Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 29 SKORTUR á atvinnutækifærum ræð- ur miklu um neikvæða íbúaþróun á landsbyggðinni. Fækkun ársverka, sam- keppni frá hálaunastörfum á höfuðborg- arsvæðinu og fábreytni atvinnulífs á landsbyggð- inni er ein helsta orsök búseturöskunarinnar sem setur svip sinn á til- tekin landsvæði utan höf- uðborgarsvæðisins. Sú staða er nú uppi í byggða- málum, að vandinn er af- markaðri en nokkru sinni áður – hlutfallslega minni – en þeim mun sárari þar sem við hann er að etja. Við höfum því betri tæki- færi en nokkru sinni áður að ráða þarna bót á. Við undirbúning stefnumótunar í byggða- málum, sem leiddi síðan til þingsályktunar í byggðamálum fyrir árin 1999–2001, var byggt á ít- arlegum rannsóknum í byggðamálum, sem fram- kvæmdar voru af fræði- mönnum við Háskóla Ís- lands og Háskólann á Akureyri, auk sjálf- stæðra rannsókna sem unnar voru fyrir atbeina þáverandi stjórnar Byggðastofnunar sem hafði forgöngu um stefnumótunina. Það var á þeim grund- velli sem áhersla var lögð á þrjú efnisatriði við mótun nýrrar Byggðaáætlunar. Í fyrsta lagi Nýsköpun í atvinnulífinu, í annan stað Menntun þekkingu og menningu og loks Jöfnun lífskjara – bætta samkeppnisstöðu. Þetta var ekki tilviljun. Rannsóknirnar sýndu að stuðningur við og uppbygging að þessum þáttum á landsbyggðinni gæti snúið við neikvæðri íbúaþróun. Reynslan hefur einnig sýnt að þar sem þetta hefur gerst utan höfuðborgarsvæðisins, hefur íbúaþróunin orðið jákvæð. Það stendur nefnilega ríkur vilji til þess hjá Íslend- ingum að búa einnig utan höfuðborg- arsvæðisins. Það sýna kannanir og reynslan kennir okkur það einnig. „Stóriðja í nálægð við meginorkuöflunarsvæðið“ Einmitt vegna þessa, vegna áhersl- unnar á atvinnuuppbyggingu á lands- byggðinni, var skrifaður texti inn sem laut að þessu. Þetta var í rökréttu sam- hengi við þá þekkingu sem lögð var til grundvallar að Byggðaáætluninni. Þar gat meðal annars að líta eftirfarandi: „Nýjum stóriðjuverkefnum verði fundinn staður utan athafnasvæða höf- uðborgarinnar og þannig stuðlað að var- anlegri fólksfjölgun og fjölbreyttara framboði atvinnutækifæra þar. Lögð verði áhersla á að staðsetja ný stóriðju- verkefni sem víðast á landinu og þeim valinn staður með tilliti til orkuþarfa þannig að bæði sé um að ræða orkufreka stóriðju í nálægð við meginorkuöfl- unarsvæði hennar og önnur iðjuver sem ekki eru eins orkufrek utan þeirra svæða. Umhverfissjónarmiða verði gætt í hvívetna.“ Þetta er skýrt. Stefnan er sem sagt sú að ný stóriðjuverkefni verði staðsett ut- an höfuðborgarsvæðisins, þeim verði komið fyrir sem víðast á landsbyggðinni og orkufrek stóriðja verði í nálægð við meginorkuöflunarsvæðið. Þetta sam- þykkti svo Alþingi mótatkvæðalaust. Vilji löggjafans, hinna lýðræðislegu kjörnu fulltrúa þjóðarinnar er eins skýr og vera má í þessu máli. Í þessum anda hefur enda verið unnið. Uppbygging stóriðju á Austurlandi er gleggsta dæm- ið um það. Þeirri stefnu var fylgt í lok ní- unda áratugarins og við upphaf þess tí- unda, að nýta orkulindir Austfjarða til stóriðjuuppbyggingar á Suðurnesjum. Þessi stefnumörkun var lögð til hliðar. Upp var tekin ný og skýr stefna – í sam- ræmi við samþykkta byggðaáætlun – og mér er að minnsta kosti ekki kunnugt um að frá henni hafi verið horfið. Stefnumótandi ákvarðanir á Norðurlandi Nú stöndum við frammi fyrir stefnu- mótandi ákvörðunum á Norðurlandi. Vilji er til að nýta orku- lindir norðanlands til stór- iðjuuppbyggingar. Er hér um að ræða í stórum drátt- um, annars vegar orku sem aflað er í Þingeyj- arsýslu (eystri hluta Norð- urlands) og hins vegar orku sem aflað er í Húna- vatnssýslum (Blönduvirkj- un) og Skagafirði (Skata- staðavirkjun og e.t.v. Villinganesvirkjun.) Í Morgunblaðinu er greint frá því á dögunum að uppi væru áform um að byggja upp orkufrekan iðnað á tveimur stöðum á Norðurlandi, sem nýtti orkuna í nálægð við meg- inorkuöflunarsvæðin. Annars vegar yrði um að ræða fyrirtæki sem stað- sett yrði á austanverðu Norðurlandi og hins vegar fyrirtæki sem staðsett yrði á vestanverðu Norður- landi (Skagafirði/ Húnavatnssýslum). Þetta voru gleðilegar fréttir og til marks um að hagsmunir fyrirtækjanna væru af- skaplega vel samrým- anlegir þeirri stefnumótun Alþingis, sem hér hefur verið gerð grein fyrir. Það er líka ljóst að slík áform væru í góðu samræmi við fyrrgreinda stefnumótun, þar sem segir að umhverfissjónarmiða skuli í hvívetna gætt. Enda gefur það auga leið að umdeilt yrði að leiða fyr- irferðarmiklar raflínur um Norðurlandið þvert og endilangt. Raflínur, sem lagðar væru um tiltölulega stutta leið frá virkj- unum í Skagafirði og Húnavatnssýslum í iðjuver á því svæði, væru framkvæmdir góðu samræmi við nútíma hugmyndir um nýtingu sjálfbærrar orku, í góðri sátt við umhverfið. Við þekkjum reynsluna Það er líka ljóst að mjög er nauðsyn- legt að styrkja atvinnulíf og þar með bú- setuþróun á þessu svæði. Íbúum hefur fækkað og aldurssamsetning er í miklu ósamræmi við það sem gerist og gengur á svæðum sem eru í búsetulegri sókn. Við sjáum á Austurlandi hvernig inn- spýting stóriðjuuppbyggingarinnar er að skila sér í kröftugri uppbyggingu og fjölgun íbúa. Gagnstætt því sem áður var. Aðstæður eru að minnsta kosti jafn góðar til að slíkt hið sama geti gerst á hinu Norðurlandi vestra. Nálægð við höfuðborgarsvæðið og hina öflugu byggð við Eyjafjörð, auk góðra almennra sam- gangna, styrkja í ofanálag allar for- sendur til mikillar sóknar á þessu svæði. Á svæðinu norðan Hvalfjarðar hefur íbú- um fjölgað, ekki síst vegna tilkomu nýrr- ar og vaxandi stóriðju. Þar sýna sig enn byggðaleg áhrif stóriðjuuppbygging- arinnar. Skjótasta ráðið til eflingar á byggð á Norðurlandi vestra er því að vinna í anda þeirrar stefnumótunar sem Alþingi hef- ur samþykkt í góðri sátt, staðsetja nýtt stóriðjuverkefni á þessu svæði, í sam- ræmi við vilja fjárfesta og nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í nálægð við meg- inorkuöflunarsvæðið, eins og vilji okkar, kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, stendur til. Það eru því veigamikil rök sem hníga að því fyrirkomulagi að byggja upp stór- iðju á tveimur stöðum á Norðurlandi og nýta þannig orkuna sem næst því svæði þar sem hennar væri aflað til hagsbóta fyrir byggð og atvinnulíf á svæðinu. Fyr- ir hendi eru því allar aðstæður til þess að vinna út frá þessum forsendum. Stóriðjuupp- bygging á Norð- urlandi vestra Eftir Einar K. Guðfinnsson Einar K. Guðfinnsson ’Skjótasta ráðiðtil eflingar byggð- ar á Norðurlandi vestra er því að vinna í anda þeirrar stefnu- mótunar sem Al- þingi hefur sam- þykkt í góðri sátt, staðsetja nýtt stóriðjuverkefni á þessu svæði …‘ Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðvesturkjördæmis. sé hóflega farið fram með því að leggja til að eignarmörk verði með þeim hætti að eignarhald framangreindra aðila og skyldra aðila verði aldrei meira en 25% í slíkum fyrirtækjum.“ Spurður um þýðingu þess að takmarka eignarhald á stærri fjölmiðlum við 25% eignarhlut sagðist Karl Axelsson telja að ef tillögurnar yrðu að lögum myndu þær hafa áhrif á „öll helstu og stærstu fjölmiðlafyr- irtækin á Íslandi.“ Fram kom í máli hans að ekki hefði verið skoðað hvaða breytingar hvert fyrirtæki fyrir sig þyrfti að gera en spurður hvort þeir sem eiga stóran hluta í fjölmiðlum geti ekki komist hjá þessu með því að stofna eignarhaldsfélög undir öðru nafni og skipt eignaraðildinni sagði hann að ekki væri gert ráð fyrir að það yrði mögu- legt. Eftir væri að skilgreina hvað átt væri við þegar rætt væri um „skylda aðila“ í til- lögum nefndarinnar. Fram kemur í skýrslunni að stærsti eig- andi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðs- ins, er Útgáfufélagið Valtýr ehf. sem eigi 30,3% hlut. Landssími Íslands ræður yfir 65,5% hlut í Íslenska sjónvarpsfélaginu hf. í gegnum dótturfélag og hlutdeildarfélag. Þá eiga Og fjarskipti hf. félögin 365 – ljós- vakamiðla ehf. og 365 – prentmiðla ehf., sem voru stofnaðir síðla árs 2004 upp úr dótturfélögum Norðurljósa, þ.e. Íslenska útvarpsfélaginu og Frétt. Fram kemur að stærsti einstaki hluthafi í Og fjarskiptum sé Baugur Group hf. með 24,6% hlut. Eign- arhlutur Baugs sé þó í reynd stærri þar sem félagið eigi hlutdeild í öðrum félögum sem eiga í Og fjarskiptum. Staða RUV verði treyst Í tillögum fjölmiðlanefndarinnar er gert ráð fyrir því að rekstur útvarpsstöðva verði áfram leyfisskyldur. Leggur nefndin einnig til „að til framtíðar litið verði hugað að því að um Netmiðla, a.m.k. þá sem eru ígildi fjölmiðla, gildi sambærilegar reglur um ábyrgð á efni og gilda um prentmiðla. Nefndinni var ekki falið að leggja fram beinar tillögur um Ríkisútvarpið en sam- komulag varð um að leggja áherslu á að staða RUV á hljóðvarps- og sjónvarps- markaði verði treyst. „Til þess að Rík- isútvarpið geti sinnt [...] hlutverki sínu er óhjákvæmilegt að fjárhagsleg staða þess sé tryggð til framtíðar. Nefndin telur þó ekki miðað við hlutverk sitt að af hennar hálfu séu efni til þess að taka afstöðu til þess með hvaða hætti það verði nákvæmlega gert. Í annan stað þarf að tryggja með ótvíræðum hætti að Ríkisútvarpið hafi aðgang að staf- rænu dreifikerfi sem nær til allra lands- manna í nálægri framtíð,“ segir m.a. í skýrslunni. Dreifiveitur geti fengið efni sem þær kjósa til dreifingar Nefndin setur einnig fram tillögur um að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á fjölmiðlaefni. „Nefndin telur að þegar tekið er tillit til núverandi stöðu á íslenskum markaði sé rétt að setja reglur sem lúta að því að efnisveitur, sem það kjósa, geti fengið dreifingu á þeim dreifi- veitum sem þær óska eftir (e. must carry),“ segir í skýrslunni. „Með hliðsjón af þeirri sérstöku stöðu, sem uppi er á hinum örsmáa íslenska markaði, ganga tillögur nefndarinnar lengra þar sem hún telur nauðsynlegt að ákvæðið nái ekki aðeins til fjölmiðla í al- mannaþjónustu heldur til allra fjölmiðla sem starfa hér á landi. Slíkt ákvæði myndi tryggja litlum efnisveitum aðgang að dreif- ingu og þar með aðgang að markaðnum. Ef nýjar efnisveitur þyrftu að leggja út í mikl- ar fjárfestingar í dreifikerfum til að komast inn á markaðinn yrði aðgangsþröskuld- urinn það hár að nær ógerlegt yrði fyrir þær að koma efninu á markað. Nefndin telur jafnframt nauðsynlegt að reglan gangi í báðar áttir og leggur til að dreifiveitum verði gert kleift að fá til sín það efni sem þær kjósa (e. may carry). Nefndinni er ekki kunnugt um að settar hafi verið slíkar reglur annars staðar,“ seg- ir í niðurstöðunum. m.a. þeirra sem telja að setja þurfi eign- arhaldi á fjölmiðlum ákveðin mörk þegar sýnt er að fjölmiðillinn er kominn með ákveðið dagskrárvald í samfélaginu. Það er hinsvegar mikið álitamál hver hæfileg mörk eru í því sambandi og mikilvægt er að gæta þar meðalhófs þannig að fyrirtækjum í fjölmiðlarekstri verði ekki gert erfitt að fjármagna sig,“ segir ennfremur í tillögum nefndarinnar. Komst nefndin að þeirri nið- urstöðu að ekki væri rétt að gera sérstakan greinarmun á aðilum eftir tengslum þeirra við aðrar atvinnugreinar heldur skuli regl- urnar vera almennar og gilda jafnt fyrir alla. Eignarhald takmarkað „Nefndin gerir því tillögur um að eign- arhald á fjölmiðlum fari að hafa áhrif ef annað tveggja eða hvort tveggja á við:  Fjölmiðill hefur ákveðna útbreiðslu, þ.e. þriðjungur af mannfjölda notfærir sér mið- ilinn að jafnaði á degi hverjum.  Markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðla- markaði um sig. Nefndin leggur enn fremur til að tak- mörkun þessi verði útfærð með þeim hætti að eigi aðili eða skyldir aðilar fleiri en einn fjölmiðil á sama markaði, þ.e. hljóðvarps-, sjónvarps- eða dagblaðamarkaði, þá skuli leggja saman útbreiðslu eða markaðs- hlutdeild viðkomandi fjölmiðla við fram- angreint mat. Hins vegar telur nefndin að ekki séu efni til þess að láta það hafa áhrif á þetta mat þótt aðili eigi fjölmiðil á fleiri mörkuðum, þ.e. fleiri en einnar gerðar (sbr. t.d. löggjöf í Noregi). Það mat nefndarinnar helgast af sérstöðu og smæð hins íslenska fjölmiðlamarkaðar. Er þá frekar talin ástæða til þess að hafa hinn almenna áhorfsþröskuld nokkuð lægri en ella.“ Eignarhald eins eða tengdra aðila verði aldrei meira en 25% Tekið er fram að nefndin horfi öðru fremur til þess að enginn einn aðili eða tengdir að- ilar geti átt ráðandi hlut í fjölmiðli sem náð hefur umtalsverðri útbreiðslu eða mark- aðshlutdeild. Ein leið til þess að ákvarða ráðandi hlut í fjölmiðli væri sú að ætla stjórnvaldi því sem með fjölmiðlamál mun fara mat á því hverju sinni. „Nefndin telur þó heppilegra og gegnsærra að fastsetja þessi mörk í lögum og telur að að öllu virtu m haslað hafa sér völl á þeim kaði sem hinn íslenski fjöl- r sé. nefndarinnar fyrir tillögu settar verði takmarkanir á jölmiðlum segir m.a.: „Vegna ga, sem eru að verða á fjöl- ænu umhverfi, telur nefndin nna eignatengsl milli dag- kamiðla. Ástæðan er sú að u í ríkara mæli farnir að skil- upplýsingaveitur vegna ðaráhrifa sem felast í sam- g ljósvakamiðla í margmiðl- Í margmiðlunarumhverfi m mæli hægt að bjóða texta ku formi og skapast þá nýir rir prentmiðlana að stækka hefðbundinn dagblaðalestur Það er því nauðsynlegt að um svigrúm til framþróunar erfi.“ að almennar takmarkanir á svaka- og prentmiðla nái að- a sem náð hafa ákveðinni út- r með ákveðnu áhrifavaldi. in ástæðu til að binda tak- ingöngu við dagblöð af ð gæta meðalhófs ndarinnar er almennt ætlað ættunni sem felst í sam- miðlamarkaði. Nefndin ásetti r saman um úrræði sem m eina heild. Þess vegna tillit til margra sjónarmiða, ameiginlega niðurstöðu um reglur á fjölmiðlamarkaði aðurinn einkenn- un og fákeppni Morgunblaðið/Sverrir ndin í Þjóðmenningarhúsinu í gær. omfr@mbl.is & #%'  08'   "0! ), % .L "0!%  '$)'  "0#2 #;#$ %   # 12#         ( *+  " ) % 10!  4# 4#   8 % ' & #'( Q  -,S%2)$ 1      ##   Q $'#(   0 % #'2''   0' 7 T   '                            & ) 8 2 # % %'2 # %  ##  4#  %<  #   @ '( )' & #  2 # ! -'( )' ''  # 6  ! %#( ##' '' # % 6 % $ <$$ % "0!%  '$ L62 %  $ >6 #%##   Meira á mbl.is/ítarefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.