Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þungaumferð umþjóðvegi landsinsjókst talsvert eftir að strandflutningar lögð- ust að mestu af 1. desem- ber þegar Eimskip lagði niður strandsiglingar sín- ar. Samskip hættu sínum strandsiglingum árið 2000. Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu gær segir Óli H. Þórðarson, for- maður Umferðarráðs, að auknir landflutningar um vegakerfi landsins kalli á vegabætur. Aukin umferð flutningabíla auki álag á vegi og auki jafnframt slysahættu. Óli segir ljóst að vegirnir séu ekki byggðir fyrir þennan mikla og aukna flutning. Þeir aðilar sem haft var sam- band við í gær voru allir sammála Óla varðandi það að nauðsynlegt væri að bæta vegakerfið til þess að geta tekið við aukinni umferð þungra flutningabíla og draga úr slysum. „Ég tel að það þurfi að grípa til aðgerða varðandi þjóðveg númer eitt eins skjótt og kostur er, helst strax. M.a. vegna þess að þessi vegur er orðinn illa farinn. Hann annar ekki með góðu móti þeirri umferð sem fer þarna um og ástandið hefur versnað vegna aukinna vöruflutninga á landi með mjög stórum og þungum bíl- um,“ segir Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður á Selfossi. Stefán Skarphéðinsson, sýslu- maður í Borgarnesi, tekur í svip- aðan streng. Hann bendir á að víða í sýslunni séu vegirnir að verða ónýtir vegna aukinnar um- ferðar þungra flutningabíla. Veg- irnir í núverandi mynd séu ekki gerðir fyrir slíka umferð. „Maður þakkar fyrir hvern dag sem ekki verða stórslys,“ segir Stefán en bæði hann og Ólafur eru sam- mála um það að aukinni umferð fylgi aukin slysahætta. Stefán segist hafa orðið var við að sumir ökumenn flutningabíla bæði aki of geyst miðað við aðstæður og séu ekki með fulla athygli við aksturinn, t.a.m. talandi í farsíma án handfrjáls búnaðar. Hann segir að ekki þurfi að spyrja að leikslokum ef stór flutningabíll lendir á litlum fólksbíl. Stefán segir að í sumar verði umferð flutningabíla á þjóðvegum skoð- uð mjög vel, en sú vinna sé nú í undirbúningi. Í greinargerð um breytingar á flutningum innanlands, sem gerð var á vegum samgönguráðuneyt- isins sl. haust, kom m.a. fram að akstur þungra bíla í vegakerfinu muni aukast um u.b.b. þrjár milljónir kílómetra á ári eða um 2%, og um 0,15% af heildarum- ferð. Þá má gera ráð fyrir að slysum (þá er átt við eignatjón og slys á fólki) á vegum fjölgi um 10 á ári að meðaltali. Bent er á að ending vega á nokkrum flutningaleiðum styttist um 3–5 ár að meðaltali miðað við það sem annars hefði verið. En kostnaður Vegagerðarinnar við viðhald og endurnýjun vega er sagður aukast að meðaltali um a.m.k. 100 milljónir kr. á ári en á móti má reikna með að tekjur hennar af þungaskatti vegna við- bótaraksturs aukist um 80–120 milljónir kr. á ári. Óskar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Landflutninga- Samskipa, telur að uppbygging vegakerfisins á Íslandi ætti fyrir löngu að vera lengra á veg kom- in, miðað við það sem gerist í Evrópu. „Við keyrum ekki á sam- bærilegum vegum og nágranna- þjóðirnar,“ segir Óskar. Hann telur menn vilja gera of mikið úr þeim áhrifum sem hafa orðið vegna aukinna landflutninga. Hann bendir á að eftir að Sam- skip hættu strandsiglingum hafi þau bætt við sig átta bílum en fyrirtækið er nú með um 40 bíla í akstri til og frá Reykjavík. Hann segir að bætt vegakerfi myndi ef- laust draga úr slysahættu. Nauð- synlegt sé að breikka þjóðveginn þannig að menn séu ekki í hættu þegar þeir mætast. Auk þess þurfi að klára grunnuppbygginu veganna, þ.e. í dag þoli þeir eng- an veginn þann þunga sem þeir eiga að þola og dæmi eru um að vegaxlir springi vegna þungans. Steingrímur Pétursson, fram- kvæmdastjóri Eimskips innan- lands, segir umræðuna um þessi mál vera af hinu góða, en segir að menn megi ekki gleyma því að landflutningar hafi verið veruleg- ir áður en Eimskip hætti strand- flutningum. „Flestir sem nýta þessa vegarkafla, sem við erum tala um að mesta álagið sé á voru sammála um að það þyrfti að laga þessa vegi áður en við tókum þá ákvörðun að keyra frekar en að sigla,“ segir Steingrímur en um 50 bílar aka til og frá Reykjavík á vegum fyrirtækisins. Hann bend- ir á að aukinn vegumferð auki tekjur Vegagerðarinnar sem geti með því byggt upp vegi og gert þá um leið öruggari. Bæði Eimskip innanlands og Landflutningar segjast leggja mikla áherslu á gott samstarf með Vegagerðinni varðandi hug- myndir um vegaumbætur. Bæði fyrirtækin segjast auk þess setja sér ákveðnar reglur varðandi hvort bílstjórar eigi að leggja í ferðir eða ekki, þá með tilliti til færðar og veðurskilyrða. Fréttaskýring | Auknir landflutningar kalla á verulegar vegabætur Þjóðvegurinn illa farinn Gera má ráð fyrir að slysum á fólki á vegum fjölgi um 10 á ári að meðaltali Vegaxlir eru víða illa farnar. Um 60 milljarðar í vega- mál á næstu fjórum árum  Samtals er gert ráð fyrir að tæpum 60 milljörðum króna verði varið til vegamála á næstu fjórum árum, 2005–2008, sam- kvæmt tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætl- un sem samgönguráðherra hefur nýlega lagt fram á Alþingi. Útgjöld til vegamála í ár og á næsta ári verða tæpir 13 millj- arðar króna á hvoru ári um sig en um 17 milljarðar hvort árið 2007 og 2008. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is GEYSIR, Gullfoss, íslenskt landslag til fjalls og fjöru, Jökulsárlón, Mý- vatn og Vatnajökull hljóta brons- verðlaun og eru í hópi þúsund merkilegustu áfangastaða ferða- manna, að mati bandarísks blaða- manns, Howard Hillmann, sem ferðast hefur um heiminn í 30 ár, farið til um eitt hundrað landa og skrifað 25 ferðahandbækur. Hillmann, sem helgað hefur sig skrifum um ferðamál, segir að í heiminum séu um 100.000 staðir sem vert sé að nefna sem áhuga- verða fyrir ferðamenn. Hann segir norsku firðina gulls ígildi. Úr þess- um 100.000 stöðum hefur hann dregið upp lista yfir 1.000 sem hann segir sérlega áhugavert að skoða. Og úr þeim hópi hefur hann valið 100 staði sem hann segir hafa fram- úrskarandi segulafl. Þeir fá sérstök gullverðlaun hjá honum, aðrir 100 áfangastaðir fá silfur og 800 brons. Í síðasttalda hópnum eru íslensku áfangastaðirnir. Norsku firðirnir fá gullverðlaun hjá Hillmann en aðrir norrænir áfangastaðir fá hvorki gull né silf- ur. Áfangastaðir bæði í Noregi, Sví- þjóð, Danmörku, Finnlandi og Ís- landi fá hins vegar bronsverðlaun hjá Hillmann. Reyndar hefur Hillmann ekki dregið upp lista sinn einn og óstuddur heldur haft sér til full- tingis 100 kollega sem allir hafa það að starfi að skrifa um ferðamál. Heimsins áhugaverðastir eru pýramídarnir í Egyptalandi, engu verður við þá jafnað, segja Howard Hillmann og félagar í umfjöllun sinni. 1.000 merkilegustu ferðamannastaðir heimsins Morgunblaðið/RAX Íslenskir staðir eru á listanum  Meira á mbl.is/itarefni ÞORSTEINN Hilmarsson upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar segir gagnrýni nafna síns Þorsteins Sig- laugssonar um kostnað vegna Kára- hnjúkavirkjunar byggjast á veikum grunni og ekki sé hægt að finna því stað að kostnaður við framkvæmdina verði 130 milljarðar króna í stað 90 milljarða. „Það er ekkert sem bendir til þess að þær tröllatölur sem Þorsteinn nefnir eigi við rök að styðjast,“ segir Þorsteinn Hilmarsson. „Það er búið að semja um rúmlega 90% af þeim kostnaði sem ráðist hefur verið í.“ Hvað Kárahnjúkastíflu áhrærir og óvissuþætti vegna ófyrirséðrar vinnu sem ekki hafi verið samið um, bendir Þorsteinn á að samið hafi ver- ið við Impregilo í lok síðasta árs en í þeim samningi hafi verið tekið á þeirri vinnu sem þurfti að vinna við stíflubotninn. „Þegar við gengum frá þeim málum vorum við eftir sem áð- ur innan þeirra kostnaðaráætlana sem við reiknuðum með. Það er því vandséð hvernig 40 milljarða króna hækkun umfram kostnaðaráætlun geti staðist.“ Þorsteinn Siglaugsson segir að áhættumat Landsvirkjunar byggist ennfremur á veikum grunni og valin hafi verið fáein lítil verkefni sem komu vel út í samanburði við áætlun. Þorsteinn Hilmarsson bendir á að nú sé búið að ljúka 30% af stíflunni og enn sé ekkert sem bendi til þess að farið hafi verið fram úr kostnaðar- áætlun. Þorsteinn Hilmarsson segir að vissulega sé Kárahnjúkavirkjun stærri framkvæmd en áður hafi ver- ið ráðist í. „Staðreyndin er sú að Landsvirkjun hefur tekist ágætlega upp í að byggja mannvirki á áætlun,“ segir hann. Bendir hann á að Sult- artangavirkjun upp á 150 MW hafi verið 1,5-2 milljörðum undir áætlun og þar séu til staðar göng og sprung- ur í grunni stöðvarhúss. „Það er því ekki eins og menn hafi ekki lent í ýmsu,“ segir hann. Við teljum því að það búi ekki mikið á bak við gagn- rýni Þorsteins og ekkert sem bendi til þess að hún sé réttmæt.“ Landsvirkjun vísar gagnrýni Þorsteins á bug DANSKT varðskip hafði viðkomu í Reykjavíkurhöfn í vikunni. Þessi ungi maður notaði góða veðrið til að þrífa gluggana á skipinu, en gluggarnir geta orðið tals- vert óhreinir þegar siglt er í gegnum saltan sæinn við Íslandsstrendur. Það er líka gaman að sjá Reykjavíkur- borg kveðja út um hreina glugga. Morgunblaðið/Árni Torfason Allt hreint og fínt fyrir næstu sjóferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.