Morgunblaðið - 08.04.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 08.04.2005, Síða 15
arinnar, Fiumicino, minnkaði um 30 af hundraði. Lögreglan í Róm sagði að umferð einkabíla yrði bönnuð í allri borginni í fyrsta skipti í nútíma- sögu hennar. Öllum opinberum skrifstofum og skólum var einnig lokað vegna útfararinnar. Skyttur á bak við styttur Yfir 10.000 her- og lögreglumenn verða á varðbergi í Róm, þeirra á meðal allt að 1.000 skyttur sem verða á mikilvægum stöðum í borginni, til að mynda á bak við styttur við Pét- urstorgið, að sögn ítalska dagblaðs- ins La Repubblica. Auk her- og lögreglumanna eiga um 8.000 sjálfboðaliðar og 20.000 starfsmenn borgarinnar að aðstoða við að vernda opinberu gestina og mannfjöldann á götunum. Notaðir verða hundar til að leita að hugsan- legum sprengjum og lögreglan hvatti fólk til að vera ekki með neina poka á götunum til að auðvelda ör- yggisgæsluna. Flugskeytum til að granda flug- vélum hefur verið komið fyrir í út- jöðrum Rómar vegna hugsanlegrar árásar flugræningja. Atlantshafs- bandalagið tekur einnig þátt í að- gerðunum og hefur sent AWACS- eftirlitsvélar og orrustuþotur af gerðinni F-16 til að halda uppi eft- irliti í lofthelginni. Innanríkisráðherra Ítalíu, Beppe Pisanu, sagði þetta í fyrsta skipti sem gripið væri til svo umfangsmik- illa öryggisráðstafana í landinu á friðartímum en neitaði því að hættu- ástand hefði skapast vegna mann- mergðarinnar. Umdeildir gestir Um 200 forsetar, konungar, for- sætisráðherrar og trúarleiðtogar verða við útförina og koma tveggja forsetanna til Rómar olli misklíð. Kínversk stjórnvöld sögðust hafa ákveðið að senda ekki fulltrúa í Páfa- garð vegna þess að forseta Taívans, Chen Shui-bian, var boðið að vera við athöfnina. Páfagarður er eina ríkið í Evrópu sem hefur stjórnmálasam- band við Taívan. Robert Mugabe, forseti Zimb- abve, verður einnig við útförina þrátt fyrir bann Evrópusambandsins við því að hann ferðist til aðildarlanda þess vegna umdeildra kosninga í Zimbabve 2002. Mugabe fór lofsam- legum orðum um páfa og hægt var að túlka þau sem sneið til annarra þjóðarleiðtoga við útförina. Hann sagði að boðskapur Jóhannesar Páls II ætti sérstaklega erindi til „leið- toga sem beita sér fyrir stríði, sýna fátækum enga miskunn eða ræna auðlindum annarra þjóða“. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 15 ERLENT BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025 E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is Ekki missa af þessum einstaka viðburði. Margir urðu frá að hverfa í mars og þess vegna bjóðum við þennan glæsilega afmæliskvöldverð út apríl. Upplýsingar og borðapantanir í síma 552 5700. Vinsælustu eftirréttirnir Holtsvagninn Þrír góðir saman Tónar hafsins Lambahryggsvöðvi „ tranche“ og turnbauti með fondant-kartöflu, rótargrænmeti, villisveppasósu og Bearnaise (á matseðli 1970-1980) • Graflax með ristuðu brauði og Víkingssósu (á matseðli síðan 1966) • Frönsk lauksúpa (á matseðli 1969-1985) • Sniglar í skel með hvítlauks-Pernodsmjöri (á matseðli 1969-1995) Valdir sjávarréttir með austurlensku kryddi, grænmeti og hrísgrjónum, steikt í koníaki (einn vinsælasti réttur Holtsins á árunum 1966-1996) Fimm rétta matseðill fyrir 5.900 kr. • Marsipan-ísrúlla með volgri súkkulaðisósu (á matseðli 1986-1993) • Crêpes Suzette (öðru hverju á matseðli síðan 1966) • Holtsís með Cherry Heering Glóðarsteiktur humar í skel (á matseðli síðan 1966) „Stúlkur við síldarsöltun“ eftir Jón Þorleifsson, einn af fjölmörgum gimsteinum íslenskrar myndlistar sem prýtt hafa húsakynni hótelsins frá upphafi. Hótel Holt í 40 ár Afmæliskvöldverður í apríl TYRKINN Mehmet Ali Agca, sem reyndi að ráða Jóhannes Pál II af dögum árið 1981, verður ekki við- staddur útförina í Páfagarði í dag eins og hann hafði viljað. Tyrknesk yfirvöld synjuðu beiðni hans um að fá að fara úr fangelsi í nokkra daga til að geta verið við útförina, að sögn fréttastofunnar AFP í gær. Agca sagði í skriflegri yfirlýs- ingu á mánudag að hann syrgði páfa og lýsti honum sem „andlegum bróður“ sínum. Agca var 23 ára þegar hann hleypti af byssu á páfa á Péturs- torginu. Páfi særðist alvarlega og Agca sat í fangelsi á Ítalíu næstu nítján árin. Jóhannes Páll II heimsótti Agca þangað og fyrirgaf honum. Verður ekki við útförina Forsætisráðherra þess hluta Kasm- írs sem Pakistanar ráða, Sardar Sik- nadar Hayat Khan (t.h.), fagnar hér Kasmírbúa frá indverska hluta Kasmírs í gær við varðstöð í Cha- kothi, um 58 km sunnan við borgina Muzaffarabad, í gær. Fyrstu rútu- ferðir milli héraðshlutanna tveggja í meira en 50 ár voru farnar í gær og var mikil viðhöfn vegna þessara tímamóta. Þykja ferðirnar táknræn- ar fyrir þann árangur sem náðst hef- ur í friðarviðleitni milli Indverja og Pakistana síðustu mánuðina. Reuters Táknræn rútuferð að Darfur-málið væri prófraun og þótt nú hefði ver- ið sent afrískt friðargæslulið á vettvang hefðu samtökin brugð- ist of seint við ástandinu þar. Annan sagði að brýnt væri að koma á fót nýrri mannréttindastofn- un innan SÞ til að hægt væri að draga úr þjáningum fólks um allan heim. „Við erum komin að þeim punkti þar sem efasemdir um áreið- anleika nefndarinnar eru farnar að varpa skugga á uppbyggingu Sam- einuðu þjóðanna í heild sinni,“ sagði Annan. Genf. AFP. | „Nýtt skeið baráttu fyrir mannréttindum er nú hafið og tími yfirlýsinga er að víkja fyrir fram- kvæmdinni, eins og vera ber,“ sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu á fundi mannréttindanefndar SÞ í Genf í gær. Þá sagði hann mannréttinda- nefndinni, sem nú starfar, hafa mis- tekist að ná markmiðum sínum eins og glöggt sæist á stöðu mála í Darf- ur-héraði í Súdan. Talið er að tugþúsundir óbreyttra borgara hafi fallið í Darfur fyrir hendi vígamanna sem ríkisstjórn Súdans styður á bak við tjöldin. Alls er talið að um 300.000 manns hafi lát- ið lífið í héraðinu og um tvær millj- ónir manna neyðst til að flýja heimili sín undanfarin tvö ár. Sagði Annan Annan gagnrýnir mannréttindanefnd Kofi Annan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.