Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 49 Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali. Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! ÁLFABAKKI BOOGEYMAN KL. 8 SAHARA KL. 8 HOLE IN MY HEART KL. 10.30 AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLAN  Kvikmyndir.is SAHARA kl. 6 - 8 - 10.20 BOOGEY MAN kl.10 B.I. 16 SVAMPUR SVEINSSON kl 6 Garden state kl 8 The Motorcycle Diaries kl. 10 THE ICE PRINCESS kl. 6 - 8 - 10 SAHARA kl. 6 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 8.30 - 10.30 B.i. 16. SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 6 Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga Frá framleiðendum SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 4 - 6 - 8.30 - 10.30 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 8 - 10.30 SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 SAHARA VIP kl. 4.45 - 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl. 4 - 6 - 8 - 10 THE PACIFIER kl. 4 - 6 - 8 - 10 Toppmyndin í USA Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi   Ice Princess Sýningatímar Frá þeim sem færðu okkur Princess Diaries og Freaky Friday.   Nú fer hver að verða síðastur tilað skella sér á einhverja af þeim gæðamyndum sem í boði eru á Kvikmyndahátíð Íslands. Sam- kvæmt fyrirfram ákveðinni dag- skrá átti hátíðinni að ljúka á laug- ardag, en hefur nú verið framlengd fram yfir helgi, til mánudags. Ljóst er að nokkrar þeirra mynda sem fengið hafa mesta að- sókn munu verða sýndar eitthvað áfram. Þar ber fyrst að nefna vin- sælustu myndir hátíðarinnar, Mot- orcycle Diaries og Der Unter- gang, en einnig verða m.a. sýnd- ar áfram Almo- dóvar-myndin La mala educación, Hotel Rúanda, House of Flying Daggers og Woody Allen-myndin Melinda og Melinda. Þeir sem hins vegar höfðu í huga að sjá hinar umdeildu Et hål i mit hjärta eftir Lukas Moodysson og 9 Songs eftir Micha- el Winterbottom ættu að drífa sig á næstu sýningu því þær myndir hafa ekki hlotið leyfi fyrir því að vera sýndar áfram á almennum kvikmyndasýningum. Það sem meira er þá er talið ólíklegt að leyfi fáist fyrir útgáfu þeirra á leigu- og sölumynddiskum og -böndum. Hátíðinni lýkur form- lega, eftir sem áður, á laugardag með sýningu lokamyndarinnar Gargandi snilld eftir Ara Alexand- er Ergis. Þá mun einnig verða til- kynnt hverjir hljóta Jökulinn, áhorfendaverðlaunin, sem valin eru í netkosningu á heimasíðu hátíð- arinnar www.icelandfilmfestival.is.    Heimilda- og stuttmyndahátíð íReykjavík – Reykjavik Shorts&Docs verður haldin dag- ana 25.–29. maí nk. Hátíðin verður haldin í Tjarn- arbíói – gamla kvikmyndahúsinu sem sýndi marg- ar góðar myndir á sínum tíma – því hún fær ekki inni í kvikmyndahús höfuðborgarsvæðisins.    Það liggur nú fyrir að stutt- ogheimildarmyndahátíðin Nor- disk Panorama 2005 verður haldin í Bergen í Noregi dagana 23.–28. september nk. Hægt er að nálgast upplýsingar um skilafrest vegna mynda og annarrar þátttöku í há- tíðinni á vef hátíðarinnar, www.nordiskpanorama.com. Bíó folk@mbl.is R agnheiður Gröndal söng sig inn í hjarta þjóðarinnar með laginu „Ást“ fyrir tveimur árum, en það var á safnplötu íslenskra ástarljóða. Það ár sendi hún einnig frá sér sólóskífu með djasslummum og svo aðra sólóplötu á síðasta ári, Vetrarljóð, sem seldist metsölu. Nú stendur hún svo á tímamótum í lífinu, er að ljúka tónlistarnámi og með í smíðum fyrstu plötuna sem innihalda mun hennar eig- in tónlist eingöngu, en 12 tónar munu gefa plötuna út. Ragnheiður segist vera búin að semja lög nokkur undanfarin ár, og reyndar eru fjögur dæmi um það á Vetrarljóðum. Hún hefur þó samið meira, á nokkuð af lögum sem hún hef- ur ekki leyft neinum að heyra, en átta lög koma fyrir eyru manna í fyrsta sinn á út- skriftartónleikum hennar í FÍH 6. maí næst- komandi. Samið við 12 tóna Undirbúningur fyrir tónleikana er í fullum gangi að því Ragnheiður segir, enda er hún búin að ráða mannskap í spilamennsku; Guð- mundur Pétursson leikur á gítar, Birgir Bragason á bassa, Birgir Baldursson á trommur og slagverk og Kjartan Valdemars- son á hljóðgervil en sjálf segist Ragnheiður glamra á píanó eins og hún orðar það. Þessi mannaskipan er ekki hefðbundin blanda fyrir djass og ekki heldur fyrir popp, en Ragnheiður segir að þetta sé einmitt það sem passi fyrir músíkina hennar, enda sé hún beggja blands. „Það er ekki rétt að kalla lögin djass þó það sé djass í þeim og ekki heldur popp, þó þau séu poppuð, en svo blandast í þetta alls konar tónlist sem ég hef gaman af eins og klezmer og alls konar tónlist.“ Lögin á útskriftartónleikunum, sem eiga síðar eftir að rata á sólóplötuna, verða átta eins og getið er, en einnig verður flutt sem inngangur verk sem Ragnheiður setti saman á tölvu. „Ég vann það úr umhverfishljóðum, alls konar hljóð sem ég tók upp sjálf, úti og heima, og notaði í það forrit sem ég fann á Netinu. Svo verður líka flutt myndbandsverk sem vinkona mín samdi við tónlistina.“ Fyrstu sólóplötuna, sem hét einfaldlega Ragnheiður Gröndal, gaf Ragnheiður út sjálf en síðan hefur hún unnið með Steinari Berg sem gaf út safnplötuna vinsælu Íslensk ást- arljóð og svo Vetrarljóð. Nú söðlar Ragnheið- ur aftur á móti um er hún semur í dag við 12 tóna um útgáfu á næstu plötum. Hún segir að samstarfið við Steinar hafi verið frábært, lærdómsríkt og skemmtilegt. „Hann hefur aftur á móti öðruvísi áherslur sem útgefandi, tekur meiri þátt í þróuninni á verkefninu og tónlistinni, en hjá 12 tónum fæ ég fullkomið frelsi, ræð öllu, og það verður gaman að prófa það.“ Næsti vetur verður óvenjulegur fyrir Ragnheiði, enda er hún því vön undanfarin ár að það sé alltaf eitthvað prógramm í gangi; þegar skólinn hefst að hausti er búið að plana veturinn. Hún tekur óvissunni vel, segist hlakka til að geta sest við píanóið án þess að fá samviskubit yfir því að vera ekki að æfa sig. Útsetur sjálf Í sumar verður líka nóg við að vera fyrir hana, því upptökur eru fram undan á vænt- anlegri plötu. Lögin átta sem spiluð verða á útskriftartónleikunum í næstu viku verða á þeirri plötu og síðan eru nokkur lög til við- bótar sem eftir á að vinna með hljómsveit. Ragnheiður segist ætla að taka plötuna upp með sömu mönnum og spila með henni á tón- leikunum, enda hafi allt gengið svo vel að það sé um að gera að halda áfram. „Ég útset þetta sjálf að mestu leyti í sam- vinnu við hljómsveitina en Haukur bróðir ætl- ar líka að útsetja fyrir mig strengi og tré- blástur og það verður gaman að heyra hvað kemur út úr því enda hefur hann ekki útsett popp áður,“ útskýrir hún en þess má geta að Haukur, sem býr í Danmörku, er útlærður djassspilari og heldur einnig úti klezmersveit- inni mögnuðu Schpilkas. Hann lék einnig inn á djassplötu Ragnheiðar, fyrstu sólóplötunni. Þó Ragnheiður taki sér frí frá náminu um stund, ætli að vinna að eigin músík á næstu mánuðum, hyggst hún þó halda áfram í skóla, ætlaði að læra tónsmíðar í Listaháskólanum en gleymdi að sækja um, en svo veltir hún því líka fyrir sér að fara út í nám. Tónlist | Ragnheiður Gröndal útskrifast frá FÍH og undirbýr sólóplötu fyrir nýtt útgáfufyrirtæki Fullkomið frelsi Ragnheiður Gröndal, söng- konan vinsæla, stendur nú á tímamótum í lífi sínu, lýkur tónlistarnámi á næstu dögum og býr sig undir að gefa út fyrstu plötuna sem eingöngu verður með henn- ar tónlist. Hún sagði Árna Matthíassyni frá þessum spennandi framtíðaráformum sínum. Morgunblaðið/Kristinn „Það er ekki rétt að kalla lögin djass þó að það sé djass í þeim og ekki heldur popp þó að þau séu poppuð, “ segir Ragnheiður um nýju lögin sín. arnim@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.