Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 41 DAGBÓK Íslandsmótið í tvímenningi. Norður ♠106 ♥D53 ♦K10653 ♣943 Vestur Austur ♠8743 ♠K ♥K82 ♥Á64 ♦D8 ♦G9742 ♣KG107 ♣D865 Suður ♠ÁDG952 ♥G1097 ♦Á ♣Á2 Segjum sem svo að lesandinn hafi meldað af bjartsýni upp í fjóra spaða í suður og fái út laufgosa. Hvernig lítur það dæmi út? Vel, ekki satt, þegar allar hendur sjást. Kóngurinn í spaða er blankur og kemur í ásinn og það er tveggja slaga virði – spaðatían verður nefnilega inn- koma, sem hægt er að nota til að henda niður laufi í tígulkóng. Vörnin fær þá aðeins tvo slagi á ÁK í hjarta. Spilið er frá úrslitum Íslandsmótsins í tvímenningi og þau voru fleiri pörin sem spiluðu bút en geim. Sumir sagn- hafar voru svo „óheppnir“ að fá út tíguldrottningu. Eftir þá byrjun er besta spilamennskan að spila litlu trompi á tíuna í borði. Ef vestur á trompkónginn, verður tían innkoma og aðgangur að tígulkóngnum. En þessi spilamennska gerði enga lukku eins og legan var og skilaði sínum mönnum að- eins níu slögum. Íslandsmeistarinn, Ásmundur Páls- son, fékk út tromp í fjórum spöðum. Hann stakk upp tíunni og tók trompin af vestri. Spilaði síðan hjartagosa. Vestur vissi ekkert um skiptingu suð- urs og ákvað að drepa með kóng og spila aftur hjarta. Austur tók á ásinn og skipti yfir í lauf, en nú var vörnin búin að missa frumkvæðið. Ásmundur drap, tók tígulás, læddi sér inn á hjartadrottningu og henti laufi í tíg- ulkóng. Ellefu slagir og hreinn toppur. „Þú ert lúmskur skratti, Ásmund- ur,“ sögðu þeir í kór, Vignir Hauksson og Guðjón Bragason, sem voru í vörn- inni. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is „Svona eru Íslendingar“ ÉG KOM til Íslands 1957 og enn þann dag í dag segja Íslendingar við mig um leið og ég opna munninn: „Þú ert ekki Íslendingur.“ Aðeins menntað fólk þegir eða spyr mig kurteislega: „Hvaðan ertu? Þú talar með hreim. Ertu frá Noregi?“ Einu sinni hitti ég gamla konu á stoppistöð SVR og við byrjuðum að tala saman. Þá sagði hún við mig: „Ég er búin að ala upp börnin mín, er komin með barnabörn og mun verða grafin hér á Íslandi. En ég er ennþá þessi danska kerling. Hérna verður maður aldrei Íslendingur.“ Og hún grét þegar hún sagði þetta við mig. „Já, svona eru Íslendingar,“ sagði Snæbjörg alltaf við mig. „Það dugar því miður ekki að læra íslensku, því við verðum alltaf útlendingar til dauðadags. Svo ætla ég ekki að láta jarða mig í þessu landi, af því að ég er ekki Íslendingur.“ Fyrir nokkrum dögum hitti ég yndislega konu sem er að selja harð- fisk í Mjóddinni. Og þegar ég sagði við hana að ég hefði búið í þessu landi síðan 1957 sagði hún við mig: „Þá ertu orðin Íslendingur.“ Ég fór að hlæja og svaraði: „Þú ert fyrsta manneskjan í 48 ár sem hefur sagt þetta við mig.“ Og þegar ég útskýrði þetta fyrir henni var hún aldeilis hissa og sagði. „Hvílíkur dónaskap- ur!“ Já, svona eru Íslendingar. Helga Jóhannsdóttir, Reykjavík. Leggjum niður Umferðarstofu ALDREI hef ég hitt nokkurn mann sem telur að starf Umferðarstofu skili árangri í bættri umferðarmenn- ingu og færri slysum. Að tuðið í starfsmönnum stofunnar í fjölmiðlum veki bílstjóra og aðra vegfarendur til umhugsunar og fái þá til þess að gæta varúðar. Starfsmenn Umferðarstofu virðast telja þetta líka því upp á síðkastið hef- ur ómældum fjármunum og fyrirhöfn verið varið í að búa til auglýsingar sem eru vægast sagt sjokkerandi. Ekki að þær séu hvetjandi fyrir bíl- stjóra til þess að aka hægar – nei, heldur vekja þær vonda tilfinningu – og ekki síst fyrir starfsmönnum Um- ferðarstofu sem virðast hafa kastað frá sér allri siðferðisvitund og leyfa hvað sem er í auglýsingum sínum. Nú tekur steininn úr með þessum nýjustu auglýsingum þar sem verstu formælingar eru látnar í munn lítilla barna og látið að því liggja að þetta hafi foreldrar þeirra fyrir þeim. Ég geri það að tillögu minni að Umferðarstofa verði lögð niður og þeir fjármunir sem þar sparast fari í aukna löggæslu. Bílstjóri. Fyrirmyndin Umferðarstofa ÞAÐ ER dapurlegt að horfa á auglýs- ingarnar á strætóstöðvunum þessa dagana. Umferðarstofa að misnota ungan dreng til ótuktarskapar og ósæmilegrar hegðunar í eigin þágu. Er m.ö.o. að þykjast minna fólk á að vera góðar fyrirmyndir í umferðinni en snýr svo öllu við og er þessi líka hroðalega fyrirmynd um hegðun barna. Hvílík mistök og misskiln- ingur og siðblinda að leyfa sér þetta. Er öllum virkilega sama um að börn séu notuð til að sýna fokkmerki, steyta hnefa, sýna hatursfullt tillit og fara með munnsöfnuð sem fullorðna þarf til að skálda upp? Er foreldrum sama? Er prestum sama? Er skólastjórum og kennurum sama? Skilur fólk ekki grunntóninn og afleiðingarnar? Þetta er bara lítið barn. Hann er svo góður leikari, segja sumir. Ja, svei attan. ÓÁ. Úr fannst í Frostaskjóli KVENMANNSGULLÚR fannst í Frostaskjóli sl. sunnudag. Eigandi má hringja í síma 551-7196 eftir klukkan 17. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Kvennakór Hafnarfjarðar stendur fyrirsjötta landsmóti íslenskra kvennakóraum næstu helgi en mótið er haldiðþriðja hvert ár. Fimmtán kórar hvað- anæva af landinu og einn frá Kaupmannahöfn, rúmlega 400 konur, taka þátt í mótinu. Mótið verður sett í Hafnarfirði á föstudags- kvöldið með ávarpi Lúðvíks Geirssonar bæj- arstjóra. Á laugardaginn verður kórunum skipt upp í fjóra vinnuhópa þar sem ýmis tónverk verða æfð. Um er að ræða verk bæði eftir ís- lensk og erlend tónskáld og koma margir þjóð- kunnir listamenn að því. Þar má nefna Elínu Ósk Óskarsdóttur söngkonu, Björgvin Þ. Valdi- marsson tónskáld, Aðalheiði Ragnarsdóttur danskennara, Antoniu Hevesi píanóleikara, Ósk- ar Einarsson kórstjóra, Edit Molnar kórstjóra og hinn þekkta ungverska kórstjóra Gabriellu Thész. Tónleikar verða í Víðistaðakirkju kl. 16 á laugardaginn þar sem almenningi gefst kostur á að hlýða á fallegan kórsöng en hver kóranna tekur tvö lög. Opið hús verður á meðan á tón- leikum stendur. Á sunnudag halda kóræfingar áfram og lýkur mótinu með tónleikum í íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem allir kórarnir syngja saman. Tónleikarnir hefjast kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Mótinu verður síðan slitið kl. 16. Konurnar gera ýmislegt sér til skemmtunar á mótinu. Á föstudagskvöldið verður farið í óvissu- ferð undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar með þátttöku Stuðningsmannaklúbbs Kvennakórs Hafnarfjarðar en á laugardagskvöldið verður há- tíðarkvöldverður með ýmsum skemmtiatriðum. Mótsstjóri er Hrafnhildur Blomsterberg en hún stjórnar bæði Kvennakór Hafnarfjarðar og kór Flensborgarskóla. Hún segir mótið svipað að stærð og síðasta mót en það var stærsta mót sem haldið hefur verið. Er ekki mikið fjör þegar svona margar konur safnast saman? Þetta er mikið gaman, bæði fyrir kórkonurnar og kórstjóra að hittast og skiptast á skoðunum og hugmyndum. Hvaða þýðingu hefur svona mót? Þetta hefur gífurlega mikla þýðingu. Fyrst og fremst er þetta vettvangur fyrir konur til að hittast og hlusta hver á aðra og hafa gaman af og njóta þess að syngja saman. Í öðru lagi er það mjög spennandi og þroskandi að fá að vinna með öðrum kórstjórum. Það getur gefið kórmeð- limum nýja vídd inn í kórtónlistina. Hvernig er þetta starf? Þetta er gífurlega skemmtilegt starf. Ég er mjög lánsöm að fá að starfa við það sem veitir mér hvað mesta ánægju. Það er mikill kostur í tilverunni Tónlist | Sjötta landsmót íslenskra kvennakóra haldið í Hafnarfirði um helgina Fimmtán kórar með 400 konum  Hrafnhildur Blomst- erberg hefur stjórnað Kvennakór Hafnar- fjarðar í fimm ár og stjórnaði kór Flens- borgarskóla í fjögur ár til 1987 og tók aftur við stjórn kórsins 1996. Hún er með meistara- gráðu í kórstjórn frá UCSB, Kaliforníuhá- skóla í Santa Barbara, jafnframt því að hafa stundað framhaldsnám í tónlistarfræðum. Hrafnhildur, sem er nýorðin amma, er gift Birgi Finnbogasyni, og saman eiga þau tvær dætur. Sameiginlega eiga þau og reka tvö kaffihús og kaffibrennslu Súfistans.70 ÁRA afmæli Í dag fimmtudag-inn 28. apríl er sjötíu ára Gyða Þórarinsdóttir frá Stórahrauni. 40 ÁRA afmæli Í dag fimmtudag-inn 28. apríl er fjörutíu ára Böðvar Guðmundsson bílasmiður og hestakall, Grænatúni 22, Kópavogi. Böðvar verður í vinnunni í dag. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Smáragata Stórglæsilegt 280 fm einbýlishús auk 33 fm stakstæðs bílskúrs á þessum eftir- sótta stað í hjarta miðborgarinnar, teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum á vandaðan og smekklegan hátt og skiptist m.a. í stórt hol með arni, samliggjandi, rúmgóðar stofur, eldhús með innréttingum úr peruviði, sjónvarpshol, þrjú herbergi auk fataherbergis, stórt vinnu- og fjölskylduherbergi með arni og tvö baðherbergi auk gestasnyrtingar. Mjög góðar geymslur. Þrennar svalir. Ræktuð lóð, hiti í innkeyrslu og stéttum að hluta. Óskað er eftir tilboðum í eignina Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið fyrir börn. Einkatímar/taltímar. Franska fyrir ferðamenn. Kennum í fyrirtækjum. Frönskunámskeið hefjast 2. maí Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: alliance@simnet.is Innritunn til 29. apríl í síma 552 3870✆ SÖRLASKJÓL - OPIÐ HÚS Sýnum í kvöld á milli kl. 18 og 20 þessa glæsilegu 3ja-4ra herbergja rishæð við Sörla- skjól 62, með óvið- jafnanlegu útsýni bæði til fjalla aust- an og norðan, út á sjó og yfir Álftanes- ið. Húsið er klætt að utan með fín- steinaðri klæðn- ingu, þakjárn gott , nýlegur sólpallur og snyrtileg lóð. Íbúðin er öll endurnýjuð þ.m.t. eldhús, bað og gólfefni, hluti glers og opnanlegra faga, stærsti hluti lagna o.fl. Laus og tilbúin til afhendingar strax. TILBOÐ ÓSKAST. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Húsakaupa. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.