Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 29 UMRÆÐAN                                              !       "   #  #   #  $ % &'     ( )                                       !  "  #  $      %%%               ÓLÍNA Þorvarðardóttir sést ekki fyrir í hamagangi sínum í fjölmiðl- um. Það á bæði við í svari hennar við grein minni í Bæjarins besta og Morgunblaðinu sem og í Kast- ljósþætti sl. miðviku- dag. Ekki var meiningin að skrifa meira um málið en svo má lengi brýna deigt járn að bíti. Flest atriðin í grein minni eru í fullu gildi og voru ekki sett fram með „digrum yf- irlýsingum“ það geta lesendur staðfest. Það var eftir öðru hjá Ólínu að kenna mér um að rjúfa frið- inn við Menntaskólann á Ísafirði. Þann vafasama heiður vil ég ekki af henni taka. Hún kennir mér um flest ummæli sem birst hafa í fjölmiðlum um stjórnunarhætti hennar og framkomu. Blaðamenn hafa hins vegar vitnað til fjölmargra einstaklinga í umfjöllunum sínum. Heldur Ólína því fram að þeir ljúgi þeim ummælum upp á viðmælendur sína? Í grein sinni á bb.is 22. apríl og í Morgunblaðinu segir Ólína: „Allar þær nafnlausu rangfærslur og per- sónuárásir í fjölmiðlum fá á sig nafn og andlit í grein Hermanns Níels- sonar.“ Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur. Skoðum hvaða fullyrðingar mínar voru í „besta falli villandi, í versta falli ósannindi“ eins og ÓÞ kemst að orði í svargrein sinni en þar svarar hún aðeins 4 léttvægum atriðum af fjölmörgum. Um stjórnsýslukvartanirnar 5 segir ÓÞ: „Hið rétta er að ein kvört- un hefur borist ráðuneytinu frá Fé- lagi framhaldsskólakennara“. En, í yfirlýsingu frá FF 1. apríl 2005 segir: „á árunum 2003–2004 fjölgaði mjög fyrirspurnum og um- kvörtunum félagsmanna við MÍ vegna framgöngu og embætt- isfærslu skólameistara“, einnig seg- ir þar „þrátt fyrir fullyrðingar skólameistara um hið gagnstæða er staðreyndin sú að flest þessara mála eru óleyst“. Eitt þeirra er orðið að dómsmáli. Það er rétt hjá Ólínu að allir fjórir nústarfandi sviðsstjórar við MÍ hafa fagleg réttindi í einu fagi af 3–5 á sviði hvers og eins. Rétt skal vera rétt og leiðréttist hér með. Sú fullyrðing mín að einn sviðs- stjóra hefði ekki haft fagréttindi á sviðinu var á misskilningi byggð enda leiðrétti ég það strax á bb.is og kemur því ekki fram í Bæjarins besta. Leiðréttingin náði ekki inn í Morgunblaðið. „Varðandi leiðréttingar yfir- stjórnenda og fjölda einkunna sem breytt var í 1. umferð fer Hermann með rangt mál,“ skrifar skólameist- arinn. Varaðu þig nú, Ólína, þú baðst mig að útvega þér vetr- areinkunnir níu nemenda sem þið Guðbjartur aðstoðarskólameistari breyttuð prófseinkunnum hjá og rit- ari skólans færði inn. Þetta með réttindakennarana er orðin hálfgerð vitleysa eftir ummæli þín í Kastljósinu. Þar talaðir þú um að hafa auglýst átta stöður vegna réttindalausra kennara. Þú auglýstir stöðu Ingi- bjargar enskukennara, Arndísar dönskukenn- ara og Friðgerðar stærðfræðikennara án vitundar þeirra en hafðir ekki auglýst þessar stöður síðustu tvö til þrjú árin. Þær Arndís og Frið- gerður höfðu skoðanir sem féllu þér ekki í geð en allar þrjár hafa kennsluréttindi og fag- leg réttindi í öðrum greinum. Þær eiga það einnig sammerkt að vera meðal bestu og vinsælustu kennara þessa skóla. Spyrjið nem- endur. Mánudaginn 25. apríl hefur aug- lýsingin um stöður þeirra Arndísar, Friðgerðar og Ingibjargar verið dregin til baka og má hrósa skóla- meistaranum fyrir það. Í grein minni stendur: „Nú á vor- önn 2005 eru 15 kennarar með kennsluréttindi og 15 án.“ Það hefur þú ekki dregið í efa enda reiknar þú með fjölda kennara allan veturinn út frá 35 kennurum Í lokin get ég ekki stillt mig um að vekja athygli á nokkrum atriðum í málflutningi Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara í Kastljósi sjónvarps- ins í síðustu viku. Þar sagðist hún hafa boðið Ingi- björgu að leysa málið (áminning- armálið) í þrígang í friðsemd. Hvílík fjarstæða. Ólína sagðist ekki hafa skipt sér af störfum stjórnar kennarafélags skólans! Hvernig stóð þá á því að stjórn kennarafélagsins sagði af sér einmitt af þeirri ástæðu. Hún talaði einnig um örfáa óánægða kennara sem mætti telja á fingrum annarrar handar en virðist ekki gera sér ekki grein fyrir að fingur beggja handa duga ekki til, slík er óánægjan með stjórn- unarhætti hennar. Þá sagðist hún í þættinum aldrei hafa öskrað, hvorki á nemendur né kennara. Hvað þarf mörg vitni til að sannfæra konuna um hennar eigin framkomu? Áður var skammast út af nafn- lausum heimildarmönnum fjölmiðla sem fjölluðu um átökin í Mennta- skólanum á Ísafirði. Núna, þegar kennari við skólann sem vel þekkir til mála skrifar undir nafni, er við- komandi talinn aðalsökudólgurinn í þeim ófriði sem ríkt hefur um stjórnunarhætti skólameistarans. Eins og Ólína segir: „Allar þær nafnlausu rangfærslur og persónu- árásir í fjölmiðlum fá á sig nafn og andlit í grein Hermanns Níels- sonar.“ Er nema von að fólk vilji ekki láta nafn síns getið þegar það leyfir sér að viðra skoðanir sínar um vinnuað- ferðir og framkomu skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Sannleikanum verður hver sárreiðastur Hermann Níelsson svarar Ólínu Þorvarðardóttur ’Flest atriðin í greinminni eru í fullu gildi og voru ekki sett fram með ,,digrum yfirlýsingum“ það geta lesendur stað- fest.‘ Hermann Níelsson Höfundur er íþróttakennari við Menntaskólann á Ísafirði. ENSKI prófess- orinn David Crystal er ekki sá fyrsti sem heimfærir einhverja allsherjar kenningu um tungumál yfir á ís- lensku. Skemmst er að minnast þjóðfræð- ings sem telur að vönduð íslenska sé tungutak yfirstétt- arinnar og valdi mál- ótta hjá almenningi. Misskilningur Crystals, sem mun víst vera sérfræðingur í tungumálum, er að hann ber saman minnihlutatungumálið welsku sem hefur um langan aldur átt í höggi við hina ensku herraþjóð, og íslensku sem er tungumál meirihluta þjóðar (til skamms tíma allrar þjóðarinnar) í strjálbýlu landi og var svo heppin að herraþjóðin var í órafjarlægð nema fáeinir valdamenn og kaup- menn. Nú er ef til vill komið á dag- inn að litlu munaði að Frakkar næðu yfirráðum hér. Ég er hrædd- ur um að hreintungumönnum hefði reynst erfiðari tungumálabardaginn við þá en Danina! Crystal segist þó vera „vinur lítilla tungumála“ og vilja veg þeirra sem mestan. En ráðlegging hans er að við skulum hætta að berjast, þola dálitlar barsmíðar, leyfa málinu að blandast væntanlega ensku þá muni það bjargast svona nokkurn veginn óbjagað. Hætt er þó við, að förum við eftir þessu „góða“ ráði þurfi að þýða til að mynda Laxness og Þór- berg handa, eigum við að segja næstu kynslóð á eftir þeirri sem er að vaxa úr grasi núna? Að ekki sé talað um Íslendingasögurnar. Við eigum að þola dálitlar bar- smíðar, fara undan í flæmingi, þá reddast þetta allt! Eitt höggið virðist í þann veginn að ríða af. Ég heyrði í erindum tveggja íslens- kuprófessora við Há- skóla Íslands á sömu ráðstefnu og Crystal boðaði sitt undanhald samkvæmt áætlun, að sterkar raddir væru uppi innan háskólans um að öll kennsla í deildum eins og lækna- deild og raunvís- indadeild, ætti að fara fram á ensku. Hvernig verður tungutakið hjá íslensk- um læknum, jarðfræð- ingum, eðlisfræðingum og hver veit hvað, ef þetta gengur eftir? Hvenær verður farið að kenna ís- lensku á ensku? Og hvaðan kemur næsta högg? Verður krafan kannski að kennsla í framhaldsskólum verði að fara fram á ensku til að nemendurnir verði betur búnir undir háskólanám? Og svo koll af kolli niður eftir skóla- kerfinu. Hreintungustefnan er vissulega ekki eins einstrengingsleg og hún var um tíma um miðja síðustu öld, hún hefur lagað sig talsvert eftir kröfum tímans. En það má ekki gefa of mikið eftir, og vissulega eru vandamálin æðimörg. Eitt þeirra er sú tilhneiging að hætta að beygja sagnir. Þar er stórátaks þörf. Ég tek undir herhvöt leiðarahöf- undar Morgunblaðsins á laugardag- inn: Megi hreintungustefnan lifa góðu lífi! Enskur barningur gegn hreintungustefnu Þorgrímur Gestsson fjallar um hreintungustefnu Þorgrímur Gestsson ’Hvenær verð-ur farið að kenna íslensku á ensku?‘ Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.