Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ELSA Waage kontraaltsöngkona syngur hlutverk Erdu í uppfærslu á óperunni Siegfried eftir Richard Wagner á listahátíð í Mexíkóborg, Festival de México en el Centro Histórico. Alls verða fjórar sýningar á óperunni, sú fyrsta þann 17. apríl næstkomandi. Með titilhlutverkið fer austurríski tenórinn Peter Svensson. „Þetta er listahátíð sem haldin er árlega og er ein stærsta listahátíð í S-Ameríku. Það er ýmislegt á boð- stólum, djass, ballett og fleira, og undanfarin ár hefur Niflungahring- urinn verið á dagskrá. Nú er þriðja óperan sett upp, Siegfried,“ segir Elsa, sem fer með hlutverk jarð- arinnar sjálfrar, eða Erdu. Hún seg- ir fólkið sem vinnur með henni í sýn- ingunni mjög hæfileikaríkt. „Þetta er fólk sem er búið að syngja út um allan heim, í öllum góðu óperuhús- unum. Leikstjórinn heitir Sergio Vela og hljómsveitarstjórinn heitir Guido Maria Guida, en hann hefur unnið töluvert í Bayreuth og farið fyrir þessari hátíð hérna undanfarin ár.“ Ráðin á staðnum Elsa kom þannig að uppfærslunni, að rússneskur píanóleikari hlýddi á hana syngja á skandinavískum tón- leikum sem hún hélt á Ítalíu á dög- unum, og lét hann hljómsveitarstjór- ann vita af Elsu. „Hann var svo hrifinn að hann benti þessum hljóm- sveitarstjóra strax á mig. Þá var reyndar búið að velja í hlutverkið, en hann vildi endilega heyra í mér. Hann hefur kannski ekki verið alveg sáttur við hina manneskjuna. Hann heyrði í mér og ég var bara ráðin, á staðnum,“ segir Elsa. Hún segir hlutverkið henta sér mjög vel. Áður hefur hún sungið hlutverk Erdu í Rínargullinu, en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekst á við þessa Erdu, í Siegfried. Hún seg- ir mexíkönsku sviðsetninguna á óp- erunni nokkuð flókna. „Það þarf heilmikla einbeitingu til. Leik- myndin er öll á pöllum sem snúast og færast upp og niður, þannig að jafnvægið þarf að vera í lagi,“ segir hún og hlær. „En þetta er ljómandi gaman.“ Mikil list í Mexíkó Elsa hefur verið í Mexíkóborg við æfingar síðan 14. mars og hefur heillast mikið af landinu. „Það er mjög áhrifaríkt – hér er allt til, mikil fátækt og mikill ríkidómur, en lítið þar á milli. Það kemur manni líka á óvart hvað það er mikil list hérna og menning,“ segir hún og nefnir sem dæmi leikhúsið þar sem óperan verður sýnd. „Það heitir Palacio de Bellas Artes og er eitt flottasta leik- hús sem ég hef komið í. Það er byggt í Art Deco-stíl og meira að segja leiktjaldið er frá Tiffany. Ég man ekki hvað það vegur mörg tonn! Allt í litlum kristöllum og alveg einstakt listaverk.“ Að loknum sýningum á Siegfried snýr Elsa aftur til Evrópu og heldur m.a. tónleika á Ítalíu í sumar. „Meira segi ég ekki í bili, en það er margt í bígerð,“ segir Elsa að lok- um. Ópera | Elsa Waage á listahátíð í Mexíkóborg Hlutverk sem hentar vel Elsa Waage kontraaltsöngkona syngur hlutverk Erdu í uppfærslu á óperunni Siegfried eftir Richard Wagner á listahátíð í Mexíkóborg. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is www.fchmexico.com LEIKFÉLAG Hofsóss frumsýnir í kvöld íslenskan farsa, Góðverkin, kalla! eftir þá Ármann Guðmunds- son, Sævar Sigurgeirsson og Þor- geir Tryggvason í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi, og hefst sýn- ingin kl. 21:00. Leikstjóri er Halla Margrét Jóhannesdóttir. Góðverkin kalla er látið gerist á smástað úti á landi, og er ljóst að höfundarnir þekkja býsna vel til daglegs lífs í þorpum og á smástöð- um á landsbyggðinni, en vissulega eru vandamálin sem upp koma oft- ar en ekki ýkt verulega. Helstu hlutverk eru í höndum Fríðu Eyj- ólfsdóttur, Guðrúnar Helgadóttur, Ingibjargar S. Halldórsdóttur, Hörpu Kristinsdóttur, Helga Thor- arensen, Kristjáns Jónssonar, Jóns Sigurðssonar, Sigmundar Jóhanns- sonar og Þorsteins Axelssonar, auk allmargra smærri hlutverka. Næstu sýningar á Góðverkunum eru í Höfðaborg laugardaginn 9. apríl kl. 21:00, sunnudaginn 10. apríl kl 15:00 og miðvikudaginn 13. apríl kl. 21:00. Helgi Thorarensen og Sigmundur Jóhannsson í hlutverkum sínum. Góðverkabylgja á Hofsósi Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 VORSÝNING LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS Lau 9/4 kl 14 Su 10/4 kl 14 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning Ath: Miðaverð kr 1.500 SEGÐU MÉR ALLT - Taumlausir draumórar? SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Lau 9/4 kl 20 - Síðasta sýning SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Lau 23/4 kl 20 Síðustu sýningar BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20 - UPPSELT, Su 17/4 kl 20 - UPPSELT, Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT, Fi 21/4 kl 20, - UPPSELT Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 23/4 kl 20 - UPPSELT, Su 24/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 30/4 kl 20 - UPPSELT, Su 1/5 kl 20 - UPPSELT HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 Fáar sýningar eftir DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20 Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Frumsýning í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20 AUGNABLIKIÐ FANGAÐ - DANSLEIKHÚSIÐ fjögur tímabundin dansverk Fi 21/4 kl 19.09 Frumsýning Su 24/4 kl 19.09, Su 1/5 kl 19.09 Aðeins þessar 3 sýningar TERRORISMI e. Presnyakov bræður Aðalæfing fi 14/4 kl 20, Frumsýning fö 15/4 kl 20 - UPPSELT Mi 20/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR Lau 9/4 kl 15:15 - FERÐALÖG Óperustúdíó: Apótekarinn eftir Haydn 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 Ath. Aðgangur ókeypis DVD sýning Vinafélags Íslensku óperunnar Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss Laugardaginn 9. apríl kl.14.00-17.00. Sýningin er á hliðarsvölum Íslensku óperunnar (gengið er inn um aðalinngang). Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis sýnir PATATAZ fjölmenningarlegan fjölskylduleik Vönduð, áhrifamikil og skemmtileg. Hrund Ólafsdóttir. Sýnt í Stúdíó 4, Vatnagörðum 4 Föstudaginn 8. apríl. Laugardaginn 9. apríl. Sýningar hefjast kl. 20.00. Síðustu sýningar. Miðapantanir í s. 551 2525 midasala@hugleikur.is Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Dans á rósum frá Vestmannaeyjum í kvöld Fúsakvöld Tónleikar í Logalandi laugardaginn 9. apríl kl. 17.00 Kirkjukór Borgarness ásamt einsöngvurum úr Borgarfirði flytja tónlist eftir Sigfús Halldórsson, stjórnandi Steinunn Árnadóttir MeiriVengerov! Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Einleikari ::: Maxim Vengerov Hljómsveitarstjóri ::: Benjamín Júsúpov Modest Mússorgskíj ::: Dögun við Moskvufljót Benjamín Júsúpov ::: Víólukonsert Pjotr Tsjajkovskíj ::: Sinfónía nr. 6 „Pathétique“ Rauð tónleikaröð #5 HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 9. APRÍL KL. 17.00 LAUS SÆTI Uppselt var á stórtónleika fiðlusnillingsins Maxims Vengerovs og Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í gær. Enn er þó hægt að tryggja sér miða á aukatónleikana á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.