Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 25 UMRÆÐAN www.toyota.is Prius - Framtíðin hefst í dag Verð: 2.630.000 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 27 60 9 0 4/ 20 05 Forfeður okkar fundu upp hjólið en nú hefur Hybrid-kerfið verið fundið upp: Lykillinn að umhverfisvænum þægindum í akstri. Með Hybrid-kerfinu er Prius bæði knúinn bensínvél og rafmagnsvél. Í hægum akstri og þegar numið er staðar ræður rafmagnsvélin ríkjum. Þetta veldur því að bíllinn er afar hljóðlátur, ótrúlega sparneytinn og með útblástur í lágmarki. Þeir bjartsýnu og framsæknu sjá framtíðina fyrir sér sem veröld þæginda í heilbrigðu umhverfi. Komdu og reynsluaktu Prius. Hann er framtíðin. Viltu aka inn í framtíðina? Grundvöllurinn Lög Alþingis eru lög valdsins. Þeim verða menn að hlýða, þau tak- marka oft svigrúm al- mennings og ein- staklinganna og leggja á þá byrðar og skyld- ur. Stjórnarskrá Ís- lands er lög fólksins í landinu. Þau vernda réttindi þess og tak- marka vald Alþingis og ríkisvaldsins yfir fólkinu. Í þeirri umræðu, sem nú er hafin um endurskoðun á Stjórn- arskrá Íslands ber mest á þeim sjón- armiðum að stjórnskip- unarlög eigi fyrst og fremst að fjalla um innbyrðis samskipti stjórnvalda svo og samskipti stjórnvalda við almenning og um- gengni almennings við stjórnvöld. Lítið eða ekkert fer fyrir umræðu um það hversu frjálsir lands- menn eiga að vera til þess að hafa samskipti hver við annan, án af- skipta eða milligöngu stjórnvalda. Þvert á móti fjölgar og stækka þau svið þar sem landsmenn þurfa að búa við afskipti og eftirlit hins opinbera, leyfi þeirra, úthlutun og gjaldtöku. Þetta er e.t.v. ekki óeðlilegt þar sem almenningi er haldið utan við umfjöllun um stjórnarskrármálið með stuðningi stjórnarskrárinnar, sem sett var þjóðinni árið 1944. Íslenska þjóðin er búin að lifa miklu sældarlífi á síðustu öld og er orðin sljó fyrir og gleymin á þá bar- áttu og það ástand sem stjórnarskrár lýð- ræðisríkja eru sprottnar úr. Því er ekki úr vegi að rifja upp tilurð stjórn- arskár lýðræðisríkja og viðra ýmis sjón- armið sem þeim við- kemur. Stjórnarskráin er samfélagssáttmáli landsmanna um það hvernig eigi að stjórna landinu. Hvað stjórn- völdum leyfist og al- veg sérstaklega um það hvað þeim leyfist ekki. Hún á ekki að vera sáttmáli á milli stjórnmálaflokka eða stjórnmálamanna. Stjórnarskráin er ekki sáttmáli á milli stjórnmálamanna og þjóðarinnar. Stjórn- arskráin er sáttmáli fólksins. Stjórn- málamennirnir eru hluti af þeim sáttmála. Stjórnarskráin – Sígild viðhorf Jóhann J. Ólafsson fjallar um stjórnarskrána ’Stjórnarskráiner samfélags- sáttmáli lands- manna um það hvernig eigi að stjórna land- inu.‘ Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður í Reykjavík. Meira á mbl.is/greinar VÍSINDUM hefur verið lýst svo að þau séu söfnun á áreiðanlegri vitn- eskju um heiminn. Fyrsta skrefið í þannig þekkingarleit er að ganga úr skugga um hvað þegar hefur verið skrifað um það efni sem fengist er við. Eina raunhæfa leiðin til þess þeg- ar þetta er skrifað er að leita í stórum rafrænum gagnasöfnum og vísinda- tímaritum. Almenn leit á vef, eins og til dæmis gegnum Go- ogle, gefur ekki aðgang að nema hluta af þessu efni. Kaupa þarf áskrift að mikilvægustu gagnasöfnunum og tímaritunum. Á Íslandi er aðgangur að 31 gagnasafni og 8.000 tímaritum í fullri lengd í landsáskrift. Það þýð- ir með öðrum orðum að hægt er að nálgast efni þessara tímarita og gagnasafna í hvaða nettengdri tölvu sem er á landinu, svo lengi sem hún er tengd íslenskri netveitu. Landsáskrift var ekki algeng þeg- ar farið var af stað með þetta verkefni á Íslandi og er enn fátíð í heiminum. Við erum litin öfundaraugum af mörgum fyrir vikið og íslenskir námsmenn sem fara til náms í öðrum löndum þekkja hvernig aðgangur þeirra er oft miklu takmarkaðri þeg- ar út er komið. Samningar um landsáskrift voru meðal annars mögulegir vegna legu landsins og skýrra afmarkana þess. Þeir komust þó fyrst og fremst á vegna þess að framsýnt fólk sá mögu- leika sem felast í raf- rænni áskrift. Rafrænn aðgangur er ekki jafn- þægilegur aflestrar og prentmiðlar en hefur einn umtalsverðan kost fram yfir þá: Þar er hægt að leita fljótt að af- mörkuðu efni og fá nið- urstöður rakleiðis í net- tengda tölvu hvar sem er á landinu. Vitað var að mikil spurn væri eftir þjónustu sem þessari og hefur aðgangurinn reynst ómet- anlegur fyrir vísindasamfélagið. Aukning á notkun vísindalegra greina hefur numið 50% milli ára síð- ustu 4 árin. Síðasta ár voru rúmar 480.000 greinar í fullri lengd sóttar úr vísindatímaritum auk yfir 100.000 leita í Web of Science. Auk þess voru yfir 120.000 greinar sóttar í fullri lengd í öðrum gagnasöfnum í lands- áskrift. Hvar.is er vefsetur landsaðgangs- ins. Auk beins aðgangs að gagnasöfn- um eru þar leiðbeiningar um notkun safnanna og aðrar upplýsingar um aðganginn. Þar má einnig finna gagnasöfn sem eru í ókeypis aðgangi sem nýtast við hvers kyns fræða- grúsk. Að lokum eru þar gagnasöfn á sviði heilbrigðisvísinda og verkfræði sem eru í landsaðgangi fyrir til- stuðlan stofnana og fyrirtækja sem kosta aðganginn fyrir allt landið. Lengi vel var aðaláherslan á fræði- leg rit á ensku en í seinni tíð hafa bæst við áskriftir að gagnasöfnum á sviði lista og bókmennta auk um- fangsmikilla gagnasafna á íslensku. Dýrasti hlutinn er sem fyrr áskriftir að greinum í vísindatímaritum. Þær greinar eru ekki afþreyingarefni heldur nauðsynlegur hluti rannsókna og þróunarstarfs í landinu. Aðgangur að þeim gerir kleift að reka smáar rannsóknar- og háskólastofnanir hvar sem er á landinu. Fjöldi slíkra stofnana hefur sprottið upp á síðustu árum. Þær hafa ekki aðgang að stórum sérfræðibókasöfnum og væru illa staddar með öflun gagna ef ekki væri fyrir landsaðganginn. Á sama hátt er fjöldi sprotafyrirtækja sem nýtur þessa aðgangs. Mikilvægast er þó að hann er stór hluti af gagnanotk- un stærri stofnana sem einnig styðj- ast við þjónustu og safnkost stórra sérfræðibókasafna. Hann er ein af undirstöðum rannsókna og þróunar í landinu, geira sem nálgast 4% af þjóðarframleiðslunni. Aðalkostur hans er hversu mikill tími sérfræð- inga sparast. Það kemur í ljós um leið og þeir þurfa að fara aðrar leiðir til að ná í greinar. Það eru bókasöfn landsmanna, og þá sérstaklega nokkur sérfræði- bókasöfn, bókasafn Landspítala – há- skólasjúkrahúss og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sem gera þennan aðgang kleifan með fram- lögum sínum. Allar nánari upplýs- ingar eru á vefsetri aðgangsins, http://hvar.is. Hvar.is – Ein- stakur aðgangur Sveinn Ólafsson fjallar um þekkingarleit ’Hvar.is er vefseturlandsaðgangsins. Auk beins aðgangs að gagna- söfnum eru þar leiðbein- ingar um notkun safn- anna og aðrar upplýsingar um aðgang- inn.‘ Sveinn Ólafsson Höfundur er umsjónarmaður landsaðgangsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.