Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bara einn? á morgun  Auðvitað er erfitt fyrir lista- menn að benda á einhvern einn sem hefur haft afgerandi mest áhrif á þá en það er samt verkefnið sem Lesbók hefur lagt fyrir rúm- lega þrjátíu listamenn; rithöfunda, myndlistarmenn, tónskáld og kvikmyndagerðarmenn. Í KULDAKASTI síðustu daga dró heldur úr sókn veiðimanna í sjóbirt- ingsárnar. Engu að síður létu menn sig sums staðar hafa það að brjóta úr lykkjum til að koma línum út. Holl sem veiddi í Vatnamótum frá sunnu- degi til þriðjudags náði 40 birtingum og annað sem lauk veiðum í gær- morgun náði um 30 fiskum. „Það var hörkugaddur en þetta eru harðir strákar sem kunna á svæðið. Þetta er ótrúlegt fiskirí mið- að við aðstæður,“ sagði Ragnar Johansen í Hörgslandi. „Það hefur verið mjög mikið um geldfisk efst og neðst á svæðinu, en þessir sem voru að ljúka voru mikið að fá fisk í kring- um fimm, sex pund. Þeir náðu einum sem var um tíu. Bæði þessi holl slepptu öllum fiski sem þeir settu í.“ Margir stórir Opnunarhollið í Geirlandsá, sem skipað er árnefndarmönnum úr Stangveiðifélagi Keflavíkur, veiddi 36 fiska. Þar á meðal voru nokkrir mjög stórir, þeir stærstu 86 og 88 sm langir. Í Tungufljóti veiddust 68 sjó- birtingar, þar af 40 á fyrstu vaktinni. Þar af voru margar stórar hrygnur, 75 til 85 sm langar. Það er því ljóst að óvenju margir stórfiskar hafa komið á land þessa fyrstu veiðidaga ársins – og verið sleppt aftur í árnar. Snarvitlaust í Tungulæk Veiði í Tungulæk í Landbroti hófst með látum eins og oft áður. Að sögn Þórarins Kristinssonar veidd- ist 81 sjóbirtingur á opnunardaginn 1. apríl og flestir eftir klukkan 17, þegar gjólaði og kólnaði. „Sem betur fer er þetta dyntóttur fiskur en seinnipartinn varð allt snarvitlaust,“ sagði Þórarinn. „Við veiddum bara í nokkrar klukkustundir. Langmest af þessu var geldfiskur en við slepp- um öllum niðurgöngufiski.“ Tungu- lækur var hvíldur að mestu um helgina en seinnipart sunnudags mættu Þröstur Elliðason og tveir fé- lagar hans og þegar þeir hættu veið- um á mánudag höfðu þeir veitt 84 birtinga. Þrír voru yfir 80 cm og sá stærsti, 88 sm hængur, veiddist í svokallaðri Frystikistu, í ármótum Tungulækjar og Skaftár. Flestir fiskanna tóku Black Ghost keilu straumflugu númer tvö. Mest var af geldfiski, þrjú til fimm pund. „Þetta er bara Tungulækurinn,“ sagði Þór- arinn. Veiðin í Soginu fór vel af stað um liðna helgi. Veiðimenn fengu þá átta bleikjur í landi Bíldfells á föstudeg- inum en fimmtán við Ásgarðsland á laugardaginn var, og voru margar þeirra vænar: Meðalþyngdin var þrjú og hálft pund. Allar bleikjurnar tóku Pheasant tail númer 10 og 12. Nýr stangveiðivefur Í vikunni var opnaður stang- veiðivefurinn Vötn og veiði; votnog- veidi.is. Rit- stjóri vefjarins er Guð- mundur Guðjónsson, einn reyndasti blaðamaður landsins, þegar kemur að skrifum um stangveiðar. Hann sá í 26 ár um þáttinn Eru þeir að fá- ’ann, hér á síðum Morgunblaðsins, og þá hefur hann skrifað Stang- veiðiárbókina allar götur frá 1988. „Við vildum nýta þessa þekkingu og reynslu og nota tækifærið sem netið býður uppá, hvað varðar um- fang og magn upplýsinga og afþrey- ingarefnis,“ segir Guðmundur. Hann segir vefnum skipt í aðal- og und- irflokka og fréttaveitan sé þrískipt. „Þátturinn Eru þau að fá’ann er fréttastreymi í anda þess sem ég hélt úti í Morgunblaðinu í öll þessi ár. Með splunkunýjum fréttum er nú hægt að birta fjölda mynda. Við ætl- um að vera með nýjustu fréttir, og að auki hverskonar lesefni. Við uppfærum efnið allt árið en sumt verður eðli málsins samkvæmt í hraðari upp- færslu á veturna. Á meðan vertíðin stendur er meg- ináherslan á fréttir. Fyrst og fremst er þetta afþreyingarvefur sem á að höfða til allra sem áhuga hafa á stangveiði, og allt þetta efni er frítt,“ segir Guð- mundur. Aðstandendur GHJ útgáfu, sem stendur að Vötnum og veiði, eru auk Guðmundar Heimir Óskarsson og Jón Eyfjörð Friðriksson. Breyttur vefur Strengja Strengir, veiðiþjónusta Þrastar Elliðasonar, hefur breytt og bætt vef sinn, strengir.is. Auk þess að kynna veiðisvæði Strengja, eru þar upplýsingar um laus veiðileyfi og fréttir af veiðiskap. Fram kemur á vefnum að lítið hafi verið reynt í Minnivallalæk í kuldakastinu síð- ustu daga, en þeir sem hófu veiði á föstudaginn náðu sjö urriðum, við erfiðar aðstæður. STANGVEIÐI Óvenju margir stórfiskar veidar@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfur Guðmundsson með vænan geldfisk úr Tungulæk. Guðmundur Guðjónsson ÚR VERINU ÍSLENZKUM stjórnvöldum hefur borizt ítarleg álitsgerð frá erlendum sérfræð- ingi vegna undirbúnings málsóknar gegn Noregi vegna Svalbarðamálsins fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag. Tilefni hugs- anlegrar málsóknar eru meint ítrekuð brot norskra stjórnvalda á Svalbarða- samningnum. Ekki fást upplýsingar um innihald álitsgerðarinnar, en hún er til skoðunar hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram á málstofu um Sval- barðamálið, sem Hafréttarstofnun Ís- lands gekkst fyrir í Lögbergi, húsi laga- deildar Háskóla Íslands, í gær. Þar flutti Robin Churchill, sem er prófessor í þjóðarétti og Evrópurétti við Lagahá- skólann í Cardiff, erindi um réttarstöðu Svalbarða og hafsvæðanna við hann, og Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu og forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, lýsti stöðu málsins frá sjónarmiði Íslendinga. Ákvörðun um að hefja undirbúning mál- sóknar gegn Noregi var tekin í ágúst á síðasta ári í framhaldi af einhliða ákvörð- un norskra stjórnvalda um að setja 80.000 tonna þak á leyfilegan heildarafla af norsk-íslenzkri síld á Svalbarðasvæð- inu. Íslenzk stjórnvöld líta svo á að um- rædd takmörkun norskra stjórnvalda feli í sér brot á Svalbarðasamningnum, enda hafi engar vísindalegar forsendur verið fyrir henni. Hinum fimm „eigendum“ síldarstofnsins, það er Íslandi, Noregi, Færeyjum, Rússlandi og ESB, eigi að vera frjálst að stunda síldveiðar á Sval- barðasvæðinu svo lengi sem þeir fara ekki fram úr aflahlutdeild sinni. Var formleg mótmælaorðsending send norsk- um stjórnvöldum af þessu tilefni. Niðurstaða Robin Churchill er í stuttu máli sú að Svalbarðasamningurinn, þ.m.t. jafnræðisregla samningsins, gildi ekki aðeins á landsvæði og í landhelgi Sval- barða, eins og norsk stjórnvöld halda fram, heldur jafnframt í 200 sjómílna lögsögunni og á landgrunni Svalbarða eins og Ísland og fleiri ríki halda fram. Hann er enn fremur sammála íslenzk- um stjórnvöldum um að landgrunnið við Svalbarða tilheyri Svalbarða, en ekki meginlandi Noregs eins og norsk stjórn- völd halda fram. Samráðsfundir Hjá Tómasi H. Heiðar kom ennfremur fram að auk hinnar erlendu álitsgerðar hafi málsóknin verið undirbúin á ýmsan hátt. Samráðsfundir hafi verið haldnir með nokkrum aðildarríkjum Svalbarða- samningsins, enda hafi þau ýmissa sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Fram hafi komið að sjónarmið Íslands og um- ræddra ríkja fari mjög saman, meðal annars hvað varðar túlkun Svalbarða- samningsins. Segja megi að rykið hafi verið dustað af „Svalbarðamöppum“ í ut- anríkisráðuneytum í ýmsum höfuðborg- um heimsins, þar sem málið hafi legið í láginni um nokkurt skeið. Tómas segir meðalgöngu annarra að- ildarríkja í hugsanlegt dómsmál hafa verið rædda, en aðildarríkin þurfi að velta því fyrir sér hvernig þau vilja gæta hagsmuna sinna ef til málaferla kemur. Álitsgerð fengin frá erlendum sérfræðingi Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is HLUTFALL lifrar í veiddum þorski af línubátum Þorbjarnar Fiskaness hefur farið vaxandi ár frá ári. Sömuleiðis hefur nýting bæði í landvinnslu og sjó- vinnslu aukizt. Eiríkur Tómasson, forstjóri fyr- irtækisins, segir þetta benda til þess að þorsk- urinn sé vel haldinn. Byrjað var að fylgjast með þessu fiskveiðiárið 2001 til 2002 og var þá hlut- fall lifrar af veiddum þorski 3%, næsta fiskveiðiár var hlutfallið 4,7%, 6,7% árið eftir og á yfirstandandi fiskveiðiári er hlutfallið komið upp í 7,4%. Eiríkur segir að vissulega geti verið að sjómenn- irnir hafi verið duglegri við að hirða lifrina síðari ár- in, en aukningin sé þó meiri en sem gæti numið því. Það sé greinilegt af öllu að meiri lifur sé í fiskinum og hann sé þykkur og vel haldinn. Það komi meðal annars fram í aukinni nýtingu bæði í söltun og vinnslu úti á sjó. Því sé ekkert sem bendi til þess að þorskinn skorti æti, enda hafi hann úr ýmsu að velja og hafi til dæmis getað bætta sér upp skort á loðnu með áti á kolmunna. Eiríkur segir að í línufiskinum sé ýmislegt æti í maga þorsksins, hann sé ekki tómur. Slíkt geti hins vegar átt við um netafiskinn sem sé tekinn uppi á grunninu þar sem minna sé um æti. Þorskurinn vel haldinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.