Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 15
ERLENT
BRESKI Íhaldsflokkurinn hefur
hert mjög persónulegar árásir sínar
á Tony Blair, leiðtoga Verkamanna-
flokksins og forsætisráðherra, nú
þegar vika er eftir til þingkosninga.
Fullyrða þeir að hann hafi vísvitandi
ýkt hættuna af gereyðingarvopnum
Saddams Husseins í aðdraganda
Íraksstríðsins 2003 með því að túlka
gögn leyniþjónustunnar eftir sínu
höfði. Og tvívegis blekkt þjóðina fyr-
ir kosningarnar 1997 og 2001 með
því að lofa að hækka ekki skatta en
gera það samt eftir kosningar.
Ný könnun MORI-stofnunarinnar
fyrir Financial Times var birt í gær
og var Verkamannaflokkurinn í
henni með 10% fram yfir Íhalds-
flokkinn. En ef eingöngu voru spurð-
ir þeir sem sögðust staðráðnir í að
kjósa minnkaði munurinn í tvo af
hundraði, 36% sögðust myndu kjósa
Verkamannaflokkinn en 34% Íhalds-
flokkinn. Fram kemur að um 80%
kjósenda íhaldsmanna segjast
örugglega ætla að kjósa en aðeins
64% stuðningsmanna Verkamanna-
flokksins.
„Hve mikill sigur Verkamanna-
flokksins verður mun algerlega fara
eftir kjörsókninni,“ sagði Robert
Worcester, stjórnandi MORI sem
hefur stundað kjósendakannanir í
Bretlandi í 30 ár.
Í dagblaðinu Guardian er sagt að
sérfræðingar Verkamannaflokksins
séu sammála Worcester enda séu
niðurstöður í könnunum þeirra
áþekkar. Þetta komi fram í innan-
hússkýrslu á vegum flokksins og
sagt að úrslitin séu tvísýn í um 100
kjördæmum, þar séu yfirburðir
Verkamannaflokksins 2% eða minni.
Lítil kjörsókn getur að áliti sérfræð-
inganna komið sér afar illa fyrir
Verkamannaflokkinn í mörgum
kjördæmum þar sem allt geti gerst.
Nokkrir tugir kjördæma af þessu
tagi hafa að jafnaði skipt miklu í
breskum kosningum vegna þess að
um einmenningskjördæmi er að
ræða í öllu Bretlandi. Yfirleitt er
ekki meiri hreyfing á kjörfylgi en svo
að í langflestum kjördæmum má
heita að úrslitin séu ráðin fyrirfram.
Baráttan stendur því raunverulega
aðeins um 60–80 kjördæmi þar sem
línurnar eru ekki ljósar og mæti liðs-
menn Blairs og manna hans ekki
gæti það dugað annaðhvort íhalds-
mönnum eða frjálslyndum til sigurs.
Í skýrslunni eru nefnd fjögur
dæmigerð vafakjördæmi, sagt að
flokkurinn vonist til að halda þeim en
nú sé staðan mjög tvísýn. „Það er
fjöldi þeirra sem örugglega ætla að
kjósa sem mun ráða úrslitum í þess-
um kosningum,“ hefur Guardian eft-
ir Alan Milburn, yfirmanni kosn-
ingabaráttu Verkamannaflokksins.
Tvisvar svikið skattaloforð
„Ef hann er reiðubúinn að ljúga til
að fara með okkur í stríð er hann líka
reiðubúinn að ljúga til að vinna kosn-
ingar,“ segir á nýju áróðursspjaldi
Íhaldsflokksins, að sögn BBC.
Michael Howard, leiðtogi Íhalds-
flokksins, tekur þó skýrt fram að
hann telji enn að rétt hafi verið að
fara í stríð og hrekja Saddam frá
völdum, hins vegar hefði ekki átt að
beita ósannindum til að rökstyðja þá
ákvörðun. Howard sagði í gær að
Blair hefði tvisvar sinnum hækkað
skatta eftir að hafa heitið því áður að
hækka þá ekki. Núna neitaði Blair að
viðurkenna að hann myndi neyðast
aftur til að hækka skattana.
„Hann hefur komist upp með
þetta tvisvar og heldur að hann geti
leikið sama blekkingaleikinn í þriðja
sinn,“ sagði Howard. „En hvað held-
ur hann að skoskir kjósendur séu,
einhverjir bjánar?“ Þegar Howard
var spurður hvort hann hefði sjálfur
einhvern tíma skrökvað svaraði
hann: „Mér er ekki kunnugt um að
ég hafi nokkurn tíma markvisst og
vísvitandi blekkt fólk en ég saka
Blair um að hafa gert það.“
Neikvæð kosningabarátta
Blair sakaði íhaldsmenn í gær um
neikvæða kosningabaráttu sem ein-
kenndist af örvæntingu þeirra. Blair
hlaut óvæntan stuðning frá Charles
Kennedy, leiðtoga Frjálslyndra
demókrata. Hann sagði aðferðir
íhaldsmanna sýna að þeir byggjust
við að tapa og hefðu gripið til þess
ráðs að beita grófum, persónulegum
árásum. „Þetta mun ekki gagnast
þeim neitt og mun ekki hafa góð
áhrif á kosningabaráttuna sem
slíka,“ sagði Kennedy.
Verkamannaflokkurinn leggur nú
áherslu á velferðar- og menntamál í
kosningaáróðri sínum og segir að
kjósendur geti valið annars vegar
„fjárfestingu í menntun eða niður-
skurð íhaldsmanna“, þeir geti valið
„ókeypis heilsugæslu eða notenda-
gjöld íhaldsmanna“. Einnig gagn-
rýna talsmenn hans að hugmyndir
íhaldsmanna um að leyfa foreldrum
að velja sjálfir skóla fyrir börn sín.
Leggur Verkamannaflokkurinn
áherslu á að veita meira fé til
menntakerfisins og að agi verði efld-
ur í skólum. Frjálslyndir segja brýn-
ast að auka fagmennsku í kennslunni
og vilja tryggja að einvörðungu sér-
fræðimenntaðir kennarar annist
grundvallarfög eins og ensku og
stærðfræði. Að auki vilja þeir sjá til
þess að nemendafjöldi í hverjum
bekk minnki.
„Ef hann er reiðubúinn að ljúga“
Íhaldsmenn segja
að Blair muni
áfram reyna að
blekkja kjósendur
Reuters
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á skólalóð með nemendum í grunn-
skóla í Harwich í gær. Hann flutti þar stefnuræðu sína um menntamál.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ikanar fyrir í næstu þingkosningum á
eftir.
Sáttatilboði hafnað
Sumir fréttaskýrendur telja að
deilan nú sé of langt gengin til að
deiluaðilar geti farið að draga í land.
En forystumenn flokkanna hafa þó
haldið áfram að leita sátta og í fyrra-
dag buðust demókratar til að hætta
málþófi vegna þriggja dómara ef
repúblikanar á móti drægju aðrar út-
nefningar til baka og hétu því að beita
ekki „dómsdagsúrræðinu“.
Þetta tók Bill Frist, leiðtogi repúbl-
ikana í öldungadeildinni, hins vegar
ekki í mál, sagðist engan áhuga hafa á
samkomulagi sem ekki tryggði að all-
ar útnefningar Bush forseta hlytu
brautargengi í þinginu. Eru repúblik-
anar sagðir vera með annað og meira í
huga en einungis umrædda dómara,
líkur eru taldar á að sæti losni í hæsta-
rétti Bandaríkjanna í sumar og þeir
vilja ekki að demókratar geti tafið eða
komið í veg fyrir samþykkt þess er
Bush kann að skipa þar.
æðinu“
Colombo. AFP. | Að minnsta kosti 35
týndu lífi og 28 slösuðust í gær þeg-
ar hraðlest ók á fólksflutningabifreið
á gatnamótum um 80 kílómetra
norðaustur af Colombo, höfuðborg
Sri Lanka. Rútan mun hafa verið full
af fólki þegar slysið varð.
Slysið varð í námunda við bæinn
Polgahawela. Við áreksturinn kvikn-
aði í áætlunarbifreiðinni.
„Þetta slys varð vegna kæruleysis
ökumanns rútunnar,“ sagði lög-
regluforinginn Asoka Ratnaweera í
samtali við AFP-fréttastofuna. Öku-
maðurinn var handtekinn skömmu
eftir slysið sem og lestarstjórinn.
Svo virðist sem ökumaður rútunnar
hafi reynt að skjótast yfir mót göt-
unnar og teinanna um leið og lestina
bar að. Sjónarvottar segja að öku-
maðurinn hafi hundsað merki um að
lestin væri skammt undan. Frétta-
ritari BBC á Sri Lanka segir að slys
sem tengjast áætlunarbifreiðum séu
afar tíð. Rútufyrirtæki hafi verið
einkavædd og ríki mikil samkeppni á
milli þeirra. Oft komi því fyrir að
ökumenn áætlunarvagna stundi
kappakstur um hver þeirra nái
fyrstur á næstu biðstöð.
35 farast í
árekstri á
Sri Lanka
Osló. AFP, AP. | Tuttugu og þriggja
ára gömul norsk kona var í gær
dæmd til níu mánaða fangelsisvistar
fyrir að hafa nauðgað 31 árs gömlum
manni. Þá var konan dæmd til að
greiða fórnarlambinu 40 þúsund
norskar krónur, um 400.000 ísl.
krónur. Segja fjölmiðlar í Noregi að
þetta sé í fyrsta sinn sem kona er
sakfelld fyrir nauðgun þar í landi.
Atburðurinn átti sér stað í janúar
2004 í Björgvin. Fólkið sat að
drykkju ásamt unnusta konunnar.
Kom fram í vitnisburði fórnarlambs-
ins að hann hefði sofnað en síðan
vaknað skyndilega og varð þá var við
að konan var að framkvæma á hon-
um munnmök. Var kærasti hennar
að taka myndir af öllu saman.
Konan sagði fyrir rétti að munn-
mökin hefðu átt sér stað með vilja
beggja aðila og að maðurinn hefði
verið vakandi meðan á þeim stóð.
Saksóknari hélt því hins vegar fram
að skýringar hennar væru ósann-
færandi og sagði hann að ekki ætti
að veita henni neina sérmeðferð
„bara vegna þess að hún er kona“.
Fram kom í úrskurði dómara að
lagabreyting frá árinu 2000 skil-
greindi kynferðislegar athafnir, sem
viðkomandi hefði ekki sýnt vilja til,
sem nauðgun. Refsa bæri konunni í
samræmi við þetta.
Dæmd fyrir
nauðgun
♦♦♦