Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 25
MENNING
!!" # "
$
%
&
'
!
"!# $% %
&
' (
!# ) $%% ***+ * D. ? ?
!!. D )3% "'
< - 'D ' * D. ?
!!. AC )3% $"'
< - C'
' * 7
D. ?
!!. C )3. "'
< - ' ' Sinfóníuhljómsveit Íslands oghljómsveitarstjórinn PetriSakari voru valin bestu flytj-
endur Tónaljóða Sibeliusar sem
byggð eru á ævintýrum kappans
Lemminkäinens í Kalevalakvæð-
unum finnsku, í þættinum CD Re-
view á þriðju rás Breska útvarpsins
BBC á laugardagsmorguninn. Þar
fer þáttarstjórnandinn Andrew
McGregor yfir nýjar plötur, ber
saman útgáfur ólíkra flytjenda og
leyfir hlustendum að heyra. Fastur
liður í þættinum er: „How to build a
library“, þar sem tónlistargagnrýn-
andi er fenginn til að bera saman
margar útgáfur eins verks. Á laug-
ardag var það Hilary Finch sem bar
saman níu útgáfur Lemminkäinen
svítunnar. Leikin voru brot úr
hverri upptöku og sýnt fram á ólík-
ar túlkunarleiðir hljómsveitarstjór-
anna og hljómsveita þeirra.
Í samanburðarúrtakinu voru aukSinfóníuhljómsveitar Íslands og
Petris Sakari – Osmo Vänskä og
Sinfóníuhljómsveitin í Lahti, Mikko
Frank og Sænska útvarps-
hljómsveitin; eistnesku feðgarnir
Neeme Järvi með Sinfóníuhljóm-
sveitinni í Gautaborg, og Paavo
Järvi með Konunglegu fílharm-
óníusveitinni í Stokkhólmi, sir Colin
Davis og Sinfóníuhljómsveit Lund-
úna, Jukka-Pekka Saraste og
Toronto-sinfóníuhljómsveitin, sir
Alexander Gibson og Skoska þjóð-
arhljómsveitin og loks Leif Seg-
erstam og Fílharmóníusveitin í
Helsinki.
Eftir miklar vangaveltur komstHilary Finch að því að þrjár
útgáfur af níu væru bestar. Það
voru þær með Osmo Vänskä og
Lahti hljómsveitinni, Mikko Frank
og Sænsku útvarpshljómsveitinni
og Petri Sakari og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Hún sagði þær
allar fyrsta flokks og myndu sóma
sér vel í hvaða plötusafni sem væri.
Hún hældi útgáfu Osmo Vänskäs
sérstaklega fyrir frábæran flutn-
ing, og það hversu trúr hann er
upprunalegri gerð Sibeliusar af
verkinu. Hún hrósaði Sinfón-
íuhljómsveit Íslands fyrir tæran og
sindrandi leik, og sagði að þótt
strengjadeild hennar jafnaðist ekki
í hljómi á við til dæmis Sinfón-
íuhljómsveit Lundúna sem Colin
Davis stjórnar, þá nýtti Petri Sak-
ari sér það til að skapa öðruvísi og
einstakan, silfraðan hljóm. Hún
hældi líka Daða Kolbeinssyni
englahornsleikara og Richard
Talkowsky sellóleikara fyrir fal-
lega leiknar einleiksstrófur.
Hún líkti túlkun Mikkos Franks
með Sænsku útvarpshljómsveitinni
við Rolls Royce – svo fáguð væri
hún í alla staði.
Á endanum varð það Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, sem Hilary
Finch fannst bera af með einstakri
túlkun Petris Sakaris, sem hún
sagði leita yfir mörk raunveruleik-
ans, djúpt inn í hrjóstrugt landslag
okkar innri frummennsku.
Einar Jóhannesson, fyrsti klar-ínettuleikari í Sinfóníu-
hljómsveitinni, heyrði útsendingu
þáttarins á laugardagsmorgun.
„Þetta var eins og að horfa á Euro-
vision, þegar ég fór að gera mér
grein fyrir því að Ísland gæti unn-
ið,“ segir Einar og hlær. „Þegar
líða fór á þáttinn kom gagnrýnand-
inn Sinfóníuhljómsveit Íslands æ
oftar að, og ég fann æ betur að leik-
ur okkar sameinaði það sem henni
fannst best í túlkun þessa goð-
sögulega efnis. Hún var greinilega
hrifin af túlkun Mikkos Franks, en
á endanum fannst henni við og
Petri Sakari ná betur dulúðinni í
verkinu. Hún talaði mikið um silfr-
aðan tón í túlkun Petris. Það er
mikið um vatnslýsingar í sögunum
um Lemminkäinen – það er verið
að sigla út í eyju, og atburðir gerast
við fljót og Petri náði út úr strengj-
unum silfurtón sem Hilary Finch
fannst alveg magnaður. Þetta var
hörkukeppni, og ég var orðinn dá-
lítið meyr undir lokin.“
Á hljómsveitaræfingu í vikunni
sagði Einar svo félögum sínum í
hljómsveitinni frá þættinum og úr-
slitunum. „Ég vildi stappa stálinu í
fólk, því júnímánuður verður mjög
erfiður hjá okkur. Við verðum lok-
uð inni í Háskólabíói í upptökum.
Ég vildi benda á að þetta er ekki
allt til einskis. Það má ekki gleyma
því sem vel er gert.“
Að mati Einars gæti þessi eini út-
varpsþáttur þýtt stóraukna sölu á
Lemminkäinen plötu Sinfón-
íuhljómsveitarinnar. „Rumon
Gamba aðalhljómsveitarstjóri sagði
mér frá hljómsveit sem fékk topp-
einkunn í þessum þætti, og ég man
ekki hvað mörg þúsund eintök af
diskinum seldust þá helgi – svo það
er eftir þessu tekið, enda þátturinn
virtur. Mér finnst kominn tími til
þess að Sinfóníuhljómsveit Íslands
spili á Proms-hátíðinni og ég geri
mér vonir um að þetta hjálpi til. Við
eigum mikið erindi á Proms og þá
með Jón Leifs, í Royal Albert Hall,
sem gæti tekið við þeim látum öll-
um.“
Þátturinn er aðgengilegur til
hlustunar á vef BBC, en aðeins í
viku frá útsendingardegi. Slóðin er:
http://www.bbc.co.uk/radio/
noscript.shtml?/radio/aod/
radio3_aod.shtml?radio3/cdreview
Sakari, Sinfó
og silfraði tónninn
’Rumon Gamba sagði
mér frá hljómsveit sem fékk toppeinkunn í þessum þætti, og ég m
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
begga@mbl.is
Petri Sakari einbeittur á æfingu
með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
En er djöfsi einn og samur alls
staðar, eða skyldi hann vera ólíkur
eftir verkum og höfundum?
„Mér finnst hann vera að leika
sér. Það er bara sport hjá honum að
spilla fólki. Hann er ekki vondur –
eða honum finnst það að minnsta
kosti ekki sjálfum. Hann er hissa á
mannfólkinu sem honum finnst fyr-
irlitlegt og hlægilegt, og finnst ekk-
ert sér að kenna. Það er gaman að
því að hann fær alls staðar mjög
skemmtilega tónlist, þótt ólík sé.
Þegar Óli er búinn að syngja um
rotturæfilinn sem lendir inni í ofni
og stiknar þar, kemur djöfsi inn á
krána og segir: „Þetta var flott hjá
þér“ og vill syngja eitt lag í viðbót,
lagið um flóna sem gekk í þjónustu
kóngsins. Kóngsi lét sauma hirðföt á
flóna og kallaði í stórfjölskyldu sína
frá Province til að koma og dást að
henni. En svo fór hirðin að kvarta
undan flónni – fékk kláða af henni,
og á endanum var hún bara kramin.
Þetta er skemmtisöngur, en svo get-
ur djöfsi líka verið elegant, eins og
þegar hann syngur serenöðuna til
Margaretu, þar sem hann reynir að
lokka hana til lags við Fást. Önnur
serenaða – þar sem hann svæfir
Fást er líka óhemju falleg. Hún er
kölluð rósasöngurinn. Þannig eru
margar hliðar á djöfsa. Það væri
heldur ekkert gaman að honum ef
hann væri bara vondur. Þessar ólíku
hliðar hans gera hann líka svo
hættulegan. Hann er kannski und-
urgóður, en áður en þú veist af, er
hann búinn að láta þig afsala þér öll-
um rétti, þannig að þú ert eign hans
– og það gerist á augabragði,“ segir
Kristinn og glottir ísmeygilega.
Kristinn segist afar stoltur af Sin-
fóníuhljómsveitinni og segist heyra
liti í henni núna sem hann hafi ekki
heyrt áður. „Rumon vinnur svo vel –
hann er hreint frábær; mjög ná-
kvæmur og vinnur hratt. Hljóm-
sveitin tekur svo vel við að það er
ótrúlegt að sjá og heyra.“