Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 Ath. Aðgangur ókeypis Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands Laugardaginn 30. apríl kl.14.00-17.30. Sýningin er á hliðarsvölum Íslensku óperunnar (gengið er inn um aðalinngang). Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis DVD sýning Vinafélags Íslensku óperunnar Otello eftir Verdi Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20, Lau 21/5 kl 20 Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON snýr aftur - Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Í kvöld kl 20 - Aukasýning BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Fö 29/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 30/4 kl 20, Su 1/5 kl 20 - UPPSELT, Mi 4/5 kl 20 - UPPSELT, Fi 5/5 kl 20 - UPPSELT, Fö 6/5 kl 20 - UPPSELT, Lau 7/5 kl 20 - UPPSELT, Su 8/5 kl 20 - UPPSELT, Fi 12/5 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fö 6/5 kl 20 - AUKASÝNING Fö 20/5 kl 20 - AUKASÝNING, Fö 27/5 kl 20 - AUKASÝNING Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Lau 30/4 kl 20, Fö 6/5 kl 20, Lau 7/5 kl 20 AUGNABLIKIÐ FANGAÐ - DANSLEIKHÚSIÐ fjögur tímabundin dansverk Su 1/5 kl 19.09 Síðasta sýning TERRORISMI e. Presnyakov bræður Í kvöld kl 20, Fi 5/5 kl 20, Fi 12/5 kl 20 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 1/5 kl 14 - UPPSELT, Su 1/5 kl 17, Su 5/5 kl 14, Lau 7/5 kl 14, Su 8/5 kl 14, Lau 14/5 kl 14 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „verulega vönduð... og ég táraðist líka“ H.Ó. Mbl Pakkið á móti Eftir Henry Adams Fös. 29.4 kl 20 6. kortas. Örfá sæti laus Lau. 30.4 kl 20 7. kortas. Örfá sæti laus SÍMI 545 2500 I WWW.SINFONIA.IS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN STÓRVIÐBURÐUR Í HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 28. APRÍL KL. 19.30 Hector Berlioz ::: Fordæming Fausts Einsöngvarar ::: Kristinn Sigmundsson, Beatrice Uria-Monzon, Donald Kaasch og Ólafur Kjartan Sigurðarson Kórar ::: Óperukórinn í Reykjavík, Karlakórinn Fóstbræður og Unglingadeild Söngskólans í Reykjavík Kórstjórar ::: Garðar Cortes og Árni Harðarson Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Kaflar úr þessu stórvirki Berlioz hafa áður hljómað á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í áranna rás, sér í lagi hinn vinsæli Rákóczi-mars, en verkið hefur aldrei fyrr verið flutt í heild sinni. Það er gleðiefni að í hópi framúrskarandi einsöngvara eru tveir íslenskir stórsöngvarar, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Kristinn Sigmundsson sem ósjaldan hefur glímt við hlutverk hins djöfullega Mefistófelesar. Fordæming Fausts SÝNING sjö listamanna á íslenskri samtímaglerlist í anddyri Bókasafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs læt- ur ekki mikið yfir sér en birtist áhorf- andanum smám saman, að hluta til innan um og í skemmtilegum tengsl- um við aðra muni á staðnum. Sum glerverkanna eru á stöplum eða í glerkössum eins og aðrir viðkvæmir og dýrmætir náttúrugripir á safninu. Það virðist vera fullkomlega eðli- legt að skoða hálf- eða fullslípaða glerskúlptúra Jónasar Braga Jónas- sonar og grófkorna lágmyndir Bryn- hildar Þorgeirsdóttur á sama hátt og önnur náttúruundur úr steinaríkinu sem tilheyra safninu. Áhorfandinn upplifir sömu tegund hrifningar á hvoru tveggja sem gerir það að verk- um að framlag listamannanna er eins og framlenging af þeim sköpunar- mætti sem býr í náttúrunni, samlag- ast sjálfkrafa og áreynslulaust. Þetta á ekki síst við um sérstæðar skálar Sigrúnar Ó. Einarsdóttur sem minna helst á fegurstu marglyttur eða önnur lífræn form úr sjónum og kom því ekki á óvart að sjá tvær slík- ar staðsettar í fiskabúrum. Sigrún er frumkvöðull í gerð nytjahluta úr heitu gleri á Íslandi og hefur rekið gler- verkstæði í Bergvík í yfir tuttugu ár og skapað því verðugt nafn. Sigrún sýnir einnig geometrísk verk á vegg og gólfi sem bera einnig vitni um að hún fer fremst meðal jafningja á þessu sviði. Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir tvö geometrísk einlit veggverk, annað samsett úr mörgum ferhyrndum svörtum ógegnsæjum einingum þar sem áferð glersins dregur að sér at- hyglina. Hitt verkið er fagurgult og byggist á fjölda ílangra glerperlna sem komið er fyrir milli tveggja glerja. Glerperlurnar, sem reyndust lýsispillur við nánari eftirgrennslan, raðast eftir tilviljun milli glerjanna og skapa eins konar innri áferð sem hef- ur allt að því dáleiðandi aðdráttarafl fyrir fagurkera. Pía Rakel Sverrisdóttur vinnur sín- ar myndir í gluggagler þar sem hún tekur skyldu sína að endurvinna iðn- aðargler alvarlega. Litaskalinn er lág- stemmdur og hún beitir sandblæstri til að ná grafískri áferð og blæbrigð- um í takt við grátónaskala íslenskrar náttúru. Tveimur mynda hennar er komið fyrir á gólfi innan um upp- stoppaða fugla, og þrátt fyrir þröngar aðstæður verka og fugla þá nýtur áhorfandinn samspilsins og samsvör- unarinnar í lit og áferð þeirra. Verk Jóns Jóhannssonar er af öðr- um toga og vísar meira í menningu og innanhússkúltúr. Glerverk hans sem minnir á veggteppi er enda staðsett nálægt bókahillum og húsgögnum. Hann notar ólitað matt gler með inn- bræddu, þéttriðnu málmneti ásamt því að hann bróderar í brúnir „gler- teppisins“ og kögrar það með hross- hári. Verkið er hreinræktuð stofulist og þar að auki vel heppnað. Það þarf síðan að fara upp á þriðju hæð til að sjá og heyra verk Rakelar Steinarsdóttur sem er algerlega sér á parti í þessari sýningu. Á tengibrú sem er yfirbyggð með gleri heyrist úr hátalara áhrifamikið hljóðverk sem er eingöngu gert úr samsettum hljóðum glers sem brotnar. Hljóðverkið er mjög í ætt við tónlist og hægt að njóta þess sem slíks á sama tíma og maður áttar sig á þeim ytri breytingum sem listakonan hefur gert á glerrýminu sem maður er staddur í og tengslum þeirra við hljóðið. Sýning sjömenninganna er vel heppnuð og gefur góða innsýn í heim íslenskrar glerlistar. Fjölbreytt glerlist í samhljómi við undur náttúrunnar Morgunblaðið/Eyþór Verk eftir Sigrúnu Ó. Einarsdóttur á sýningunni í Kópavogi. MYNDLIST Bókasafn og Náttúrufræðistofn- un Kópavogs Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10– 20, föstudaga til sunnudaga kl. 13–17 Sýningin stendur til 1. maí. Íslensk samtímaglerlist Sjö listamenn Þóra Þórisdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Dimma hefur gefið út á hljóðbók tvær sögur eftir Iðunni Steinsdóttur í lestri höfundar. Önnur sagan, Drekasaga, kom út á prenti 1989 og hlaut af- bragðs viðtökur. Hin sagan, sem er sjálfstætt framhald Drekasögu og heitir Leitin að gleðinni, hefur ekki komið út áður. Sögurnar gerast í sjávarþorpi undir háu fjalli, þar sem dreki býr í dimmum helli. Drekann langar til að kynnast fólkinu í bænum en allir eru hræddir við hann, því hann er svo ljótur. Þegar vandi steðjar að bæjarbúum er það þó enginn annar en drekinn sem kem- ur til hjálpar. Iðunn Steinsdóttir er meðal þekkt- ustu barnabóka- höfunda þjóð- arinnar og hefur hlotið verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir verk sín. Áður hafa komið út á hljóð- bók sögur henn- ar um Snuðru og Tuðru. Drekasaga er tæplega ein og hálf klukkustund á tveimur geisladiskum. Hljóðvinnslan hljóðritaði, mynd á kápu er eftir Búa Kristjánsson, en Vil- borg Anna Björnsdóttir hannaði útlit. Dimma gefur út, en Smekkleysa dreif- ir í verslanir. Leiðbeinandi verð er 1.890 kr. Hljóðbækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.