Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 16
Mývatnssveit | Finnbogi Stef- ánsson Geirastaðabóndi skyggir með hönd fyrir augu, meðan hann lítur móti sól og dásamar dýrð náttúrunnar allt um kring. Hann hafði rétt að- eins bleytt í netum en var nú að taka þau upp aftur. Bogi er hér staddur við Þorbjargar- hólma sem er klettahöfði í Mý- vatni og heyrir til Haganesi. Til hliðar má sjá merkilegt náttúrufyrirbrigði sem kallað er „reising“ á ísnum. Reising verður þannig til, að hreyfing- ar íssins vegna strauma og vinda skapa spennu í íshell- unni, sprungur myndast á ákveðnum svæðum og ísflekar þrýstast saman. Alsiða var áð- ur fyrr í frosthörkum að menn sætu undir reisingu við dorg meðan sú lífsbjörg var stund- uð á Mývatni. Morgunblaðið/BFH Dásamar dýrð náttúrunnar Reising Landið | Höfuðborgarsvæðið | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Málþing | Nýtt landnám, sögutengd ferða- þjónusta er yfirskrift málþings sem haldið verður í Duushúsum í Reykjanesbæ í dag, föstudaginn 8. apríl frá kl. 14 til 18. Er því ætlað að varpa ljósi á þá miklu grósku sem einkennir sögutengda ferðaþjónustu á Ís- landi, en einkum verður sjónum beint að ferðaþjónustu sem byggist á Íslendingasög- unum og tímabilinu fram til 1300. Kynnt verður Evrópuverkefnið Destination Viking Sagaland, sem miðar m.a. að því að gera Ís- lendingasögurnar sýnilegri ferðamönnum. Þrjú staðbundin verkefni innan þess verða kynnt, Víkingaskipið Íslendingur, Eiríks- staðir í Dölum og verkefni um Þjórsárdal. Miðaldaverkefnið um Gásir í Eyjafirði verð- ur kynnt, Landnámssetur í Borgarnesi, Sögumiðstöð og sagnamennska á Grund- arfirði og Landnámsskálinn í Austurstræti. Vörður, félag ungrasjálfstæðismannaá Akureyri, telur að Norðlendingar eigi að sameinast um það mark- mið að tryggja að næsta stóriðja verði reist á Norðurlandi. „Á meðan Norðlendingar deila um mögulegar staðsetningar er hættan á því að fjár- festar snúi sér annað og reisi næstu stóriðju á öðrum stað. Hentugast er að þeir staðir sem komi til greina á Norðurlandi séu kynntir saman og kynni kosti sína fyrir fjárfest- um,“ segir í ályktun Varðar. Þar kemur einnig fram að ef Norðlendingar sam- eina krafta sína í stað þess að deila um stað- setninguna innbyrðis eiga þeir mun meiri möguleika á að tryggja að farsæl lausn náist fyr- ir Norðlendinga alla,“ segir í ályktun Varðar. Sameinist Fimm keppendurtóku þátt í opnaAkureyrarmótinu í réttstöðulyftu sem fram fór um síðustu helgi og voru þeir flestir að stíga sín fyrstu skref í kraft- lyftingum. Sigfús Fossdal keppti í +125 kg flokki og lyfti 270 kg. Hann gerði heiðarlega tilraun við Akureyrarmet, 300,5 kg, en náði ekki að sannfæra dómarana. Mikla athygli viðstaddra vöktu tvíburar frá Blönduósi, þeir Sig- urður og Þórður Lúters- synir en þeir kepptu í 67,5 kg flokki. Þeir eru á sex- tánda ári og hafa nýlega hafið æfingar en náðu að lyfta ríflega tvöfaldri eig- in þyngd á sínu fyrsta móti, 140 kg. Kristinn Steinarsson lyfti mest 175 kg í 90 kg flokki og Krist- inn Ari Hinriksson lyfti 170 kg í 110 kg flokki. Sigurður, Þórður, Sigfús, Kristinn Ari og Kristinn S. Hraustir strákar Jón Ingvar Jónssongleður jafnan hag-yrðinga þegar hann mælir í bundnu máli. Hann veltir fyrir sér fað- erni Krists: Kristur Jósef undan er ætla ég að vona, fráleitt annað fyndist mér fyrst að Guð er kona. Hann orti braghendu á fundi Kvæðamanna- félagsins Iðunnar: Góða vísu ósköp auðvelt er að skapa, sérstaklega ef ég apa eftir honum Jóa í Stapa. Ekki er úr vegi á þessum árstíma að rifja upp „Vor- vísu leiðsögumannsins“: Þegar völlur þiðnar senn og þokar mjöll af grundum upp á fjöll og ferðamenn fer ég öllum stundum. Að lokum ein af sjálfs- lýsingum Jóns: Vísnagerð er streð og strögl, stanslaust bunar úr mér rugl. Skarpleik guð minn skar við nögl, skóp mig undarlegan fugl. Af Jóni Ingvari pebl@mbl.is Ísafjörður | Samgönguleg sjónarmið réðu því að nýtt útibú Fiskistofu var stofnað í Stykkishólmi í stað þess að efla útibúið sem fyrir var á Ísafirði að því er fram kem- ur í samtali Bæjarins besta við Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann segir ráðuneytið hafa að undan- förnu tekið þátt í ýmsum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu starfa á Ísafirði og því verði haldið áfram. Hann segir að sú staðreynd að störf flytjist ekki til Vest- fjarða segi ekkert um stöðu sjávarútvegs á Vestfjörðum. Þingmenn stjórnarflokkanna voru ekki með í ráðum þegar þessi ákvörð- un var tekin. Ráðherra tilkynnti í vikunni um flutning á fjórða tugar starfa við veiði- eftirlit Fiskistofu frá Reykjavík til ýmissa staða á landsbyggðinni. Er þetta stærsti flutningur opinberra starfa frá Reykjavík og með þessu vinnst áfangi í áralöngu bar- áttumáli þeirra sem allt frá stofnun Fiski- stofu hafa talið hana eiga að vera staðsetta á landsbyggðinni. Starfsmenn útibúsins á Ísafirði voru lengi vel tveir en nýlega var fækkað og þar er nú einn starfsmaður. Samgönguleg sjónarmið réðu vali Akureyri | Fólk virðist almennt vera ágætlega sátt við þær breytingar sem hafa orðið á Kaupfélagi Eyfirðinga svf. á undanförnum árum, ef marka má niður- stöður viðhorfskönnunar sem Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri vann fyrir KEA. Mikill meirihluti þátttakenda telur að breytingarnar á KEA á undanförnum árum hafi verið jákvæðar – um, fjórð- ungur telur þær hafa verið neikvæðar. Það að KEA hefði dregið sig út úr at- vinnustarfsemi, m.a.rekstri matvöruversl- ana var algengasta svarið við því sem þótti neikvætt í starfseminni á liðnum árum. Jarðböðin í Mývatnssveit voru nefnd sem dæmi um vel heppnaða fjárfestingu. Í úrtaki könnunarinnar voru 1227 manns á aldrinum 18 til 80 ára í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Svarhlutfall í könnuninni var 73%. Um þriðjungur þátt- takenda í könnunni var félagsmenn í KEA. Ágætlega sátt við breytingar ♦♦♦ Gervitunglasendar | Tækjasjóður Rann- ís úthlutaði nýverið styrkjum til tækja- kaupa á árinu 2005. Náttúrustofa Norð- austurlands sótti um styrk í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina vegna kaupa á gervitunglasendum og dýpisritum ásamt fylgibúnaði til rannsókna á hrefnu við Ís- land. Stofnanirnar fengu styrk að upphæð 1730 þús. kr. Ætlunin er að nota gervitun- glasenda til að fylgjast með ferðum hrefna á fartíma að haustlagi en far og dval- arstaðir skíðishvala er ein stærsta ráðgátan í hvalarannsóknum. Búnaðurinn verður einnig notaður til að fylgjast með hrefnum á fæðuslóð við Ísland að vor- og sumarlagi en ferðir hennar á þeim tíma eru lítt þekkt- ar. Dýpisritar verða notaðir til að kanna köfunarhegðun hrefnunnar. Þetta er í ann- að sinn sem Tækjasjóður Rannís veitir Náttúrustofunni styrk en í fyrra fékk stofn- unin 700 þús. kr. styrk til kaupa á tækjum til smádýrarannsókna. Náttúrustofan telur mjög ánægjulegt að Rannís skuli með þess- um hætti styðja við uppbyggingu rannsóknarstarfsemi á landsbyggðinni seg- ir á vef Skarps á Húsavík.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.