Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GERT er ráð fyrir minni samdrætti í
starfsemi Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss í sumar en undanfarin ár,
eða 13% af mögulegum legudögum.
Samkvæmt upplýsingum LSH var
samdrátturinn 15% árið 2004 og 16%
árið 2003.
Þegar litið er á einstök svið kemur
í ljóst að gert er ráð fyrir minni sam-
drætti á öldrunarsviði, hann er nú
áætlaður 15% en var 26% sumarið
2004. Einnig er minni samdráttur á
skurðlækningasviði, hann er áætlað-
ur 21% í sumar en var 28% í fyrra-
sumar. Á lyflækningasviði I, sem
m.a. gigtarlækningadeild B7,
lungnadeild A6 heyra undir, er áætl-
aður meiri samdráttur í ár en und-
anfarin sumur eða 14% en var 5%
sumarið 2004. Hins vegar hefur verið
ákveðið að fjölga dagdeildarrýmum
á sviðinu til að mæta, að hluta, meiri
samdrætti í starfseminni í sumar.
Skortur á sérhæfðu starfsfólki
Eydís Sveinbjarnardóttir, starf-
andi hjúkrunarforstjóri Landspítal-
ans, segir að sem fyrr séu sérhæfðir
starfsmenn ekki til staðar til að leysa
af á sumrin. Skortur sé á bæði hjúkr-
unarfræðingum og læknum.
Eydís er alla jafna sviðsstjóri
hjúkrunar á geðsviði spítalans. Þar
er minni samdráttur í sumar en verið
hefur. Hún bendir á að síðustu ár
hafi umtalsverð hagræðing átt sér
stað á geðsviðinu og ekki sé svigrúm
til meiri samdráttar en orðið er. Þar
sem á öðrum sviðum þurfi að halda
uppi ákveðinni lágmarksþjónustu.
Varðandi lyflækningasvið I, þar
sem lokanir verða mestar í sumar,
segir Eydís að þar hafi verið tekin sú
ákvörðun að endurnýja gigtarlækn-
ingadeildina í Fossvogi, B7.
Sumarlokanirnar og samdráttur í
starfsemi LSH stendur yfir á tíma-
bilinu frá 1. maí til 30. september.
Lokanir og samdráttur er mestur í
júlí, svo ágúst og því næst júní.
Á mörgum sviðum er aðeins um
samdrátt starfseminnar að ræða auk
þess sem gert er ráð fyrir að aðrar
deildir taki við sjúklingum sem undir
öðrum kringumstæðum hefðu lagst
inn á deild sem er lokuð. Gerð er ít-
arleg grein fyrir starfsemi einstakra
deilda Landspítalans í sumar á vef-
síðu spítalans, www.lsh.is. Þar sést
m.a. að á skurðlækningasviði er gert
ráð fyrir að almennar skurðdeildir,
12G og 13G, dragi saman starfsemi
sína frá 4. júlí til 15. ágúst. Á tíma-
bilinu frá miðjum júní fram í miðjan
ágúst verða aðeins átta af fjórtán
skurðstofum LSH starfræktar.
Hjartaaðgerðum fækkar í sumar
úr sex á viku í fjórar. Á gjörgæslu-
deildum og vöktun í Fossvogi og á
Hringbraut er gert ráð fyrir sam-
drætti í júní til ágúst. Af þeim sökum
gæti komið til forgangsröðunar varð-
andi innlagnir.
Minni samdráttur á
Landspítalanum í sumar
Komið gæti til forgangsröðunar
varðandi innlagnir
Eftir Björn Jóhann Björnsson og
Silju Björk Huldudóttur
ÁSÝND Laugardalshallarsvæðisins tekur örum breyt-
ingum um þessar mundir. Að sögn Jónasar Krist-
inssonar, forstöðumanns Hallarinnar, er verið að búa
til aðkeyrslu aftan við Höllina auk þess sem ráðgert er
að koma þar upp bílaplani, enda kallar stærra hús eðli-
lega á fleiri bílastæði. Nýja viðbyggingin er um 7 þús-
und fermetrar til samanburðar við gömlu Höllina sem
er rúmlega 6 þúsund fermetrar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höllin gamla sett í andlitslyftingu
SNÚA þurfti flugvél Icelandair á
leið til Stokkhólms við eftir tæp-
lega klukkustundar flug í gær-
morgun þegar brunalykt fannst í
farþegarýminu. Vélin lenti heilu á
höldnu í Keflavík um kl. 10 og fóru
farþegarnir til Stokkhólms með
annarri flugvél Icelandair um há-
degi.
Brunalyktin fannst framarlega í
farþegarýminu og var þegar tekin
ákvörðun um að snúa þotunni við,
segir Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair. Til álita
kom að lenda þotunni á Egilsstaða-
flugvelli sem var mun nær en
Keflavík þegar atvikið kom upp en
þegar málið var skoðað nánar var
hætt við það þar sem ástandið um
borð gaf ekki tilefni til þess. Vélin,
sem var af gerðinni Boeing-757,
var því sem næst full og um 180
farþegar um borð.
Þegar vélin var lent var kannað
hvað olli brunalyktinni og kom í
ljós að straumbreytir sem er fram-
arlega í gólfi vélarinnar hafði of-
hitnað. „Þetta reyndist vera mjög
smávægilegt og hættulaust,“ segir
Guðjón. Skipt var um straumbreyt-
inn og vélin var komin aftur í áætl-
unarflug seinnipartinn í gær.
Guðjón segir
að hópur sér-
fræðinga í áfalla-
hjálp hafi verið
kallaður út, eins
og alltaf sé gert í
tilvikum sem
þessum, en ekki
hafi reynst þörf
fyrir áfallahjálp
eftir þetta atvik.
Hópur alþingismanna
var um borð
Hópur alþingismanna var um
borð í flugvélinni á leið á fund
Norðurlandaráðs í Pärnu í Eist-
landi.
Jónína Bjartmarz, formaður Ís-
landsdeildar Norðurlandaráðs, seg-
ir að farþegar hafi haldið ró sinni
og starfsfólk um borð í vélinni hafi
sýnt afar fagmannleg vinnubrögð
þegar þetta ástand kom upp.
„Ég held að til lengri tíma litið
flokki ég þetta ekki undir helstu
atburðina í lífi mínu,“ segir Jónína.
Hún segist vissulega hafa fundið
brunalyktina, en hún hafi ekki átt-
að sig á því að hún væri óeðlileg
fyrr en flugstjórinn ákvað að snúa
vélinni við.
Flugvél Icelandair snúið við
Brunalykt í
farþegarýminu
Jónína Bjartmarz
RÍKISKAUP opnuðu í gær tilboð í
síma- og netþjónustu fyrir þær
ríkisstofnanir sem eru aðilar að
rammasamningi. Fjögur fyrirtæki
sendu inn tilboð sem Ríkiskaup
munu fara yfir á næstu vikum.
Síminn og Og Vodafone buðu í alla
þrjá útboðsflokkana; talsímaþjón-
ustu, farsímaþjónustu og netþjón-
ustu, en EJS hf. og Skyggnir buðu
í netþjónustuna.
Markar tímamót
Að sögn Péturs Péturssonar,
verkefnastjóra hjá Ríkiskaupum,
markar þetta útboð ákveðin tíma-
mót þar sem fjarskiptaþjónusta
fyrir ríkið hafi ekki áður verið boð-
in út með þessum hætti. Um
næstu áramót er reiknað með að
þjónustan verði útboðsskyld.
Flestar ríkisstofnanir hafa verið
í viðskiptum við Símann til þessa
en einstaka stofnanir hafa gert
samninga við Og Vodafone, t.d.
Landspítalinn og Íslandspóstur.
Um 230 stofnanir og ríkisfyrirtæki
eru tilgreind sem áskrifendur að
rammasamningi þannig að hér er
um stór viðskipti að ræða.
Pétur segir það ekki liggja fyrir
hvaða tilboð hafi verið hagstæðust.
Verða þau metin út frá annars
vegar afslætti frá gjaldskrám og
hins vegar gæðum þjónustunnar.
Ríkiskaup hafa heimild til að taka
hagstæðustu tilboðum eða hafna
öllum.
Hægt er að semja við einn eða
fleiri aðila í hverjum fjarskipta-
flokki. Samningur er til tveggja
ára, með möguleika á ársframleng-
ingu í tvígang. Því getur samn-
ingstími aldrei orðið lengri en
fjögur ár við sama fjarskiptafyr-
irtæki. Að sögn Péturs er reiknað
með að mati á tilboðunum verði
lokið í lok maí næstkomandi.
Fjórir buðu í fjar-
skipti fyrir ríkið
LAUMUFARÞEGI fannst um
borð í Arnarfellinu, flutninga-
skipi Samskipa, þegar skipið var
á siglingu frá Rotterdam til
Reykjavíkur. Maðurinn, sem er
25 ára, var afhentur lögreglu við
komuna til Reykjavíkur í fyrra-
dag, en hann hefur óskað eftir
pólitísku hæli hér á landi.
Maðurinn segist vera rúss-
neskur ríkisborgari, en var skil-
ríkjalaus við komuna hingað,
segir Jónas Hallsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá leyfa- og
útlendingaeftirliti Lögreglunn-
ar í Reykjavík. Í ljós hafi komið
að maðurinn hafi þegar sótt um
hæli í Svíþjóð, og því sé líklegt
að hann verði sendur þangað.
Málið verður sent Útlendinga-
stofnun þegar lögreglurannsókn
er lokið og úrskurðar stofnunin
um það hvort maðurinn verður
sendur af landi brott.
Laumufar-
þegi fannst í
Arnarfellinu