Morgunblaðið - 08.04.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.04.2005, Qupperneq 37
lengi í kór og hafði yndi af tónlist. Hlustaði mikið á söng, þegar hann var orðinn einn í húsi sínu og tók á móti gestum af sama myndarskap og áður með heimatilbúnu brauði og mat, þótt nánast blindur væri. Hann var ótrúlega æðrulaus og vel lyntur maður. Faðir minn og föðursystir, sem ekki geta fylgt Jónasi til grafar, svo og við systkinin, færum Jónasi á Stóru-Laugum þakkir fyrir órofa vináttu og margháttaða hjálpsemi. Fjölskyldu hans sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Sigurgeir Þorgeirsson. Jónas á Stóru-Laugum er geng- inn á vit feðra sinna. Bóndinn hefur brugðið búi og yfirgefið jörð sína, hann mun ekki lengur ganga út á völlinn og teyga ilminn af nýsleg- inni töðu né strjúka móðu af sveitt- um gæðingi eftir sprett. Ég kynntist Jónasi ungur og tókst strax með okkur hin ágætasta vinátta sem hélst alla tíð. Það voru hestarnir sem tengdu okkur saman. Jónas var mikill áhugamaður um reiðmennsku og átti til dauðadags góða hesta sem hann fóðraði og hirti betur en flestir aðrir. Ég tamdi þónokkra hesta fyrir Jónas og keppti á þeim, þar var Jónas kappsfullur og vildi gæðinga sína í fremstu metorð, sem varð alloft. Jónasi fundust skeiðlausir hestar ekki margra fiska virði, hann vildi skeið og það flugskeið. Jónas hélt reisn sinni allt til loka, hann var stoltur og metnaðargjarn sem mátti sjá heima á Stóru-Laug- um, þar var búið af miklum mynd- arskap, Jónas var frábitinn með- almennsku. Hann bjargaði sér sjálfur á aðdáanlegan hátt þrátt fyrir skerta sjón og háan aldur allt til loka. Það var alltaf gaman að sitja við eldhúsborðið hjá honum og spjalla. Hann hafði skoðanir á flestu og var ekki að eyða tíma í að pakka þeim inn, heldur talaði hreint út um hlutina. Fjölskylda mín þakkar fyrir margháttaða greiðasemi og vinskap í okkar garð um áratugi, faðir minn var vinur Jónasar og nú hin síðustu ár hafa sonur minn og barnabörn búið við hlið Jónasar og notið hlýju hans og vinskapar. Það er traust vinátta sem endist í fjóra ættliði. Þannig var Jónas, hvergi hálfur. Þá vil ég bera kveðju frá Erlu- vinum, hópi hestamanna sem hafa oftlega notið gestrisni Jónasar á Stóru-Laugum þar sem aldrei var tekin greiðsla fyrir heldur opnaði hann sitt hús og haga og gerði okk- ur allt sem best mátti vera. Ég sé þig fyrir mér, Jónas, þjóta um hinar grænu grundir þar sem Mökkur, Gríður og fleiri gæðingar teygja sig á fljúgandi skeiði, sólin skín á grónar heiðar og lyngið ilm- ar. Þú lifðir með reisn og þú kveð- ur með reisn. Reynir Hjartarson. „Þetta er naglinn úr Örkinni hans Nóa,“ sagði hann þegar hann sá hvað mér þótti verkfærið fram- andi sem hann var kominn með heim á hlað í Holti á Laugum þar sem hann hugðist snara upp hesta- rétt fyrir nýja skólameistarann. Þótt hann væri kominn hátt á ní- ræðisaldur og næstum blindur var það hugmynd hans að reisa þetta mannvirki úr því að hann sá fram á að eignast nýja útreiðafélaga í ná- grenninu. Naglinn úr Örkinni hans Nóa var gamall, stuttur járnkarl, sem Jónas hafði nýmálað rauðan ef ég man rétt, og hugðist hann nú taka fyrir staurunum með honum. „Það er til nóg af gömlu timbri sem enginn notar hérna rétt hjá og við Aðalgeir sonur minn verðum ekki lengi að koma þessu upp. Þú verð- ur að geta tekið á móti mér þegar ég kem ríðandi í heimsókn.“ Skömmu síðar bauð hann hinum nýju nágrönnum sínum að koma með sér í útreiðartúr og var förinni heitið frá Stórulaugum og upp á Þegjandadal. Reiðskjóti hans var ung og státin hryssa af gamla gráa kyninu hans. Þó að sjónin væri orð- in lítil sem engin réð hann ferðinni og gerði ég mér ekki alltaf grein fyrir því hvort augun gögnuðust honum nokkuð eða hvort hann treysti aðeins á minnið. Eftir dá- góða reið, margar frásagnir og leið- arlýsingar sagði hann stundarhátt: „Erum við ekki að vera komin að gömlum tættum?“ – Og það stóð heima. Ég dáðist að þessum gamla manni; orkunni, kappinu og brenn- andi áhuga hans á lífinu og framtíð- inni, því að það var enginn sem gerði meira af því að skipuleggja hana en Stórulaugabóndinn. Síð- ustu árin rak hann fjárbúskap í fé- lagi við Aðalgeir son sinn en eftir að sá síðarnefndi flutti til Akureyr- ar fyrir fimm árum aðstoðuðu þau Margrét, sonardóttir hans, og Kristján maður hennar öldunginn við að ala önn fyrir hinum fáu kind- um sem eftir voru. Á hverju hausti tók Jónas slátur til þess að geta síðan gefið það fjölskyldu sinni, hvort sem fólkið hans var á Húsa- vík, Akureyri eða í Reykjavík. Hann sérhæfði sig í blóðmörsgerð- inni. Eitt sinn kom ég til hans í miðri sláturgerðinni og sá öll her- legheitin úti í „gamla húsi. „Ég tók nú ekki nema 40 lítra af blóði í þetta sinnið,“ sagði hann stoltur. „Ég hef oft tekið meira.“ Alltaf kom Elli kerling honum jafnmikið á óvart enda fannst hon- um hann ekki vera orðinn neitt til- takanlega gamall. Hann tók ekki annað í mál en að búa einn í stóra húsinu á Stórulaugum, þar sem hann hafði byggt allt upp fyrir meira en hálfri öld af miklum dugn- aði og útsjónarsemi en Kristjönu konu sína missti hann fyrir áratug. Á dvalarheimilinu á Húsavík þekkti hann marga vistmenn en „það er bara fyrir gamla fólkið“, sagði hann og lét engan bilbug á sér finna. Vertu sæll, gamli vinur. Hittumst hinum megin. Hjalti Jón Sveinsson.  Fleiri minningargreinar um Jónas Stefánsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Jóhann Guðni Reynisson og fjölskylda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 37 MINNINGAR ✝ Ingibjörg ÞórdísSigurðardóttir fæddist í Reykjavík hinn 7. september 1957. Hún lést á sjúkrahúsinu í Jön- köping hinn 9. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Sigurður Guðmund- ur Theódórsson, f. 3.10. 1929, d. 19.10. 1986, og Ásta Nína Sigurðardóttir, f. 14.2. 1937. Ingi- björg var næstelst í systkinaröðinni, eft- irlifandi systkini hennar eru Börkur Helgi Sigurðsson, f. 16.12. 1954, Ellert Helgi Sig- urðsson, f. 9.10. 1960, Hlynur Helgi Sigurðsson, f. 3.10. 1962, og Auður Herdís Sigurðardóttir, f. 12.11. 1970. Hinn 30. október 1976 giftist Ingibjörg Ingólfi Torfasyni, f. 30.1. 1955. Börn þeirra eru Torfi Ingólfsson, f. 10.2. 1977, trúlofað- ur Súsönnu Svenn- ingson, Ásta Nína Ingólfsdóttir, f. 14.12. 1978, í sam- búð með Per And- ers Petterson, Mar- grét Ingólfsdóttir, f. 29.6. 1983, trúlof- uð Jani Borgenst- röm, Sigrún Thea Ingólfsdóttir, f. 12.3. 1990, og Sandra Björk Ing- ólfsdóttir, f. 22.5. 1992. Ingólfur og Ingibjörg bjuggu í Reykjavík til 1989 er þau flutt- ust búferlum til Gislaved í Sví- þjóð þar sem fjölskyldan er enn búsett. Útför Ingibjargar fór fram frá Gislavedkirkju í Gislaved 21. mars. Minningarathöfn um hana fer fram í Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst klukkan 15. Mig langar að minnast kærrar tengdadóttur minnar Ingibjargar Þórdísar Sigurðardóttur með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíð sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð vaki yfir eiginmanni, börnum, tengdabörnum, móður, ættingjum og vinum. Guð blessi þig. Þín tengdamóðir Ragna María Sigurðardóttir. Mig langar að kveðja yndislega mágkonu mína hana Ingibjörgu Sig- urðardóttur en hún lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð hinn 9. mars síðastliðinn. Ingibjörgu kynntist ég þegar hún kom í fjölskylduna okkar sem kær- asta og síðan kona bróður míns hans Ingólfs og eru liðin rúmlega 30 ár síð- an. Við áttum heilmargt sameiginlegt í byrjun, giftum okkur á svipuðum tíma og eignuðumst fyrstu tvö börnin einnig á svipuðum tíma og síðar fór hún/þau langt fram úr mér og bætti við þremur yndislegum stúlkum í við- bót, tvær af þeim fæddar í Svíþjóð en þangað fluttist fjölskyldan um ára- mótin 1988–1989 og hafa þau búið þar síðan. Við höfum oft haft á orði við systur hvað Ingibjörg og Ingólfur væru ein- staklega heppin með börnin sín fimm, þau eru einstaklega góð og falleg börn og hafa reynst foreldrum sínum hin mesta gersemi, ekki má gleyma tengdabörnunum þremur sem falla vel í þennan hóp. Tel mig lánsama að hafa flakkað mikið á milli landa og fengið að kynn- ast þessum krökkum á ferðum mín- um til Norðurlandanna og einnig að hafa fengið þau í heimsókn hingað til Íslands og farið með þau örlítið um landið. Þar sem við systkinin erum búsett á þremur Norðurlandanna hefur flakkið á okkur verið mikið á milli landa og ennþá meira hjá mér eftir að sonur minn og fjölskylda bættust í hóp flakkara og fluttust til Danmerk- ur, þá var enn meiri ástæða að fara í heimsókn þangað og þá sjálfsagt mál að skreppa til Svíþjóðar og Noregs og heimsækja alla í einni ferð. Það hefur alltaf verið gaman að heimsækja Ingibjörgu og Ingólf og gestrisni mikil en þó fékk maður að vera eins og heima hjá sér og alltaf mjög glatt á hjalla í þessum heimsóknum. Síðastliðið sumar héldum við ætt- armót í Svíþjóð í tilefni af sjötugs- afmæli móður okkar og fertugsaf- mæli yngstu systur okkar og var það haldið í garðinum hjá Ingibjörgu og Ingólfi. Ingibjörg var þá orðin töluvert veik en hún lét það nú ekki stoppa sig í að vera með okkur og hefur örugg- lega verið mikið álag á henni að fá all- an þennan skara inn á sig en hún leyfði öllum að hafa sína hentisemi og það var það sem var svo frábært við að heimsækja hana/þau, maður varð bara einn af hópnum og fékk aldrei á tilfinninguna að maður væri fyrir eða ekki velkominn. Þetta ættarmót heppnaðist einstaklega vel og nú eftir á að hyggja frábært að við skyldum ná að koma saman næstum öll fjöl- skyldan því að mörg okkar sáu hana þar í síðasta sinn. Get ekki látið hjá líða að biðja hana að skila kveðju frá mér til hans Binna míns en hann lést hinn 17. júlí 1999, Ingibjörg og Binni áttu vel saman og brölluðu margt, húmorinn svipaður og þau áttu það sameiginlegt að vera fyrstu tengda- börnin og grínuðust oft á okkar kostnað og höfðu líka oft tilefni til. Elsku Ingibjörg mín, mig langar að þakka þér öll samtölin sem við áttum í síma á síðastliðnum mánuðum og lengst töluðum við saman er þú varst á spítalanum og ræddum við þá lífið og tilveruna eins og hún er, ekkert rósamál, og var mjög gott að geta rætt okkar hjartans mál af hvaða toga sem þau voru. Þá var einstakt að tala við þig um veikindi þín, þú varst svo æðrulaus og vissir vel að hverju stefndi og ræddir þessi mál af hjartans einlægni. Þetta voru oft erfið samtöl en gott fyrir sálina að fá smáútrás og fannst okkur gott að geta bæði grátið saman og hlegið saman, þú veittir mér nýja sýn á lífið á þinn einstaka hátt. Hjartans þakkir, hjartans mín, fyr- ir samveruna á þessari jörð. Ég bið guð að varðveita þig og hittumst fyrir hinum megin þegar minn tími kemur. Elsku bróðir, börn, tengdabörn og aðrir ættingjar, mínar innilegustu samúðarkveðjur, missir ykkar er mikill en minningin um góða eigin- konu, móður, tengdamóður, fjöl- skyldumeðlim og vin mun lifa í hjört- um okkar um ókomna tíð. Ástarkveðja. Inga. INGIBJÖRG Þ. SIGURÐARDÓTTIR um með okkur þegar við vorum krakkar. Umhyggja hennar fyrir velferð okkar var mikil og hafði hún alla tíð áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Áður fyrr, þegar hún hafði heilsu til, fór hún með okkur í kvikmyndahús, í veiðiferðir, í sund, á skíði og margt fleira. Hún gat fyrirgefið það þótt fjörið færi stundum aðeins úr bönd- unum hjá börnunum með óæskileg- um afleiðingum, t.d. þegar VW Bjallan hennar lenti í garði ná- grannans með aðstoð nokkurra ungra systkinabarna í bílaleik. Síð- ar meir þegar við eignuðumst börn tók hún þeim af sama hlýhug og hún sýndi okkur og lét setu í hjóla- stól ekki aftra sér frá því að leika við þau. Í stað þess að fara í felu- leik hjá Ólöfu líkt og við gerðum á okkar yngri árum, þá nutu börn okkar þess að lakka neglur hennar og greiða hár, eða fá sælgætismola sem hún lumaði oftar en ekki á. Fjölskylduboð í Eskihlíð með til- heyrandi leikjum og veislumat lifa enn í minningunni og þó svo að heilsu hennar hafi hrakað með ár- unum naut hún þess alltaf mjög að vera meðal fólks. Síðastliðið haust kom fjölskyldan saman til að fagna sjötugsafmæli Ólafar og þar naut hún sín vel, eins og drottning í ríki sínu. Gleði hennar og ánægja leyndu sér ekki. Við fráfall Ólafar hafa minningarnar um margar góð- ar stundir með henni orðið skýrari og enn dýrmætari. Ólöf var sterk og ákveðin kona sem vissi hvað hún vildi; kröfuhörð en jafnframt mjög gefandi. Hún hafði skýra hugsun og góða kímni- gáfu, gat alltaf séð gleðilegu hlið- arnar á lífinu og var fátt eins skemmtilegt og að heyra hana hlæja dátt að spaugilegum atvik- um. Skarðið sem hún skilur eftir sig er stórt en við munum alltaf minnast hennar með væntumþykju og kveðjum hana nú með miklum söknuði. Ásgeir, Ása, Ágústa og Anna Katrín. Með nokkrum orðum langar okkur til þess að kveðja Ólöfu föð- ursystur okkar. Það sem kemur fyrst upp í hugann var hennar ein- skæra góðmennska. Alltaf tilbúin til hjálpar ef eitthvað bjátaði á. Við munum eftir því eitt sinn þegar við vorum í bíltúr með Ólöfu á vín- rauða Saabnum hennar, þá tók hún upp puttaling. Við sátum mjög stilltar afturí og sögðum ekki orð, en vorum jafn- framt voða spenntar því það hafði jú alltaf verið predikað fyrir okkur að maður ætti aldrei að fara uppí bíl með ókunnugum. Ólöfu fannst ekkert sjálfsagðara en að hjálpa aumingja konunni sem vantaði far. Góðmennska hennar kom einnig best í ljós þegar við gengum í gegnum mjög erfitt tímabil fyrir tveimur og hálfu ári og hún vildi allt fyrir okkur gera. Gaman var þegar maður gat glatt Ólöfu og aldrei þurfti mikið til, eitt póstkort eða ein mynd vakti ávallt mikla lukku. Skemmtilegast var þegar maður gat flutt henni einhverjar fréttir og þá sérstaklega ef hún fékk að heyra þær fyrst, þá varð hún voða montin. Við kveðjum nú elskulega frænku sem við munum sakna sárt. Góður guð blessi minningu hennar. Ágústa Þuríður og Klara Íris. Við kveðjum elskulega vinkonu okkar og skólasystur úr Verslunar- skóla Íslands, en þaðan útskrif- uðumst við vorið 1953. Strax í öðr- um bekk stofnuðum við okkur til ánægju saumaklúbb sem enn er virkur. Við vorum upphaflega sjö, en Ólöf er önnur úr hópnum, sem fellur frá. Hún átti við vanheilsu að stríða stóran hluta ævinnar. Þrátt fyrir það tók hún fullan þátt í saumaklúbbnum fram á síðustu ár. Það var gaman að koma til hennar í íbúðina í Eskihlíð. Þar voru falleg húsgögn frá liðnum tímum og myndir af ættingjum og vinum. Við minnumst hennar gjarnan sem glaðværrar ungrar stúlku með fal- legt rautt hár og blítt bros. Ávallt hélt Ólöf góðu minni og fylgdist vel með því sem var að gerast. Hún var góður og traustur vinur alla tíð og hafði áhuga á að fylgjast með okkur og okkar fjölskyldum. Við þökkum henni allar góðu samveru- stundirnar og vottum ástvinum hennar innilega samúð okkar. Saumaklúbbsvinkonur. Mikið er það notaleg tilfinning að hugsa um hana Ólöfu frænku. Ég læt hugann reika aftur í tímann og tíni upp ótal minningar um okk- ar samverustundir. Þær einkennd- ust alla tíð af gagnkvæmri vænt- umþykju og virðingu, og á það örugglega einnig við um allt henn- ar samferðarfólk. Sem barn sótti ég mikið til Ólafar. Það var eitt- hvað svo óútskýranlega notalegt að vera hjá henni í Eskihlíðinni. Með Ólöfu ferðaðist ég víða um landið og steig mín fyrstu skref í ýmsu. Græni Saabinn hennar var fyrsti bíllinn sem ég keyrði og ekki var ég hár í loftinu. Það var í sömu ferðinni sem ég veiddi minn fyrsta fisk í Hópinu eða Víðidalsá. Ég sé Ólöfu fyrir mér skellihlæj- andi að draga inn ógnarstóra bleikju, eftir að ég hafði hent frá mér stönginni dauðskelkaður. Þær voru einnig ófáar ferðirnar sem ég fór með henni og ömmu Ágústu í Mýrdalinn og Skaftártunguna. Þar leið Ólöfu vel á sínum æskuslóðum. Fór ekkert á milli mála hvar henn- ar dýpstu rætur lágu og fann mað- ur sterklega fyrir ættrækni hennar og ást á umhverfinu. Að hafa átt svona yndislega frænku er ekkert annað en einstök forréttindi. Ég á vonandi eftir að finna fyrir hennar góðu nærveru um ókomna tíð. Ég kveð Ólöfu föðursystur mína með virðingu, þakklæti og söknuði. Ásgeir Magnús Ólafsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.