Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÞAÐ lá eftirvænting í loftinu enda voru bara tveir dagar til stefnu síð- astliðinn þriðjudag þegar Daglegt líf brá sér í heimsókn í Snælands- skóla til að fylgjast með æfingu fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem verð- ur í Salnum í kvöld. Krakkarnir eru harðákveðin í að gera sitt besta og æfa sig af kappi fyrir framan púlt við ljóðalestur og sögutúlkun. Þegar spurt er hvað þau þurfi fyrst og fremst að hafa í huga í sjálfri keppn- inni, stendur ekki á svari: „Við þurf- um auðvitað fyrst og síðast að skilja samhengið í textanum og svo þurf- um við að lesa hátt og skýrt og við þurfum að túlka textann vel og lifa okkur inn í efniviðinn,“ segja þau Rósa Björnsdóttir og Björn Hjörvar Harðarson, sem verða fulltrúar Snælandsskóla í Salnum í Kópavogi í dag, en þar etja þau kappi við jafn- aldra sína úr öðrum grunnskólum Kópavogs. Jafnaldri þeirra, Stefán Ingi Stefánsson, æfir af kappi með þeim, en hann er varamaður og þarf að mæta ef annar hvor keppandinn forfallast. Krakkarnir hafa verið þjálfaðir af kennurunum sínum frá því í nóvember, en þessa síðustu daga sér Unnur Sólrún Bragadóttir, kennari og rithöfundur í frí- stundum, um þjálfunina, en hún hef- ur nokkrum sinnum verið dómari í lokakeppnum. Upplestrarkeppnin er haldin að frumkvæði Radda, áhugafólks um eflingu tungunnar, í samvinnu við ýmsa styrktaraðila. Lokahnykkir keppninnar í ár Keppnin hefst á ári hverju á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur í hverju héraði við hátíðlega athöfn í aprílmánuði. Auk keppn- innar í Salnum kl. 16.30 í dag, verð- ur haldin keppni í Gerðaskóla í Garði og síðan verður lokahnykkur keppninnar haldinn í Safnahúsinu á Húsavík á morgun, föstudag, kl. 14.00. Að aflokinni Húsavíkurhátíð- inni á morgun hafa samtals 32 lokahátíðir verið haldnar um allt land. Keppnin, sem nú er haldin í 9. sinn, á rætur sínar að rekja til nokk- urra skóla í Hafnarfirði og á Álfta- nesi árið 1996, en hefur síðan vaxið mjög að umfangi. Í ár hafa 4.516 nemendur í 243 bekkjardeildum frá 143 skólum tekið þátt í keppninni. Aðstandendur keppninnar halda utan um hana og velja texta til upp- lestrar, en kennarar sjá um und- irbúning í hverjum skóla fyrir sig. Þó að meginmarkmið keppninnar sé að efla upplestur, benda aðstand- endur keppninnar á það á heimasíðu sinni að reynslan hafi sýnt að verk- efnið þjóni mun fleiri markmiðum. Hún efli sjálfsvirðingu nemenda og virðingu fyrir öðrum og sé jafn- framt hvetjandi fyrir nemendur með lestrarörðugleika. Keppnin þjálfi því og efli hvers kyns lífs- leikni. Að þessu sinni eru það ljóð Jó- hannesar úr Kötlum og bók Guð- rúnar Helgadóttur „Öðruvísi dagar“ sem krakkarnir þurfa að æfa, en auk þess þurfa þau að lesa sjálfvalið ljóð. Skilningur á efni boðskaparins „Keppnin fer fram í þremur um- ferðum. Hver keppandi þarf að lesa eina blaðsíðu úr bók Guðrúnar, sem þau fá vitneskju um tveimur dögum fyrir keppni og eitt ljóð eftir Jó- hannes. Að lokum lesa þau svo sjálf- valið ljóð,“ segir Unnur Sólrún. „Aðalatriðið er að koma tilfinn- ingunum úr textanum til skila til áheyrenda. Til þess að svo megi verða, þurfa þau að skilja efnið, sem þau eiga að túlka. Ég reyni að fá þau til þess að hugsa myndrænt um text- ann, líkt og þau séu að mála mynd, enda skiptir það öllu máli í svona keppni að fanga áheyrendur þannig að þú náir athygli þeirra. Fari efni textans algjörlega framhjá áheyr- endum er flutningurinn ekki góður. Maður fangar áheyrendur með því að setja sínar eigin tilfinningar í flutninginn. Framkoman þarf auð- vitað líka að vera til fyrirmyndar, hraðinn mátulegur og þagnir þurfa að njóta sín. Það er ótrúlega gaman að þjálfa upplestur, sér í lagi þegar maður sér krakkana allt í einu opn- ast upp á gátt,“ segir Unnur Sólrún. Mátuleg spenna í loftinu Þau Rósa, Björn og Stefán segjast lesa þó nokkuð heima og þá verði spennu-, ævintýra- og vísindasögur gjarnan fyrir valinu. Áhugamálin sækja þau að öðru leyti í ýmsa geira. Fyrir utan það að hafa gaman af því að „tsjilla“ með vinunum og vinkon- unum, segist Rósa vera mikil hesta- kona, Stefán handboltastrákur með HK og Björn segist hafa sérstakt dálæti á sjálfsvarnaríþróttinni „crappling“ sem sé eitt form af karate, en mun nytsamlegra ef á mann yrði ráðist. Og þegar spurt er hvort þau hafi ákveðið hvað þau vilji verða á full- orðinsárum, stendur ekki á svari og virðist sem lækningar séu sameig- inlegt áhugamál þeirra allra. Rósa segist annaðhvort ætla sér í lækninn eða dýralækninn. Stefán Ingi tekur í sama streng og bætir við að kannski sé líka svolítið gaman að vera kokk- ur. Björn Hjörvar telur líklegt að hann endi í læknisfræði líkt og báðir foreldrarnir. „Ég ætla allavegana að flýta mér svolítið í gegnum grunn- og menntaskóla því ég stefni á langtímanám,“ segir Björn, sem er nánast ári á undan í skóla. – Að lokum, kvíðið þið fyrir keppninni? „Nei, nei. Það er bara mátuleg spenna í loftinu og gaman að vera komin svona langt.“  MENNTUN | Alls hafa 4.516 nemendur í 143 skólum tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni Bætir lesskiln- ing og eflir sjálfsvirðingu TENGLAR ..................................................... www.ismennt.is/vefir/upplestur/ join@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Fulltrúar Snælandsskóla í Stóru upplestrarkeppninni, þau Rósa Björnsdóttir, Björn Hjörvar Harðarson og Stefán Ingi Stefánsson, ásamt þjálfaranum Unni Sólrúnu Bragadóttur. Stefán Ingi æfir sig á ljóðinu Véný séní eftir Þórarin Eldjárn. Rósa ætlar að velja sér ljóðið Vax- litir eftir ókunnan höfund. Björn Hjörvar ætlar að velja ljóð Davíðs Stefánssonar, Konan sem kyndir ofninn minn. Stóra upplestrar- keppnin er eitt um- fangsmesta þróunar- verkefni, sem á sér stað í grunnskólum landsins. Jóhanna Ingvarsdóttir hlustaði á ljóðaflutning fulltrúa Snælandsskóla sem verið hafa í þjálf- unarbúðum hjá Unni Sólrúnu Bragadóttur. Síðustu keppnirnar fara fram í dag og á morgun. sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Granít borðplötur og flísar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.