Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Við leikum út ýmsum trompum og bjóðum
í heimsókn.
Mikið úrval stórra og
smárra heimilistækja
ásamt lömpum,
þráðlausum símum
og farsímum á sann-
kölluðum Vorbúhnykks-
kostakjörum.
Komið og gerið frábær
kaup.
GH
-
SN
05
04
00
2
PÚTÍN TIL ÍSRAELS
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
kom til Ísraels í gærkvöldi og er
þetta í fyrsta skipti í sögu Ísraels-
ríkis sem rússneskur eða sovéskur
leiðtogi sækir það heim. Pútín kvaðst
í gær leggja til að haldin yrði ráð-
stefna í Rússlandi í haust um friðar-
umleitanir í Mið-Austurlöndum.
Ný stjórn í Írak?
Ibrahim Jaafari, verðandi for-
sætisráðherra Íraks, tilkynnti í gær
að hann hefði myndað ríkisstjórn.
Þingið þarf að samþykkja stjórnina
með meirihluta atkvæða.
Fá ekki bætur
Íslensku friðagæsluliðarnir, sem
særðust í sprengjuárás í Kabúl í Afg-
anistan í fyrrahaust, hafa ekki fengið
bætur frá Tryggingastofnun ríkisins,
þar sem stofnunin telur að mennirnir
þrír hafi ekki slasast í vinnuslysi
heldur í frítíma sínum.
Óska eftir umboði
Stjórn Almennings ehf. hefur ósk-
að eftir því við alla skráða félaga sem
hafa hug á að taka þátt í kaupum á
Símanum að þeir veiti félaginu um-
boð til að fara fram á að ráðgjaf-
arfyrirtækið Morgan Stanley og
einkavæðingarnefnd afhendi Al-
menningi útboðsgögn vegna sölu
Símans.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 28
Fréttaskýring 8 Umræðan 28/32
Úr verinu 12 Bréf 32
Erlent 14/15 Minningar 33/36
Minn staður 16 Brids 39
Höfuðborgin 17 Myndasögur 40
Suðurnes 17 Dagbók 40/43
Akureyri 18 Víkverji 40
Austurland 18 Staður og stund 42
Landið 19 Leikhús 44
Daglegt líf 20 Bíó 46/49
Neytendur 21/23 Ljósvakamiðlar 50
Menning 24/25 Veður 51
Forystugrein 26 Staksteinar 51
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
kynningarblaðið Iðnneminn frá
Iðnnemasambandi Íslands.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
RÚMLEGA fimmtug kona lést
þegar bíll sem hún ók fór út af
Upphéraðsvegi skammt frá
Egilsstöðum á tíunda tímanum
í fyrrakvöld. Hin látna hét Guð-
rún Sigurðardóttir, til heimilis
að Möðrufelli 11 í Reykjavík.
Hún var fædd 22. nóvember
1952 og lætur eftir sig unnusta,
þrjú börn og sex barnabörn.
Hin látna var ein í bílnum og
er talið að hún hafi látist sam-
stundis, en bíllinn fór eina eða
tvær veltur og hafnaði á hjól-
unum.
Lést í
umferð-
arslysi
BÆJARRÁÐ Vestmannaeyjabæjar
hefur falið bæjarstjóra að undirrita
samning bæjarstjórnar og eftirlits-
nefndar með fjármálum sveitarfélaga
um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit
með rekstri bæjarins. Skuldir bæj-
arins hafa aukist árlega frá árinu
1991. Sambærileg samningsdrög eru
til umfjöllunar í níu öðrum sveitar-
félögum.
Húnbogi Þorsteinsson, fráfarandi
formaður eftirlitsnefndar með fjár-
málum sveitarfélaga, segir að ákveð-
ið hafi verið að veita 200 milljónir úr
Jöfnunarsjóði til 10 sveitarfélaga til
að bæta fjárhagsstöðu og snúa við
hallarekstri. Ekki hefur áður verið
boðinn sambærilegur samningur um
aðstoð. Samningsdrög voru send til
sveitarfélaganna og eiga viðbrögð við
þeim að hafa borist fyrir næstu mán-
aðamót.
Sveitarfélögin sem um ræðir eru
auk Vestmannaeyjabæjar, Snæfells-
bær, Blönduósbær, Ólafsfjarðarbær,
Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær,
Seyðisfjarðarkaupstaður, sveitarfé-
lagið Hornafjörður, Siglufjarðar-
kaupstaður og Dalvíkurbyggð.
Margvíslegar ástæður
fyrir hallarekstri
Að sögn Bergs E. Ágústssonar,
bæjarstjóra Vestmannaeyja, var
rekstrarniðurstaða neikvæð af sam-
stæðu bæjarins á síðasta ári, en árs-
reikningur verður lagður fyrir bæj-
arstjórn eftir hálfan mánuð. Áætlanir
geri ráð fyrir að rekstur samstæð-
unnar verði neikvæður um 180 millj-
ónir króna. Þess má geta að lífeyr-
isskuldbindingar jukust á síðasta ári
um rúmar 150 milljónir króna.
Að sögn Bergs eru ástæður fyrir
hallarekstri bæjarins margvíslegar.
Rekstur grunnskóla hafi reynst
bænum verulega þungur seinustu ár
og sama megi segja um félags-
þjónustuna sem hafi aukist með nýj-
um kröfum og skuldbindingum. Þá
njóti Vestmannaeyjar ekki samlegð-
aráhrifa með öðrum sveitarfélögum
hvað ýmsa þætti varðar, s.s. rekstur
slökkviliðs og félagsþjónustu.
Samningurinn við eftirlitsnefndina
gildir til eins árs í senn og er meg-
inmarkmiðið að stöðva skuldasöfnun
og hallarekstur með margvíslegum
aðgerðum, s.s. niðurgreiðslu lána og
hagræðingu í rekstri. Þá verður sér-
stöku framlagi ráðstafað úr Jöfnun-
arsjóði sveitarfélaga.
Bergur segir engar sérstakar að-
haldsaðgerðir áformaðar að þessu
sinni eða niðurskurður á þjónustu.
Bærinn hafi skyldum að gegna hvað
varðar lögbundna þjónustu en „allt
sem er umfram lögbundna þjónustu
verðum við að vega og meta í þessu
samhengi“.
Bærinn seldi í fyrra eignir til
Eignarhaldsfélagsins Fasteignar og
nýtti fjármunina til að greiða niður
skuldir og óhagstæð lán. Tæplega
helmingur eigna bæjarins er þegar
seldur.
200 milljónum varið til að
bæta stöðu tíu sveitarfélaga
Eftirlitsnefnd semur við Vestmanna-
eyjabæ um aðgerðir til að stöðva
skuldasöfnun og hallarekstur
MIKIL mildi þykir að þessi fólksbíll, á planinu við
Glæsibæ, var mannlaus um miðjan dag í gær þegar stór-
eflis stykki úr væntanlegu þaki nýrrar viðbyggingar við
verslunarhúsnæðið féll ofan á bifreiðina og skemmdi
hana töluvert.
„Við vorum að hífa upp þakhluta og vorum komin með
hann í u.þ.b. fimm metra hæð þegar ein stroffan [spotti
frá krana og niður í hífið] gaf sig með þeim afleiðingum að
hluti af hífinu hrundi,“ segir Guðmundur Jóhannesson,
byggingarstjóri hjá ÍAV. Aðspurður sagði hann skemmdir
á stálvirkinu sjálfu óverulegar þótt rífa þurfi allt í sundur
til að rétta og laga, en ljóst er að aðaltjónið var á bílnum.
„Það er alltaf erfitt og leiðinlegt þegar svona gerist, en
fyrir mestu er þó að ekki varð manntjón.“
Ljósmynd/Bergþór Sigurðsson
Þakhluti féll á bíl við Glæsibæ
ÁR hefur liðið hjá
Alcan í Straums-
vík án þess að
komið hafi til fjar-
veru starfsmanns
vegna slyss og
segir Rannveig
Rist, forstjóri fé-
lagsins, að árang-
ur í öryggis-
málum álversins í
Straumsvík sé með því besta sem
þekkist í heiminum.
Hún segir eitt slys hafa orðið á síð-
asta ári þegar starfsmaður brenndist
á fæti en rétt notkun á persónuhlífum
hafi tryggt að meiðsli hans urðu
miklu minni en annars hefði orðið og
starfsmaðurinn hafi jafnað sig að
fullu.
„Í alþjóðlegum samanburði milli
álvera er reiknuð slysatíðni á hverjar
200 þúsund vinnustundir og þegar
gögn frá öðrum álverum eru skoðuð
kemur í ljós að okkar árangur er með
því allra besta. Á síðasta ári var tíðnin
0,24 slys á hverjar 200 þúsund vinnu-
stundir sem jafngilti einu slysi.“
Þetta segir hún vera gríðarlega
breytingu á stuttum tíma því ekki séu
nema sjö ár frá því tíðni fjarveruslysa
var 12,51 á hverjar 200 þúsund vinnu-
stundir sem jafngilti um 50 slysum,“
segir Rannveig en þessi árangur er
talinn endurspegla þá þróun sem
hófst með mikilli öryggisvakningu
hjá fyrirtækinu seint á síðasta ára-
tug.
„Öryggismál eru stórmál í okkar
augum, enda ekkert mikilvægara en
að starfsmenn komist heilir heim í lok
vinnudags,“ segir Rannveig.
Slysum fækkaði úr
50 í eitt á sjö árum
Mikilvægast/B2
Rannveig Rist