Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING                                              ! "#$    % &# %    "' (  #   )%  * + , ! "! #  # !+ " *+ -"! +&+ . !+  # %+ /!!# ' +% &+ # #!  %    & +% &+#   * * 0- $ 1  * 2% % !   3 2## -! +3+ 4 *+ "/ -  '  *  % !*3+  # +$ 4 *+ 3 2##, 4  +  "% +$ ! + %'  *  %3# & +% &+' 5   & +% &+  6  " ) # )3 +  * #    6 #  %   % %03!2$ "   *  ,  * 7' 8 -%+ 6 # #!  *  # / ! )*+ 4  *+ + 9  %  ' 7!+  4 +. *3!*1  *, # +$ 4 1 +. : )! %+  +  : )03%   ! ;8 )+ 4 !  *  ' <2 /9   =;8 !)2!!*3 . &. 6-, *3 . %$1 + 3+ #!1 #  > ?@ # 04%* ! )+ 0% . 3* 1 +  %!&# . ), 1 #  #  %) ! %+. ) +. %1 + ",  !!0  #   ++  *   ) *$4 #  !1  ! 3%  *# 3 2##. #&+ # /&#$ %2  # # %03!2$ ' $ 9' ! ++   !! A  )% *9 + % /0366 ' * ++B + % 4 ! ' C'D'' E+ ++   +  +   +   !+ "    #, $    " !0    #  *+  * '  *   #  3+  "! . ) 66%2 / % /"  #  ! 3%  6 # # 3 ## %03!2$ " 4 !2# * + 4 / + / % + %-  #&+  # /&#$  F "' $  *  G %& +    %2   * +' 2   ! ++  *  %& +  *   + 3!   !) 6!! > @ 4 * +  / & !! % )04 /9 % ' 6 + 4+#0%  * 4 H$   ' < $ " :  #'            7                  ! " #     #$#   #    ! #% #&   '( )  *  D. ?    !!. A  )3% "' < - C'D'  *  D. ?    !!. DA )3% "' < - 'CC'         SÖGUNA um Fást þekkja margir; – söguna um menntamanninn ljóngáf- aða, sem lætur til leiðast að selja kölska sál sína fyrir visku, nautn og velsæld. Saga Göthes af Fást er sú þekktasta, en hana má þó rekja enn lengra aftur – allt til læknisins Jó- hannesar Fásts sem var uppi í byrj- un 16. aldar, og margir töldu hafa selt sál sína djöflinum. Tónverkin sem samin hafa verið um samskipti Fásts og djöfsa skipta tugum – ef ekki hundruðum – en í sögunni heitir sá illi því mik- ilfenglega nafni Mefistófeles. Meðal þessara verka eru Fást forleikurinn eftir Wagner, Fást sinfónían og Mefistóvalsinn eftir tengdaföður hans, Franz Liszt, óperurnar Fást eftir Gounod og Mefistófeles eftir Boito, söngur Mússorgskís um flóna og sviðstónverkið Fordæming Fásts eftir Hector Berlioz, svo fátt eitt sé nefnt. Það er einmitt síðasttalda verkið, Fordæming Fásts, sem flutt verður á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Sviðstónverk er kannski það orð sem lýsir verkinu best, því þótt það sé stundum svið- sett eins og ópera, leit tónskáldið ekki á það sem óperu í hefðbundnum skilningi. Reyndar er verkið oftar flutt í konsertuppfærslu en í fullri sviðsgerð. Fordæming Fásts er talin meðal merkustu tónverka rómantíska tím- ans og einn af hápunktunum í þeim ríkulegu tónbókmenntum sem byggðar eru á meistaraverki Goeth- es. Fjórir einsöngvarar og fjöldi söngvara taka þátt í flutningi verks- ins í kvöld. Kristinn Sigmundsson fer með burðarhlutverk sjálfs Mefistófelesar, en hann er því hreint ekki ókunnugur, hefur leyst það af hendi með glæsibrag víða um heim. Ólafur Kjartan Sigurðarson er einn- ig meðal einsöngvara ásamt þeim Beatrice Uria-Monzon og Donald Kaasch. Karlakórinn Fóstbræður kemur fram undir stjórn Árna Harð- arsonar, Óperukórinn í Reykjavík og unglingakór Söngskólans einnig og þar heldur Garðar Cortes um stjórn- artauma. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba, aðalhljómsveitar- stjóri. Flutningur verksins er heil- mikill viðburður, því það hefur aldrei fyrr hljómað í heild sinni hér á landi. Óskaplega mikið litskrúð Þeir Ólafur Kjartan og Kristinn eru sammála um að Fordæming Fásts sé magnað og fallegt verk. Ólafur Kjartan þekkti það ekki áður en hann var beðinn um að syngja í því, en Kristinn hefur sem fyrr segir margoft sungið í því og þekkir það því vel. „Það er óskaplega mikið lit- skrúð í tónlist Berlioz, þetta er allt öðru vísi en önnur verk byggð á sömu sögu,“ segir Kristinn. „Sumir þættir eru þeir sömu að efni til og í óperu Gounods, en sumt diktar Berlioz upp sjálfur. Þannig er þetta ekki allt komið frá Goethe. Ég var svo heppinn að vinna að sviðsetningu á verkinu í San Franc- isco fyrir tveimur árum, og hann þekkti sögu Goethes um Fást svo í hörgul, að hann gat vitnað í hana og farið með langa mónólóga ef því var að skipta. Þá varð mér ljóst að Fást er ekki sama og Fást – sagan er svo óhemju stór af hendi Goethes, að það eru ekki nema einstaka senur sem hægt er að setja í óperu.“ Æfði með píanista Maríu Callas Fordæming Fásts var fyrsta verk- ið sem Kristinn söng í Bastilluóper- unni í París fyrir einum tíu árum, en þar hefur hann sungið margoft síð- an. „Það sýnir nú hvað maður getur verið óhemju heimskur og með háar hugmyndir um sjálfan sig. Ég gat varla keypt mér brauð úti í búð – og ætlaði svo að syngja þetta fyrir Par- ísarbúa sem eru eitthvert svæsnasta públikum sem til er. Það tókst þó, en með góðri hjálp. Það var háöldruð kona sem hafði verið æfingapíanisti Maríu Callas sem hjálpaði mér. Ég var í tímum hjá henni í klukkutíma á dag, allt æfingatímabilið, sem mig minnir að hafi verið um mánuður – eða einn og hálfur. Hún hamraði á öllum fínu blæbrigðunum í málinu, sem endaði með því að nokkrum dögum fyrir frumsýningu sagði hún, að nú heyrði enginn muninn, ég hljómaði eins og Frakki. En þá söng ég einmitt með Beatrice sem syngur með okkur núna. Hún er söngkona sem fær mann til að gráta – alveg ótrúleg. Hún var góð þá, en hún er enn þá betri núna.“ Rulla til að nýta sér í botn Ólafur Kjartan segir að hlutverk sitt í verkinu sé lítið – en lúmskt. „Ég hef lengi bullað um það að það séu ekki til lítil hlutverk, bara litlir söngvarar. Nú er ég reyndar lítill söngvari, og þarf að sanna að lítið hlutverk geti verið stórt! Þetta er ein sena í Auerbach kjallaranum, aría og samsöngur með kórnum. Þetta er fyllerí og persóna mín, Brander, er fullur og flottur, og er manaður til að syngja gamansöng um ákveðna rottu. Sumir gætu litið á svona hlutverk sem svo að það tæki því varla að syngja það, en ég ítreka að þetta er lítið EN lúmskt. Þetta er rulla til að nýta sér í botn.“ Og Ólaf- ur Kjartan segir skemmtilega sögu af því hvernig litlu hlutverkin geta orðið stór: „Ég fékk einu sinni tölvupóst frá vini mínum sem var þá í óperu- stúdíói Bastilluóperunnar, og í póst- inum stóð: „Who is this mr. Sig- mundsson guy?“ Mig minnir að þetta hafi verið Rakarinn í Sevilla, og Kristinn að syngja Basilio. Vin- urinn taldi upp fyrir mig hlutverka- listann og það voru frægir og flottir söngvarar í öllum hlutverkum. En svo kom það … hann sagði að í upp- klappinu í lokin hefði verið eins og þessi mr. Sigmundsson hefði verið með einsöngstónleika. Basilio er ekki stærsta rullan í bókmennt- unum, en engu að síður tækifæri til að gera vel. Ég ætla mér ekki að stela senunni í Fást, en gera þetta eins vel og ég get.“ Kölski hissa á mannfólkinu Kristinn Sigmundsson er ekki óvanur því að vera í hlutverki kölska og við spurningunni um það hvernig sé að vinna að persónusköpun og túlkun á ljóta kallinum er bara til eitt svar: „Það er djöfulli gaman.“ Tónlist | Sinfóníuhljómsveit Íslands með Íslandsfrumflutning á Fordæmingu Fásts eftir Berlioz Ekkert gaman ef Kölski væri bara vondur Morgunblaðið/Eyþór Árni Harðarson, Donald Kaasch, Beatrice Uria-Monzon, Kristinn Sig- mundsson, Rumon Gamba og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.