Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSKAR konur á aldrinum 18 til 34 ára hafa aukið áfengisneyslu sína um 28% frá árinu 2001 og karl- menn á sama aldri hafa aukið neysl- una um 20%, reiknað í hreinum vín- anda. Á sama tíma hafa karlmenn á aldrinum 55–75 ára minnkað drykkju sína um 19%. Eftir því sem menntun karla eykst þá minnkar áfengisneysla þeirra en þessu er öf- ugt farið með konur, drykkja þeirra eykst eftir því sem menntun þeirra er meiri. Þetta eru helstu niðurstöður símakönnunar sem Gallup gerði í nóvember sl. fyrir Lýðheilsustöð um áfengisneyslu Íslendinga. Sam- bærileg könnun var gerð árið 2001. Þátttakendur nú voru nærri 1.200 á aldrinum 18–75 ára. Svarhlutfall var 61% sem er minni svörun en árið 2001 þegar hún var rúm 70%. Karlar drekka 72% alls áfengis Sé litið til svaranna í heild þá drekka karlar nær þrefalt meira en konur, eða 72% alls áfengis í land- inu, á meðan konur drekka 28% áfengis. Fjöldi þeirra Íslendinga sem neyta áfengis er svipaður og árið 2001, eða 86% landsmanna á þessum aldri sem höfðu bragðað áfengi a.m.k. einu sinni á árinu. Hins vegar hefur magn áfengis í hreinum vínanda á mann á ári auk- ist frá 2001. Segir Lýðheilsustöð þær niðurstöður vera í samræmi við sölutölur á áfengi, sem hafi sýnt mikla aukningu í bjór og léttvínum á meðan sala á sterkum drykkjum hefur minnkað. Mest hefur aukning á áfengisneyslu verið meðal unga fólksins, þá sér í lagi meðal kvenna eins og áður segir. Fram kom á blaðamannafundi Lýðheilsustöðvar í gær að könnunin sýndi vel hve Íslendingar væru mik- il bjórdrykkjuþjóð. Mun meira væri drukkið af bjór en öðru áfengi. Mesta athygli vekti hvað ungt fólk drykki mikinn bjór í hvert sinn sem það neytti áfengis. Könnun Gallup sýnir að ungir karlmenn drekka að meðaltali 1,8 lítra af bjór í hvert sinn og ungar konur drekka að jafn- aði 1,3 lítra. Hefur magnið aukist verulega frá síðustu könnun og seg- ir Laufey Steingrímsdóttir hjá Lýð- heilsustöð þetta sýna glöggt að ungt fólk á Íslandi notaði bjór til að drekka sig ölvað. Fram kom á fundinum að áfeng- isneysla Íslendinga hefði lengi verið sú lægsta í Evrópu en á síðustu ár- um hefði munur á neyslunni á íbúa í einstökum löndum farið minnkandi. Hins vegar væri áfengisneysla í Evrópu sú mesta í heiminum. Hildigunnur Ólafsdóttir afbrota- fræðingur, sem verið hefur ráðgjafi Lýðheilsustöðvar í áfengismálum, benti á að neysla áfengis hefði á síð- ustu áratugum stöðugt verið að aukast. Fólk á aldrinum 18–34 ára, þar sem neyslan væri hvað mest, hefði alist upp í þessu umhverfi. Nýjar og gamlar neysluvenjur væru að takast á. Unga fólkið drykki meira á veitingastöðum en áður en miðaldra fólk væri að auka léttvíns- drykkju heima hjá sér með mat. Þróunin áhyggjuefni Anna Elísabet Ólafsdóttir, for- stjóri Lýðheilsustöðvar, sagði aukna neyslu unga fólksins vekja sérstaka athygli. Mikil áfengisneysla út frá lýðheilsusjónarmiðum væri óæski- leg og henni fylgdu ýmis vandamál, eins og slys og sjúkdómar. Þannig sýndu rannsóknir að með aukinni neyslu á áfengi væru konur í meiri hættu að fá brjóstakrabbamein. Þá voru 600 þúsund dauðsföll í Evrópu árið 2002 rakin til áfengisneyslu. Lýsti Anna Elísabet yfir áhyggj- um af áhrifum lagafrumvarpa sem væru til umfjöllunar á Alþingi um lækkun áfengiskaupaaldurs og sölu áfengis í matvöruverslunum. Reynslan erlendis sýndi að með betra aðgengi að áfengi ykist neysl- an. Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, sagði þró- unina hér á landi valda áhyggjum. Nota þyrfti niðurstöðurnar til að þróa framtíðarsýn Íslendinga í áfengisvarnarmálum og skoða hvernig mætti sporna við áfeng- isneyslu, einkum meðal unga fólks- ins. Að sögn Rafns er eftir að greina svörin í könnuninni betur. Áformar Lýðheilsustöð að halda áfram reglulegum könnunum sem þessum til að fylgjast betur með þróuninni. Lýðheilsustöð kynnir nýja könnun um áfengisneyslu Íslendinga Aukin drykkja meðal yngri kvenna en minni hjá eldri körlum                                 Morgunblaðið/Þorkell Laufey Steingrímsdóttir, sviðsstjóri rannsókna hjá Lýðheilsustöð, kynnir niðurstöður könnunarinnar um áfengisneyslu Íslendinga. Hefur neyslan aukist frá árinu 2001, einkum meðal unga fólksins. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is  Meira á mbl.is/itarefni LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir að ráðast á starfsmann DV í október á síðasta ári. Maðurinn er sakaður um að hafa tekið manninn kverka- taki og hert að með þeim afleið- ingum að honum sortnaði fyrir augum og marðist og hruflaðist á hálsi. Telur lögreglustjóri að brotið varði við 217. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um lík- amsárás. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gærmorgun. Þar játaði ákærði brot sitt en tók fram að brotaþoli hefði átt upp- tökin að átökunum. Málinu var frestað til aðalmeðferðar. Ákærður fyrir árás á skrifstofum DV RÉTTINDI í sjúkrasjóði Eflingar voru aukin verulega á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Eru greiðslur nú tekjutengdar og geta numið allt að 250 þúsund kr. á mánuði vegna veikinda eða slysa eftir að veikindarétti sleppir, en áður var um að ræða dagpeninga sem námu rúmum 4.600 kr. á hvern virkan dag eða rúmlega 100 þúsund kr. á mánuði. Á aðalfundinum var einnig tek- in ákvörðun um að styrkja fleiri hluti en áður var og má þar á meðal nefna styrki vegna glasa- frjóvgunar, ættleiðinga, augn- aðgerða og viðtalsmeðferða hjá sérfræðingum. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. júní næst- komandi. Sjúkrasjóður styrkir ýmislegt annað og má þar á meðal nefna kaup á gleraugum og heyrn- artækjum, krabbameinsskoðanir, hjartavernd, veitir fæðingarstyrki, styrkir dvöl á heilsustofnuninni í Hveragerði og fleira. Efling eykur rétt- indi í sjúkrasjóði Winnipeg. Morgunblaðið. | Þor- gerður Katrín Gunnarsdótt- ir, menntamálaráðherra, heimsótti höfuðstöðvar vest- ur-íslenska blaðsins Lög- bergs-Heimskringlu í Winni- peg í Kanada á mánudag og tilkynnti við það tækifæri að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið að kosta verkefni sem felst í því að mynda allt blaðið frá upphafi eða frá því Heimskringla kom fyrst út 1886. Bjarga miklum menningarverðmætum Heimskringla, Lögberg og Lögberg-Heimskringla verða mynduð í Landsbóka- safninu og verður beitt sömu aðferðum og við sambæri- legt verkefni vegna Morg- unblaðsins en gert er ráð fyrir að efni blaðanna verði aðgengilegt á Netinu á næsta ári. Lögberg-Heimskringla hefur verið gefið samfellt út lengur en önnur blöð þjóð- arbrota í Kanada eða í nær 119 ár. Lögberg kom fyrst út 1888 og 1959 voru viku- blöðin sameinuð í Lögberg- Heimskringlu. Blaðið var lengst af nánast alfarið á ís- lensku og hefur að geyma mikinn fróðleik um sögu Ís- lendinga og afkomenda þeirra vestra. Menntamála- ráðherra segir að nú séu síð- ustu forvöð að bjarga þess- um verðmætum frá glötun, því mörg eintök blaðsins í Landsbókasafninu séu illa farin. Með því að mynda blaðið frá upphafi verði miklum menningarverðmæt- um bjargað. ,,Ríkisstjórnin er ánægð með að ráðist skuli í þetta verkefni og það á eft- ir að vekja mikla athygli á Lögbergi-Heimskringlu á Ís- landi,“ segir ráðherra. ,,Þetta eru ótrúlegar frétt- ir og við erum mjög þakklát íslensku ríkisstjórninni,“ sagði Grant Stefanson, stjórnarformaður Lögbergs- Heimskringlu, eftir tilkynn- ingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Hann tók undir með henni varðandi mikilvægi þess að bjarga þessum verðmætum og hafa efnið aðgengilegt á Netinu. ,,Þetta er hagur allra sem áhuga hafa á sögunni og ekki síst Íslendinga sem fljótlega geta nálgast þetta efni á Netinu, efni sem að stórum hluta er á íslensku. Vonandi verður þetta líka til þess að fjölga áskrifendum okkar á Íslandi.“ Lögberg-Heims- kringla myndað í Landsbókasafninu Morgunblaðið/Steinþór Grant Stefanson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem greindi frá styrkveitingu ríkisstjórnarinnar í heimsókn í höf- uðstöðvar Lögbergs-Heimskringlu. SKÓLASÓKN 16 ára ung- menna frá sl. hausti hefur aldrei verið meiri en hún var þá 93% þegar litið er til allra kennsluforma dagskóla, kvöldskóla, utanskóla og fjar- náms. Skólasóknin hefur auk- ist um rúmlega eitt prósentu- stig frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýjum upplýs- ingum Hagstofunnar um skólasókn fólks í aldurs- hópnum 16 til 29 ára „Athygl- isvert er hversu margir nem- endur hverfa frá námi eða taka sér tímabundið hlé á öðru eða þriðja ári fram- haldsskólans,“ segir í grein- argerð Hagstofunnar um samanburðinn. Þegar skóla- sókn 17 ára árgangsins haustið 2004 er borin saman við skólasókn 16 ára á sama tíma mælist skólasókn 10 prósentustigum minni að jafnaði. Nokkur munur er á skóla- sókn árganganna eftir lands- hlutum. Á höfuðborgarsvæð- inu utan Reykjavíkur, á Vestfjörðum og Austurlandi eru hlutfallslega fleiri nem- endur í skóla við 17 ára aldur en í öðrum landshlutum eða 84–87%. Hins vegar sækja hlutfallslega fæstir 17 ára nám á Suðurnesjum og Suð- urlandi, 75 og 80%. Á Suð- urnesjum er skólasókn 17 ára ungmenna 15 prósentustig- um minni og skólasókn 18 ára ungmenna 28 prósentustig- um minni en 16 ára ung- menna. Þetta er áberandi minni skólasókn en sjá má hjá sömu aldurshópum á öðrum landsvæðum. Mun fleiri stúlkur en piltar sækja skóla skv. tölum Hag- stofunnar. Skólasókn 16 ára pilta á landsvísu er 92% en 16 ára stúlkna 94%. Vakin er at- hygli á þeim mun sem sjá má á skólasókn kynjanna í kring- um tvítugt. Við 19 ára aldur er skólasókn karla 66% en kvenna 73%. Við 20 ára ald- urinn er munur á skólasókn kynjanna hins vegar hverf- andi (56% og 57%). Um tví- tugt útskrifast nemendur að jafnaði úr framhaldsskólum. Því má ætla að stúlkur hafi þá þegar útskrifast og tekið sér tímabundið hlé frá námi á meðan piltarnir eru ennþá skráðir í skóla. Þegar komið er á háskólaaldur dregur sundur með kynjunum kon- um í hag og er munurinn mestur við 22 ára aldur, um 12 prósentustig. Munur á skólasókn kynjanna helst síð- an nálægt 10 prósentustigum allt til 29 ára aldurs. Morgunblaðið/Golli Töluverður munur er á skólasókn kynjanna. Við 19 ára aldur er skólasókn karla t.d. 66% en kvenna 73%. Skólasókn ungmenna aldrei meiri en nú                                          

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.