Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 113. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Ný lög á
leiðinni
Ragnheiður Gröndal undirbýr plötu
með eigin efni | Menning
Viðskipti | Misferli í Skandia Hefur aldrei leiðst í vinnunni
Eruð þið að vinna fyrir Actavis? Íþróttir | Jafnt hjá Eiði og
félögum Jón Arnór í úrslitaleikinn Silja með besta tímann
ÍSLENSKU friðagæsluliðarnir, sem særðust í
sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í fyrrahaust,
hafa ekki fengið bætur frá Tryggingastofnun
ríkisins (TR), þar sem stofnunin telur að menn-
irnir þrír hafi ekki slasast í vinnuslysi heldur í
frítíma sínum.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins má
búast við að málinu verði skotið til úrskurð-
arnefndar almannatrygginga.
Eins og kunnugt er urðu friðargæsluliðarnir
fyrir árás þegar þeir stóðu vörð fyrir utan
teppabúð við Kjúklingastræti, fjölfarna versl-
unargötu í miðborg Kabúl. Í árásinni lést afg-
önsk stúlka og ung bandarísk kona lést af sár-
um sínum daginn eftir.
Tengdist ekki vinnu sem
þeim eru greidd laun fyrir
Ragna Haraldsdóttir, lögfræðingur á sjúkra-
tryggingasviði á slysadeild TR, segir að sam-
kvæmt ákvæðum almannatryggingalaga séu
einungis atvik sem verði í vinnutíma bætt. Í
kjölfar þess að mennirnir þrír sendu stofnun-
inni tilkynningu um atvikið hafi stofnunin óskað
eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu,
vinnuveitanda mannanna, og í svörum ráðu-
neytisins hafi komið fram að ferð mannanna í
Kjúklingastræti hafi ekki tengst vinnu þeirra. Á
grundvelli þess sé málinu synjað.
„Málið snýst um það að þessi ákveðna ferð
tengdist ekki vinnu þeirra sem þeim eru greidd
laun fyrir og tryggingagjald er greitt vegna,“
segir Ragna.
Hún bendir þó á að í gangi sé mál þessu
óskylt þar sem íslenskur starfsmaður slökkvi-
liðsins á Kabúl-flugvelli hafi slasast við vinnu
sína, og er reiknað með að það slys verði bætt
þegar allar upplýsingar vegna málsins hafa bor-
ist.
Friðargæsluliðum sem slösuðust í sprengjuárás í Kabúl synjað um bætur
Ekki taldir vera í vinn-
unni í Kjúklingastræti
Eftir Rúnar Pálmason og
Brján Jónasson
Washington. AFP. | 25 ára leigumóðir
í Bandaríkjunum ól fimmbura fyrir
hjón sem höfðu reynt án árangurs í
tíu ár að eignast barn upp á eigin
spýtur.
Fimmburarnir voru teknir með
keisaraskurði á fimm mínútum á
sjúkrahúsi í Phoenix í Arizona í
fyrrakvöld. Minnsta barnið vó rúm-
ar sex merkur.
Fimm fósturvísum hafði verið
komið fyrir í legi leigumóðurinnar,
Teresu Anderson, til að auka lík-
urnar á því að barn fæddist. And-
erson átti að fá 15.000 dollara, sem
samsvarar tæpri milljón króna, fyr-
ir að ala hjónunum barn en þegar í
ljós kom að börnin yrðu fimm
ákvað hún að þiggja ekki pen-
ingana vegna fjárhagsbyrðarinnar
sem hjónin standa nú frammi fyrir.
Þau voru himinlifandi yfir fimm-
burunum en faðirinn kvaðst ætla að
biðja Guð að hjálpa sér.
AP
Bandaríska leigumóðirin Teresa Anderson (t.v.) horfir á eitt af börnunum fimm sem hún ól í fyrradag.
Leigumóðir
ól fimmbura
– án greiðslu
VERKSMIÐJUR Alcoa framleiddu stóran
hluta þess áls sem fer í nýju risaþotuna frá
Airbus sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sam-
kvæmt tilkynningu frá Alcoa hefur fyrir-
tækið haft náið samstarf við Airbus um
þróun ákveðinna hluta vélarinnar á yfir 20
stöðum á skrokknum. Er þetta mesta hlut-
deild sem Alcoa hefur átt í einni flug-
vélategund í sögu þessa álfyrirtækis.
Spurður hvort Alcoa-Fjarðaál í Reyð-
arfirði komi til með að framleiða ál í þessa
risaþotu Airbus segir Tómas Már Sigurðs-
son, forstjóri fyrirtækisins, allar líkur á
því. Ljóst sé að framleiðslan í Reyðarfirði,
sem hefjast á eftir rúm tvö ár, muni að
verulegu leyti fara í flugvélaiðnaðinn í
Evrópu. Alcoa hafi jafnan átt stóra hlut-
deild á þeim markaði./14
Reuters
Álið í Airbus-
vélinni að
mestu frá Alcoa
Bagdad. AFP. | Ibrahim Jaafari, sem hefur
verið tilnefndur forsætisráðherra Íraks, til-
kynnti í gær að hann hefði myndað ríkis-
stjórn, tæpum þremur
mánuðum eftir þingkosn-
ingar.
Jaafari sagði að ráð-
herralistinn yrði lagður
fyrir íraska forsætisráðið
og síðan þingið sem þarf
að samþykkja stjórnina
með meirihluta atkvæða.
Hann nafngreindi ekki þá
sem eru á listanum, sagði
aðeins að á meðal þeirra
væru að minnsta kosti sjö konur og að
súnní-arabi yrði varnarmálaráðherra.
Leiðtogar íraskra sjíta og Kúrda hafa
kappkostað að fá atkvæðamikla súnní-araba
í stjórnina til að tryggja henni sem mestan
stuðning meðal þjóðarinnar. „Ég hef unnið
nótt og dag að því að mynda ríkisstjórn sem
á að láta verkin tala og endurspegla þjóð-
ernislegan og trúarlegan fjölbreytileika
íraska samfélagsins,“ sagði hann.
Stjórnin á að vera við völd fram yfir þing-
kosningar sem ráðgerðar eru 15. desember.
Þingkona myrt
Írösk þingkona var myrt á heimili sínu í
Bagdad í gær. Hún er fyrsti þingmaðurinn
sem myrtur er í Írak frá því að kosning-
arnar fóru fram 30. janúar.
Konan hét Lamiya Abed Khadawi og var í
janúar kjörin til setu á þingi af lista Iyads
Allawis, fyrrverandi forsætisráðherra
bráðabirgðastjórnarinnar í Írak.
Þrír menn börðu að dyrum á heimili
Khadawi og skutu hana til bana er hún kom
til dyra.
Kveðst hafa
myndað
stjórn í Írak
Ibrahim Jaafari
Jerúsalem. AFP, AP. | Vladímír Pútín Rúss-
landsforseti kom til Ísraels í gærkvöldi. Þetta
er í fyrsta skipti í sögu Ísraelsríkis sem rúss-
neskur eða sovéskur leiðtogi sækir það heim.
Heimsóknin endurspeglar batnandi sam-
skipti Rússlands og Ísraels síðustu árin. Sov-
étríkin og Ísrael voru óvinir í kalda stríðinu og
stjórnin í Moskvu sleit stjórnmálasambandi
ríkjanna árið 1967.
Pútín fór til Ísraels eftir tveggja daga heim-
sókn til Egyptalands. Forsetinn sagði eftir
viðræður við þarlenda ráðamenn að hann legði
til að haldin yrði ráðstefna í Rússlandi í haust
um friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísrael tóku
þeirri tillögu heldur fálega í gær og sögðu að
ekki væri tímabært að ræða slíka friðarráð-
stefnu. Palestínumenn fögnuðu hins vegar til-
lögunni.
Pútín hyggst ræða við Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem í dag. Búist
er við að tillagan um friðarráðstefnu, áhyggjur
Ísraela af samstarfi Rússa við Írana í kjarn-
orkumálum og fyrirhuguð sala á rússneskum
eldflaugum til Sýrlands verði efst á baugi.
Pútín ræðir einnig við Mahmoud Abbas,
leiðtoga Palestínumanna, í Ramallah á Vest-
urbakkanum á morgun. Forsetinn er sagður
vona að ferðin verði til þess að áhrif Rússa
aukist í Mið-Austurlöndum. Þau hafa minnkað
jafnt og þétt frá hruni Sovétríkjanna.
Söguleg ferð Pútíns til Ísraels
Tillögu um friðar-
ráðstefnu tekið
heldur fálega
Reuters
Pútín Rússlandsforseti (t.v.) og Ehud Olmert,
aðstoðarforsætisráðherra Ísraels, í bíl á Ben
Gurion-flugvelli nálægt Tel Aviv í gærkvöldi.
♦♦♦
Viðskipti og Íþróttir í dag