Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 45 MENNING Er löggiltur fasteignasali a› selja eignina flína? sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17 Hjá Heimili fasteignasölu starfa fjórir löggiltir fasteignasalar sem hafa áralanga reynslu af fasteigna- vi›skiptum. fia› er flví löggiltur fasteignasali sem heldur utan um allt ferli›, allt frá flví eignin er sko›u› og flar til afsal er undirrita›. Metna›ur okkar á Heimili er a› vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu- brög› sem tryggja flér besta ver›i› og ábyrga fljónustu í samræmi vi› flau lög og reglur sem gilda um fasteignavi›skipti. Finbogi Hilmarsson lögg. Fasteignasali Einar Gu›mundsson lögg. Fasteignasali Anney Bæringsdóttir lögg. Fasteignasali Bogi Pétursson lögg. Fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Ritari FJÓRAR sýningar tileinkaðar gler- list eru nú opnar á vegum Gerð- arsafns í Kópavogi í tengslum við al- þjóðlegt glerlistaþing sem þar fór nýverið fram. Hér verður fjallað um sýningar á verkum Gerðar Helga- dóttur og Caroline Swash í Gerð- arsafni, en sýningu Leifs Breiðfjörð í Salnum og sýningu sjö íslenskara glerlistamanna í Bókasafni og Nátt- úrufræðistofnun Kópavogs verða gerð skil í öðrum greinum. Skúlptúrar og glerverk Vestur- og austursalur Gerð- arsafns eru helgaðir verkum Gerðar Helgadóttur þar sem megináhersla er lögð á glerverk hennar hvort heldur sem eru steindir gluggar eða teikningar af slíkum, lágmyndir og skúlptúrar, sumir með innfelldu gleri. Sýningin lítur ákaflega vel út í rýminu og niðurröðun verka í salinn nær vel að skapa tengsl og sýna skyldleika með skúlptúrum Gerðar og glerlistaverkum hennar. Fyr- irferðarmestar eru teikningar í fullri stærð af steindum kirkjugluggum, fyrir kirkjur í Essen og Herkenrath í Þýskalandi, en þessir gluggar eru meðal stórvirkja frá hendi listakon- unnar. Gluggarnir fyrir kirkjuna í Essen eru mjög áhrifamiklir og lita- spilið í litlu gluggunum sérstaklega hrífandi. Gerður var sem kunnugt er í röð framsækinna skúlptúrlistamanna í Evrópu um miðja síðustu öld og fór á hátindi ferils síns að vinna glugga úr steindu gleri, fyrst að því er virð- ist af einskærum áhuga en seinna sem hliðarverk í list sinni, ætlaða til að vinna inn tekjur svo hún gæti lif- að af listinni og komið sér upp skúlp- túrvinnustofu. Glerlistin tók hins vegar miklu stærri toll af tíma Gerð- ar en hún ætlaði og að hennar mati á kostnað skúlptúranna. Gerður lagði þó ekki síður listrænan metnað við gerð glerverkanna en skúlptúranna, fylgdi vinnuferli þeirra eftir alla leið þótt faglegt glerverkstæði sæi um að skera, lita og blýleggja stærstu gluggana. Þetta minnir óneitanlega á Júlíönu Sveinsdóttur sem leit ekki á vefi sína sem myndlist þótt ekki þyki sá þáttur listsköpunar hennar ómerkari málverkunum á okkar tím- um. Það má segja að Júlíana og Gerður hafi skipt sér á milli tveggja starfsferla sem á endanum varð þó einn og hinn sami í reynd. Þá eins og nú var gerður greinarmunur á fag- urlistum annars vegar og skreyti- eða nytjalist hins vegar þótt mörkin þar á milli sköruðust oft eða væru óljós enda greinar af sama meiði. Hinar „frjálsu“ fagurlistir trónuðu efst í virðingarstiganum, þá kom skreyti- og nytjalistin og þar fyrir neðan alþýðulist, handverk og fönd- ur. Á síðustu áratugum hafa mark- visst verið brotin niður skil svokall- aðrar há- og lágmenningar hvað varðar stigveldi mikilvægis þeirra. Það ásamt enn flóknari skörun milli listgreina en áður hefur valdið rugl- ingi og vandamálum í umræðu um listir, og ekki síst þar sem fag- urlistin (fine art) er nú oft nefnd framsækin myndlist en skreytilistin (decorative art) vill losna við þá nafngift og vera skilgreind sem myndlist á meðan nytjalistin hefur haldið stolti sínu og er sátt við sína skilgreiningu. Hver listgrein hefur sinn innri metnað og allt það frelsi sem hún tekur sér, elur af sér mis- góða og misfræga listamenn innan sinnar greinar, en eins og áður skar- ast þessar greinar oft, mörkin eru stundum óljós og listamenn geta unnið fleiri en eina grein samtímis. Stundum fer það einungis eftir því á hvaða forsendum listaverk er sett fram, sem segir til um hvaða list- grein það tilheyrir. Góð eða fram- sækin nytjalist er ekki sjálfkrafa sú sama og framsækin myndist, né heldur er góð eða framsækin mynd- list sjálfkrafa falleg eða nytsöm í sama skilningi og nytjalistin, þó að þetta geti vissulega stundum farið saman. Að baki hverrar listgreinar liggja mismunandi forsendur, en þessar forsendur taka þó stöðugum breytingum í takt við tímann. Samtal við Ísland Verk bresku glerlistakonunnar Caroline Swash prýða alla neðri hæð safnsins. Þar má finna myndir úr steindu gleri, teiknaðar og málaðar myndir og ljósmyndir. Caroline Swash sýnir myndir af kirkjugluggum sem hún hefur gert fyrir dómkirkjuna í Gloucester þar sem tónlist er meginþema annarra skreytinga þar enda kirkjan þekkt fyrir tónlist. Þessar myndir leiða hugann að kirkjugluggum Gerðar í Essen, en þær bera ekki síður í sér línulega hrynjandi tónlistar í sínum óhlutbundnu formum sem minna þó á einhvers konar leturskrift, ekki ólíkt höfðaletri. En höfðaletur er eitt af þeim íslensku elementum sem Caroline hefur teiknað upp eftir ís- lenskum fornminjum í London, og í meðförum hennar verða stafirnir hver um sig vart þekkjanlegir og líkjast myndmáli Gerðar þeim mun meira. Myndir Swash eru m.a. af gömlum íslenskum munum á við út- skornar skeiðar, gamlar dúkkur og tóbakshorn ásamt öðrum útskurði og handritslýsingum. Einnig notar hún handskrifaðan íslenskan texta sem þétt bakgrunnsmunstur í marg- ar myndir, texta sem er að mestu óskiljanlegur þótt greina megi eitt og eitt íslenskt orð. Þessa aðferð (kennd við lettrisma Isidoru Isou) að nota letur eða skriftarígildi á mynd- rænum forsendum má einnig finna í verkum Leifs Breiðfjörð í Salnum. Glermyndir Swash eru ekki stórar í sniðum og eru hengdar bæði beint á vegg og í glugga þar sem ljósgjafinn kemur aftan frá. Blýteikningin í verkunum byggist upp á lífrænum óhlutbundnum óreglulegum form- um, ásamt fígúratífri teikningu að hluta en áferð glersins og efn- iskennd minnir á textíl ýmiskonar. Tilfinningin fyrir textíláferðinni tengir verkin við hugmyndir um bútasaum og veggteppi, ekki ósvip- að og verk Jóns Jóhannssonar sem á verk á sýningunni Íslensk samtíma- glerlist. Eitt form er gegnumgang- andi í mörgum af teikningum og glerverkum Swash á þessari sýn- ingu, en það er af gömlum íslenskum skeiðum, ýmist með útskornum eða einfaldari sköftum, stundum við- gerðum. Með því að stilla skeiðinni ávallt í miðju myndar þannig að skaftið vísar upp þá vísar hún sterk- lega til fallískrar táknmyndar á sama tíma og skeiðin getur staðið fyrir skeið í merkingunni sköp konu. Stundum er áherslan lögð á fag- urlega skreytt skaftið en skeiðin sjálf skiptir minna máli, í öðrum myndum er skaftið ekki í kastljósinu heldur skeiðin sem glóir eins og gull og svo má lengi telja. Táknmynd Yggdrasils, tré Óðins, kemur oft fyr- ir og er plantan sú ekki ólík íslensk- um fífli í myndunum og oftast nið- urgrafin eins og undir yfirborðinu. Þessi verk sýna ólíka og skemmti- lega nálgun við menningararf okkar sem og glermyndahefðina. Allar fjórar sýningarnar skapa innbyrðis skemmtilega samræðu, ekki síst vegna framlags Caroline Swash sem kemur meðvituð til þessa leiks til að skapa samræður við íslenska glerlist, bæði með verk- unum sem og samskiptunum öllum ásamt þeirri orðræðu sem fór fram á glerlistaþinginu. Glerlist í Gerðarsafni Eitt af verkum Gerðar Helgadóttur á sýningunni. MYNDLIST Gerðarsafn Kópavogi Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 11–17. Sýningin stendur til 1. maí. Gerður Helgadóttir Verk úr eigu safnsins Caroline Swash Dialogues Þóra Þórisdóttir Caroline Swash: Mended Spoon – version 2. UM ÞESSAR mundir er haldin heims- sýningin Aichi World Expo 2005 í borginni Nagoya í Japan. Meðal fjöldamargra viðburða á henni er textílhátíðin World Quilt Carneval sem stendur yfir dagana 20. til 22. maí nk. Þar verður boðið upp á námskeið og kynningar af öllu tagi en mik- ilvægasti þáttur World Quilt Carneval er þó sýningin sjálf. Þema hennar er „Umhverfið og ástin“ og ekkert verk má vera minna en 1 metri á kant. Völdum listamönnum frá alls 21 landi var boðið að vera með og í þeim hópi eru þrír íslenskir þátttakendur, þær Heidi Strand, Jóna S. Krist- insdóttir og Sigríður Valgerður Ingi- marsdóttir. Heidi sýnir þrjú verk en þær Jóna og Sigríður Valgerður eitt verk hvor. Íslendingar á textílhátíð í Japan Morgunblaðið/Ómar Heidi Strand verður fulltrúi Íslands við opnun sýningarinnar 20. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.