Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs verður á Hótel Öldunni, Seyðisfirði, laugardaginn 23. apríl nk. og hefst kl. 14. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Sérstakt þema fundarins verður atvinnu- og byggðamál. Flokksmönn- um er bent á að hafa samband við formenn aðildarfé- laga vilji þeir vera fulltrúar félaga sinna á fundinum. Stjórn kjördæmisráðs PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1. Fjarðarkaupum Borgartúni 24 Lutein eyes Öflugt bætiefni fyrir sjónina Lyfjaval Hæðarsmára Lyfjaval Þönglabakka Stúdíó Dan Ísafirði AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Dalvíkurbyggð | „Þetta eru að sjálf- sögðu mikil vonbrigði,“ segir Kol- brún Reynisdóttir, ritari Félags for- eldra og velunnara Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Bæjarráð Dalvíkur- byggðar hafnaði á fundi sínum í gær erindi frá félaginu, sem að undan- förnu hefur skoðað möguleika á rekstri sjálfstæðs skóla að Húsa- bakka. Bæjarstjórn ákvað fyrir nokkru að færa skólahald úr Húsabakka- skóla í Dalvíkurskóla í hagræðing- arskyni. Nú eru þrír grunnskólar reknir í sveitarfélaginu, Dalvíkur- skóli, Árskógsskóli og Húsabakka- skóli. Sameina á þá í einn grunnskóla haustið 2006, en skólahald í sveitar- félaginu mun þó áfram verða á tveimur stöðum, á Dalvík og Ár- skógsströnd. Kolbrún sagði að félagið teldi að rekstrargrundvöllur væri fyrir sjálf- stæðan 50 til 60 barna skóla að Húsa- bakka ef framlag fengist frá sveitar- félaginu. Í erindi félagsins var óskað svara við því hvort sveitarfélagið hefði vilja til að leggja fram fasta upphæð, húsnæði og aðstöðu að Húsabakka. Framlag bæjarins yrði að vera um 37 milljónir króna á ári til að byrja með en miðað er við það í áætlun félagsins að sveitarfélagið legði til aðstöðu leigulaust um tiltek- inn tíma auk þess sem gert er ráð fyrir að það sjái um skólaakstur. Einnig falaðist félagið eftir aðstöðu í félagsheimilinu Rimum og sund- skála. „Ekki verður séð að sú hugmynd sem fram er sett af Félagi foreldra og velunnara Húsabakkaskóla um sjálfstætt rekinn skóla nái því mark- miði að hagræða í rekstri,“ segir í bókun bæjarráðs Dalvíkurbyggðar og því var erindinu hafnað. Harma niðurstöðuna „Við hörmum það mjög að þessu erindi okkar hafi verið hafnað og einnig þykir okkur leitt að bæjaryf- irvöld hafa ekkert skoðað hvernig koma á öllum þessum börnum úr Húsabakkaskóla fyrir í Dalvíkur- skóla næsta haust,“ segir Kolbrún. Félagið hefði bent á að það væri al- veg á mörkunum að slíkt gengi upp. „Okkur þykir líka miður að bæjaryf- irvöld hafa ekki séð sóma sinn í að skoða þetta, við höfum engin við- brögð fengið við erindi okkar þar sem við leitum svara við því hvernig koma eigi þetta stórum hópi barna fyrir í Dalvíkurskóla og hvort hann uppfylli lög og reglur um aðbúnað sem við óttumst að sé mjög hæpið.“ Kolbrún segir að félaginu þyki það ábyrgðarleysi að loka Húsabakka- skóla án þess að koma með áætlanir um ýmis atriði er tengjast fyrirhug- uðum flutningum. Hún segir bæjar- yfirvöld ekki hlusta á það sem fólkið segir, „það er bara gegndarlaus valdahroki og yfirgangur“. Foreldraráð Húsabakkaskóla og Félag foreldra og velunnara Húsa- bakkaskóla munu koma saman til fundar á næstunni þar sem farið verður yfir stöðu málsins og hún metin. Bæjarráð Dalvíkurbyggðar og Húsabakkaskóli Morgunblaðið/Kristján Mótmæli Nemendur Húsabakkaskóla og íbúar í Svarfaðardal mótmæltu lokun skólans kröftuglega á dögunum. Mikil óánægja er með ákvörðunina. Ráðið hafnaði erindi um rekstur sjálfstæðs skóla Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Skíðaganga | Skíðastaðagangan 2005 verður að þessu sinni í Meyjar- skarði á Reykjaheiði, í nágrenni við Húsavík, laugardaginn 9. apríl kl. 14:00. Í 20 km göngu verður keppt í þremur aldursflokkum karla, 16–34 ára, 35–49 ára og 50 ára og eldri og einum flokki kvenna, 16 ára og eldri. Veitt verða verðlaun fyrir þrjár fyrstu konur í 10 km göngu og þrjá fyrstu karla í 5 km göngu og einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjá fyrstu óháð kyni. Allir keppendur hljóta viðurkenningarskjal fyrir þátttök- una. Að móti loknu gefst fólki kostur á að fara í sturtu í íþróttahúsinu á Húsavík og þar fer einnig fram verð- launaafhending. Skíðastaðagangan er hluti af Íslandsgöngumótaröð sem fram fer vítt og breitt um landið. Skráning fer fram á staðnum en einnig má senda skráningu og fyr- irspurnir til Guðmundar Bj. Guð- mundssonar í netfanginu gudmund- ur@iv.is fyrir kl. 20:00 föstudaginn 8. apríl. Hafnarfjörður | Mannvirkjanefnd knattspyrnudeildar Hauka hefur tekið saman þarfagreiningu og kostnaðarmat á nýju knattspyrnu- og fjölnotahúsi á Ásvöllum, sem kynnt verður á þingi Íþróttabanda- lags Hafnarfjarðar síðar í mánuð- inum. Miðað er við að íþróttahúsið gæti orðið 9 þúsund fermetrar að stærð og byggingarkostnaður yrði um 590 milljónir króna. Húsið yrði fullbúið, einangrað hús með gólf- hitun, loftræstingu, gervigrasi, búnaði á velli, hlaupabraut og áhöldum, stökkgryfju og búnaði og áhorfendabekkjum fyrir 400 manns. Skipt um gervigras í sumar Að sögn Bjarna Hafsteins Geirs- sonar, framkvæmdastjóra Hauka, er nýtt knattspyrnu- og fjölnotahús hluti af framkvæmdaáætlun félags- ins til næstu ára. Hugmyndir um fjölnotahús séu þó á frumstigi og ekkert ákveðið varðandi hugsan- lega uppbyggingu. Í framkvæmda- áætlun er gert ráð fyrir uppbygg- ingu á útisvæði félagsins, nýrri gervigrasmottu og bættri aðstöðu utanhúss. Þess má geta að gert er ráð fyrir að skipta um gervigrasmottu á Ás- völlum í sumar og að gervigrasvöll- urinn verði aðalleikvangur knatt- spyrnudeildar félagsins í framtíð- inni. Mannvirkjanefnd knattspyrnudeildar Hauka með kostnaðarmat á fjölnotahúsi Áhugi á fjölnota íþróttahúsi á Ásvöllum Fjölnotahús Kostnaður við húsið er áætlaður um 590 milljónir. ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, tóku á dögunum fyrstu skóflustung- una að nýju skólahúsi við Flensborg- arskóla sem ætlað er að leysa úr brýnum húsnæðisvanda skólans. Samhliða verður farið í endurbætur á eldri byggingum skólans. Nýja byggingin verður reist aust- an megin við skólann, og verður rúmlega 2.600 fermetrar, á tveimur hæðum. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum við bæði nýja húsið og endurbætur á eldri byggingum verði lokið fyrir byrjun skólaárs á næsta ári, haustið 2006, að því er fram kemur á vef Hafnarfjarðar- bæjar. Í nýju byggingunni verða m.a. stjórnunarrými skólans, hátíðar- og matsalur og fyrirlestrarsalur. Aðal- hönnuður byggingarinnar er Ormar Þór Guðmundsson arkitekt. Leyst úr húsnæðisvanda Flensborgarskóla Reykjavík | Alls höfðu 4.395 umsóknir borist framkvæmda- sviði Reykjavíkurborgar um hádegisbilið í gær vegna 30 ein- býlishúsalóða í Lambaseli í Breiðholti sem til stendur að úthluta. Frestur til að sækja um lóð rann út í gær. Um 500 umsóknir bárust inn fyrir há- degi í gær. Miklar annir Nóg var að gera hjá starfs- fólki framkvæmdasviðs við að skrá umsóknir en stefnt er að því að dregið verði úr innsend- um umsóknum hjá embætti sýslumanns um miðja næstu viku Að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarverkfræðings, hefur álag á starfsmenn verið tölu- vert. „Þetta er bara eins og í síldarsöltuninni hér í gamla daga,“ hafði hann á orði við blaðamann. Reikna mætti með að einhverjir starfsmenn myndu vinna við skráningu um helgina þar til útdráttur gæti farið fram um miðja næstu viku. Umsóknarfrestur um Lambaselslóðir rann út í gær Á fimmta þúsund umsókna barst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.