Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 36
✝ Jónas Stefánssonfæddist á Önd- ólfsstöðum, Reyk- dælahreppi í S-Þing- eyjarsýslu 3. júlí 1909. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtu- daginn 31. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Jónsson, f. á Stöng í Mývatnssveit 22. apríl 1860, d. 1. jan- úar 1951, og Guð- finna Kristín Sigurð- ardóttir, f. á Arnarvatni í Skútustaðahr. í S- Þing. 13. ágúst 1868, d. 10. apríl 1953. Alsystkini Jónasar eru: Sól- veig, f. 17. júlí 1891, d. 10. desem- ber 1967; Ása, f. 7. júlí 1894, d. 18. mars 1984; Guðfinna, f. 5. nóvem- ber 1896, d. 8. janúar 1977; Jón, f. 8. apríl 1900, d. 24. júní 1989; Sig- urður, f. 29. apríl 1905, d. 24. febr- úar 1997; Haraldur, f. 16. apríl 1906, d. 8. október 1990; Friðrika, f. 17. apríl 1908, d. 23. apríl 1994; Valgerður, f. 17. október 1911, d. 26 desember 1945. Hálfbróðir Jónasar var Jakob, f. 29. desem- ber 1886, d. 26. apríl 1945. Jónas kvæntist 12. júní 1943 Kristjönu Einarsdóttur á Stóru- laugum, f. 18. janúar 1924, d. 18. febrúar 1995. Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson, f. 3. september 1895, d. 21. júlí 1957, og Hallfríður Aðalgeirsdóttir, f. 23. júní 1894, d. 7. október 1972. Börn Jónasar og Kristjönu eru: 1) Valgeir, f. 9. apríl 1944, kvæntur Eyjólfsdóttur, f. 15. mars 1955: Ólafur, f. 14. nóvember 1985. 4) Aðalgeir M., f. 11. nóvember 1953, sambýliskona Halla Svanlaugs- dóttir. Hann átti tvö börn með fyrri eiginkonu sinni Ingveldi Láru Karlsdóttur, f. 7. maí 1956: a) Íris Elfa, f. 18. nóvember 1981, b) Hallfríður Lára, f. 12. septem- ber 1984. 5) Einar Guðmundur, f. 26. maí 1957, sambýliskona Sig- ríður Kristín Sigvaldadóttir, f. 13. maí 1959. Þeirra börn eru: a) Jón- as Hreiðar, f. 25. mars 1977, kvæntur Hróðnýju Lund, f. 16. mars 1977. Synir þeirra eru, Hin- rik Marel, f. 13. apríl 1997; Einar Annel, f. 23. júlí 1999. b) Kristjana Lilja Einarsdóttir, f. 27. desember 1982 c) Sigvaldi Þór Einarsson, f. 15. janúar 1994, d) Ásrún Ósk Ein- arsdóttir, f. 20. september 1995. Jónas hóf búskap á Stórulaug- um 1943 og tók fljótt að byggja þar upp. Hann vann mikið utan heimilis bæði við vörubílaakstur og smíðar. Þegar hann var 14 ára að aldri fór hann í fyrsta sinn að heiman til húsbygginga. Hann vann síðan víða við húsbyggingar á Húsavík, Vopnafirði og víða annars staðar. Hann byrjaði ung- ur að syngja í kirkjukór Einars- staðakirkju og var einn af stofn- endum Karlakórs Reykdæla og söng með honum meðan hann starfaði. Hann vandist hestum sem barn bæði til vinnu og ferða- laga, þeir voru eitt hans aðal- áhugamál og átti hann löngum mikið af góðum hestum. Hann var einn af stofnendum hestamanna- félagsins Þjálfa. Hann var fé- lagslyndur og starfsamur og hélt til hinstu stundar áhuga á fram- kvæmdum. Útför Jónasar verður gerð frá Einarsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ragnheiði Þórunni Waage, f. 29. október 1943. Dætur þeirra eru a) Kristjana Ólöf, f. 12. júlí 1964, gift Svani Guðmundssyni, f. 29. október 1955, dætur þeirra eru Ragnheiður Ósk, f. 16. desember 1995; Halla Þórdís, f. 3. september 2002, áður átti Kristjana soninn Steinar, f. 17. apríl 1984. b) Jóhanna, f. 3. apríl 1967, gift Jóni Eiríkssyni, f. 5. apríl 1967, sonur þeirra heitir Stefán Már, f. 20. október 1996, áður átti Jóhanna soninn Valgeir Örn, f. 16. febrúar 1990. c) Margrét, f. 4. maí 1972, gift Kristjáni Guðmundi Eggertssyni, f. 10. júlí 1964. Dæt- ur þeirra eru Kristbjörg H., f. 10. janúar 2002; Marta María, f. 28. febrúar 2003. d) Guðný Jóna, f. 26. júní 1974, sambýlismaður Anton Gunnar Gunnlaugsson, f. 30. júní 1973. Synir þeirra eru Ragnar Þór, f. 11. febrúar 2001; Bjarki Már, f. 30. nóvember 2004. e) Arna Björk, f. 16. júlí 1984. 2) Hallfríð- ur, f. 24. október 1946, gift Birni Hemmerti Hólmgeirssyni, f. 25. febrúar 1945. Börn þeirra eru: a) Erna, f. 26. júní 1971, gift Berki Emilssyni, f. 14. janúar 1966. Börn þeirra eru: Birna Íris, f. 20. októ- ber 1997; Atli, f. 19. mars 2001. b) Eyþór Hemmert, f. 19. mars 1987. 3) Jakob Kristinn, f. 17. október 1950. Hann átti eitt barn með fyrri eiginkonu sinni Guðrúnu Gerði Elsku afi. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Frá 6 til 13 ára aldurs dvaldi ég í sveitinni hjá ykkur ömmu meira og minna öll frí. Í sveitinni var alltaf nóg að gera. Sauðburðurinn var þó mesti annatíminn þá fórum við í fjárhúsið oft á dag og í eftirlitsferðir á nótt- unni líka. Þú kenndir mér að hjálpa lömbum í heiminn og oft vorum við í heilmiklu brasi við að venja lömb undir. Þú hafðir lag á því að láta mig vinna og settir mér fyrir ákveðin verkefni. Til dæmis átti ég að sjá um að sópa garðana og svo kom það í minn hlut að sjá um bók- haldið þegar verið var að marka, skrifa rétt númer við lömb kind- anna. Þegar sauðburði var lokið tók girðingarvinnan við. Það var nú ekki uppáhaldið mitt en maður lét sig hafa það að fara með þér á dráttarvélinni með staura og net, halda svo við staur meðan þú lamd- ir hann niður dauðhrædd um að fá járnkarlinn í höfuðið. Í heyskapn- um var alltaf nóg að gera. Við krakkarnir vorum látnir raka dreif- ar og þegar maður náði ákveðnum aldri fékk maður að fara á vélarnar og þá var nú gaman. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik. Það var júlí og mikill hiti. Við vorum búin að vera í hey- skap og langaði í eitthvað til að kæla okkur og fórum og fengum okkur ís. Eitthvað fór ísinn illa í þig og þú lást veikur það sem eftir var dags. Þú minntist oft á þessa ferð við mig og hlóst að. Afi minn, þú varst alltaf svo hress og ekkert á því að gefast upp. Þó sjóninni hrakaði hvarflaði ekki að þér að flytja úr sveitinni. Þú eldaðir sjálfur, tókst slátur og gerðir sperðla. Þú varst svo dríf- andi og ekkert á því að bíða með hlutina. Þú skildir ekkert í þessum seinagangi í mér að byrja ekki að byggja sumarhúsið mitt á Laug- arhólnum og spurðir mig oft hvort ég væri búin að ákveða hvernig húsið ætti að vera. „Það verður að vera reisulegt,“ sagðir þú, „á þessu fallega bæjarstæði.“ Afi minn, síðustu mánuðir voru þér erfiðir og þú þráðir ekkert heitar en komast heim í Stórulaug- ar. Nú ertu búinn að finna frið. Vertu sæll, afi minn, og takk fyrir allt. Erna Björnsdóttir. Jónas á Stóru-Laugum er fallinn frá í hárri elli, síðastur systkina sinna frá Öndólfsstöðum, en flest urðu þau langlíf, gjörvulegt fólk og glaðsinna, hæfileikaríkt og harð- duglegt. Jónas var bóndi allt sitt líf og með sóma, en dugnaður hans og atorka knúðu hann einnig til ann- arra starfa. Hann ók lengi vörubíl samhliða búskapnum, auk þess sem hann sinnti smíðum og viðgerðum hvers konar – það lék allt í hönd- unum á honum. Hugur hans hygg ég þó, að hafi lengst dvalist hjá skepnunum. Hann hafði yndi af búfé, átti fallegan bústofn, fór alltaf vel með hann og hafði arð af. Hest- arnir stóðu hæst á stalli. Jónas var hestamaður af guðs náð, eins og hann átti kyn til, átti ávallt falleg og góð hross. Hann naut þess að umgangast hesta og ríða þeim, tala um hesta og rifja upp sögur af hestum og atburðum þeim tengd- um. Snyrtimennska og reglusemi ein- kenndu Jónas allt hans líf. Hann byggði glæsilega upp á Stóru- Laugum, bæði yfir fólk og fénað, og óvíða var myndarlegra heim að líta. Heimili þeirra Kristjönu bar sama svip, menningarlegt og fallegt og móttökur alltaf höfðinglegar. Fyrstu minningar okkar systkina um Jónas tengjast því, að hann ók á vorin fé fjölskyldu okkar á afrétt og oft aftur heim úr réttum á haustin, en Jónas var bróðursonur afa, sem stóð fyrir þessum bú- rekstri. Farnar voru tvær ferðir á vorin, oftast með viku millibili, frá Húsavík fram í Svartárkot og rekið þaðan upp fyrir girðingu á fram- afrétt Mývetninga. Þessar ferðir voru ógleymanlegar og alltaf til- hlökkunarefni, ekki síst fyrir það hvað okkur þótti gaman að ferðast með Jónasi. Hann var alltaf glaður, leysti úr öllu sem upp kom með bros á vör, kenndi okkur heiti á bæjum og sagði sögur, raulaði og söng. Ekki spilltu heldur veiting- arnar hjá Kristjönu, er við komum við á Stóru-Laugum á heimleiðinni, alltaf hlaðið veisluborð. Síðar ann- aðist Jónas fyrir mig hest í mörg ár, án þess ég fengi að launa það að nokkru ráði – alltaf sömu viðbrögð- in þegar á slíkt var minnst – góð- legt bros og „ég hef bara gaman af þessu“. Jónas hélt lífsgleði sinni fram á síðustu ár og lét ekki sjónleysi aftra sér frá eðlilegum lífsháttum. Hann var góður söngmaður, söng JÓNAS STEFÁNSSON 36 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólöf Ólafsdóttirfæddist í Suður- Vík í Mýrdal 17. október 1934. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ágústa Þuríður Vigfúsdóttir frá Flögu í Skaftár- tungu, f. 1. ágúst 1906, d. 31. október 1985, og Ólafur Jón Halldórsson, kaup- maður og bóndi í Suður-Vík, f. 30. apríl 1893, d. 16. júlí 1934. Alsystir Ólafar er skrifaðist þaðan fjórum árum síðar. Síðar fór hún til frekara verslunarnáms við St. Godric’s College í London. Hún lagði einnig stund á frönskunám í Sviss. Ólöf vann hjá Heildsölu Björns Kristjánssonar, síðar hjá Mjólk- urfélagi Reykjavíkur. Um nokk- urra ára skeið flutti hún inn barnaföt frá Danmörku. Lengst af starfaði hún á endurskoðunar- skrifstofu Reykjavíkurborgar eða frá árinum 1961–1984, en þá þurfti hún að hætta sökum heilsubrests. Ólöf bjó lengst af í Eskihlíð 20A í Reykjavík, en fluttist að Grund árið 1994 og naut þar mikils skilnings og vel- vildar alla tíð. Kveðjuathöfn verður haldin í dag, föstudag, í Háteigskirkju klukkan 13. Útför Ólafar verður gerð frá Víkur- kirkju á morgun, laugardag, og hefst athöfnin klukkan 13. Matthildur, f. 1933. Börn Ágústu og Ás- geirs L. Jónssonar, seinni manns hennar, eru Ólafur Ásgeir, f. 1938, Sigríður Vig- dís, f. 1942, og Vig- fús, f. 1948. Stjúp- bræður Ólafar, synir Ásgeirs, eru Jón Geir, f. 1927, Geir Jón, f. 1929, d. 1980, og Torfi, f. 1930. Ólöf ólst að mestu upp í Suður-Vík í Mýrdal og lauk grunnskólanámi þar. Árið 1948 hóf hún nám við Verzlunarskóla Íslands og út- Ólöf Ólafsdóttir fæddist í Suður- Vík í Mýrdal 17. okt. 1934. Faðir Ólafar, Ólafur Halldórsson, lést skömmu fyrir fæðingu hennar, varð hún því aldrei þess aðnjótandi að kynnast föður sínum. Hins vegar naut hún hins mannmarga og ást- ríka umhverfis sem Suður-Víkur- heimilið var. Föðurbróðir Ólafar, Jón Halldórsson, tók við rekstri búsins og verslunar Halldórs Jóns- sonar, sem þeir bræður höfðu áður rekið saman. Jón reyndist Ólöfu ætíð sem besti faðir og voru þau mjög nákomin. Móðir Ólafar, Ágústa Þ. Vigfúsdóttir, giftist Ás- geiri L. Jónssyni árið 1937. Flutti Ólöf þá til Reykjavíkur með móður sinni og Ásgeiri, en eldri systir hennar, Matthildur, var áfram í Suður-Vík hjá Jóni föðurbróður sín- um. Snemma sumars árið 1941 flutti fjölskyldan aftur að Suður-Vík og bjó þar til ársins 1948, en þá hóf Ólöf nám við Verslunarskóla Ís- lands. Að loknu námi við Verslunarskól- ann fór hún til frekara verslunar- náms við St. Godric’s College í London, en hún hafði alla tíð mik- inn áhuga á verslun og viðskiptum. Síðar lagði hún einnig stund á frönskunám í Sviss. Ólöf starfaði við heildverslun Björns Kristjáns- sonar í Reykjavík, síðar hjá Mjólk- urfélagi Reykjavíkur, en lengst af starfaði hún hjá endurskoðunar- skrifstofu Reykjavíkurborgar eða til ársins 1984, er hún lét af störf- um af heilsufarsástæðum. Um nokkurra ára skeið flutti Ólöf inn barnaföt frá Danmörku jafnframt sinni föstu vinnu. Ólöf var glaðlynd, félagslynd, hnyttin, greind og gestrisin og hafði flesta þá kosti sem prýtt geta unga konu. En lífið úthlutar sumum okk- ar döprum örlögum, þó að það leiki við aðra. Einmitt á þeim árum, er ungt fólk fer að hugsa til hjúskapar og bjartrar framtíðar, fór geðrænn sjúkdómur að gera vart við sig hjá Ólöfu. Varð það hennar hlutskipti að vera einhleyp alla ævi. Hún naut þess að eiga að góð systkini, er létu sér mjög annt um hana. Oft varð hún að taka sér frí frá störfum, því oftar og lengur er á ævina leið. Þess á milli gætti hinnar glaðlyndu og áhugasömu Ólafar með eðlislæga kímnigáfu, áhuga á göngu- og skíðaferðum, ferðalögum innan- lands sem utan. Hún hafði mikinn áhuga á skógrækt, einnig voru ætt- fræði og frímerkjasöfnun henni hugleikin. Síðustu ellefu ár ævi sinnar átti hún heimili á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Ber að þakka þeim systrum, Guðrúnu og Helgu heitinni Gísladætrum, allan velvilja henni sýndan svo og öllu því góða starfsfólki sem annaðist hana af al- úð og nærgætni. Ólöf var mjög náin sinni fjöl- skyldu, afskaplega hænd að móður sinni, sem studdi hana og styrkti alla sína tíð í erfiðum veikindum. Systkinahópurinn var mjög sam- rýndur, systkinabörnunum þótt af- ar vænt um frænku sína og lét hún sér annt um þeirra hag. Hjálpsemi Ólafar er ofarlega í huga og nutu margir góðs af. Við mágar Ólafar minnumst hennar með væntumþykju og sökn- uði. Ágúst Valfells, Ólafur Gunnlaugsson. Ævidagar Ólafar hófust í skugga þess sorglega atburðar að faðir hennar hafði látist nokkrum mán- uðum fyrir fæðingu hennar. Þrátt fyrir þetta átti hún örugga og góða barnæsku. Hún ólst upp við ást og umhyggju móður sinnar, og naut al- úðar á mannmörgu heimili föður- bróður síns, Jóns Halldórssonar, í Suður-Vík. Sagt er að fjórðungi bregði til fósturs, og var það satt í tilfelli Ólafar því hún var mjög svip- lík frænda sínum, sem var henni af- ar kær og raunagóður. Ólöf var glaðsinna og ákveðin stúlka og hafði með sér gott veganesti trausts uppeldis og mannkosta er hún hélt utan til náms í Sviss og til Eng- lands. Ævi Ólafar féll þó í annan farveg en þann sem ætla mátti, er á hana lagðist erfiður sjúkdómur. Ólöf var óvenju opinská um sinn sjúkdóm og af henni lærðum við fordómaleysi í garð geðsjúkra og mikilvægi þess að líta á fólk sem einstaklinga en ekki sjúklinga. Þó svo að geðhvarfasýkin litaði oft hegðan hennar og líðan, þá skein hinn sterki persónuleiki Ólafar allt- af í gegn. Ólöf var sérstaklega barngóð, eft- irlátssöm og uppátækjasöm. Börn- unum í fjölskyldunni var hún öllum blíð og aldrei féll henni styggð- aryrði af munni til þeirra. Þvert á móti lagði hún sig fram um að skemmta þeim. Hún hélt iðulega barnaboð fyrir okkur systkinabörn sín þar sem glatt var á hjalla, fór með okkur í ferðir, leyfði okkur að gista hjá sér og gladdi á ýmsa lund. Börn okkar nutu líka góðmennsku hennar og gaf hún sig að þeim og sinnti eftir fremsta megni. Ólöf var afar stolt af fjölskyldu sinni og uppruna, hún var ættfróð og ættrækin, og íbúð hennar í Eski- hlíðinni prýddu margir munir frá æskuheimilinu í Suður-Vík. Það var spennandi fyrir krakka að fá að velta fyrir sér þessum kjörgripum, blása hressilega í gamlan póstlúður, pikka á fornfálega ritvél eða spóka sig með gamla stafinn hans Frænda. Þetta voru þó ekki aðeins leikföng í höndum okkar heldur áþreifanleg tenging við liðna tíð og brottfallið fólk, enda fræddi Ólöf okkur um frændfólk og forfeður þannig að manni fannst maður þekkja marga sem við aldrei þó hittum. Kímnigáfu hafði Ólöf í ríkum mæli, var einkar hnyttin í tilsvörum og bjó yfir þeim mikla kosti að geta hlegið að sjálfri sér. Hún var fé- lagslynd að eðlisfari, naut samvista við bæði unga sem aldna, og hún átti tryggan vinkvennahóp úr Verslunarskólanum. Ólöf hafði gaman af að ferðast, bæði erlendis og hérlendis, og gerði það svo lengi sem heilsa hennar leyfði. Sjúkdómur Ólafar, og langvinn lyfjameðferð, urðu þess valdandi að þróttur hennar fjaraði út smám saman, en þrekmikil var hún. Jafn- vel undir hið síðasta er hún var bundin við hjólastól og átti örðugt með mál var hún glettin, og ennþá gat hún unnið hug barnanna. Ólöf mun alltaf skipa stóran sess í huga þeirra er auðnaðist að kynnast henni. Blessuð sé minning hennar. Jón Valfells, Helga Valfells, Ágúst Valfells. Ólöf móðursystir okkar var mik- ilvægur hluti af fjölskyldunni og fráfall hennar er okkur systkinun- um mikið hryggðarefni. Henni varð sjálfri ekki barna auðið en hún dekraði við okkur og önnur systk- inabörn sín á allan hátt. Margar góðar minningar um Ólöfu hafa streymt um huga okkar síðustu daga. Við minnumst þess hversu opið heimili hennar var og hve vilj- ug hún var alltaf að verja tíma sín- ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.