Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 43 DAGBÓK Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Einkennilegur dómur ÉG er alveg ólýs- anlega ósáttur við þann dóm sem féll yfir lögreglumanni sem stöðvaði öku- mann á mótorhjóli. Ég verð að lýsa minni reynslu af lögreglunni í Reykjavík. Þetta eru upp til hópa kurteisir menn og eru bara að sinna sinni vinnu alveg eins og ég sinni minni vinnu, en þeir eru alltof oft sakaðir um yfirmannsofsóknir af þeim sem eru teknir. Ég tel að ef svo fer fram sem horfir þá fáum við aldrei almenni- lega lögreglumenn til starfa ef menn þurfa að velta vöngum yfir hvort þeir megi gera þetta eða hitt til að koma í veg fyrir að hætta skapist í umferðinni. Ég var tekinn fyrir að tala í síma á meðan ég var að keyra. Það voru heiðursmenn sem tóku mig þá, enda voru málin leyst strax. Þeir voru að vinna vinnuna sína og gerðu það fagmannlega. Það er ósk mín að Hæstiréttur hnekki dómi héraðsdóms og úr- skurði lögreglumanni í hag. Ég er stoltur af lögregluliði Íslands Friðrik Ingi Óskarsson. Leit mannsins að dýpri skilningi er eðlileg ÍSLENSKA þjóðin hefur und- irgengist boðskap Jesú Krists. Óhætt er að fullyrða að fólk, sem tekur afstöðu með boðskap Jesú vill ekki skipta. En margt er í boði og ýmsar kenningar á lofti, sem fólk veltir fyrir sér og vill jafnvel prófa. Þessi leit mannsins bendir eindregið til þess að þótt flestir menn lifi í þokkalegum nægtum er samt eitthvað innra með hverjum manni sem þráir eitthvað dýpra en hið efnislega. Eitthvað sem svarar öllum þessum spurningum sem efnislegi heimurinn tekur ekki á og er ófær um að gera. Hann einfaldlega veit ekki um hvað málið raunverulega snýst. En leit mannsins leiðir hann oft á villigötur með hörmulegum afleið- ingum. Það þekkja til að mynda alkóhólistar, spilafíklar eða þá aðrir fíklar. Alkóhólisminn byrjaði með fyrsta vínsopanum. Kannski var málið spennandi í byrjun en endaði með hörmungum. Vöndum því valið og berum gæfu til að velja öryggið fyrir lífið. Og þegar kemur að þeim lið er bara eitt sem heldur. Kletturinn sem Jesús gefur jarðarbúum. Konráð Rúnar Friðfinnsson, Engjahlíð 1, Hafnarfirði. Morgunblaðið/Júlíus Félag um átjándu aldar fræðiheldur málþing um þjóðtrúÍslendinga 1650–1850 ámorgun, laugardag. Mál- þingið fer fram í Þjóðarbókhlöðunni, fyrirlestrarsal á 2. hæð, á milli kl. 13.30 og 16.30. Loftur Guttormsson, prófessor í sagnfræði við KHÍ, ríður á vaðið með fyrirlestri undir yfirskriftinni Frá hjátrú til þjóðsagna – Hugarfars- breyting „í langtíma“. Hvað felst í titlinum Frá hjátrú til þjóðsagna? „Þegar hjátrúin sem hugtak kemur fram á 16. öld, þ.e.a.s. siðaskiptaöld, þá má segja að hún hafi verið há- guðfræðilegt fyrirbæri. Undir hana fellur flest það sem taldist stríða gegn lúterskum rétttrúnaði svo sem galdrar, særingar, signingar og draugauppvakningar. Á galdraöld- inni svokölluðu, þ.e.a.s. 17. öldinni, leiddu iðkanir og viðhorf sem tengd- ust þessu oft til dómsáfellis og jafnvel líflátsdóma, sbr. galdrabrennurnar. Hjátrúin í þessum skilningi var jafn- framt uppistaðan í munnmælasögum sem síðar kölluðust þjóðsögur og voru í miklu uppáhaldi meðal almenn- ings. Þjóðsögurnar voru eins konar spennutryllar síns tíma.“ Hver var afstaða kirkjunnar til þessara sagna? „Afstaða kirkjunnar harðnaði fram á 18. öld, einkum fyrir áhrif heit- trúarstefnunnar. Prestum var uppá- lagt að nýta húsvitjanir til að vara heimilisfólkið við ónytsamlegum sög- um og ævintýrum. Þeir áttu að halda guðsorði sem fastast að fólkinu og ganga úr skugga um að nóg væri til af guðsorðabókum á heimilinu sem gætu ýtt til hliðar þessum munn- mælum.“ Hvers vegna var svo farið að safna þessu „háskalega“ efni? „Það er einmitt í þessu sem hug- arfarsbreytingin felst. Þar voru að verki tveir voldugir hugmynda- straumar, þ.e upplýsingin og róm- antíkin. Upplýsingamenn sögðu svo- nefndri hjátrú stríð á hendur í nafni skynseminnar. Smám saman hættu menn að tengja hjátrúna við sjálfan djöfulinn. Þar með varð hún ekki jafnháskaleg og áður. Síðan, á tíma- bili rómantíkurinnar undir miðbik 19. aldarinnar, þá fer af stað skipuleg söfnun munnmælasagna. Þá eru menn s.s. farnir að líta þessar sagnir mjög jákvæðum augum sem hluta af einhvers konar þjóðararfi. Þessi söfn- un leiðir síðan til útgáfu þjóðsagna. Margir prestar voru hlynntir söfn- uninni og urðu virkustu hjálparhellur þjóðsagnasafnaranna – manna eins og Magnúsar Grímssonar og Jóns Árnasonar. Þannig verða þeir eins konar holdgervingar þessarar lang- tíma hugarfarsbreytingar.“ Aðrir fyrirlesarar á málþinginu eru Ögmundur Helgason, starfsmaður á Árnastofnun, Júlíana Magnúsdóttir, þjóðfræðingur, og Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði. Aðgangur er ókeypis. Málþing | Þjóðtrú Íslendinga rædd hjá Félagi um átjándu aldar fræði  Loftur Guttormsson er fæddur á Hallormsstað 5. apríl 1938. Hann er sagnfræð- ingur frá Sor- bonneháskóla í París og doktor í sagn- fræði frá HÍ 1990. Hann er starfandi prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Loftur er eiginmaður Hönnu Kristínar Stefánsdóttur, kennslu- fræðings, og eiga þau þrjú upp- komin börn. Háguðfræðilegt fyrirbæri Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 14. apríl 2005 kl. 14.00 á neðangreindri eign: Suðurgata 1, 213-2258, Sauðárkróki, þingl. eign Brynjars Pálssonar. Gerðarbeiðandi er Íslandsbanki hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 7. apríl 2005. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Draupnisgata 7, iðnaður 01-0202, Akureyri (225-3448), þingl. eig. Björn Stefánsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Akureyri og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 10:00. Hríseyjargata 10, 0101, Akureyri (214-7901), þingl. eig. Bryndís Guð- mundsdóttir og Björn Sæberg Sæmundsson, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 10:30. Hvannavellir 6, íb. 01-0201, Akureyri (214-7977), þingl. eig. Björn Stefánsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðviku- daginn 13. apríl 2005 kl. 11:00. Kaupvangsstræti 21, verslun 01-0101, Akureyri (214-8114), þingl. eig. K.K. raf ehf., gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, miðvikudag- inn 13. apríl 2005 kl. 11:30. Langholt 25, íb. 01-0101, eignarhl., Akureyri (214-8660), þingl. eig. Bjarni Einar Einarsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 13:30. Skessugil 17, 03-0202, eignarhl. Akureyri (223-9012), þingl. eig. Tóm- as Veigar Sigurðarson, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 14:00. Sunnuhlíð 2, eignarhluti, Akureyri (215-1091), þingl. eig. Fjölnir Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Og fjarskipti hf., miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 7. apríl 2005. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Austurvegi 6, Hvolsvelli, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Hagi við Selfjall 4, Rangárþing ytra, ehl. gerðaþola, fnr. 223-3433, þingl. eig. Holberg Másson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., útibú, miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 10:30. Hemla, Rangárþing eystra, ehl. gerðaþola, lnr. 163948, þingl. eig. Vignir Siggeirsson, gerðarbeiðandi Hús og hýbýli ehf., miðvikudag- inn 13. apríl 2005 kl. 10:30. Lyngás 2, Rangárþing ytra, fnr. 219-7271, þingl. eig. Bergur Svein- björnsson, gerðarbeiðendur Glitnir og Kaupþing Búnaðarbanki hf., miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 10:00. Steinar 4, Rangárþing eystra, ehl. gerðaþola, lnr. 163725, þingl. eig. Eyjólfur Halldórsson, gerðarbeiðandi Eimskipafélag Íslands ehf., miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 6. apríl 2005. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hamravík 24, Borgarnesi, þingl. eig. Árni Ormsson og Halldóra Marín- ósdóttir, gerðabeiðendur Kaupþing hf., Ríkisútvarpið og Sparisjóður Mýrasýslu, miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 7. apríl 2005. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, þriðjudaginn 12. apríl 2005 kl. 14:00 á eftirfarandi eignum: Brekkugata 60, fnr. 212-5486, Þingeyri, þingl. eig. Halldór J. Egilsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. Drafnargata 15, fnr. 212-6373, Flateyri, þingl. eig. Hjálmar Sigurðsson og Guðbjörg Kristín Haraldsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Fjóla ÍS-38, skskr.nr. 2538, þingl. eig. Haraldur Árni Haraldsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestfirðinga. Hafnarstræti 1, 50% eignarhl. gþ., fnr. 212-6458 Flateyri, þingl. eig. Hólmfríður H. Guðjónsdóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf. Hjallavegur 9, fnr. 212-6510, Flateyri, þingl. eig. Íris Dröfn Hafberg, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Inga Hrönn ÍS-100, skskr.nr. 1220, þingl. eig. Hannes Hvanndal Arn- órsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Ránargata 4, fnr. 212-6543, Flateyri, þingl. eig. Þorvaldur Ársæll Pálsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Smiðjugata 8a, fnr. 212-0352, Ísafirði, þingl. eig. Sveinbjörg Sveins- dóttir og Kristinn Halldórsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands höfuðstöðvar. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 7. apríl 2005. Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi. Félagslíf Sálarrannsókna- félag Suðurnesja María Sigurðardóttir, miðill, verður með skyggnilýsingar- fund sunnudaginn 10. apríl kl. 20.30 í húsi félagsins á Víkur- braut 13, Keflavík. Húsið opnað kl. 20. Aðgangseyrir við inn- ganginn. Allir velkomnir. Stjórnin. Í kvöld kl. 20.30 heldur Óskar Ingólfsson erindi „Þankar um Zen“ í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjá Sigurðar Boga Stefánssonar „Úr bréfum Hjalm- ars Ekström“ Á sunnudögum kl. 10 er hug- leiðing með leiðbeiningum. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid. I.O.O.F. 1  185488  Dd. I.O.O.F. 12  185488½  9.0. Raðauglýsingar 569 1111 Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 11.30: Hólavangur 18, fnr. 225-6800, Rangárþing ytra, þingl. eig. Jóna Lilja Marteinsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Leifur Árnason. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 6. apríl 2005. Uppboð Raðauglýsingar sími 569 1100 FJÓRÐA kvöld Leikhúss lista- manna fer fram í Klink og Bank, Brautarholti 1, í kvöld kl. 20 en það er sérstakt kvöld þar sem lista- menn úr Klink og Bank sviðsetja listaverk sín og fá hver annan til þess að leika fyrir sig. Hvert verk er aldrei lengra en 15 mínútur og er ekki endilega æft áður. Í kvöld verða meðal annars sýnd verkin Inn í kirkju út úr trú (ég er ekki heilaskepna ég var einu sinni Api) eftir Ingibjörgu Magnadóttur, Við sundlaugina eftir Ragnar Kjartansson, margföldun/multi simplicity eftir Sesselju Guðmunds- dóttur (Hljóð: Steini Plastik), Djúp- ið eftir Valdimar Jóhannsson, Techno Witch eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og Ekki gráta mamma hóra eftir Snorra Ás- mundsson. Þátttakendur eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Daniel Björnsson, Ragnar Kjartansson, Ingibjörg Magnadóttir, Laufey Elíasdóttir, Kristín Björk Kristjánsdóttir, Sess- elja Guðmundsdóttir, Guðrún Ben- ónýsdóttir, Valdimar Jóhannsson, Jón Atli, Snorri Ásmundsson, Lára Sveinsdóttir, Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar Helgason og Magnús Jensson. Fjórða kvöld leikhúss listamanna í Klink og Bank
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.