Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 19
MINNSTAÐUR
5
0
0
2
b eF/n aJ
re pap lla
W*
Wallpaper*
The Design Awards
D
U
X
70
07
: B
es
ta
R
úm
ið
*
E I N
S T
A K
T K
Y N
N I
N G
A R
T I L
B O
Ð
Þú
pan
tar
DUX
70
07
rúm
og
fæ
rð n
ýju
BM
70
07
luxu
s yf
irdý
nun
a m
eð
í ka
upb
æti
(ve
rðm
æti
15
3.3
00
í st
ærð
18
0x2
00c
m)
• G
ildi
r að
ein
s í
4 d
aga
: 27
/04
-30
/04
-05
Sér
fræ
ðin
gur
frá
DU
X í
Sví
þjó
ð ve
rðu
r í v
ers
lun
inn
i.
Ármúla 10 • 108 Reykjavík
Sími: 5689950
Blómlegt menningarlíf | Menn-
ingar- og listalíf Húsvíkinga hefur
blómstrað nú í vetur sem endranær.
Settar hafa verið upp leiksýningar og
þar ber hæst sýningu Leikfélags
Húsavíkur á Sambýlingunum og hef-
ur hún fengið mjög góðar viðtökur.
Þá hafa myndlistarsýningar verið í
Safnahúsinu og meðal þeirra sem
sýnt hafa verk sín að undanförnu eru
þeir Ingvar Þorvaldsson og Frímann
Sveinsson.
Listmálarinn þjóðþekkti, Tryggvi
Ólafsson, er væntanlegur í bæinn en
hann mun opna sýningu á verkum
sínum í Safnahúsinu 1. maí nk. Sýn-
ingin er samstarf Safnahússins og
stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.
Hátíðardagskrá stéttarfélaganna í
tilefni 1. maí er að venju glæsileg.
Meðal þeirra sem koma þar fram eru
Óskar Pétursson stórsöngvari, Jó-
hannes Kristjánsson eftirherma,
Lúðrasveit Þingeyinga, Stúlknakór
Húsavíkur og söngkonan Jóhanna V.
Þórhallsdóttir. Finnbjörn Her-
mannsson, formaður Samiðnar, mun
flytja hátíðarræðu dagsins.
Tónlistarlíf hefur einnig verið öfl-
ugt og er söngurinn þá ekki undan-
skilinn. Stúlknakórinn, sem áður er
nefndur, hefur t.a.m. æft stíft fyrir
söngferð sem farin verður nú í maí
og er ferðinni heitið á alþjóðlegt
kóramót í Feneyjum.
Hellissandur | Ný vatnsaflsvirkjun,
Múlavirkjun, sem verður með um 2ja
megawatta grunnafl, er í byggingu við
Straumfjarðará á Snæfellsnesi. Þrír
bændur í Staðarsveit og Eyja- og Mikla-
holtshreppi stofnsettu einkahlutafélag,
Múlavirkjun ehf., og það fyrirtæki er
framkvæmdaraðili. Vatnið er tekið við
upptök Straumfjarðarár þar sem áin
fellur úr Baulárvallavatni. Mannvirkja-
gerð var í gangi í allan síðastliðinn vet-
ur. Nú er stöðvarhús virkjunarinnar að
rísa, komin myndarleg göngubrú yfir
Straumfjarðará við stöðvarhúsið. Brúin
kom fullgerð á staðinn frá Límtré – Vír-
neti hf. í Borgarnesi. Uppsteypa inn-
taksmannvirkja uppi við Baulárvalla-
vatn er einnig í fullum gangi.
Framkvæmdir við Múlavirkjun
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Hellnar | Minnisvarði hefur verið
reistur í landi Brekkubæjar á Helln-
um um Guðlaug heitinn Bergmann.
Var það gert á alþjóðlegum degi
jarðar. Ekkja Guðlaugs, Guðrún G.
Bergmann, synir hans og fjöl-
skyldur þeirra reistu honum minn-
isvarðann sem hefur Snæfellsjökul
sem baksvið.
Eftir afhjúpun lögðu viðstaddir
sextíu og sex rauðar rósir í kringum
minnisvarðann, en Guðlaugur var
66 ára þegar hann lést. Í lok athafn-
arinnar var Ísland er land þitt sung-
ið, en Guðlaugur unni landi sínu
mjög heitt og taldi að ekki væri til
betra land í heimi en Ísland.
Stofnaður var minningarsjóður
um Guðlaug skömmu eftir að hann
lést og er hægt að finna nánari upp-
lýsingar um hann undir www.helln-
ar.is/minningarsjodur. Hefur þegar
safnast veruleg upphæð í hann og er
gert ráð fyrir því að úthlutað verði
styrkjum úr honum á þessu ári.
Markmið sjóðsins er að styðja verk-
efni í umhverfismálum sem byggjast
á hugmyndafræði sjálfbærrar þró-
unar.
Afhjúpun Guðrún G. Bergmann afhjúpar minnisvarða um Guðlaug.
Minnis-
varði um
Guðlaug
Bergmann
LANDIÐ
Kítínverksmiðja | Bæjarráð
Húsavíkur hefur samþykkt að leggja
fram allt að 7 milljónum króna í
hlutafé, vegna fjármögnunar kítín-
verksmiðju á Húsavík og er það í
samræmi við erindi félagsins,
Navamedic, þar um.
Samþykktin er háð því skilyrði að
tímasettar áætlanir félagsins um
framkvæmdir og framleiðslu, sem
fram koma í erindinu, gangi eftir.