Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 43 DAGBÓK                  Almennur félagsfundur Félags eldri borgara í Reykjavík verður á Grand Hóteli þriðjudaginn 3. maí frá kl. 13.30-16.30 Dagskrá: Ávarp - Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra. Ný stefna í málefnum eldri borgara - Margrét Mar- geirsdóttir formaður FEB. Hugleiðing um aldraða og almannatryggingar - Jón Sæmundur Sigurjónsson skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu. Kaffihlé. Kórsöngur - Karlakórinn Eldri Fóstbræður. Valkostir í búsetumálum eldri borgara - Kynning í máli og myndum. Þjónustu- og öryggisíbúðir - Lára Björnsdóttir sviðs- stjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Sambýli - Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri í Kópavogi. Hjúkrunarheimili - Anna Birna Jensdóttir forstjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Íbúðir í fjölbýlishúsum á vegum FEB - Stefanía Björnsdóttir framkvæmdastjóri FEB. Íbúða- og þjónustukjarnar - Sigríður Daníelsdóttir framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu Reykjaness. Fundarstjóri - Helgi Seljan varaformaður FEB. Athugið! Skráning fer fram á skrifstofu félagsins fyrir 29. apríl nk. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Aðgangseyrir 1.400 kr. Innifalið kaffihlaðborð. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl.10 boccia, myndlist kl. 13, vídeóhornið kl. 13.15, allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, smíði/útskurður kl. 13–16.30, myndlist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, smíði/útskurður kl. 13–16.30, myndlist kl. 13.30. Opin handverkssýning frá kl. 13, föstud., laugard. og sunnud. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, leikfimi, myndlist, bókband, söngur, fótaað- gerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–11 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–14 handavinnustofan opin, kl. 11.15– 12.15 matur, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Staf- ganga kl. 9 mæting í Ásgarði í Glæsibæ. Brids í dag kl. 13 og fé- lagsvist kl. 20. Vorfagnaður í Ásgarði, Glæsibæ á morgun föstudag kl. 20. Fjölbreytt skemmtiatriði, Guðmundur Haukur leikur fyrir dansi. Skráning á skrifstofu FEB s. 588–2111. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í KÍ-húsi kl. 14. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Finn- landsferð. – Þrjú sæti laus (vegna for- falla) í Finnlandsferðina 20. maí. Upp- lýsingar í síma 554 3400. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilar tví- menning mánudaga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.10 í Mýrinni og inni– golf á sama stað kl. 11.30. Í Kirkjuhvoli karlaleikfimi og málun kl. 13 trélist kl. 13.30. Opið í Garðabergi frá 12.30 til 16.30. Félagsvist á Áltanesi fellur nið- ur. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund í samstarfi við safn- aðarstarf Fella og Hólakirkju, kl. 12.30 vinnustofur opnar, kl. 13.15 ,,Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í sam- starfi við Fellaskóla, ESSO veitir verð- laun, allir velkomnir. Félagsstarfið Langahlíð 3 | Bingó í dag kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, keramik, perlu- saumur, kortagerð og nýtt t. d. dúka- saumur, dúkamálun, sauma í plast. Hjúkrunarfræðingur á staðnum. Hár- greiðsla. Kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa hjá Sigrúnu kl. 9–13 búta- og brúðu- saumur o.fl. Boccia kl. 10–11, hannyrðir hjá Halldóru kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30 kaffi og nýbakað. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Fastir liðir eins og venjulega. Sumargleði 29. apríl kl. 20. Leikverkið Ævintýrið um Ævintýrið Inniskóna flutt af leikhópi Listasmiðju. Dísirnar og Draumaprinsarnir syngja o.fl. Hjör- dís Geirs og Siffi leika fyrir dansi. Miðasölu lýkur kl.16 á fimmtudag. S. 568–3132. Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á morgun kl. 9:30. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 leir, kl. 9 opin vinnustofa, kl. 10 ganga, kl. 13–16.30 leir. SÁÁ félagsstarf | Síðasta spilakvöld vetrarins verður laugardaginn 30. apr- íl kl. 20 í sal I.O.G.T að Stangarhyl 4. Að lokinni spilamennsku verður dans- að fram eftir nóttu Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | félagsheimilið, Há- túni 12 skák í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl 10.15–11.45 enska, kl. 10.15–11.45 spænska, kl 11.45–12.45 há- degisverður, kl. 13–14 leikfimi, kl 13–16 kóræfing, kl. 13–16 glerbræðsla, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, handmennt og hár- greiðsla kl. 9, morgunstund og fótaað- gerðir kl. 9.30, boccia kl. 10, gler- skurður og frjáls spil kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður á eftir. Áskirkja | Opið hús kl. 14–17. Sam- söngur undir stjórn organista, kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Ten-Sing starfið, æfingar leik- og sönghópa milli 17–20. Biblíuskólinn við Holtaveg | Bibl- íuskólinn við Holtaveg býður til fræðslukvölds um Jósúabók og Dóm- arabók Gamla testamentisins, fimmtudaginn 28. apríl, kl. 20:00– 22:00 í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg. Fræðsla kvöldsins verður í um- sjón sr. Írisar Kristjánsdóttur. Aðgang- ur er ókeypis og öllum opinn sem hafa áhuga. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar í Bústaðakirkju alla fimmtudaga kl.10:00 –12:00. Þar koma foreldrar saman með börn sín og ræða lífið og tilveruna. Þetta eru gefandi samverur fyrir þau sem eru heima og kærkomið tækifæri til þess að brjóta upp daginn með helgum hætti. Allar nánari uppl. eru á www.kirkja.is. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl 10:00 til 12:00. Umsjón Anna Arn- ardóttir. Leikfimi Í.A.K. kl. 11:15. Bæna- stund kl 12:10. ( sjá nánar www.digra- neskirkja.is). Fella- og Hólakirkja | Helgistund í Gerðubergi í umsjá presta Fella- og Hólakirkju alla fimmtudaga kl. 10.30. Stelpustarf 3–5. bekkur, fimmtudaga kl. 16.30–17.30. Foreldramorgnar í Fella- og Hólakirkju fimmtudaga kl. 10– 12. Allir foreldrar, afar eða ömmur sem eru heima með barn eða börn (ekki bara ungabörn) eru velkomin. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 22. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiskonar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Kirkjukrakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í há- degi alla fimmtudaga kl. 12. Org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja | Bæna- og hugleiðslu- stundir, tónslist. Fyrirbæn og handa- yfirlagning. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6–9 ára börn, hittast í Hjallakirkju á fimmtu- dögum kl. 16.30–17.30. Hjallakirkja | Opið hús í dag í Hjalla- kirkju kl. 12–14. Léttur hádegisverður og samverustund. Þorvaldur Hall- dórsson kemur í heimsókn. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eld- urinn, samvera kl. 21. fyrir fólk á öllum aldri. Lofgjörð, vitnisburðir og kröftug bæn. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Síðasti fundur vetr- arins í AD KFUM fimmtudagskvöld kl. 20 á Holtavegi 28. „Allakvöld í söng“ – Hilmar E. Guðjónsson sér um efnið. Sr. Kjartan Jónsson hefur hugleiðingu. Kaffi. Allir karlmenn velkomnir. Langholtskirkja | Kl. 10 – 12 koma for- eldrar ungra barna saman og spjalla. Fræðsla: María Guðnadóttir fjallar um óværð barna. Kaffisopi, söngstund fyr- ir börnin. Neskirkja | Samtal um sorg. Í hádeg- inu á fimmtudögum kemur fólk saman í kapellu kirkjunnar til að ræða sorg sína eða hlusta á aðra tjá sig. Fundirnir hefjast stundvíslega kl. 12.05 og þeim lýkur rétt fyrir kl. 13. ÍSLENSKA óperan og Lands- virkjun hafa endurnýjað sam- starfssamning sín á milli. Bjarni Daníelsson óperustjóri og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar, skrifuðu undir samninginn í Íslensku óperunni á dögunum. Landsvirkjun hefur um árabil verið einn af traustustu sam- starfsaðilum Óperunnar og felur samningurinn meðal annars í sér að Landsvirkjun leggur til hús- næði fyrir hluta af búninga- geymslu Óperunnar ásamt fjár- framlagi. Á myndinni undirrita Bjarni Daníelsson og Friðrik Sophusson samninginn. Landsvirkjun styrkir Óperuna SENDU mér sólskin er yfirskrift menningardaga í Gerðubergi sem hefjast á morgun. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og hefst sýningin með tveimur myndlistarviðburðum. Listmálarinn Lóa Guðjónsdóttir opnar sýninguna Litaljóð í Boganum kl. 16. Monika Abendroth leikur á hörpu við opnunina. Einnig opna þátttakendur í dagvist Iðjubergs myndlistarsýningu í D-sal. Á hátíðinni munu skólabörn lesa upp fyrir gesti og spila félagsvist við þátttakendur í félagsstarfinu. Gerðubergskórinn kemur fram við ýmis tækifæri, meðal annars við sýningaropnun og við messu á uppstigning- ardag. Hátíðinni lýkur föstudaginn 6. maí. Lóa Guðjónsdóttir verður með sýninguna Litaljóð í Boganum. Menningardagar í Gerðubergi Nánari upplýsingar um dagskrá menningardaganna er að finna á www.gerduberg.is. JPV-ÚTGÁFA hefur sent frá sér bókina Hveitibrauðsdagar eftir James Patterson og Howard Roughan í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. „Hveitibrauðsdagar er æsispenn- andi og margslunginn tryllir eftir al- þjóðlega metsöluhöfundinn James Patterson sem slegið hefur ræki- lega í gegn undanfarin ár. Í Hveitibrauðsdögum segir frá FBI-fulltrúanum John O’Hara, sem hefur fengið það verk að fylgjast með hinni óviðjafnanlegu Noru Sinclair. Þegar hann sér Noru í fyrsta skipti virðist hún afar full- komin; falleg, framagjörn, vel klædd og þræl- klár auk þess að vera fáguð og ómótstæðilega kynæsandi. Allir karlmenn sem hitta hana verða gagnteknir af henni. En hvers vegna er FBI á eftir Noru Sinclair? Dularfullir og óhugnanlegir atburðir gerast. Æsilegasta bók Pattersons fram að þessu,“ segir í tilkynningu frá JPV-útgáfu. Kiljubrot, 249 bls. Oddi prentaði. Spennusaga mbl.issmáauglýsingar Um helgina lýkur einkasýn- ingu myndlistarmannsins Baldurs Geirs Bragasonar. Sýningin ber heitið „Vasa- málverk – vasinn geymir bæði andann og efnið“ og á henni sýnir hann nýlega skúlptúra sína og hljóðverk. Sýningar- rýmið Gallerí Dvergur er í kjallara við Grundarstíg 21 í Þingholtunum og er sýningin opin föstudag til sunnudags, klukkan 17 –19, og eftir sam- komulagi (s. 865 8719). Sýn- ingunni lýkur 1. maí. Sýningu lýkur Gallerí Dvergur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.