Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 37
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur og mennta- málaráðuneytið hafa gert með sér samning um tveggja ára tilraunaverkefni um breytta viðmið- unarstundaskrá frá því sem kveðið er á um í að- alnámskrá grunnskóla. Áætlað er að 10 grunn- skólar í Reykjavík vinni að verkefninu og verður auglýst eftir þátttökuskólum. Gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist með næsta skólaári. Í frétt frá menntamálaráðuneytinu segir að tilgangurinn sé að geta náð sveigjanleika í skólastarfi í samræmi við aukið sjálfstæði skóla og áherslu á einstaklingsmiðað nám og sam- vinnu nemenda. „Gert er ráð fyrir að stunda- skrá nemenda verði skipulögð í vinnulotum til að auka bæði sveigjanleika í námi og möguleika á vali nemenda og ábyrgð þeirra á eigin námi. Fléttast þar saman bóklegt og verklegt nám, iðkun lista og hreyfing,“ segir m.a. í frétt ráðu- neytisins. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sér um verk- efnið og fylgist samstarfshópur hennar og ráðu- neytisins með framgangi þess. Samið um tilraunir með sveigjanlegt skólastarf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 37 Næturvörður Starfsmaður óskast í næturvörslu á hóteli í Reykjavík. Ráðningin er a.m.k. til 15/09 '05. Umsækjendur fæddir 1982 eða fyrr koma ein- ungis til greina. Krafa um tölvu- og enskukunn- áttu. Hentar háskólafólki mjög vel. Verður að geta hafið störf sem fyrst. Einungis reyklausir koma til greina. Starfið er ca 15 kvöld og nætur í mánuði. Ferilskrár með mynd óskast sendar á lobby@hotelvik.is Frá Grunnskólanum í Þorlákshöfn Kennari Kennara vantar við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Meðal kennslugreina er tónmennt, 50% staða. Allar nánari upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra í síma 483 3621. Umsóknarfrestur til 7. maí. Upplýsingar um skólann er að finna á heima- síðu hans http://skolinn.olfus.is Raðauglýsingar 569 1111 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur NordVest verðbréfa hf. verður haldinn í húsakynnum félagsins á Suðurlandsbraut 30, Reykjavík, 4. hæð, 6. maí 2005 kl. 17.00. A. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. samþykkta félagsins. B. Breytingar á samþykktum félagsins. 1. Tillaga stjórnar félagsins um niðurfærslu á hlutafé. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins að auka hlutafé félagsins með sölu nýrra hluta og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum að þeirri aukningu. C. Önnur mál, löglega fram borin. Reikningar félagsins, og þær tillögur sem fram eru bornar, liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til skoðunar, viku fyrir boðaðan fund. Reykjavík, 26. apríl 2005. Stjórn NordVest verðbréfa hf. Tilboð/Útboð Útboð SUL-10 Tengivirki Sultartanga Byggingarvirki Landsnet óskar eftir tilboðum í byggingarvinnu vegna stækkunar húss fyrir tengivirki við Sult- artanga ásamt öllum innréttingum og breyting- um á húskerfum og lögnum í fullbúnu húsi í samræmi við útboðsgögn SUL-10. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Gröftur 415 m3 Fylling 155 m3 Steypumót 980 m2 Steypa 171 m3 Bendistál 18.000 kg Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- nets, Krókhálsi 5c, 110 Reykjavík. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsnets, Krókhálsi 5c, 110 Reykjavík fyrir kl. 12:00 föstu- daginn 6. maí 2005 og kl. 11:00 sama dag verða þau opnuð á Krókhálsi 5c, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Uppboð Atvinnuauglýsingar Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bjartahlíð 3, 020101, Mosfellsbær, þingl. eig. Georg László Csillag og Sigríður Inga Ágústsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., útibú 528, Mosfellsbær og Tollstjóraembættið, mánudaginn 2. maí 2005 kl. 10:30. Lágholt 5, 0101, Mosfellsbær, þingl. eig. Baldvin A. Björgvinsson, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., mánudaginn 2. maí 2005 kl. 11:00. Unufell 23, 020202, Reykjavík, þingl. eig. Sólrún Einarsdóttir, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður, Leifur Árnason, Tollstjóraembættið og Unufell 23, húsfélag, mánudaginn 2. maí 2005 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 27. apríl 2005. Félagslíf I.O.O.F. 11  1854288½  XX Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Umsjón Fanney Sigurðardóttir og Guðmundur Guðjónsson. Allir velkomnir. Landsst. 6005042819 VIII GÞ I.O.O.F. 5  1864288  Fimmtudagur 28. apríl Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42 kl. 20:00. Predikun Vörður Traustason. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir velkomnir. www.samhjalp.is FRÉTTIR AUGLÝST hefur verið eftir um- sóknum í sjóð sem nefnist Egils- sjóður Skallagrímssonar, en um er að ræða styrktarsjóð í Bretlandi í vörslu sendiráðs Íslands. Tilgangur sjóðsins er að efla ís- lenska menningu og listir á Bret- landseyjum en í því skyni veitir hann fjárstyrki. Fyrsti styrkurinn var veittur The Icelandic Take Away Theatre vegna sýningar þeirra á leikritinu „Sítrónusyst- urnar“ á Edinborgarhátíðinni 1997. Styrkveiting fer fram tvisvar á ári í maí og nóvember. Styrkir eru almennt veittir á grundvelli list- ræns gildis og með hliðsjón af fjárþörf. Umsóknir þurfa að ber- ast sendiráðinu fyrir 1. maí eða 1. nóvember. Styrkþegar þurfa að skila stuttri greinargerð þegar verkefninu er lokið. Umsókn- areyðublöð fást á heimasíðu Ís- lenska sendiráðsins í London www.icemb.london@utn.stjr.is. Egilssjóður Skallagrímssonar LEIKSKÓLABÖRN frá leikskól- anum Steinahlíð tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri Blóma- valsverslun á dögunum en á leikskólanum hefur verið lögð áhersla á samband við gróður og umhverfi. Þetta er fyrsta skrefið í upp- byggingu Blómavals, en nýja verslunin verður í Skútuvogi 16, í byggingu samtengdri Húsa- smiðjunni Skútuvogi. Nýja versl- unin er gróðurhúsabygging, tæplega 4000 m2 og verður með blóm og allt sem þarf fyrir garða og gróður. Verslunin opn- ar í október á þessu ári, en um leið verður versluninni í Sigtúni lokað, en þar hefur stærsta verslun Blómavals verið rekin í 35 ár. Af þessu tilefni gróðursettu krakkarnir í Steinahlíð plöntu sem mun vaxa og dafna með nýrri Blómavalsbúð, segir í fréttatilkynningu. Tóku fyrstu skóflustunguna Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, gróðursetur plöntuna með hjálp skógræktarfólks framtíðarinnar frá leikskólanum Steinahlíð. LANDSNET fékk sex tilboð í jarðvinnu og byggingu sex þúsund fermetra tengivirkis við Kolviðarhól, sem reisa þarf vegna Hellisheiðarvirkjunar. Mun mannvirkið tengja Búrfellslínu 2 við virkjunina. Lægsta tilboð áttu ÞG-verktakar upp á 185 milljónir króna, sem er 88% af kostn- aðaráætlun Landsnets upp á 210 milljónir. Næstlægsta tilboð kom frá Hannesi Jóns- syni ehf., tæpar 193 milljónir, en aðrir verk- takar voru vel yfir 200 milljónum króna. Stafnás bauð 222 milljónir, Keflavíkur- verktakar 230 milljónir, Sveinbjörn Sig- urðsson ehf og RST Net buðu 234 milljónir og Ístak bauð hæst, eða 244 milljónir króna. Að sögn Þórðar Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Landsnets, er þetta eitt af stærri verkefnum fyrirtækisins í tengslum við stækkun Norðuráls á Grundartanga en stærsta verkefnið er sjálf Sultartangalínan. Tengivirkið við Kolviðarhól á að vera tilbú- ið af hálfu verktaka um næstu áramót. Sex buðu í tengivirki við Kolviðarhól Í VIÐTALI við Hannes Sigurðsson list- fræðing í blaðinu í gær var sagt að Gunnar Kvaran væri fráfarandi safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur. Gunnar er fyrrverandi safnstjóri safnsins. LEIÐRÉTT Fyrrverandi safnstjóri SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna boðar til málfundar um fyrirhugaðar breytingar á Rík- isútvarpinu í kvöld kl. 21.00 í Val- höll. Frummælendur verða: Guð- laugur Þór Þórðarson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokks, og Kol- brún Halldórsdóttir, alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Að loknum inngangser- indum verða pallborðsumræður sem frummælendur taka þátt í ásamt Hafsteini Þór Haukssyni, formanni SUS. Fundarstjóri verður Ragnar Jónasson. Málfundur um breytingar á RÚV OPINN fundur um skipulag Vatnsmýrar verður haldinn í dag, fimmtudag, í Ráð- húsi Reykjavíkur kl. 17. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri flytur ávarp og erindi flytja Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi, Dagur B. Eggertsson formaður skipulagsráðs, Ágústa Kristófersdóttir Listasafni Reykja- víkur og Pétur Ármannsson arkitekt. Fundarstjóri verður Salvör Jónsdóttir sviðstjóri. Fundur um skipulag Vatnsmýrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.