Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 21
NEYTENDUR
KAFFI er ekki bara kaffi í huga
kaffiáhugamanna því gott kaffi
þarf að vera í góðu jafnvægi. Það
þarf að hafa sætleika og mýkt og
vera í senn kraftmikið og með
góðri fyllingu, að mati Jónínu
Soffía Tryggvadóttur, starfs-
manns Tes og kaffis á Laugavegi,
sem bar sigur úr býtum í Íslands-
meistarakeppni kaffibarþjóna í
marsmánuði og var því fulltrúi
Íslands á heimsmeistaramóti
kaffibarþjóna í Seattle nýlega þar
sem hún hafnaði í fimmta sætinu
af 36 mögulegum.
Keppendur þurftu að útbúa á
fimmtán mínútum samtals fjóra
espresso, fjóra cappuccino og
fjóra svokallaða frjálsa drykki.
Frjálsa drykkinn sinn nefndi Jón-
ína Isobel eftir samnefndu lagi
Bjarkar Guðmundsdóttur. „Ég
hlusta mikið á Björk þegar ég
mála á bolla sem ég reyndar not-
aði í keppninni. Hún syngur svo-
lítið um fjöll og náttúruna og þá
kom upp sú hugmynd hjá mér að
tengja drykkinn við það. Ég lýsi
drykknum sem eldgosi undir jökli
og bar ég hann fram í glasi, sem
lítur út eins og eldgígur. Ég not-
aði ískrem, sem í höfðu legið rist-
aðar kakóbaunir svo að hvíti lit-
urinn hélst á kreminu, en samt
var súkkulaðibragð af því. Þetta
krem táknaði jökulinn. Svo bland-
aði ég espresso við hrásykur og
ferska vanillu og einnig smávegis
matarlími og skellti því svo í
rjómasprautu og sprautaði svo
hrauninu yfir jökulinn.“
Að sögn Jónínu er það ekki á
valdi allra að gera þennan annars
ágæta drykk heima svo að Ís-
landsmeistarinn gefur hér aðra
uppskrift af kaffidrykk, sem hún
segir að sé auðvelt að gera heima
og njóta þar.
Hvíti baróninn
(fyrir einn)
1 tsk. macadamian-hnetusíróp
3 cl espresso (sterkt lagað)
6–8 cl nýmjólk
15 g hvítt súkkulaði, t.d. frá
Caffe Tasse
3–5 cl rjómi
1 stk. macadamian-hneta
Sírópið er sett í botninn á glas-
inu. Því næst er kaffinu hellt í
glasið. Mjólkin og hvíta súkku-
laðið er hitað saman og blandað
saman. Því er síðan hellt í glasið
og svo endað á hálfþeyttum rjóm-
anum. Loks er raspaðri hnetunni
stráð yfir. Einnig er hægt að
nota annað hnetusíróp og aðrar
hnetur í þennan drykk. Fallegt er
að bera drykkinn fram í koníaks-
glasi.
DRYKKIR | Úr smiðju kaffibarþjónsins
Mýkt, kraftur, fylling og sætleiki
Isobel-drykkurinn var hannaður í takt við samnefnt lag Bjarkar Guð-
mundsdóttur og hér sprautar íslenski kaffibarþjónninn kaffinu yfir ísinn á
heimsmeistaramóti kaffibarþjóna í Seattle.
ÍSLENSKIR sumardagar
verða haldnir í Fjarðarkaupum
28. apríl til 7. maí. Lögð er
áhersla á að framleiðendur
kynni nýjungar í íslenskri fram-
leiðslu og áhugaverða framsetn-
ingu á vöru og þjónustu. Ís-
lenskir sumardagar í Fjarðar-
kaupum eru liður í landsátakinu
„Þitt val skiptir máli“ sem hófst
í ágúst í fyrra. Í Fjarðarkaupum
verða vörukynningar og ýmsir
viðburðir. Þeir viðskiptavinir,
sem velja íslenskt, geta dottið í
lukkupottinn með því að skrifa
nafn sitt og símanúmer aftan á
kassakvittun og stinga henni í
kassa í Fjarðarkaupum. Dagana
2.–7. maí geta einhverjir hlust-
endur Bylgjunnar unnið vinn-
inga með því að svara spurn-
ingum auk þess sem dregið
verður úr innsendum kassa-
kvittunum.
FJARÐARKAUP
Íslensk-
ir sum-
ardagar
EFNI sem talið er að valdið geti
hormónabreytingum eru í ilmvötn-
um eins og Eternity frá Calvin Klein
og White Musk frá Body Shop, að
því er könnun á vegum Greenpeace
leiddi í ljós. Frá því er m.a. greint í
sænska neytendatímaritinu Råd och
Rön. Það var efnið DEP sem fannst í
Eternity og einnig herrailminum La
male frá Jean Paul Gaultier. Sam-
kvæmt fyrri rannsóknum breiðist
efnið auðveldlega um líkamann, seg-
ir í frétt tímaritsins.
Í White Musk fannst ónáttúrulegt
musk sem getur valdið horm-
ónabreytingum. Að mati Green-
peace er nauðsynlegt að Evrópu-
sambandið banni þessi efni.
HEILSA
Að mati Greenpeace er nauðsynlegt að banna viss efni í ilmvötnum.
Efni í ilmvötnum
geta valdið
hormónabreytingum
Ármúla 15 • sími 515 0500 - fax 515 0509
www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is
Nánari upplýsingar veitir
Guðmundur Valtýsson,
sölufulltrúi Fasteignakaupa,
gsm 865 3022,
gudmundur@fasteignakaup
Fasteignakaup kynna tveggja íbúða
einbýlishús í Miðtúni.
Efri hæð: Forstofuherbergi, hjónaher-
bergi, borðstofa, stofa, eldhús, baðher-
bergi, eldhús og hol.
Neðri hæð: Tvö svefnherbergi, tölvuher-
bergi, stofa, eldhús, baðherbergi og
þvottahús. Garður er í góðri rækt og
garðhýsi er á lóðinni. Hér er um sérlega
vel staðsetta eign að ræða í góðu
hverfi.
Opið hús í dag milli kl. 18 og 19
Erna Valsdóttir, lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali.
Opið hús í Miðtúni 3, 105 Reykjavík
Heimilisfang: Miðtún 3, 105 Reykjavík
Stærð eignar: 138,2 fm
Staðsetning í húsi: Allt húsið
Bílskúr: 22 fm
Byggingarár: 1941
Brunabótamat: 18.592.000
Lóðarmat: 4.868.000
Afhending eignar: Samkomulag
Verð: 33 milj.
Nánari upplýsingar
www.fasteignakaup.is