Morgunblaðið - 08.04.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 08.04.2005, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT JÓHANNES Páll II páfi verður greftraður í hvelfingu undir gólfi Péturskirkjunnar, á sama stað og Jóhann- es XXIII var jarðsettur þegar hann lést árið 1963. Kista Jóhannesar XXIII var flutt í kapellu í Páfa- garði þegar því var lýst yfir árið 2000 að hann væri kominn í samfélag hinna blessuðu. Jóhannes Páll II á að hvíla milli grafa Páls VI og Kristínar Svíadrottn- ingar, sem sagði af sér 1654, tók kaþólska trú og settist að í Róm. Gröf Jóhannesar Páls II verður merkt með lát- lausri marmaraplötu ólíkt gröfum margra annarra páfa sem eru merktar með íburðarmiklu skrauti.       !"#   $#   $# % &$   ' $ (                         #)*+,+-./-      !     " #     $ % & ' ( )  #     '*+ %  $   &  ,-  ,  !. +      /  #0 1 ,-0*1-/2#)*+ ,      2     !0  "+ 2  -  "#!  ,  ,   ! # 3     .       2  .  +    - /    - 1     0       ,    " /     1      "+  /      +          , # -   #*  +  "# 4*,  55666  7   2  " + +        " + +  #+ + 0 # ! ,2 1 8  2        " 1 Á að hvíla milli Páls VI páfa og Kristínar Svíadrottningar YFIRVÖLD í Róm hafa gripið til mestu öryggisráðstafana í sögu borgarinnar til að vernda um 200 er- lenda leiðtoga og milljónir manna sem búist er við að safnist saman á götunum vegna útfarar páfa í dag. Embættismenn í Páfagarði birtu í gær andlega erfðaskrá Jóhannesar Páls II páfa þar sem hann gaf til kynna að hann hefði hugleitt þann möguleika að segja af sér árið 2000 þegar hann var áttræður og orðinn heilsuveill. Jóhannes Páll II skrifaði erfða- skrána í sex lotum, fyrst 1979, árið eftir að hann var kjörinn páfi, og síð- ast árið 2000. Í skjalinu kemur meðal annars fram að hann íhugaði að óska eftir því að hann yrði greftraður í Póllandi en ákvað að láta kardínál- aráð kaþólsku kirkjunnar um að ákveða greftrunarstaðinn. Hvatti til umbóta Páfi skildi ekki eftir sig neinar persónulegar eigur og óskaði eftir því að öll minnisblöð sín yrðu brennd. Hann minntist aðeins á tvo menn sem eru enn á lífi; pólskan einkaritara sinn, Stanislaw Dziwisz kardínála, og Elio Toaff, fyrrverandi aðalrabbína gyðinga í Róm. Toaff var gestgjafi páfa í sögulegri heim- sókn hans í samkunduhús gyðinga í miðborg Rómar árið 1986. Hann varð þá fyrstur páfa til að heimsækja samkunduhús gyðinga. Í skjali Jóhannesar Páls II fór hann lofsamlegum orðum um alla biskupa kaþólsku kirkjunnar og full- trúa annarra trúarbragða í heimin- um. Hann hvatti ennfremur til þess að kaþólska kirkjan héldi áfram um- bótum sem annað Páfagarðsráðið samþykkti á árunum 1962–65 til að færa kirkjuna í nútímalegra horf. Hann lýsti umbótunum sem „mikilli gjöf“ og kvaðst sannfærður um að næstu kynslóðir myndu njóta góðs af henni. „Ég vona að Drottinn hjálpi mér að átta mig á því hversu lengi ég á að halda áfram þessari þjónustu,“ skrif- aði páfi árið 2000. „Megi náð Guðs gefa mér þann styrk sem nauðsyn- legur er í þessari þjónustu.“ Að sögn fréttavefjar BBC kom það verulega á óvart að páfi skyldi hafa íhugað þann möguleika að segja af sér þar sem hann hafi alltaf gefið til kynna að hann liti á páfadóminn sem verkefni frá Guði og aðeins Guð gæti ákveðið hvenær því lyki. Umferð einkabíla bönnuð Jóhannes Páll II verður borinn til grafar í Péturskirkjunni í dag eftir sálumessu á Péturstorginu. Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger syng- ur messuna. Útförin hefst klukkan tíu fyrir hádegi að staðartíma, klukk- an átta að íslenskum. Yfirvöldum í Róm er mikill vandi á höndum þar sem áætlað var í gær að fjórar milljónir manna hefðu komið til borgarinnar til að fylgjast með út- förinni og votta páfa virðingu sína. Íbúar Rómar eru um þrjár milljónir. Minni flugvöllum Rómar var lokað í gærmorgun þar til í kvöld og áætl- unarflug lagðist niður. Einkaflugvél- um var bannað að fljúga yfir borgina. Ennfremur var gert ráð fyrir því að flugumferðin um aðalflugvöll borg- Páfi íhugaði af- sögn árið 2000 Leyniskyttur og loftvarnaflugskeyti á meðal um- fangsmikilla öryggisráðstafana vegna útfarar páfa Reuters Ítalskur lögreglumaður notar hund við sprengjuleit á Péturstorginu. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að forysta hans væri „að íhuga“ áskorun Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, um að IRA léti af vopnaðri baráttu sinni fyrir endalokum yfirráða Bretlands á Norður-Írlandi. Sagði í yfirlýsingunni að svars væri að vænta frá hernum inn- an tíðar. Gárungarnir hafa gert lítið úr þessum vendingum, enda hefur löngum verið haft í flimtingum að Adams sé sjálfur innsti koppur í búri hjá IRA. Eru bresk og írsk stjórnvöld m.a. sögð þess fullviss að hann sitji í sjö manna herráði IRA og þessu hefur einnig verið haldið fram í mikilvægri bók, A Secret History of the IRA, sem blaða- maðurinn Ed Moloney sendi frá sér 2002. Með yfirlýsingu IRA í gær hafi Gerry Adams, einn af for- ingjum IRA, því verið að svara ákalli Gerrys Adams, leiðtoga stjórnmálaarms IRA. Spurn- ingin sé hvers vegna hann bar spurninguna ekki upp fyrir framan baðherbergisspegilinn heima hjá sér. Tekur persónulega áhættu Adams er hins vegar ekki ein- ráður í samtökum lýðveldis- sinna á Norður-Írlandi og hann á sér marga óvini. Hann verður ávallt að sýna fyllstu varkárni er hann reynir að mjaka IRA í tiltekna átt, þeir lýðveldissinn- ar eru til sem hafa frá upp- hafi haft efa- semdir um friðarferli það sem Adams átti stóran þátt í að komst á skrið fyrir tíu árum eða svo. Segir einn fremsti fréttaskýr- andinn um málefni Norður-Ír- lands, David McKittrick hjá The Independent, það allrar at- hygli vert að Adams skuli hafa gengið svo langt nú á þriðjudag, að biðla persónulega til IRA. Með því taki hann áhættu því að ef svar IRA yrði neikvætt við bón hans væri staða Adams orð- in mjög erfið. Vekur McKittrick máls á því að trúverðugleiki Adams hafi þegar beðið nokk- urn hnekki vegna þeirra stað- hæfinga hans að IRA hafi alls ekkert haft með stórt bankarán í Belfast fyrir jól að gera, sem allir aðrir séu sannfærðir um. „Markar endalok IRA“ Með þetta í huga telur McKittrick ólíklegt að Adams hefði biðlað til IRA eins og hann gerði nema hann hefði fullvissu fyrir því að svarið yrði jákvætt, af þeim sökum sé ekki ólíklegt að söguleg tilkynning muni berast frá hernum innan skamms, a.ö.l. áður en íbúar Norður-Írlands og Bretlands alls ganga að kjörborðinu 5. maí nk. „Þetta er frumkvæði sem markar endalok IRA,“ sagði ónafngreindur forystumaður í Sinn Féin í samtali við AFP. IRA ætlar að „íhuga“ ákall Gerrys Adams Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Gerry Adams

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.