólbjörg G. Sól- versdóttir hjúkrunarfræðingur. 3) Björg Maríanna, geðhjúkrun- arfræðingur, f. 9.12. 1972, maki Sigurður Kristján Blomsterberg rafeindafræðingur, börn þeirra eru: Guðrún Karítas, f. 23.11. 1998, Agnes Erla, f. 7.2. 2001, og Katrín Arndís Blomsterberg, f. 4.10 1992, stjúpdóttir, f. 4) Stein- grímur Magnús nemi f. 22.5. 1982. Bernharð lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst árið 1967. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Ís- ,,Hvernig ætli móttökurnar verði þarna hinum megin?“ sagðir þú áhyggjufullur við mig stuttu eftir að við fengum fréttirnar um að þú ættir í mesta lagi eftir þrjá mánuði ólif- aða. Við áttum eftir að velta því þó nokkrum sinnum fyrir okkur næstu tvö ár en þú skákaðir öllum spádóm- um og læknarnir litu á þig sem hálf- gert furðuverk. En þrátt fyrir alla seigluna höfðu veikindin betur að lokum og nú er komið að þessari stund. Það er komið að minningum. Elsku pabbi, þú varst sá mesti ævintýramaður sem ég hef kynnst og alltaf með höfuðið fullt af hug- myndum. Athafnaþrá þín var mikil og mörgum þeirra hrintir þú í fram- kvæmd og nokkrum jafnvel án þess að spyrja kóng né prest. Þú varst samt ánægðastur og fannst mestan frið þegar þú leyfðir þér að stíga út úr skarkalanum og sinntir listagyðj- unni. Þú skapaðir töfraheim á strig- ann og húmorinn skein í gegn í flest- um verkum þínum. Þar varst þú á heimavelli. Það var alveg ótrúlegt að fylgjast með þér mála en hver hreyf- ing var fumlaus og ákveðin og áður en maður vissi af var kominn mynd af fjórum holdmiklum kerlingum að spila brids íbyggnar á svip. Þær sómdu sér vel á síðustu málverka- sýningunni þinni fyrir ári með litlu körlunum í stóru fötunum og öllum hinum frábæru verkunum. Síðustu tvö ár kenndir þú mér hvað lífið er dýrmæt gjöf og hvað það er mikilvægt að njóta hvers dags. Þú nýttir tímann vel og gerðir alveg ótrúlega margt þennan tíma þrátt fyrir að vera oft á tíðum fárveikur. Þú varst sannfærður um það þar- síðustu jól að þetta yrðu síðustu jólin þín og staðráðinn í að njóta þeirra til hins ýtrasta með okkur. Þú fórst óteljandi leiðangra niður í bæ að kaupa gjafir og brasa eitt og annað og sífellt bættist í gjafahrúguna. Það skipti þig engu þó mamma væri búin að kaupa gjafir handa okkur öllum, þú vildir bæta við fyrir öll ókomnu jólin sem þú yrðir ekki til staðar. Hrúgan stækkaði dag frá degi og ekki nema von að það yrði einhver ruglingur á þessu öllu saman. Á að- fangadag fékk mamma nefnilega gjöf frá þér sem hún hafði keypt handa einu barnabarninu. Mamma lét þó á engu bera og þakkaði innilega fyrir sig. Á jóladag hóaðir þú allri stórfjöl- skyldunni saman og við fórum upp í Öxnadal að legsteini langömmu og afa sem þú hafðir látið útbúa. Það var hátíðleg stund þegar við stóðum þar saman rauðnefjuð í nýföllnum jólasnjónum og minntumst genginna kynslóða. Sjaldan hefur þú verið eins glaður og reifur og þessi jól og ég mun ávallt geyma minninguna um þau í hjarta mér. Það er svo margs að minnast, elsku pabbi, en ég ætla að láta staðar numið hér. Mig langar þó að bæta við að ég er sannfærð um að þú fékkst fínar móttökur þarna hinum megin. Takk fyrir samveruna og það sem þú gafst mér. Guð blessi þig. Þín dóttir Berghildur Erla. Það er hreint ótrúlegt að sitja hér og skrifa kveðjuorð til þín, kæri pabbi, þrátt fyrir mikil veikindi þín sl. tvö ár. Þú barðist svo sannarlega við þennan hræðilega sjúkdóm sem hafði því miður betur að lokum. Þetta eru búin að vera skrýtin tvö ár en jafnframt mjög góð og ég verð að segja það að allar þær stundir sem við höfum verið saman á þessum tíma eru nú ómetanlegar minningar. Það var svo oft sem mér fannst að þessu færi nú að ljúka en þú hélst svo sannarlega áfram og gerðir marga góða hluti og náðir að hrinda í framkvæmd ótrúlegustu verkum. Þegar þið mamma komuð með okkur í útilegu í fyrrasumar og þú hljópst með stelpunum í fótbolta og við fór- um í hina ýmsu leiðangra og skoð- uðum náttúruna og þú fylltir alla vasa þína af mosa og öðrum plöntum, þú varst alveg í essinu þínu og minntir mig á gamla góða daga þeg- ar við vorum alltaf í útilegu. Þetta var hreinlega meiriháttar og við skemmtum okkur öll konunglega. Síðan var það brúðkaupið okkar Sigga sem var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara sökum veikinda þinna, ég vildi endilega að þú værir viðstaddur eina af mikilvægustu stundum lífs míns og þú gerðir það og sá dagur var hreint út sagt stór- kostlegur og við vorum öll svo ótrú- lega glöð og kát. Allar þær heim- sóknir sem við höfum komið til Akureyrar og þið hafið tekið svo vel á móti okkur, það var alveg greini- legt hvað þú varst montinn af barna- börnunum og þú talaðir svo vel um stelpurnar okkar og sagðir þær hvora um sig svo einstaka Jólin 2003 vorum við sannfærð um að þetta væru síðustu jólin sem þú værir með okkur. Við komum öll norður og vorum með ykkur mömmu í Tungusíðu, það voru hreint út sagt frábær jól og þú varst svo glaður og tókst svo vel á móti okkur öllum og þú sagðir að húsið hristist af ham- ingju. Þetta var nákvæmlega það sem þú talaðir alltaf um, að þú vildir eiga stórt hús og hafa alla fjölskyld- una í Tungusíðu og börn hlaupandi um allt. Þú sýndir okkur og sannaðir að þú varst ekki tilbúinn því þú varst líka með okkur næstu jól. Ég man bara á BERNHARÐ STEINGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.