Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLMIÐLATILLÖGUR Fjölmiðlanefnd mennta- málaráðherra skilaði sameiginlegri tillögugerð fulltrúa allra flokka um fjölmiðla í gær. Tillögur nefnd- arinnar eru í sjö liðum um nauðsyn- leg viðbrögð vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í fjölmiðlaumhverfinu. Somerfield opnar bókhald Stjórn Somerfield ákvað í gær að opna bækur sínar fyrir tilboðs- gjöfum í fyrirtækið, en meðal þeirra eru Baugur Group. Bækurnar verða opnaðar í dag, en ekki liggur fyrir hve lengi þær verða opnar. Útför páfa í dag Útför Jóhannesar Páls páfa II fer fram í Róm í dag. Verður meg- inathöfnin úti fyrir dyrum Péturs- kirkjunnar og var áætlað að hún myndi taka þrjár klukkustundir. Átti hún að hefjast klukkan tíu að staðartíma en átta að íslenskum. Talið var í gær að aðkomumenn í Róm, sem þangað voru komnir til að kveðja páfa, væru um fjórar millj- ónir og meðal þeirra voru um 200 frammámenn, forsetar, forsætisráð- herrar, konungar og fulltrúar ým- issa trúarbragða. Talabani forseti Íraks Jalal Talabani var í gær kjörinn forseti Íraks og er það í fyrsta sinn, sem Kúrdi skipar svo hátt embætti í landinu. Hans fyrsta verk var að út- nefna Ibrahim Jaafari, einn helsta leiðtoga kosningabandalags sjíta, sem forsætisráðherra. Ofbeldi gegn öldruðum Ljóst er að ofbeldi gegn öldruðum á sér stað í nokkrum mæli hér á landi, þrátt fyrir að það sé vel falið. Léleg heilsa og skert líkamleg geta er áhættuþáttur þar sem fólk getur ekki varið sig eða leitað hjálpar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 27 Fréttaskýring 8 Forystugrein 28 Úr verinu 12 Viðhorf 30 Viðskipti 13 Minningar 30/38 Erlent 14/15 Myndasögur 42 Minn staður 16 Dagbók 42/44 Landið 17 Staður og stund 42 Höfuðborgin 18 Leikhús 46 Akureyri 18 Af listum 52 Austurland 20 Bíó 50/53 Daglegt líf 20/22 Ljósvakamiðlar 54 Menning 23 Veður 55 Umræðan 24/27 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #         $         %&' ( )***                     TEKJUR ríkissjóðs jukust um fjórð- ung á fyrstu tveimur mánuðum árs- ins miðað við sama tímabil í fyrra og námu tæpum 61 milljarði króna. Það er aukning um 12 milljarða króna frá sama tímabili í fyrra, sem að stærst- um hluta má rekja til stóraukinna skatttekna fyrstu mánuði ársins, bæði af beinum og óbeinum sköttum. Útgjöld ríkissjóðs á sama tíma voru þremur milljörðum króna hærri en áætlað var. Samkvæmt upplýsingum um greiðsluafkomu ríkissjóðs á fyrstu tveimur mánuðum ársins námu skatttekjur rúmum 57 milljörðum króna. Það jafngildir 25,6% hækkun frá fyrra ári, sem er 20,5% meiri inn- heimta að raungildi. Skattar á tekjur og hagnað námu 22,8 milljörðum króna og hækkuðu um 27,5% frá fyrra ári og skattar á vöru og þjón- ustu hækkuðu um 22,4% sem er 17,5% raunhækkun. Þar ber hæst að innheimta virðisaukaskatts hækkaði um 23,2% og innheimta vörugjalda af ökutækjum jókst sem nam 88,9%, en nýskráningar ökutækja fyrstu tvo mánuði ársins slaga upp í það að vera tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 5 milljarðar í tryggingagjald Þá kemur fram að innheimta tryggingagjalda nam 5 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins og hækkaði um tæplega 24%. Tryggingagjald er greitt af launum, en launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 6,7% á tímabilinu og al- mennt verðlag um 4,2%. Í frétt frá fjármálaráðuneytinu af þessu tilefni kemur fram að þar sem uppgjörið nái einungis yfir tvo mán- uði sé samanburður við fyrri ár háð- ur ákveðinni óvissu vegna tilfærslu tekna og gjalda milli einstakra mán- aða. Gjöld ríkissjóðs á tímabilinu námu tæpum 48 milljörðum króna sem er þremur milljörðum króna umfram áætluð útgjöld. Tæpan helming þess eða 1,3 milljarða króna má rekja til heilbrigðismála, 900 milljónir til menntamála og 500 milljónir króna til vaxtagjalda. Stórauknar tekjur af beinum og óbeinum sköttum á fyrstu mánuðum ársins Aukningin tólf milljarðar SAMTÖK ferðaþjónustunnar sam- þykktu á aðalfundi sínum í gær að ganga til viðræðna við stjórnvöld um að reykingar verði bannaðar á veit- inga- og skemmtistöðum frá og með 1. júní 2007. Það voru hótel- og veit- ingamenn sem báru fram tillögu þessa efnis og hlaut hún samhljóða samþykki aðalfundar. Í tillögunni segir meðal annars að miklar breytingar hafi orðið síðustu árin á reykingavenjum fólks og til- litssemi aukist til muna. Hótel- og veitingamenn innan samtakanna hafi í fjölmörg ár unnið að því að reyk- lausum svæðum yrði fjölgað og nú sé svo komið að um 80 veitingastaðir séu alveg reyklausir og fjölmargir staðir til viðbótar leyfi ekki reyk- ingar í matsölum. Þá hafi miklar um- ræður verið síðustu árin um starfs- umhverfi þeirra sem vinna í reykmettuðu lofti og hafi nokkur lönd því bannað reykingar á veit- ingastöðum, sem og öðrum vinnu- stöðum. Bann óhjákvæmilegt Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir eftirspurn gesta eftir reyklausum svæðum og herbergjum hafa aukist gríðarlega mikið. „Maður sem rekur stórt hótel úti á landi var að segja okkur áðan að þegar hann byrjaði var hann með tíu reyklaus herbergi af sjötíu, en nú er hann með tíu herbergi þar sem reykingar eru leyfðar,“ segir Erna. „Við höfum fylgst með þeim umræðum sem hafa átt sér stað bæði hérlendis og erlend- is, hvað varðar starfsaðstæður fólks og vinnuvernd. Í ljósi þeirrar þróun- ar var það niðurstaða veitingamanna að taka upp viðræður við stjórnvöld um að reykbann verði sett á, en ekki fyrir 1. júní 2007, til að gefa mönnum svigrúm til að aðlagast. Það verður ekki litið fram hjá því að það fylgir mikið af vandamálum þessum breyt- ingum, þannig að það er mjög merki- legt að veitingahúsin skuli ganga fram fyrir skjöldu og móta sér stefnu í þessu máli.“ Morgunblaðið/Kristinn Veitingamenn leggja til reykingabann 2007 Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is KVIKMYNDAEFTIRLIT ríkisins hefur sent Ísleifi Þórhallssyni, skipuleggjanda kvikmyndahátíðar- innar Iceland International Film Festival 2005, bréf þess efnis að sýn- ing á mynd Svíans Lucas Moodysons Ett hål i mitt hjärta (Gat í hjarta mínu) sé leyfð með mjög ströngum skilyrðum. Mælist Kvikmyndaeftirlit til þess að myndin verði einvörðungu sýnd í tilefni Kvikmyndahátíðar og þess sérstaklega gætt í þessu tilviki að börn eigi ekki aðgang að myndinni. Þá er mælst til þess að sérstakur starfsmaður gæti aðgangs að mynd- inni. Ennfremur bendir Kvikmynda- eftirlit á það að sýningar á myndinni gætu varðað við 210. grein hegning- arlaga um birtingu klámefnis og gætu sýnendur átt von á kæru á þeim grundvelli. Ísleifur segir aðstandendur kvik- myndahátíðarinnar vissulega munu virða tilmæli Kvikmyndaeftirlitsins, enda sé alls ekki ætlunin að myndin standi viðkvæmum sálum til boða. „Ég er fegnastur því að myndin fer í sýningu á morgun og fólk fær þá að draga eigin ályktanir,“ segir Ísleifur. „Það hefði verið mjög óskemmtilegt ef Íslendingum hefði ekki verið leyft að sjá þessa mynd og gera upp sinn eigin hug. Þetta er einn virtasti leik- stjóri samtímans og þarna er hann bara að tjá sig um eitthvert ástand í nútímasamfélagi sem honum finnst ekki mjög gæfulegt. Þetta er auðvit- að ekki þægilegt en honum finnst hann þurfa að fara þessa leið, að gera mynd sem fólki finnst óþægilegt að horfa á.“ Kvikmyndahúsagestir í Svíþjóð hafa gengið út af sýningum mynd- arinnar sem frumsýnd var þar í landi 17. september. Sýningin leyfð með ströngum skilyrðum ALGENGASTA verð á 95 oktana bensíni hækkaði um nær 4% eða tæpar fjórar krónur hjá Skeljungi, Olís og Esso í gær og er nú 102,50 en algengasta verð á dísilolíu í sjálfsafgreiðslu hjá olíufélögunum þremur er nú 49 krónur fyrir lítr- ann. Skeljungur reið á vaðið og hækk- aði verð á eldsneyti í gær en ástæð- an er hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu að sögn félagsins. Esso og Ol- ís fylgdu síðan í kjölfarið og hækk- uðu verð hjá sér. Verð á eldsneyti hjá Atlantsolíu hækkaði hins vegar ekki í gær. Verð á eldsneyti hækkar um 4% ELSA Waage kontraalt- söngkona syngur hlutverk Erdu í uppfærslu á óp- erunni Siegfried eftir Richard Wagner á listahátíð í Mexíkóborg, Festival de Méx- ico en el Centro Histórico. Alls verða fjórar sýningar á óperunni, sú fyrsta hinn 17. apríl næstkom- andi. Með titilhlutverkið fer aust- urríski tenórinn Peter Svensson. „Þetta er listahátíð sem haldin er árlega og er ein stærsta listahátíð í S-Ameríku. Það er ýmislegt á boð- stólum, djass, ballett og fleira, og undanfarin ár hefur Niflungahring- urinn verið á dagskrá. Nú er þriðja óperan sett upp, Siegfried,“ segir Elsa, sem fer með hlutverk jarð- arinnar sjálfrar, eða Erdu. Syngur Wagner í Mexíkó Elsa Waage  Hlutverk/46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.