Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Hjalti Úrsus Árnasonkraftlyftingamaður erfjögurra barna faðir ogbýr í Mosfellsbæ. Hann
segist sjá hér um bil alfarið um elda-
mennskuna á sínu heimili en að þau
kona hans, Halla Heimisdóttir kenn-
ari, skipti innkaupum yfirleitt á milli
sín, þó að hann kaupi oftar en venju-
lega inn þessi dægrin þar sem hann
er í fæðingarorlofi.
Skarphéðinn, 9 mánaða sonur
hans, er með í för þegar Hjalti hittir
blaðamann og ljósmyndara í Bónus í
Mosfellsbæ þar sem fjölskyldan
kaupir oftast í matinn. Hjalti brosir
út að eyrum þegar hann er spurður
að því hvernig fæðingarorlofið legg-
ist í hann. „Þetta er frábært,“ segir
hann, „fæðingarorlofið var ekki
komið þegar eldri börnin mín fædd-
ust, en nú hef ég tíma með honum og
hann er alveg ótrúlega góður og
þægilegt barn.“
Eldri börn Hjalta eru synirnir
Greipur, 16 ára, Árni, 12 ára, og
dóttirin Brynja, 6 ára. „Þegar eldri
strákarnir eru hjá okkur kaupi ég
miklu meira inn. Þegar þeir eru í
mat hverfur heilt lambalæri eins og
skot. Þeir eru orðnir mjög stórir,
Greipur er jafnstór mér og Árni er
alveg að ná mér og verður örugglega
tveir metrar að lokum,“ segir hann
og hlær að því að innan skamms
verði hann minnsti karlmaðurinn í
fjölskyldunni, að frátöldum Skarp-
héðni litla sem grípur í kleinupoka
sem pabbi hans er að setja í körfuna.
„Hann er farinn að teygja sig í allt,“
segir Hjalti um leið og hann nælir
sér í gróft brauð áður en haldið er
inn í mjólkurkælinn. Hann játar
þegar hann er spurður hvort Skarp-
héðinn sé farinn að borða kleinur,
„hann fær þær samt bara þegar við
erum tveir, mamma hans má ekki
vita af því,“ segir hann lágt. „Hann
er annars farinn að borða flestan
mat, maður þarf bara að mauka allt
vel. En hann er líka að byrja tyggja,
er kominn með tvær mjög góðar
tennur niðri og þær eru að byrja að
koma í gegn uppi,“ útskýrir hann og
Skarphéðinn kippir sér ekkert upp
við það þó að pabbi hans stingi fingr-
inum upp í hann og sýni ókunnuga
fólkinu nýju tennurnar.
Inni í kæli setur Hjalti bæði ost og
skinku í körfuna, „þetta verður alltaf
að vera til,“ og lifrarkæfu, „krakk-
arnir eru óðir í hana“, skyr líka, Létt
og laggott og léttmjólk, „þessa gulu,
það er langt síðan ég hætti að
drekka bláu“.
Þá svipast hann um eftir kjúk-
lingabringum í kvöldmatinn, en þær
eru ekki til, „þá tek ég beinlaus
kjúklingalæri í staðinn.“ Úr mjólk-
urkælinum er haldið í grænmet-
isborðið þar sem Hjalti nær sér í
sveppi, tómata, lauk og stóran poka
af gulrótum. Þaðan er síðan farið á
hraðferð í gegnum hreinlætisvör-
urnar, „þetta er deild sem konan
mín sér alfarið um. Ég hætti mér
ekki inn á þessa braut,“ segir hann.
En hvað um bleiur og slíkt? „Nei,
hún sér um þær,“ segir hann. „Ég
myndi samt gera það ef ég neyddist
til þess,“ bætir hann við eftir smá
umhugsun.
Finnst gaman að elda mat
frá ólíkum heimshornum
Þá er komið að uppáhaldsdeildinni
hans Hjalta, þar sem kryddið og ým-
iskonar fjölbreytt hráefni er geymt.
„Mér finnst mjög gaman að elda mat
frá ólíkum heimshornum,“ segir
hann en að hann hafi komist upp á
lagið með slíka eldamennsku þegar
hann dvaldist í Skotlandi. Þar
kynntist hann framandi matargerð
og segist hann hafa sérstaka ánægju
af því að elda indverskan og taí-
lenskan mat. Í kvöld ætlar hann að
elda taílenskan kjúklingarétt og seg-
ist stytta sér leið með því að kaupa
tilbúna satay-sósu „hitt tekur miklu
lengri tíma, að gera allt frá grunni.
Annars er ég mjög duglegur og al-
veg óhræddur við að taka hluti og
mixa þeim bara saman. Ég byrja
kannski með einhverja uppskrift en
svo prófa ég mig áfram og fer oft
langt frá uppskriftinni. Og þetta
heppnast mjög vel hjá mér, já, þetta
heppnast alltaf vel hjá mér. Konan
mín getur vottað það,“ segir hann
áður en þeir feðgar kveðja og halda
út í daginn.
HVAÐ ER Í MATINN? | Hjalti Úrsus Árnason eldar taílenskan kjúklingarétt handa fjölskyldunni
Sér alfarið um elda-
mennskuna á heimilinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjalti er í fæðingarorlofi og kaupir þess vegna oftar inn en venjulega þessa
dagana, en yfirleitt skipta þau hjónin innkaupum á milli sín. Skarphéðni,
níu mánaða, finnst skemmtilegt að fara með pabba sínum í búðina.
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur
bab@mbl.is
Krónan
Gildir 28. apr.–01. maí verð nú verð áður mælie. verð
Tómatar .............................................. 99 109 99 kr. kg
Bautabúrs malakoff ............................. 683 1139 683 kr. kg
Bautabúrs nauta-lamba hakk ............... 612 874 612 kr. kg
Krónu skinka ....................................... 198 0 198 kr. kg
Matfugl kjúklingamánar, 6 tegundir ....... 389 499 389 kr. kg
Goða vínarpylsur, 10 stk....................... 299 428 29 kr. stk.
Krónu salernisrúllur, 12 stk ................... 198 299 16 kr. stk.
Náttúra eplasafi, 1 ltr ........................... 49 99 49 kr. ltr
FS ýsuflök, frosin ................................. 395 589 395 kr. kg
Gourmet grísakótilettur, léttreyktar......... 1.105 1.579 1.105 kr. kg
Bónus
Gildir 28. apr.–30. apr verð nú verð áður mælie. verð
KF grillsósur, kaldar, 200 ml. ................ 99 159 495 kr. kg
Bónus eplasafi, 1 ltr. ............................ 59 79 59 kr. ltr
Laxabitar, roð- og beinlausir .................. 699 999 699 kr. kg
Saltfisksporðar .................................... 499 799 499 kr. kg
KF grill lambaframpartsneiðar ............... 599 809 599 kr. kg
Pasta zara spaghetti, 500 g .................. 39 59 78 kr. kg
Pasta zara spaghettiskúfur, 500 g ......... 39 59 78 kr. kg
Blik uppþvottalögur, 500 ml ................. 59 79 118 kr. ltr
KF hrásalat, 350 g ............................... 99 159 282 kr. kg
Hagkaup
Gildir 28. apr.–01. maí verð nú verð áður mælie. verð
Bezt svínastrimlar ................................ 1.152 1.440 1.152 kr. kg
Hatting hvítlauksbrauð ......................... 229 289 229 kr. pk.
Kjötb. lambakótilettur........................... 998 1.349 998 kr. kg
Kjötb. lambahryggur............................. 899 1.268 899 kr. kg
Kjúklingabringur, innfluttar.................... 1.299 1.499 1.299 kr. kg
Eldfugl kjúklingastrimlar, eldaðir............ 1.196 1.495 1.196 kr. kg
Nóatún
Gildir 28. apr.–01. maí verð nú verð áður mælie. verð
Oetker pitsur, 4 tegundir ....................... 299 399 299 kr. kg
7 Up Free, 2 ltr .................................... 119 199 59 kr. ltr
Lamba framhryggssneiðar .................... 998 1.298 998 kr. kg
Lambahryggur ..................................... 899 1.298 899 kr. kg
Ungnautahakk..................................... 698 1.098 698 kr. kg
GM Cocoa Puffs, 553 g ........................ 249 349 450 kr. kg
Doritos, 200 g ..................................... 149 269 745 kr. kg
Nóatúns salernispappír, 12 stk ............. 299 399 24 kr. stk.
Bautabúrs kindabjúgu.......................... 324 499 324 kr. kg
Samkaup/Úrval
Gildir 28. apr.–01. maí verð nú verð áður mælie. verð
Móar grillkjúkl. rauðvíns læri m/legg...... 399 499 399 kr. kg
Móar grillkjúkl. appelsínu læri mlegg ..... 399 499 399 kr. kg
Old West grísarif .................................. 1146 1637 1146 kr. kg
Gourmet lærissneiðar........................... 1396 1995 1396 kr. kg
Borgneskjötv grísahnakki úrb. medit. ..... 942 1346 942 kr. kg
Smoothie skyrdrykkur, 250 ml .............. 77 97 308 kr. ltr
Benecol 6x65 ml ................................. 298 388 764 kr. ltr
Kjörís, ís ársins .................................... 298 498 298 kr. ltr
Borgarneskjötvörur, kálafbjúgu.............. 382 546 382 kr. kg
Spar, Bæjarlind
Gildir 27. apr.–01. maí verð nú verð áður mælie. verð
Lambasaltkjöt, ódýrt ............................ 298 398 298 kr. kg
Gulrófur .............................................. 98 169 98 kr. kg
Lamba grillrif, krydduð.......................... 299 0 299 kr. kg
Lamba grillsagaður frampartur .............. 429 658 429 kr. kg
Lamba síðubitar, frosnir........................ 105 0 105 kr. kg
Nautahamborgarar, 10x80 g, frosnir...... 499 998 499 kr. kg
Seghers rúllutertur, 300 g, 5 teg............ 198 149 497 kr. kg
Pepsi Max, 50 cl dós............................ 49 89 98 kr. ltr
Nautafillet úr kjötborði.......................... 1.875 2.678 1.875 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 28. apr.–30. apr verð nú verð áður mælie. verð
4 hamborgarar m/brauði...................... 298 398 75 kr. stk.
Maísstönglar, stórir, 4 í pk .................... 298 398 74 kr. stk.
Maís stubbar, litlir, 8 í pk ...................... 298 398 37 kr. stk.
Svínakótilettur úr kjötborði .................... 698 898 698 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði ........................ 1.398 1.778 1.398 kr. kg
Svínalæri úr kjötborði ........................... 389 525 389 kr. kg
Reykt folaldakjöt.................................. 431 718 431 kr. kg
Grillsagaður frampartur ........................ 438 598 438 kr. kg
Nautahakk frá kjöthúsinu...................... 798 998 798 kr. kg
Svínahnakki úrb. sneiddur úr kjötb. ....... 858 1098 858 kr. kg
Þín verslun
Gildir 28. apr.–04. maí verð nú verð áður mælie. verð
Kanilsnúðar, 400 g .............................. 199 299 497 kr. kg
Almondy súkkulaðiterta, 350 g ............. 499 598 1.397 kr. kg
Koníakslegnar grísalundir ..................... 1.238 1.548 1.238 kr. kg
Hunt’s BBQ svínakótilettur .................... 1.758 2.198 1.758 kr. kg
Fresetta XXL pitsur, 760 g ..................... 569 0 739 kr. kg
Maryland Kex, 150 g............................ 89 113 587 kr. kg
Merrild 103 kaffi, 500 g ....................... 339 389 678 kr. kg
Jacobs pítubrauð, 400 g ...................... 109 168 109 kr. pk.
Findus Tex Mex panna, 700 g................ 349 399 488 kr. kg
Nettó
Gildir 28 apr.–1 maí verð nú verð áður mælie.verð
Grillmeistarinn Svínakótilettur ............... 1.049 1.498 1.049 kr.
Hunt’s BBQ svínakótilettur .................... 999 1.548 999 kr.
Macormick grillsósur ............................ 149 299 149 kr.
Egils maltöl í gleri ................................ 49 99 49 kr.
Gillette rakvél Mac, 3 power.................. 999 1.459 999 kr.
Kuchen formkökur, 500 g ..................... 99 222 99 kr.
Göteb. Cookie bites color ..................... 199 nýtt 199 kr.
Göteb. Cookie bites ............................. 199 nýtt 199 kr.
Elvital sjampó og hárnæring.................. 298 396 298 kr.
Tex mex grill læri og leggir ..................... 349 499 349 kr.
Súkkulaðiterta og svínakjöt
HELGARTILBOÐIN |Neytendur@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Taílenskur
kjúklingaréttur
kjúklingabringur (eða beinlaus
kjúklingalæri)
tómatar
gulrætur
laukur
1 dós satay-sósa
1 dós kókosmjólk
Kjúklingurinn og grænmetið
steikt á pönnu, kjúklingurinn
sér en grænmetið allt saman.
Satay-sósan og kókosmjólkin
hituð saman í potti. Sósunni
blandað saman við grænmetið
og kjúklinginn þegar hann er
steiktur í gegn og látið malla.
Borið fram með soðnum hrís-
grjónum.