Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRLENDIS er til mun minna af upplýsingum um ýmsa þætti sem varða málefni barna heldur en á Norðurlöndunum og í flestum löndum Vestur- Evrópu. Verkaskipting milli samfélagsstofnana í málefnum barna og ungmenna er óskýr, jafnvel augljóslega úrelt og óhagkvæm. Þá er fagleg þjón- usta við börn sem eiga við sálrænan vanda að stríða almennt talin ónóg og mun minni en í ná- grannalöndunum. Á það jafnt við um þjónustu fé- lagslega kerfisins sem mennta- og heilbrigðiskerf- isins. Þetta er meðal þess sem kom fram hjá þeim sem nefnd um málefni barna og ungmenna ræddi við þegar hún vann skýrslu um þessi mál fyrir for- sætisráðherra. Nefndin var skipuð í október 2001 og skilaði lokaskýrslu sinni í lok mars sl. Að tillögu formanns nefndarinnar ákvað forsætisráðherra að fela svonefndri fjölskyldunefnd að fara yfir þær tillögur sem koma fram í skýrslunni og fella þær að öðrum tillögum sem miða að því að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Tillögur til úrbóta Tillögur nefndarinnar að markmiðum voru: 1. Að íslenska ríkisstjórnin taki ábendingar barna- réttarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá janúar 2003 varðandi framkvæmd Barnasáttmálans til gaumgæfilegrar athugunar, geri framkvæmda- áætlun og hrindi þeim úrbótum sem horfa til heilla hið fyrsta í framkvæmd. 2. Að ávallt liggi fyrir heildstæðar og áreiðanlegar almennar upplýsingar um börn og ungmenni hér- lendis, sem máli skipta við stefnumótun og ákvarð- anatöku opinberra aðila um hagi þeirra. 3. Að aðgerðir hins opinbera í þágu barna og ung- menna, stjórnun þeirra og framkvæmd, séu ávallt markvissar, skilvirkar og árangursríkar. 4. Að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu með því að koma á skipulegri og samræmdri foreldra- fræðslu og ráðgjöf í uppeldisefnum fyrir alla for- eldra. 5. Að heilsugæsla í skólum sé öflug miðstöð innan hinnar almennu heilsugæslu í forvarnarstarfi, heil- brigðisfræðslu og alhliða heilsugæslustarfi fyrir börn og ungmenni á öllum skólastigum. 6. Að fjárhagslegur stuðningur hins opinbera við fátækar barnafjölskyldur sé nægur og skilvirkur, aðferðir við hann séu almenningi skiljanlegar og verkaskipting skýr milli þeirra sem að honum koma. 7. Að forvarnir, greining og meðferð geð- og atferl- israskana hjá börnum og ungmennum verði að- gengilegar, skilvirkar og árangursríkar. 8. Að börn af erlendum uppruna sem vaxa upp á Ís- landi fái allan stuðning sem mögulegt er að veita af hálfu opinberra aðila til að aðlagast hinu íslenska samfélagi og eignast fulla aðild að því í hvívetna. 9. Að fullorðið fólk sýni börnum ævinlega fulla kurteisi og virði þau sem einstaklinga. Auk markmiðanna gerði nefndin tillögu um framkvæmd og greinargerð um ástæður þess að viðkomandi markmið var sett fram. Flestir þeirra sem nefndin leitaði til störfuðu innan heilbrigðis-, mennta- eða félagsþjónustu- kerfisins. Það var dæmigert að viðmælendur lýstu því að fjölþætt, margbrotin vandamál sem birtust þeim í þeirra starfi en áttu rætur fyrir utan það og úrlausn þeirra varðaði aðrar stofnanir. Þetta yrði til þess að erfitt væri að taka á vandamálum í heild sinni. Hjá þeim kom m.a. fram að verkaskipting væri mjög oft óskýr og stundum sköruðust verk- svið þeirra þannig að mikilvæg málefni gætu lent í tómarúmi. Oft væri mikil tregða til að leggja niður stofnanir eða sameina þegar aðstæður kölluðu á ný vinnubrögð. Of oft væri krukkað í smáatriði í stað þess að mynda heildarsýn á viðfangsefni og oft óljóst hvar endanleg ábyrgð lægi. Nefndin leggur til að forsætisráðuneytið velji 2–3 fagmenn til að yfirfara stjórnsýslu og framkvæmd opin- berrar þjónustu við börn og barnafólk. „Allt kostar“ Skýrslan er ítarleg og of langt mál væri að nefna öll þau atriði sem þar er fjallað um. Meðal athygl- isverðari kafla í skýrslunni er umfjöllun hennar um fátækar barnafjölskyldur. Þar segir að alþekkt sé að fátækt hafi afar neikvæð áhrif á þroska barna, sjálfsmynd og framtíðarhorfur. Mikilvægt sé að koma í veg fyrri að börn einangrist félagslega vegna efnahags foreldra eða forráðamanna, m.a. með tilliti til þátttöku í félagsstarfi, íþróttum og menningarstarfi. Og þó að fátækt hér á landi sé ekki sambærileg við fátækt fyrri alda eða fátækt í þróunarríkjunum sé hún engu að síður fyrir hendi. Tala megi um nýfátækt sem sé ekki endilega sultur og seyra, kuldi og klæðleysi, heldur ráðist hún af viðmiði við kjör annarra. Í dag kosti allt. „Svo al- gengt dæmi sé tekið er þátttaka í íþróttum ekki lengur að fara út á völl og sparka bolta. Til að vera hlutgengt í íþróttum þarf barn að eiga æfingabún- ing og skó af sérstöku merki, það þarf að greiða þátttökugjöld, fargjöld í keppnisferðir innanlands eða utanlands. Geti einhver ekki veitt sér þetta er hann ekki hlutgengur, eða finnst sjálfum að hann sé það ekki. Það er auðvelt að skilja þá sem benda á að þetta viðhorf sé rangt og öfugsnúið og það eigi ekki að taka mark á því, en veruleikinn er þessi. Allt kostar, það þarf mikið fé til að vera gjaldgengur í flestu því sem börn og unglingar gera og ætlast er til af þeim. Það fé hefur fátæk- asta fólkið ekki. Leikskóli kost- ar, skólamáltíðir kosta, tóm- stundastarf kostar, lyf kosta, heilsugæsla kostar og það eru börn fátækustu foreldranna sem bæði þurfa mest á þessu öllu að halda og eru líklegust til þess að þurfa að vera án þess,“ segir í skýrslunni. Naumt skornar bætur Það var nokkuð samdóma álit þeirra viðmæl- enda sem leitað var til að opinber bótakerfi þjón- uðu ekki hlutverki sínu sem skyldi í því að styrkja fátækt barnafólk. Bæturnar væru svo naumt skornar að þær hrykkju ekki fyrir lágmarksfram- færslukostnaði, þaðan af síður væru þær til þess fallnar að koma þessu fólki úr fátækt sinni, heldur hefðu þær þvert á móti tilhneigingu til að njörva það fast í fátæktinni. Þá væri skatta- og bótakerfið afar flókið og virkni þess stundum mótsagnar- kennd. Lagði nefndin til að ríkisstjórnin skipi verkefnisstjórn til að gera stuðning hins opinbera við barnafjölskyldur skilvirkan og skiljanlegan og verkaskipting verði skýr. Ætluð verði þrjú ár að þessu markmiði. Meðal annarra tillagna í þessum kafla var að kannaðar verði kostir þess að greiða foreldrum fæðingarorlof sem þeir deildu með sér í tvö ár, með sameinuðu átaki ríkis og sveitarfélaga en sveitarfélögin myndu þá ekki almennt leggja fram fé til uppbyggingar eða reksturs leikskóla fyrir börn yngri en tveggja ára. Úrbóta þörf varðandi afskipti hins opinbera af málefnum barna og unglinga Verkaskipting óskýr, úrelt og óhagkvæm Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HÁTT í sex ár eru liðin frá því lögð var fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa heildstæða og samræmda opinbera stefnu í málefnum barna og unglinga.  11. október 1999 – Sex þingmenn úr öllum flokkum leggja fram tillögu til þingsályktunar um heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga.  11. maí 2001 – Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa heild- stæða og samræmda opinbera stefnu í málefnum barna og unglinga og nefnd verði skipuð til að sinna því starfi. Á grundvelli stefnumótunar hennar verði gerð fimm ára framkvæmdaáætlun sem verði lögð fyrir Alþingi til stað- festingar eigi síðar en á haustþingi ár- ið 2002.  25. október 2001 – Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skipar nefndina. Í skipunarbréfi formannsins segir að ekki sé gerlegt að ljúka starfi nefndarinnar nægilega snemma til að hægt sé að leggja fram áætlun haustið 2002 og nefndin skuli því „ætla sér þann tíma sem nauðsynlegur er“ til að gera viðfangsefninu viðhlítandi skil.  Janúar 2002 – Nefndin kemur fyrst saman og fundar reglulega næsta árið, alls á 14 fundum.  Febrúar 2003 – Drögum að loka- skýrslu skilað til forsætisráðuneytisins. Í skýrslu nefnd- arinnar segir að nokkur ráðuneyti hafi þá fengið hana til meðferðar.  Janúar-febrúar 2005 – Nefndin kemur saman á fjór- um fundum og fer yfir þær breytingar sem gerðar voru á drögum nefnd- arinnar í meðförum ráðuneytanna og telur að þær séu „ritstjórnarlegs eðlis“ og almennt til bóta. Á hinn bóginn tel- ur nefndin rétt að vekja athygli á að tvö ár séu liðin frá því lokadrög voru lögð fram og á þeim tíma hafi orðið umtalsverðar breytingar á þeim mála- flokkum sem voru til umfjöllunar.  31. mars 2005 – Skýrslunni skilað til forsætisráðuneytisins.  6. apríl 2005 – Skýrslunni dreift til þingmanna. Því má bæta við að 11. janúar 2005 ákvað ríkisstjórnin að stofna nefnd sem á að styrkja enn frekar stöðu fjöl- skyldunnar á Íslandi. Tillögur nefnd- arinnar sem falið var að vinna að stefnumótun um málefni barna og ung- linga verða lagðar fyrir hana. Ekki eru tímamörk á störfum fjölskyldunefnd- arinnar. Í þessu samhengi má benda á að eitt þeirra gagnrýnisatriða sem komu fram hjá viðmælendum fyrrnefndu nefnd- arinnar á afskipti hins opinbera af málefnum barna var að nefndir væru ofnotaðar til úrlausnar á vandamálum. Hátt í sex ár frá tillögu að lokaskýrslu Nefndir ofnotaðar til úr- lausnar á vandamálum DRÍFA Hjartardóttir, alþingismaður og formaður nefndar um málefni barna og ungmenna, telur brýnast að málefni barna og ungmenna verði felld undir einn og sama hattinn og jafnvel komi til greina að við uppstokkun ráðuneyta verði stofnað sérstakt fjölskylduráðuneyti. Drífa segir að talsvert sé um að fólk sem sé að vinna í sínum málum sé ýtt milli stofnana og það sé afar lýjandi. Þá falli vandamál tengd börnum undir ýmis ráðuneyti. Helst væri togstreita milli aðila sem féllu undir heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið og því komi vel til greina að einn ráðherra verði gerður ábyrgur fyrir þessum málaflokki. Drífa segir að við gerð skýrslunnar hafi henni komið mest á óvart hversu kynferðisbrot gegn börnum virðast útbreidd en í skýrslunni segir að um fimmtungur barna hafi orðið fyrir kynferð- isbrotum. Er þar átt við öll brot, bæði þau sem felast í kynferðislegu áreiti og einnig alvarlegri brot. Spurð um áhrif fátæktar á börn segir Drífa að tímabært sé að endurskoða opinbert bóta- kerfi. Það þurfi þó ekki endilega að felast í meiri útgjöldum heldur geti verið að sumir þurfi ekki eins miklar bætur og þeir fái núna og aðra sé hægt að styðja betur. Eins og fram kemur hér til hliðar tók það nefndina um eitt ár að útbúa drög að lokaskýrslu og í febrúar 2003 var skýrslan afhent þeim ráðuneytum sem tilnefndu menn í nefndina og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lokaskýrslan var á hinn bóginn ekki afhent forsætisráðuneytinu fyrr en í lok síðasta mánaðar, rúmlega tveimur árum síðar. Drífa segir að það hafi dregist „dálítið“ hjá ráðuneytunum að fara yfir skýrsluna. „Þetta er ekki gott en ég vil helst ekki velta mér mikið upp úr því. Ég er bara ánægð með að skýrslan skuli vera komin fram. Við tókum skýrsluna í gegn nú í janúar og febrúar og gerðum ýmsar breytingar, sérstaklega varðandi heilbrigðiskaflann,“ segir hún. Margt jákvætt hafi verið að gerast í málefnum barna og ungmenna að undanförnu og hún segist fullviss um að starf nefndarinnar nýtist ráðuneytum og fjölskyldunefndinni vel í sinni vinnu. Raunar sé sífellt verið að vinna að úrbótum í þessum málum. Drífa Hjartardóttir, formaður nefndarinnar Drífa Hjartardóttir Ábyrgðin felld undir einn hatt  Meira á mbl.is/ítarefni HAGSMUNASAMTÖK framhalds- skólanema mótmæltu fyrirhugaðri styttingu námstíma í framhalds- skólum úr fjórum árum í þrjú á Austurvelli við Alþingishúsið í há- deginu í gær. Nemendurnir afhentu aðstoðarmanni menntamálaráð- herra undirskriftalista að mótmæl- unum loknum. Nemendur úr a.m.k. sex fram- haldsskólum stóðu að mótmælunum í gær, en þar voru nemendur Menntaskólans í Reykjavík, Kvennaskólans, Verzlunarskóla Ís- lands, Menntaskólans við Hamra- hlíð, Borgarholtsskóla og Mennta- skólans við Sund. Mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram, en lögregla hafði afskipti af einum nemanda sem henti eggi í þinghúsið. Nemendur segja að á annað þúsund nemenda hafi verið á Austurvelli, en lögregla metur að um 300 hafi verið í hópi mótmælenda. „Þetta er gengisfelling á námi, einungis gert í sparnaðarskyni,“ segir Steindór Grétar Jónsson, for- maður Framtíðarinnar, annars nem- endafélagsins í MR, um áform um styttingu námstíma í framhalds- skólum. Hann segir greinilegt að ekki sé tekið nægilegt tillit til hags- muna nemenda með þessum áform- um. Steindór segir þegar hægt að ljúka framhaldsskóla í áfangaskól- um, og því ekki nauðsyn að setja öll- um skólum þessar skorður. Auk þess hafi það slæm áhrif á skóla sem eru með bekkjarkerfi, og minnkar sérhæfingu í skólum og gerir þá einsleitari. „Þetta þýðir að skólar hafa minna svigrúm til þess að kenna valfög og hafa sína sérstöku stefnu. Okkar skoðun er sú að ef þetta nær fram að ganga mun valið á milli skóla einungis snúast um í hvaða hverfi maður er frekar en hvað maður vill í raun læra.“ Spurður um hvort framhald verði á mótmælum nemenda segir Stein- dór að það ráðist af því hvenær frumvarp um styttingu náms verði lagt fyrir Alþingi. Það verði líklega ekki gert á þessu þingi, en þegar það verði gert muni „skólarnir samein- ast að nýju og gera eitthvað róttækt í þessum málum“. Gerir framhalds- skólana einsleitari Morgunblaðið/Þorkell Nemendur úr sex skólum mótmæltu styttingu náms á Austurvelli í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.