Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stuðnings- mönnum sr. Hans Markúsar Haf- steinssonar sóknarprests í Garða- sókn. „Formaður sóknarnefndar Garða- sóknar hefur nú tjáð sig opinberlega um þær deilur sem hann hefur kynt undir ásamt varaformanni sóknar- nefndar, djákna og presti. Það er at- hyglivert og líklega kjarni málsins hvernig formaður sóknarnefndar skilgreinir deiluna. Hann segir m.a. „Málið varðar samskipti sóknar- prests við sóknarnefnd, samskipti hans við prest og djákna svo og við starfsfólk kirkjunnar og sjálfboða- liða.“ Það er ekkert minnst á samskipti eða þjónustu sr. Hans Markúsar við sóknarbörnin enda ekkert nema gott um þau að segja. Deilan er fyrst og fremst við fjórmenninganna; for- mann og varaformann sóknarnefnd- ar ásamt djákna og presti. Þau fjög- ur hafa beitt öllum ráðum til að kynda undir og reyna að koma far- sælum sóknarpresti Garðasóknar frá störfum. Hvernig skyldi það vera að vinna á vinnustað þar sem hvern dag er reynt að bregða fæti fyrir mann? Sr. Hans Markús hefur í störfum sínum verið ákaflega farsæll og tekið virk- an þátt í því samfélagi sem hann þjónar. Það sýnir sig að á örfáum dögum bregðast hundruð sóknar- barna við og setja nafn sitt á undir- skriftalista til stuðnings sóknar- prestinum þegar úrskurður úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar lá fyrir. Það trúði því enginn að úr- skurðarnefndin gæti komist að þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir Báðir prestarnir, þeir sem deila, eru ásakaðir um trúnaðarbrot og það er ágætt að velta því upp í hverju brotin eru fólgin. Sr. Friðrik er talinn sekur um að vinna með sóknarnefndinni gegn sóknarprest- inum og skrifa að beiðni hennar greinargerð með ávirðingum gegn sóknarprestinum sr. Hans Markúsi. Telja verður því að gagnaðili sr. Friðrik hafi með margvíslegu orða- lagi sínu í greinargerð sinni frá 19. júlí 2004 gerst sekur um agabrot skv. 12. gr. laga nr. 78/1997 Úrskurðarnefnd telur hins vegar að til greina hefði komið að veita gagnaðila sr. Friðriki áminningu fyrir þessi ummæli. Engin slík krafa hefur komið fram af hálfu málshefj- anda og verður því ekki frekar fjallað um það atriði. Sr. Hans Markús er talinn sekur um fimm agabrot. Í fyrsta lagi telur áfrýjunarnefnd að hann hafi hafnað handleiðslu biskups. Það hefur sr. Hans Markús aldrei gert. Af bréfi biskups frá 14. júlí 2004 er ljóst að hann taldi þörf á því að vígð- ir þjónar í Garðasókn fengju hand- leiðslu og bauð hann þeim slíka að- stoð. Verður að telja að í því tilboði hafi í raun falist fyrirmæli biskups um að þessir aðilar skyldu þiggja starfshandleiðslu, enda lá fyrir að allar aðrar tilraunir til sátta höfðu ekki borið árangur. Þessum tilmæl- um sinnti málshefjandi ekki og verð- ur að telja að með því hafi hann brot- ið gegn löglegum tilmælum biskups. Telst það agabrot skv. 12. gr. laga nr. 78/1997. Bréf þetta var stílað á formann sóknarnefndar og því var það hans að svara því, það hefur formaður ekki enn gert. Formaður fékk bréfið og boðið um handleiðsluna fyrir vígða þjóna sóknarinnar, sem hon- um bar að svara. Sr. Hans Markúsi var þar með ekki gert kleift að gera það. Í öðru og þriðja lagi að hafa rætt og leitað ráða hjá m.a sóknarbörnum sínum og sýnt þeim gögn er vörðuðu málið. Úrskurðarnefnd telur að með því að dreifa gögnum úr máli þessu til sóknarbarna og með samtali sínu við framkvæmdastjóra heilbrigðisstofn- unar í sókninni hafi málshefjandi misnotað stöðu sína sem sóknar- prestur til að fá fram stuðning eða samúð sóknarbarna og annarra, í hagsmunaskyni fyrir hann sjálfan, m.a. til þess að afla stuðnings við sig í þeim ágreiningi sem uppi var meðal nokkurra starfsmanna sóknarinnar og sóknarnefndar. Með því var máls- hefjandi að misnota stöðu sína sem sóknarprestur því prestsþjónustan er óskilyrt, og telja verður að presti sé óheimilt að óska eftir opinberum stuðningi fyrir veitta sálusorgun, þegar um mál af þessu tagi er að ræða. Með þessari háttsemi verður að telja að málshefjandi hafi brotið grein 2.5. í siðareglum presta. Þá verður að telja að málshefjandi hafi með þessari háttsemi brotið gegn þagnarskylduákvæði 4.1. í sömu siðareglum. Þessi brot teljast bæði aga- og siðferðisbrot. Á þessum tímapunkti voru upp- lýsingar farnar að dreifast um bæinn eftir að formaður hafði afhent hömlulaust gögn um málið til óvið- komandi. Sóknarbörn leituðu eftir skýring- um til sóknarprests og óskuðu skýr- inga á umtali sem komið væri um bæinn vegna dreifingar upplýsinga frá sóknarnefnd. Varðandi viðtal við framkvæmda- stjóra heilbrigðisstofnunar snerist það aðallega um samstarf stofnunar- innar og kirkjunnar, sem orðið hafði fyrir áhrifum vegna málsins. Í fjórða og fimmta lagi að hafa kvartað yfir ósvífnum sms-sending- um úr gsm-síma eiginmanns djákna. Málshefjandi hefur lagt fram bréf það sem hann sendi vinnuveitanda eiginmanns gagnaðila Nönnu Guð- rúnar. Bréfið er stimplað með emb- ættisstimpli prestakallsins. Þrátt fyrir áskorun hefur málshefjandi ekki upplýst hvort hann hafi sent með bréfinu trúnaðargögn úr mál- inu, en hann hefur ekki mótmælt því að svo sé. Úrskurðarnefnd telur að með því að nota embættisstimpil Garðasókn- ar í bréfi til utanaðkomandi aðila um mál sem varðaði samskiptavanda innan sóknarinnar hafi málshefjandi misnotað stöðu sína sem sóknar- prestur og ekki gætt virðingar kirkj- unnar og sóma stéttarinnar eins og honum ber. Þessi háttsemi telst varða við grein 2.9. í siðaprestum presta. Þar sem málshefjandi hefur ekki mótmælt því að bréfinu hafi fylgt trúnaðarskjöl í málinu verður að telja að þær fullyrðingar séu rétt- ar og að með því hafi málshefjandi brotið þagnarskylduákvæði 4.1. í sömu siðareglum. Þessi brot teljast bæði aga- og siðferðisbrot. Og hver er kjarni málsins sam- kvæmt þessu. Skipulögð aðför sókn- arnefndarformanns, varaformanns, djákna og prests gegn sóknarpresti Garðasóknar endar með því að úr- skurðarnefnd þjóðkirkjunnar kemst að þeirri niðurstöðu að sóknarnefnd- in hafi ekki komið fram með siðleg- um hætti: Niðurstaða Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar telur að í mörgum þeim ávirðingum sem gagnaðilar Matthías og Arthur hafa borið á málshefjanda felist aga- brot eða aga- og siðferðisbrot. M.a., brot reglu stjórnsýsluréttarins um andmælarétt, neitað um athuga- semdabréf djákna, málshefjandi ekki með við gerð skipurits. Það liggur líka fyrir að sóknar- prestinum voru sendar hótanir og subbuskapur úr gsm-síma eigin- manns djákna og að prestur sókn- arinnar, sr. Friðrik, er sekur um agabrot gegn sókninni. Fyrir að reyna að verjast þessum aðilum er sóknarpresturinn talinn brjóta þannig af sér að hann eigi að missa starf sitt sem hann hefur sinnt af einstakri fagmennsku og aldrei látið þessi erfiðu starfsskilyrði hafa neikvæð áhrif á þau. Að úrskurðar- nefnd telji það vera lausn fyrir Garðasókn að vísa sóknarprestinum frá í ljósi þeirra málsatvika sem hér eru rakin er með ólíkindum. Hér er einungis verið að losa sig við sókn- arprestinn og teljum við málsferlið allt mjög alvarlegt brot á þeim grundvallarmannréttindum sem all- ar siðmenntaðar þjóðir eiga að hafa í heiðri. Við stuðningsmenn sr. Hans Markúsar, sóknarbörn í Garðabæ, mótmælum öll og sættum okkur ekki við að farsæll sóknarprestur okkar verði færður til í starfi.“ Stuðningsmenn sr. Hans Markús- ar vilja minna á heimasíðu honum til stuðnings. http://internet.is/hansmarkus Bjarndís Lárusdóttir, Geir Þorsteinsson, Jónas Lúðvíksson, Lúðvík Ásgeirsson. Yfirlýsing frá stuðningsmönnum sr. Hans Markúsar Hafsteinssonar sóknarprests í Garðasókn Sættum okkur ekki við að farsæll sóknarprestur sé færður til í starfi FULLTRÚAR stuðningshóps Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknar- prests í Garðabæ, afhentu dóms- og kirkjumálaráðherra í gær undir- skriftir þeirra tæplega 300 manna sem óskað hafa eftir aðalsafn- aðarfundi í Garðasókn. Í tilkynningu frá hópnum segir að fulltrúarnir hafi einnig kynnt sjónarmið sín og ósk um aðstoð ráð- herra við að koma starfi sókn- arinnar í betra horf. Ráðherra hafi tekið við listanum og útskýrt í hvaða farveg deilur sem þessar færu í og að honum væri óheimilt að grípa þar inn í. Niðurstöðu úr- skurðarnefndar mætti áfrýja og það væri sá farvegur sem ráðu- neytið gæti bent á. Undir tilkynn- inguna rita f.h. stuðningsmanna séra Hans Markúsar Hafsteins- sonar: Bjarndís Lárusdóttir, sókn- arbarn í Garðasókn, Lúðvík Ás- geirsson, sóknarbarn í Garðasókn, og Sigurður Bjarnason, sóknarbarn í Garðasókn. Afhentu ráðherra undirskriftir NÆSTA skref í vetnisverkefni Ís- lenskrar NýOrku, þegar til- raunaverkefni með strætisvagna lýkur í sumar, verða tilraunir með fólksbíla eða sendibíla. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, gerir ráð fyrir því að það gæti hugsanlega orðið á næsta ári. Hann segir samningaviðræður standa yfir við bílaframleiðendur og verið sé að leita eftir fjármagni í verkefnið. Íslensk NýOrka stendur að ráð- stefnu sem lýkur í dag þar sem vetnisverkefnið hefur verið vegið og metið. Nærri 140 manns sitja ráðstefnuna, m.a. sérfræðingar frá bílaframleiðandanum Daimler- Chrysler, framleiðendum efna- rafala og annars búnaðar og fulltrúar stjórnvalda í löndum sem áhuga hafa á að ráðast í verkefni á þessu sviði. Um 400 blaðamenn til lands- ins að kynna sér verkefnið Jón Björn Skúlason segir ýmsan lærdóm hafa verið dreginn af til- rauninni, m.a. af bilunum í vetn- isstöðinni en fram kom galli í röri sem hann segir að megi rekja til þess að í það var notað efni sem ekki stóðst kröfur. Nú hafi menn dregið lærdóm af því. Hann segir almennt mjög góð viðbrögð við rekstri vetnisvagnanna hjá Strætó og hafi borgarstarfsmenn og aðrir sem þar hafi komið við sögu al- mennt verið jákvæðir. Þá hafi all- ur fréttaflutningur af verkefninu verið á jákvæðu nótunum. Þá sagði Jón Björn að um 400 erlend- ir blaðamenn hafi komið til lands- ins til að kynna sér verkefnið og um tvö þúsund aðrir gestir. „Við höfum sjálfsagt kynnt verkefnið í nánast öllum löndum heims og mörg lönd líta á verkefnið hér sem fyrirmynd fyrir tilraunir,“ segir Jón Björn og nefnir t.d. Tasmaníu í þessu sambandi. Milljarður í verkefnið á fjórum árum Á þeim fjórum árum sem vetn- isverkefnið hefur staðið hefur ver- ið lagður í það rúmlega einn millj- arður króna. Jón Björn segir um 75% af því fjármagni hafa komið frá erlend- um aðilum, m.a. Evrópusamband- inu, DaimlerChrysler og Shell og öðrum sem lagt hafa beina fjár- muni í það en auk þeirra hafa ís- lensk stjórnvöld og fleiri lagt fram sinn skerf í fjármagni og annars konar aðild. Vetnisknúnir bílar mun vænlegri en rafbílar Íslensk NýOrka hefur sett sig í samband við bílaframleiðendur í Evrópu, Ameríku og Asíu varð- andi frekari tilraunir og segir Jón Björn alla hafa áhuga á vetnis- væðingu bíla. Ekkert er þó ákveðið hver kem- ur til greina í samstarf um til- raunir með fólksbíla, smárútur eða sendibíla sem Jón Björn segir að Íslensk NýOrka hafi áhuga á að fara af stað með strax og bílar hafa fengist og fjármögnun tekist. Segir Jón Björn að vetnisknúnir bílar séu mun vænlegri en rafbílar og fjöldaframleiðsla þeirra gæti hafist og kostnaði hefur verið náð niður sem hann spáir að geti orðið kringum 2012. Þá segir hann fyrirtækið hafa sótt ásamt ítölskum yfirvöldum til Evrópusambandsins um fjármagn til tilrauna með vetnisknúna báta. Býst hann við svari í sumar en þær tilraunir munu fara fram á Ítalíu. Tilraunaverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í ágúst Næsta skref að prófa fólks- og sendibíla Morgunblaðið/ÞÖK Halldór Ásgrímsson og Hjálmar Árnason komu akandi í vetnisbílnum. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra og Hjálmar Árnason, þingmaður og formaður vetnis- nefndar, óku vetnisbíl inn í ráð- stefnusal áður en ráðstefna um vetnisverkefnið var sett í gær- morgun. Halldór sagði í ræðu sinni við setningu ráðstefnunnar að hann hefði að vissu leyti séð inn í framtíðina með því að koma akandi í vetnisbílnum til ráðstefn- unnar. Hann sagði Íslendinga hafa einsett sér fyrir nokkrum árum að verða vetnisþjóðfélag sem mörg- um hefði þótt bjartsýni. Margt hafi gerst með tilkomu vetnisstræt- isvagnanna og vetnisstöðvarinnar hér og mikið hefði gerst í þróun þessarar tækni. Hann hvatti til áframhaldandi vinnu á þessu sviði. Hjálmar Árnason, sem ók bíln- um í gærmorgun, sagði að gaman hefði verið að keyra bílinn. Er þetta Mercedes Benz af A-gerð og sjálfskiptur og sagði þingmað- urinn bílinn hafa verið sprækan. Í dag ekur bíll sem þessi um 150 til 170 km á einum tanki og segir Jón Björn Skúlason, framkvæmda- stjóri Íslenskrar NýOrku, vetnis- bíla helst henta í þéttbýli ekki síst þegar unnt verður að aka þeim lengri vegalengd á einum tanki. Hann spáir því að vetnisbílar verði framleiddir í hundraða eða þús- undavís á næstu árum og að fjöldaframleiðsla gæti hafist kringum 2012. Sprækur vetnisbíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.