Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MYND Gríms Hákonarsonar, Slavek the Shit, hefur verið valin til að taka þátt í stuttmynda- keppninni á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem fer fram 11.–22. maí. Myndin tekur þátt í flokki skóla- mynda, en hún var lokaverkefni Gríms í FAMU-kvikmyndaskól- anum í Prag. Myndir úr öllum flokkum stuttmynda keppninnar eiga möguleika á að vera valdar besta stuttmynd Cannes- hátíðarinnar. Mynd Árna Ólafs Ásgeirssonar, P.S., var einnig til- nefnd í þessum flokki; árið 2002. Grímur segist hafa gert mynd- ina fyrir ári, í Prag. „Hugmyndin að þessari persónu, Slavek the Shit, á að einhverju leyti uppruna sinn í salernisverði sem vann á Núllinu í Bankastræti. Hann var goðsögn í bransanum og var ein- mitt kallaður „The Shit“. Hann vann eitthvað að verkalýðsmálum; var einhvern tímann á lista Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn- arkosningum, skilst mér,“ segir hann. „Svo fann ég flott neðanjarð- arsalerni í Prag og lét myndina gerast þar. Þetta er ástarsaga; Slavek verður hrifinn af kvenkló- settverði sem vinnur hinum meg- in, og verður að beita ýmsum brögðum til að ná í hana, enda má hann ekki koma inn á kvennakló- settið,“ segir hann. „Þetta snýst eiginlega um „love and shit“. Svo blandast inn í þetta álitamál sem tengjast alþjóðavæðingunni þar sem störf salernisvarða verða óþörf vegna nýrra sjálfvirkra sal- erna,“ segir hann Kostaði lítið Framleiðandi myndarinnar er tékkneskur og kvikmyndatöku- maður frá Eistlandi. Grímur er leikstjóri og höfundur handrits, en meðhöfundur er Eyjólfur B. Ey- vindarson. „Það er gaman að myndin skuli vera komin á Cann- es-hátíðina, því hún var gerð fyrir mjög litla peninga. Hún er tekin á filmu og lítur þess vegna vel út, en allir sem tóku þátt í gerð henn- ar gáfu vinnu sína. Leikararnir unnu í fjóra daga, 24 tíma á sólar- hring, án þess að fá borgað.“ Grímur segist hafa lent í tals- verðri rimmu við félaga sína um nafnið á myndinni, Slavek the Shit. „Ég þurfti að berjast mikið fyrir því að fá þetta nafn í gegn. Þetta er nafn sem fólk á erfitt með að segja, en maður tekur eft- ir því og það vekur forvitni. Hinir vildu bara láta myndina heita Slavek, en þetta sýnir muninn á kímnigáfu og almennu siðferði hér og í Austur-Evrópu.“ Grímur ætlar að vera í Cannes seinni hluta hátíðarinnar, þegar stuttmyndirnar eru sýndar. „Þetta býður upp á mörg tækifæri, enda er þetta aðalbransahátíðin og eyk- ur möguleika á að myndin fái frekari dreifingu. Svo er líka hugsanlegt að einhverjir þarna Kvikmyndir | Stuttmynd Gríms Hákonarso Ást og úrgangur Grímur er með mörg járn í eldinum og hyggst m.a. gera mynd í fullri lengd. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Fyrirsögn þessa pistils er titillvefsíðu Sigga pönk, Sig-urðar Harðarsonar, sem hefur undanfarin ár getið sér orð sem einn helsti athafnamaður ís- lenskrar neðanjarðartónlistar, þeirrar sem lýtur að hörðu og hröðu rokki (síðuna má nálgast á www.helviti.com/punknurse). Orðið stríð á reyndar illa við þennan ljúfa og viðkunnanlega mann, það eina hættulega sem höf- undur hefur komist í snertingu við hjá Sigga er gamli leðurjakkinn hans, sem bjó yfir forláta göddum, sumir ábyggilega þrír sentimetrar að lengd.    Siggi býr sem stendur í bænumArnhem í Hollandi, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Þangað flutti hann síðastliðið haust til að búa með kærustu sinni, sem er, líkt og Siggi, á kafi í tónlistinni og þeim lífsstíl sem henni fylgir. Það vill oft verða svo að þegar „eldsálir“ (færeyskt orð) eins og Siggi hverfa af landinu dettur botninn úr grasrótarstarfseminni. Blessunarlega hefur það þó ekki gerst og það er að sönnu ánægju- legt að vita til þess að grasrót- armenningin í kringum rokkið hér á landi er orðin sæmilega sjálfbær – aðrir hafa séð gildi í því að veifa kyndlinum áfram. Siggi situr ekki auðum höndum í Hollandi. Hann er hjúkrunarfræð- ingur að mennt (staðreynd sem margir eiga mjög erfitt með að kyngja og finnst a.m.k. alveg sprenghlægileg) og starfar úti sem slíkur í aukastarfi. Hann leggur stund á hollenskunám og þýðir nú anarkistabókmenntir af kappi. Hann er að sjálfsögðu orðinn virk- ur í pönk- og rokksenu Hollands og hann og unnustan starfa m.a. sem sjálfboðaliðar við að elda ofan í hljómsveitir sem spila í Goudvishal, tónleikahúsi og samkomumiðstöð í ætt við Hitt húsið og TÞM (Tónlist- arþróunarmiðstöðina úti á Granda). Siggi kom til landsins í fyrradag og kíkti í stutta heimsókn til blaða- manns. Hann er hingað kominn til að vera við afmæli dóttur sinnar og ætla hann og félagar hans í For- garði helvítis, helstu „grind-core“- sveit landsins, að nota tækifærið og halda tónleika á laugardaginn í Hellinum, TÞM, en hér hafa þeir ekki spilað síðan í ágúst. Siggi segir það athyglisvert að bera saman neðanjarðarsenuna í Hollandi og svo á Íslandi. „Þarna úti er gerður skýr grein- armunur á „metal“, „pönki“ og „hardcore“. Þeir sem fíla t.d. „har- dcore“ mæta einungis á slíka tón- leika og eins er með hina geirana. Hér á Íslandi áttu hreinlega ekki kost á þessu. Öllu er hrært saman og að mínu viti er það ástæða þess að mörg íslensku bandanna hafa eitthvað einstakt við sig. Hljóm- sveitir í Hollandi eru margar hverjar ískyggilega flatar vegna þess að þær eru komnar í einhvern öruggan pakka. Spila alltaf með nákvæmlega eins hljómsveitum og fá alltaf sömu áheyrendurna. Ég sá Andlát hérna úti og þeir pökkuðu svipuðum hollenskum sveitum sam- an!“ Siggi segir að á hinn bóginn sé allt skipulag og tengslanet ótrú- lega gott í Hollandi og víðar á meginlandinu reyndar. Það er minna um að allt sé gert á síðustu stundu með hamagangi eins og oft tíðkast hérlendis.    Talið berst aftur að Forgarð-inum. Sveitin hefur verið starfandi óslitið síðan 1991 – með- limir eiga nú samtals sjö börn að sögn Sigga. „Tónleikarnir verða upphitun fyrir Obscene Extreme, þriggja daga „grind-core“-hátíð sem fer fram í Tékklandi í júlíbyrjun. Sett- ið verður því extra langt og hratt af þessum sökum! Magga tromm- ara veitir ekki af enda er hann að fara í „fitnessmót“ í enda mánaðar- ins.“ Tónleikar Forgarðs helvítis í Hellinum hefjast klukkan 20.00. Ekkert aldurstakmark er og kost- ar 500 krónur inn, gjald sem renn- ur beint til TÞM. Á undan spila Denver, Terminal Wreckage og Love Taken Away en Siggi segir að Forgarðurinn hafi alla tíð lagt áherslu á að fá óþekkt bönd til að leika með sér á tónleikum. Daglegt hugarstríð Sigga pönk ’Það vill oft verða svoað þegar „eldsálir“ (fær- eyskt orð) eins og Siggi hverfa af landinu dettur botninn úr grasrót- arstarfseminni. ‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Billi Sigurður Harðarson, Siggi Pönk, hlúir að hugsjónum sínum í Hol- landi um þessar mundir. arnart@mbl.is Hlaut 2 Golden Globe verðlaun sem besta gamanmynd ársins.Geoffrey Rush sem besti leikari. Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem Peter Sellers en myndin fjallar um feril og stormasamt einkalíf eins besta gamanleikara heims. S.K. DV Frá framleiðendum “The Grudge”Frá fra leiðendu Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga Garden State kl. 5.45 og 8 b.i. 16 ára A Hole in my Heart Spurt & Svarað kl. 10,15 b.i. 16 ára Maria Full of Grace kl. 5,45 og 8 b.i. 14 ára Don´t Move kl. 8 - 10.30 b.i. 16 ára The motorcycle diaries kl 5.30 og 10.15 Life Aquatic with Steve Zissou kl 5,40 b.i. 12 ára Life and Death of Peter Sellers kl 8 - 10.30 Million Dollar Baby kl. 8 b.i. 14 ára The Mother kl. 6 The Mayor of Sunset Strip kl. 10,30 Tryllimögnuð hrollvekja. A Hole in my Heart Penelope cruz Stórkostleg vegamynd sem hefur farið sigurför um heiminn, fengið lof gagnrýnedna og fjölda verðlauna. OPNUNARMYND IIFF 2005 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR Sjokkerandi mynd eftir Lukas Moodysson ALLS EKKIFYRIRVIÐKVÆMA! ATH! SPURT OG SVARAÐ MEÐ BJÖRN ALMROTH. ítölsk verðlaunamynd. Penelope Cruz hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndinni. Byggð á 1000 sönnum sögum. Mögnuð og sláandi mynd frá Kolumbíu en leikkonan Catalina Sandino Moreno var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Garden StateMyndin var kosin vinsælasta myndin á Sundance kvikmyndahátíðinni. Frábær tónlist. r t t i r i i l t i i tí i i. r r t li t.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.