Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR rekstur sálfræðiþjónustu og sér- kennslu í Reykjavík. Svipað átti við um yngstu börnin. Hann átti aðild að uppbyggingu leikvalla og barnaheim- ila í Reykjavík og átti stóran þátt í stofnun forskóladeilda fyrir sex ára börn. Samstarf skóla og foreldra var alltaf ofarlega í huga hans og hann taldi mikilvægt að skólastarfið væri foreldrum sýnilegt. Jónas B. Jónsson átti einnig ríkan þátt í að ákveðið var að stofna fjöl- brautaskóla í Reykjavík með fjöl- breyttu námstilboði, bóklegu og verklegu, þar sem allir nemendur ættu að finna sér nám við hæfi. Hug- sjónirnar voru um samþætt bóklegt og verklegt nám og fjölbreytta starfsmenntun, þótt þróunin hafi því miður orðið öll á bóklegu hliðina. Með starfi sínu að íþrótta- og æskulýðsmálum markaði Jónas B. víða spor. Hann bar hag skátahreyf- ingarinnar fyrir brjósti fram á síðasta dag og lagði sig fram um að kynna mér starfið á Úlfljótsvatni til að tryggja áframhaldandi samstarf við skólana í Reykjavík um reksturinn. Ekki vantaði eldmóðinn og sannfær- ingakraftinn. Með Jónasi B. Jónssyni er kvaddur frumherji í uppeldis- og skólamálum sem seint verður fullþakkað. Fyrir hönd skólayfirvalda í Reykjavík sendi ég Guðrúnu Ö. Stephensen, eiginkonu Jónasar, og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur. Kveðja frá skátahreyfingunni Um þær mundir sem vorsólin hef- ur betur gegn vetrarmykrinu fæddist Jónas B. Jónsson árið 1908. Hann fór í síðustu för sína heim viku fyrir af- mælið sitt 2005, nærri jafngamall skátahreyfingunni, sem hann gekk í þrítugur kennari árið 1938. Hann var þá nýkominn heim frá námi í Svíþjóð með andblæ nýstárlegra hugmynda um uppeldi og skóla. Hann varð fljótlega leiðtogi skátafélagsins Völsunga í Laugar- nesskóla, stjórnarmaður í stjórn Bandalags íslenskra skáta og frum- kvöðull við hlið Helga Tómassonar skátahöfðingja í landnámi skáta að Úlfljótsvatni árið 1941. Fáir sem gengið hafa í skátahreyfinguna á for- sendum Jónasar B. hafa látið jafn- mikið að sér kveða fyrir hennar hönd. Sjónarhorn Jónasar B. var jafnan skátinn – einstaklingurinn og skáta- flokkurinn, flokksforinginn er mikil- vægasti hlekkurinn í keðju skátanna, hlúið að honum sagði Jónas B. oft. Hann studdi duglega við foringja- þjálfun skátahreyfingarinnar með þeirri yfirsýn sem fræðslustjórinn hafði, er hann bar saman formlega menntun skólanna og skapandi menntun skátanna, sem færir frum- kvæðið í hendur skátanna sjálfra og fær þeim ábyrgð á herðar. Eins og Baden-Powell átti Jónas B. langa og hamingjuríka ævi en einnig tvö líf. Líf embættismanns og skólafrömuðar sem átti góða fjöl- skyldu og farsælan starfsferil. Hitt líf Jónasar B. hófst eftir að venjubundn- um starfsdegi lauk, sama hugsjóna- starfið og hann hóf á hvítasunnu árið 1941, starfið að Úlfljótsvatni, þar sem nú kvað að reynslu heillar starfsævi, ásamt þeirri vissu að rétt væri stefn- an. Jónas B. var kjörinn skátahöfðingi árið 1958 eftir sviplegt fráfall Helga Tómassonar og stóð nokkur styr um hinn nýja skátahöfðingja. Skjótt lægði og reyndust þeir vorvindar skátahreyfingunni á Íslandi afar holl- ir. Nýsköpun á mörgum sviðum hófst undir forystu Jónasar B. Mestu mun- aði um innra skipulag hreyfingarinn- ar, sem stutt var ungu hæfileikafólki á framkvæmdastjórastóli, forystu um glæsilega afmælishátíð á fimmtugs- afmæli skátahreyfingarinnar á Ís- landi og stofnun Gilwellskólans. Þá átti Jónas B. drjúgan þátt í að Norð- urlöndin sameinuðust um að halda al- heimsmót skáta, Jamboree, árið 1975. Skátahöfðinginn heimsótti mörg skátafélög og hvatti jafnan til dáða um leið og hann kallaði hæfi- leikafólk til starfa. Jónasi B. var einkar gefið að fá fólk til starfa og koma verkum í höfn. Frá Jónasi B. streymdi hlýja og umhyggja til skátanna, hvatning og uppörvun er á móti blés og fordæmi þess ötula forystumanns sem aldrei lætur í minni pokann nema fyrir Elli kerlingu, sem hafði þó fallið á annað kné. Nú er Jónas B. farinn heim og á heimferð góða, bið ég honum guðs blessunar og ástvinum hans öllum. Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi. Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri, er fallinn frá í hárri elli. Skólastarf á Íslandi á honum þökk að gjalda fyrir farsælt ævistarf og ein- lægan áhuga frá fyrstu tíð, enda var hann í fararbroddi þeirra sem settu mark á uppeldis- og skólamál hér á landi í marga áratugi 20. aldarinnar. Jónas B. Jónsson lauk kennara- prófi 1934 og sótti síðar frekara nám við kennaraskóla í Gautaborg. Hann stundaði kennslu, lengst af við Laug- arnesskólann, þar til hann tók við starfi fræðslufulltrúa og síðar fræðslustjóra í Reykjavík 1943. Því starfi gegndi hann í þrjátíu ár og var lengst af við það kenndur. Sem for- stöðumaður stærsta skólahéraðs landsins mótaði hann stefnu um margvíslegar breytingar á öllum skólastigum, í leikskólum, barnaskól- um, gagnfræðaskólum og framhalds- skólum, á miklu þróunar- og um- brotaskeiði íslenskrar skólasögu. Jónas var víðsýnn skólamaður sem ruddi braut hugmyndum um nýja kennslutækni og breytt skipulag náms og kennslu í skólum borgarinn- ar og hafði þannig áhrif á skólastarf um land allt. Hann lagði áherslu á að kynna sér nýsköpun og þróun í skóla- málum erlendis og færði þannig til landsins nýjar hugmyndir og ferska strauma. Honum var líka kappsmál að skólastjórnendur og kennarar ættu þess kost að sjá með eigin aug- um það sem best var að gerast í er- lendum skólum og skipulagði ferðir skólastjórnenda til að kynnast nýj- ungum í fræðslumálum austan hafs og vestan, auk þess sem hann var öt- ull við að halda námskeið um land allt. Eftir að hann lét af störfum fræðslustjóra 1973 var hann ráðu- nautur borgarinnar um ýmis nýmæli í skólamálum, s.s. við stofnun Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Þá samdi hann námsbækur og var ötull við greinaskrif um uppeldis- og fræðslu- mál í blöð og tímarit, Eins og nærri má geta var Jónas B. Jónsson áhugasamur um menntun kennaranna sem starfa í skólum landsins og sýndi Kennaraskóla Ís- lands og síðar Kennaraháskólanum alla tíð velvilja og stuðning. Við síð- asta stóra áfanga í nærri aldarlangri sögu skólans, þegar tekið var í notk- un nýtt og glæsilegt húsnæði, kom þessi aldni höfðingi og fagnaði með okkur. Hann gladdist sérstaklega yf- ir því hvað vel hafði verið staðið að uppbyggingu bókasafns skólans og þeirri tæknilegu þjónustu sem nem- endur og starfsmenn geta nýtt sér við nám og starf. Jónas B. Jónsson hlaut margar við- urkenningar fyrir störf sín að uppeld- is- og skólamálum og það var mikil sæmd fyrir Kennaraháskólann þegar hann tók við heiðursdoktorsnafnbót við skólann vorið 2001. Fyrir hönd Kennaraháskóla Ís- lands sendi ég kveðjur til eftirlifandi konu Jónasar, Guðrúnar Ö. Stephen- sen, barna þeirra og fjölskyldna. Ólafur Proppé rektor. Jónas B. Jónsson fyrrverandi fræðslustjóri er látinn. Hann hefði orðið 97 ára í dag svo lífshlaupið er orðið langt. Með honum er genginn einn farsælasti skólamaður sem Ís- land hefur átt og áhrifa hans mun gæti um ókomna tíð. Kynni okkar Jónasar hófust fyrir röskum 40 árum. Ég var þá skóla- stjóri á Húsavík og sótti margt til fræðsluskrifstofu Reykjavíkur vegna þess að þar var alltaf eitthvað að ger- ast. Drifkrafturinn í því var fræðslu- stjórinn sem virtist óþreytandi í því að fylgjast með nýjungum og fram- förum í skólamálum í nágrannalönd- um okkar. Hann hafði einstakt næmi fyrir því sem til framfara horfði og lagni til að koma því í framkvæmd í skólum Reykjavíkur. Þessa nutu allir áhugasamir skólamenn vítt og breitt um landið. Jónas hafði, áður en hann tók við starfi sem fræðslufulltrúi og síðar fræðslustjóri, verið við kennslu í far- skóla í sinni heimabyggð og svo við Laugarnesskólann í Reykjavík. Strax kom fram í kennsluferli Jónasar að hann vildi breyta ýmsu í starfi kenn- arans og leggja meiri áherslu á ein- staklinginn og virkni hans. Einkum var prófafarganið honum andstætt. Námið átti að vera á forsendum barnsins sjálfs. Þetta var síðan rauði þráðurinn í allri skólapólitík hans. Það hefur oft orðið mér umhugs- unarefni hve miklu Jónas kom í verk. Hann gerði fræðsluskrifstofu Reykjavíkur að miðstöð þróunar í skóla- og uppeldismálum landsins. Hann stofnaði til sérkennslu, sál- fræðideildar skóla, kennslu sex ára barna og kom á umfangsmikilli kennslufræðideild við fræðsluskrif- stofuna. Hann var frumkvöðull í því að breyta stærðfræðikennslunni. Jónas átti frumkvæðið að því að Fossvogsskóli var byggður með því fyrirkomulagi að þar væri hægt að starfrækja það sem þá var kallaður opinn skóli. Nú ganga slíkir kennslu- hættir undir heitinu einstaklingsmið- að nám. Jónas hafði haft kynni af þessum kennsluháttum erlendis og hreifst sérstaklega af framkvæmd þeirra á Englandi. Þar komst hann í kynni við skólastjórann Georg Baines og heimsótti skóla hans. Þar varð hann vitni að merkilegra skólastarfi en hann hafði lengi séð, eins og hann sagði síðar frá. Þessi skóli Gerorgs Baines varð síðar fyrirmynd Foss- vogsskóla. Fyrir atbeina Jónasar réðst ég skólastjóri Fossvogsskóla. Þá hófust kynni okkar fyrir alvöru og náið samstarf sem leiddi til vináttu sem varað hefur síðan og náði einnig til fjölskyldu Jónasar. Það var mjög lærdómsríkt að kynnast þessum manni og læra af hans vinnubrögð- um. Hann var mjög fylginn sér við verk og ákveðinn í því sem hann taldi til bóta enda sannfærandi í málflutn- ingi sínum og rökfestu. Ég velti því oft fyrir mér hvernig hann fór að því að koma málum áfram sem þurftu samþykki borgarstjórnar. Hann virt- ist halda ótrauður áfram í því að sannfæra ráðamenn en hafði líka næman skilning á því hvenær ekki varð lengra komist í bili. Heildarsýn hans var alltaf að því er virtist sýn til lengri tíma og þá byrjaði hann að leggja línur um það sem koma skyldi. Hann forðaðist að beita auglýsinga- mennsku en náði sínu fram með sam- tölum og samvinnu. Auðvitað tókst það ekki alltaf en hann virti þær nið- urstöður sem ráðamenn tóku þótt þær væru aðrar en hann hafði óskað því þótt hann væri kröfuharður var hann líka mikill diplómat. Jónas lét af störfum sem fræðslu- stjóri 1973 þegar hann var 65 ára. Þá hafði Fossvogsskóli aðeins starfað í tvö ár. En hann hélt áfram að fylgjast með skólanum og veita honum stuðn- ing og samtöl okkar um skólamál og þróun þeirra urðu mörg. Á útmán- uðum 1973 fór hópur skólastjóra í kynnis- og námsferð til Bandaríkj- anna. Ég var svo heppinn að vera með í þeirri ferð. Jónas var farar- stjóri. Þetta var ógleymanleg ferð. Bæði var það vegna þess sem við kynntumst en ekki síður fyrir skemmtilega samferðamenn og frá- bæra fararstjórn. Jónas átti 65 ára afmæli í þessari ferð og leiðsögumað- urinn sem við fengum með okkur frá menntamálaráðuneytinu í Wash- ington DC hélt hópnum mikla veislu en við vorum þá stödd í Boston. Þá sagði Jónas okkur frá því að hann hygðist láta af störfum í árslok, en ný grunnskólalög áttu að taka gildi í byrjun árs 1974. Þá fluttist fræðslu- stjóraembættið yfir til ríkisins. Jónas hafði þá verið fræðslustjóri í 30 ár. Þessi ár voru mikill uppgangs- tími í íslensku samfélagi og nemenda- fjöldinn í Reykjavík óx jafnt og þétt. Verkefni fræðsluskrifstofu var því ærið því auk þess að sinna skólamál- um átti skrifstofan að sjá um stjórn bókasafna, barnaheimila og leikvalla. Síðar varð fræðslustjóri fram- kvæmdastjóri æskulýðsráðs og íþróttaráðs. Fyrir utan þetta var hans mikla starf fyrir skátahreyf- inguna. En Jónas stóð ekki einn að þessum málum. Hann átti samheldna fjöl- skyldu og kona hans Guðrún, sem líka var kennari, var einnig mjög framfarasinnuð í skólamálum. Eins og minnst er á í upphafi þess- arar greinar er með Jónasi fallinn einhver merkasti skólamaður sem Ís- land hefur átt og sá maður sem hvað mest áhrif hafði á þróun íslenskra skólamála um miðja síðustu öld. Í viðtali sem tekið var við Jónas fyrir Ný menntamál þegar hann var 80 ára undir fyrirsögninni „Opni skól- inn byggir á hugmyndum sem í fram- tíðinni verða ráðandi í skólamálum“ segir Jónas: „Í rauninni erum við með opnum skóla að tala um breytta afstöðu til menntunar og einstak- lingsins.“ Þetta er í raun sá grunnur sem Jónas byggði afstöðu sína á og sú stefna sem nú er að ryðja sér til rúms í skólum landsins 17 árum síðar. Við Ingibjörg sendum Guðrúnu, börnum þeirra Jónasar og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir góð kynni og sam- starf svo langan tíma. Kári Arnórsson. Jónas B. Jónsson kennari minn, skátabróðir, Oddfellowbróðir og vin- ur í meira en 70 ár er farinn heim tæplega 97 ára. Er margs að minn- ast; samstarfs í Skátafélaginu Völs- ungum og vinátta í Öldungunum, for- ingjahópi Völsunga, sem enn heldur saman og á reglulega fundi. Sam- starfið á Úlfljótsvatni bæði á Skáta- skólanum og Gilwellskólanum og samstarf í skólastarfi þar sem ég átti þess kost að stýra Heimavistarskól- anum að Jaðri undir forystu fræðslu- stjórans. Samofin saga vináttu sem birtist í mörgum myndum á löngum tíma ekki síst þá alúð sem hann sýndi mér á barnsaldri er ég þurfti á sérkennslu að halda vegna afleiðinga slyss sem ég átti í nokkuð lengi. Þá var kenn- arinn ekki að telja eftir sér tímana eða erfiðið til þess að nemandinn gæti náð sér til fulls. Einhvern veginn var Jónasi létt að skipa bæði hlutverk yf- irmanns, leiðtoga og samherja, án þess að maður tæki eftir því. Er við báðir höfðum náð eftir- launaaldri voru samskiptin á Úlfljóts- vatni tíðari og margs að minnast frá þeim tíma. Krafturinn og þolgæðið sem Jónasi var gefið og naut sín við uppbyggingu staðarins, hafði mikil áhrif á mig og var sterk hvatning frá þessum góða vini. Hann var ávallt boðberi nýrra hugmynda og lét gamla nemandann aldrei í friði, hann átti að kynna sér nýjungar og hugsa fram á veg. Ég þakka Jónasi B. fyrir samfylgd- ina og votta Dúnu og fjölskyldu henn- ar samúðar. Friður sé með sálu hans. Björgvin Magnússon. Látinn er okkar dugmikli gamli skátahöfðingi Jónas B. Jónsson í hárri elli eftir mikið starf í þágu æsku þessa lands okkar, fyrst sem kennari, skipuleggjandi og leiðtogi í skáta- starfi. Við sem störfuðum með honum í skátahreyfingunni minnumst hins ötula og skapandi leiðtoga okkar frá 1958-1971 er hann starfaði í hinu erf- iða leiðtogastarfi og stýrði þeim mannafla sem bar hita og þunga skátastarfsins. Það er ekki létt verk að vera skátahöfðingi enda hefur enginn sinnt þessu starfi svo lengi og lagt eins mikið í sölurnar. Við eldri skátar höfum margs að minnast með hlýju í huga. Stærsta verkefnið sem Jónas skil- ur eftir sig er skátamiðstöðin á Úlf- ljótsvatni en þar hóf hann forustu- starf 1941 og alltaf síðan hefur hann borið skátastarfið þar fyrir brjósti bæði uppbyggingu og starfsemina, þó yngri menn hafa alltaf tekið við. Öll árin sem skátahöfðingi stóð hann í fararbroddi fyrir skátastarfinu og fékk fólk til starfa. Sjálfum finnst mér að ég hafi misst mikið, þegar sá þráður slitnar sem batt okkur saman allt frá fyrstu árum að Úlfljótsvatni og síðan er ég gegndi starfi aðstoðarskátahöfðingja öll árin sem hann var skátahöfðingi frá 1958. Aldrei bar blett á samstarf okkar og manngildi Jónasar mat ég mikils og ekki síst fyrir mörgum árum að ég gerðist læknir hans. En nú er vinur minn „farinn heim“ eins og við skátar segjum er við kveðjum gamlan skáta og vin. Ég vil færa Guðrúnu og börnum þeirra samúðarkveðjur um leið og við þökkum vináttu og störf Jónasar fyr- ir skátahreyfinguna. Páll Gíslason. Haustið 1935 tók Laugarnesskóli til starfa í nýjum húsakynnum undir forystu Jóns Sigurðssonar, skóla- stjóra. Kennarar skólans voru hið mesta einvalalið, þeir Eiríkur Magn- ússon, sem kennt hafði mér undir Jónas B. Jónsson í hópi ungmenna á Úlfljótsvatni 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.