Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Egilsstaðir | „Laxastiginn í Lag- arfossi lítur í rauninni vel út í aug- um veiðimanna og hönnuða. Málið er bara að sálarlíf laxa kann að vera öðruvísi heldur en þeirra sem hönnuðu stigann, þannig að það gæti ver- ið þar eitthvað sem laxinum lík- ar ekki við. Svæðið er ekki vonlaust, það þarf bara þolin- mæði til að finna út hvað er að og laga það,“ segir Sigmar Ingason hjá Stangveiði- félaginu Héraðsmönnum. Félagið gengst fyrir ráðstefnu um stang- veiðimöguleika á Lagarfljótssvæð- inu og úrbætur á laxastiganum við Lagarfoss nk. laugardag. Um tildrög ráðstefnunnar segir Sigmar að fyrir löngu hafi verið gerð tilraun til þess að fá göngu- fisk upp í hið stóra vatnasvæði fyr- ir ofan Lagarfoss. „Í laxastigann var farið af miklum dugnaði og sleppt miklu af seiðum í kjölfarið. Gerður var stór samningur milli landeigenda við Lagarfljót og Stangveiðifélags Reykjavíkur en árangur varð lítill og stiginn þótti ekki nógu góður. Honum var breytt síðar og alltaf hafa komið einhverjir fiskar upp fyrir stiga og það sannar að þarna getur gengið fiskur. Þetta hefur þó aldrei borið þann árangur sem menn vonuðust til. Þessi tilraun fjaraði því út af því að menn urðu fyrir svo miklum vonbrigðum og núna hófst þessi umræða aftur í sambandi við stækkun Lagarfossvirkjunar og mannvirkjagerð samhliða því og byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þá datt okkur það snjallræði í hug að reyna að koma þessu máli á rekspöl aftur. Við töluðum við marga menn sem um þetta höfðu fjallað og komumst fljótlega að því að menn voru svekktir eftir þessi vonbrigði og því erfitt að hreyfa málinu. Svo þegar ég fór að koma þessu lengra uppgötvaði ég líka að ýmsir menn höfðu ágætan áhuga, svo að niðurstaðan varð sú að efna til ráðstefnu. Fá á svæðið alla þá fræðinga sem við teljum að best geti frætt okkur og kennt og segja okkur hvar málin standa, hvað helst var að síðast og í hverju væri helst von núna. Við viljum stuðla að því að koma málinu á hreyfingu og að það yrði þá gert af fullri fag- mennsku í þetta sinn. Einnig þarf að nota tækifærið, af því að verið er að hreyfa við mannvirkjum þarna út frá, til að tryggja að ekki verði gert neitt sem kemur í veg fyrir að auðvelt sé að koma þessu í það horf síðar sem fræðingar telja að best geti orðið. Við Stangveiði- félagsmenn höfum í raun ekki afl til þess að gera annað en þetta, að koma mönnum saman og ræða málið og stuðla að því að næstu skref verði tekin af skynsemi,“ segir Sigmar. Framsögumenn á ráðstefnunni verða m.a. Árni Ísaksson veiði- málastjóri, Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun, Jón Kristjáns- son fiskifræðingur, Þröstur Elliða- son fiskeldisfræðingur og Sveinn Agnarson hagfræðingur. Til ráð- stefnunnar eru boðaðir landeig- endur við Fljótið, fulltrúar sveitar- félaga, Landsvirkjunar, RARIK og Þróunarstofu Austurlands. Ráð- stefnan verður haldin á Hótel Hér- aði á Egilsstöðum laugardaginn 30. apríl kl. 13.30 og er öllum opin. Laxastigi við Lagarfossvirkjun hefur aldrei virkað eins og til stóð Ljósmynd/H. Hall Horft yfir Lagarfljót Stangveiðimenn vilja endurbæta ófullburða laxastiga í Lagarfossi. Leggja laxinum í Lagarfljóti lið Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Sigmar Ingason AUSTURLAND AKUREYRI Í Tívolí | Leikfélag Seyðisfjarðar frumsýnir á morgun í félagsheimilinu Herðubreið leikritið Í Tívolí eftir Guðjón Sigvaldason, Steingrím Guð- jónsson, Skagaleikhópinn og NFFA. Guðjón er einnig leikstjóri sýningar- innar sem og dansahöfundur en tón- listarstjóri er María Gaskell. Í Tívolí er söngleikur byggður á Tívolí-plötu elstu og virtustu unglingahljóm- sveitar allra tíma, Stuðmanna. Tutt- ugu og sex leikarar, börn og full- orðnir, koma fram í sýningunni auk hljómsveitar. Fjöldi aðstoðarmanna kemur einnig að sýningunni á ýmsan hátt. Mikið fjör hefur verið í hópnum síðustu vikur og mikið lagt á sig til þess að sýningin megi heppnast sem best. Frumsýningin hefst kl. 20 í Herðubreið, en næstu sýningar eru 1. maí kl. 20 og 5. maí kl. 18. Alls eru fyrirhugaðar 8 sýningar á verkinu. Ferðaþjónusta | Málþing um ferða- þjónustu á Austurlandi verður haldið í Egilsbúð í Neskaupstað á morgun. Er málþingið haldið í tengslum við aðalfund Markaðsstofu Austurlands. Smári Geirsson er fundarstjóri og setur þingið, en framsögumenn eru Stefán Stefánsson, formaður Ferða- málasamtaka Austurlands, Katla Steinsson, framkvæmdastjóri Mark- aðsstofu Austurlands, Arngrímur Viðar Ásgeirsson frá Ferðaskrifstofu Austurlands og Arndís Þorvalds- dóttir frá Héraðsskjalasafni Austur- lands. Þingið hefst kl. 15 og stendur fram undir kl. 17, en þá verður þingfólki boðið í skoðunarferð. Slökkvistöð | Í vikunni voru opnuð tilboð í byggingu nýrrar slökkvi- stöðvar í Austurbyggð. Fjögur aðal- tilboð bárust í verkið. Austurverk ehf. bauð kr. 57.355.500, Saxa ehf. bauð kr. 57.801.640, Röra- og hellu- steypan ehf. kr. 59.779.129 og Tré og steypa ehf. bauð kr. 60.638.937. Ákvörðunar um hvaða tilboði verður tekið er að vænta innan 3 vikna frá opnun tilboða.       GRÍÐARLEG fagnaðarlæti brutust út á Akureyrarflugvelli um hádeg- isbil í gær, þegar nýkrýndir sigur- vegarar í Norrænu KappAbel- stærðfræðikeppninni komu með áætlunarflugi Flugfélags Íslands frá Reykjavík. Fjórmenningarnir sem sigruðu í keppninni, eru í 9. bekk B í Lundarskóla og með þeim í för var kennari þeirra Sigurveig María Kjartansdóttir. Um 180 nemendur í unglingadeildum Lundarskóla, Þór- unn Bergsdóttir skólastjóri, fulltrú- ar úr skólanefnd bæjarins, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og fleiri tóku á móti hópnum og fögnuðu sig- urvegurunum vel og innilega. Þór- unn skólastjóri færði nemendum sínum og kennara blóm á flugvell- inum og lýsti jafnframt stolti yfir ár- angri þeirra. Kristján Þór bæjar- stjóri sagði að þessi árangur væri gott dæmi um góðan árangur nem- enda í skólabænum Akureyri. „For- eldrar, kennarar og nemendur fá þarna staðfestingu á góðu starfi og þetta er skrautfjöður í skólahatt bæjarins,“ sagði bæjarstjóri. Nemendurnir fjórir, Kamilla Sól Baldursdóttir, Auðunn Skúta Snæ- bjarnarson, Eyþór Gylfason og Sunna Þorsteinsdóttir, fóru með sig- ur af hólmi í íslensku undankeppn- inni fyrr í mánuðinum og tryggðu sér rétt til þátttöku í norrænu úrslit- unum, sem fram fóru í Reykjavík. Norræna KappAbel-stærðfræðikeppnin Morgunblaðið/Kristján Glaðbeittir sigurvegarar Nemendum Lundarskóla sem sigruðu í norrænu stærðfræðikeppninni og kennara þeirra var vel fagnað við komuna til Ak- ureyrar í gær. Þórunn Bergsdóttir skólastjóri t.h. færði sigurvegurunum blómvendi framan við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Sigurvegurunum var vel fagnað ÍBÚAR í Lundar- hverfi, þ.e. þeir sem búa í námunda við fyrirhugaða Dals- braut, frá Þingvalla- stræti og í Nausta- hverfi, virðast al- mennt vera and- snúnir því að brautin verði lögð. Þá hafa kennarar í Lundarskóla mót- mælt áformum um slíkt og forsvars- menn Knattspyrnu- félags Akureyrar segja að Dalsbraut muni skerða félagssvæðið verulega. Fjölmenni var á fundi þar sem rætt var um framtíðarlegu tengibrauta að og við Lundarhverfi í fyrrakvöld, en bæjarráð Akureyrar hefur samið við ráðgjafarfyrirtækið Alta um að efna til samráðs og almennrar kynningar meðal bæjarbúa á niðurstöðum vinnuhóps umhverfisráðs um framtíð- arlegu tengibrauta að og við Lund- arhverfi. Markmiðið með samráðinu er að afla upplýsinga og eiga samræð- ur við íbúana og leita sátta um nið- urstöðu eins og kostur er. Aukning umferðar blasir við Fyrirsjáanlegt er að umferð mun aukast verulega um Þórunnarstræti og Mýrarveg á komandi árum í kjöl- far þess að Naustahverfi er nú óðum að byggjast upp. Þeir kostir sem til skoðunar hafa verið eru lagning Dals- brautar og eða Miðhúsabrautar ofan bæjarins. Afgerandi andstaða hefur komið fram við lagningu Dalsbrautar meðal íbúa hverfisins sem benda m.a. á að hún muni hafa í för með sér aukna hættu fyrir gangandi vegfar- endur í grennd við Lundarskóla og KA-svæðið. Þannig benti Ólafur Jónsson, einn íbúanna, á að 80% líkur væru á dauðaslysi á tengibraut þar sem umferðarhraðinn væri 50 kíló- metrar á klukkustund. Stefán Ólafs- son nefndi á fundinum að Akureyri væri smábær en sífellt væri verið að bjóða upp á kostnaðarsamar lausnir. Báðar tengibrautirnar, Dalsbraut og Miðhúsabraut, hafa verið á skipu- lagi í rúm 30 ár, frá árinu 1973, en ekki orðið af framkvæmdum. Al- mennt virðist sú skoðun útbreidd að síðarnefnda brautin sé betri kostur en Dalsbraut. Kostnaður við lagningu beggja brauta er áætlaður um 194 milljónir. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, ráðgjafi hjá Alta, nefndi á fundinum að málið væri flókið og vandasamt. Mikilvægt væri að bæjarbúar ræddu málið og litu á það sem viðfangsefni, ekki deilu. Hægt væri að ná góðum árangri ef menn vönduðu sig. Andstaða við lagningu Dalsbrautar Flókið viðfangsefni að finna góða lausn Morgunblaðið/Kristján Kynning Fjöldi fólks lagði leið sína á kynningarfund um samgöngumál sem haldinn var á Hótel KEA. BIRTING – ungt fólk gegn ofbeldi, boðar er til þögullar mótmælastöðu gegn ofbeldi á Akureyri, á morgun föstudag, 29. apríl, kl. 17 á Ráðhús- torgi. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta tímanlega, gefa ofbeldinu rauða spjaldið og sameinast í stuttri þögn. Tónlistarmaðurinn KK mun einnig spila nokkur lög. Undanfarin misseri hefur aukið of- beldi í samfélaginu verið mikið í um- ræðunni. Nú telja bæjarbúar að kom- ið sé nóg og að þeir geti ekki setið aðgerðarlausir lengur. Þeir vilja senda skýr skilaboð bæði til stjórn- valda og almennings og vekja landann til umhugsunar um hve stórt vanda- málið er. Saklaust fólk hefur ítrekað orðið fyrir barðinu á ofbeldismönnum sem virðast geta vaðið uppi í sam- félaginu án þess að gripið sé til nokk- urra aðgerða. Þetta vilja félagar í Birtingu og aðrir bæjarbúar stöðva! „Við skorum því á stjórnvöld jafnt sem almenning að taka til hendinni í þessum málum. Vandinn verður ekki leystur nema allir leggist á eitt. Við búum til okkar eigið samfélag. Sýnum samstöðu í verki. Þessum þöglu mótmælum er beint gegn of- beldi almennt sem hvorki á að þekkj- ast í fjölskyldubænum Akureyri né annars staðar,“ segir m.a. í fréttatil- kynningu frá Birtingu. Rauðum spjöldum verður dreift á staðnum. Einnig eru fyrirhuguð mót- mæli annars staðar á landinu. Þögul mótmælastaða verður á Ráðhústorgi Gefum ofbeldinu rauða spjaldið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.