Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 11
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
15% afsláttur af
sumarúlpum og kápum
í 3 daga
ÍSLENSKIR friðargæsluliðar fóru
með sigur af hólmi ásamt Svíum í
alþjóðlegri kraftakeppni frið-
argæsluliða í Kabúl 23. apríl síðast-
liðinn.
Átta fjögurra manna lið kepptu
og náði íslenska sveitin 35 stigum
eins og sú sænska, en í þriðja sæti
varð finnsk sveit með 31 stig. Þýsk-
ar sveitir lentu í 4. og 5. sæti, Kan-
adamenn í 6. sæti og Norðmenn í
því sjöunda. Spánverjar lentu í síð-
asta sæti með 6,5 stig.
Keppt var í fimm greinum sem
oft sjást í keppni um sterkasta
mann í heimi, s.s. trukkadrátt,
bekkpressu og dekkjatog en auk
þess var keppt í boðhlaupi og
hleðslu níðþungra sandpoka og
fleira á pallbíl.
Íslendingarnir höfðu yfirburði í
boðhlaupinu og trukkadrættinum
en voru einnig ofarlega í hinum
greinunum.
Frá verðlaunaafhendingu að lokinni keppninni í Kabúl.
Íslenska og sænska
sveitin voru sterkastar
Íslenska sveitin á fullri keyrslu í trukkadrættinum.
SKIPULAGSSTOFNUN hefur átt
viðræður við Samband íslenskra
sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið
um viðbrögð sveitarfélaga og stjórn-
valda við dómi Hæstaréttar, þar sem
fallist var á kröfur fjölskyldu um að
eiga lögheimili í sumarhúsabyggð í
sveitarfélaginu Bláskógabyggð.
Sömuleiðis hafa viðræður átt sér stað
milli umhverfisráðuneytisins og fé-
lagsmálaráðuneytisins, m.a. um hvort
breyta þurfi lögum.
Stefán Thors skipulagsstjóri segir
að rætt hafi verið um framhald máls-
ins þar sem dómur Hæstaréttar hafi
mikil áhrif á gildi og framkvæmd
skipulagsáætlana sveitarfélaga. Nið-
urstaðan setji skipulagsmál sveitarfé-
laga í erfiða stöðu ef haldið verði
áfram að vinna eftir gildandi skipu-
lags- og lögheimilislögum.
Stefán segir engar ákvarðanir
liggja fyrir um hvernig brugðist verði
við. Auk laga um lögheimili þurfi að
skoða lög um skipulagsmál. Við deili-
skipulag sveitarfélaga sé miðað við að
skipuleggja byggð eftir notkun og
þörfum íbúa og fyrirtækja. Ef ekki
séu nægar heimildir í lögum til að
fylgja þeirri stefnu eftir sé full ástæða
til að skoða málin í samhengi. Við skil-
greiningu á frístundabyggð hafi verið
gengið út frá því sem vísu að hún
stæðist allar aðrar lagakröfur. „Það
er nauðsynlegt fyrir alla aðila að vita
hvar þeir standa,“ segir Stefán.
Stjórnvöld ræða viðbrögð við dómi
um lögheimili í frístundabyggð
Setur skipulags-
mál í erfiða stöðu
STJÓRNVÖLD í Jemen áforma að
taka Ísland sér til fyrirmyndar við
uppsetningu á rafrænu stjórn-
sýslukerfi. Bjarni Guðmundsson
markaðsstjóri hjá Hugviti, sem fór
til Jemen fyrir skömmu, segir að
stjórnvöld í Jemen séu ekki síst
hrifin af þeirri uppbyggingu sem
hefur átt sér stað innan íslenskrar
stjórnsýslu og góðrar reynslu
stjórnsýslunnar og fyrirtækja hér
á landi af GoPro mála- og skjala-
stjórnunarhugbúnaðinum.
Greint er frá áhuga stjórnvalda í
Yemen á vefsíðunni yementimes-
.com. Þar segir að það kerfi sem
notað sé hjá stjórnarráði Íslands
hafi mikla hagnýta kosti og sé skil-
virkt.
Rafræn stjórnsýsla á Íslandi var
fyrir skömmu kynnt fyrir fulltrú-
um stjórnvalda í Jemen. Bjarni
segir að Jemen horfi til Íslands
sem leiðandi lands í uppbyggingu
rafrænnar stjórnsýslu og því hafi
Hugviti verið boðið til landsins.
GoPro kerfi Hugvits bjóði m.a.
upp á góða lausn varðandi sam-
tengingu allra sendiráð Jemen,
rétt eins og íslensk sendiráð um
allan heim eru tengd saman með
kerfinu. Bjarni segir að ekki sé
búið að ganga frá samningum við
Jemen, en áhugi sé fyrir hendi af
hálfu beggja að ila.
Hann segir að áhugi Jemena
hafi komið á óvart og ljóst sé að
þarna séu mikil tækifæri. Þá segir
hann að aðstoð Viðskiptaþjónustu
utanríkisráðuneytisins hafi skipt
miklu máli.
Samræming milli ráðuneyta
til fyrirmyndar
Guðbjörg Sigurðardóttir, skrif-
stofustjóri hjá skrifstofu upplýs-
ingasamfélagsins, sagði það ekki
nýtt að erlendir aðilar sýndu raf-
rænni stjórnsýslu á Íslandi áhuga.
Eitt af því sem vekti athygli þeirra
væri sú samræming sem væri milli
ráðuneytananna á Íslandi. Eins
væru margir hrifnir af innra kerfi
ráðuneytanna. Kostir þess væru
m.a. að öll skjöl væru skráð raf-
rænt, sem flýtti leit starfsmanna
hins opinbera. Einnig auðveldaði
þetta frekari þróun kerfisins í átt
til gagnvirkari miðlunar.
Guðbjörg sagði að rafræn
stjórnsýsla einstakra stofnana
væri einnig til fyrirmyndar og
vekti athygli erlendis. Hún benti
sérstaklega á vef ríkisskattstjóra,
en tollurinn, Fiskistofa og Lána-
sjóður íslenskra námsmanna væru
einnig til fyrirmyndar.
Jemenar leita fyrirmyndar í
rafrænni stjórnsýslu á Íslandi
KOSTNAÐUR við það að lækka
Reykjanesbrautina í Garðabæ nem-
ur 600–650 milljónum króna, sam-
kvæmt nýrri skýrslu Línuhönnunar
þar að lútandi, en skýrslan er nú til
skoðunar í samgönguráðuneytinu.
Um er að ræða vegarkaflann frá
Smáralind og að gatnamótum Vífils-
staðavegar og Reykjanesbrautar. Til
hefur staðið að tvöfalda brautina, en
framkvæmdaleyfi ekki fengist frá
bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Kópa-
vogur hefur veitt framkvæmdaleyfi
fyrir sitt leyti. Greindi bæjarstjórn
Garðabæjar frá því í bréfi til sam-
gönguráðuneytisins í lok síðasta árs
að hún teldi ekki unnt að svo komnu
að fallast á beiðni Vegagerðarinnar
um framkvæmdaleyfi fyrir þennan
tiltekna kafla og var óskað eftir því
við ráðuneytið að það léti fara fram
nýtt mat á kostnaði við lækkun
brautarinnar. Var Línuhönnun falið
það verkefni í framhaldinu.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er í skýrslu Línuhönnunar
talið að kostnaður við lækkun sé
600–650 milljónir króna. Áður hafa
komið fram tölur um kostnað af
lækkun allt frá 500 milljónum króna
og upp í allt að 1.200 milljónir króna
eftir því hver útfærslan er.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að skýrslan hefði verið
að koma í hús og unnið væri að því að
fara yfir hana í ráðuneytinu.
Kostnaður við lækkun
600–650 milljónir