Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 47
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! f r i til r ! a a r r llv kj tryllir frá s rav ! FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR!I Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! Heimsfrumsýnd 29. apríl - BARA LÚXUS553 2075☎ JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 6 m. ísl. taliSýnd kl. 8 og 10 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 6 m. íslensku tali Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 8 og 10 Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 6 og 9 Túlkun Bruno Ganz á Hitler er stórkostleg. Ein besta stríðsmynd allra tíma. Magnþrungið meistaraverk um síðustu dagana í lífi Hitlers séð með augum Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 5.50 og 8 Every family could use a little translation S.K. DV Sýnd kl. 8 síðasta sýning Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims Pedro Almódavar sem hefur fengið lof gagnrýnenda og verðlaun um allan heim. „Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.“ (Village Voice). Í aðalhlutverki er latneska súperstjarnan Gabriel Garcia Bernal og Fele Martinez. Myndin er byggð á sönnum atburðum er áttu sér stað árið 1994 í þjóðarmorðunum í Rwanda þegar ein milljón manns lét lífið á 100 dögum! Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna, 7 meiriháttar alþjóðlegra verðlauna og var á yfir 120 topp 10 listum síðasta árs. Einnig fékk hún áhorfendaverðlau nin á Toronto hátíðinni. Sýnd kl. 3.40, 8 og 10.15  Er hægt að fyrirgefa hið ófyrirgefanlega? Kevin Bacon sýnir stórleik sem dæmdur barnaníðingur er reynir að koma lífi sínu í eðlilegan farveg eftir 12 ára fangelsisvist. Tilnefnd til fjölda verðlauna. Frá framleiðendum Monsters ball Kevin Bacon What the Bleeb do we Know Sýnd kl. 5.50 Bomb the System Sýnd kl. 6 Kinsey Sýnd kl. 3.40 Door in the Floor Sýnd kl. 4 Darkness Sýnd kl. 10.40     HJ. MBL VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM UM HELGINAMiðasala opnar kl. 15.003 Í fjölskyldu þar sem enginn skilur neinn mun hún smellpassa í hópinn F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS House of the Flying Daggers Frá leikstjóra "Hero" kemur nýtt þrekvirki; epísk bardagamynd og ástarsaga, sem á sér engan líka og "setur ný viðmið á mörgum sviðum kvikmyndagerðar". r l i tj r r r tt r ir i; í r t r , r lí t r i i r i i r r . Sýnd kl. 3.40 og 10.15 SV. MBL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 47 EINN dáðasti tónlistarmaður Dana fyrr og síðar, Kim Larsen, er á leið til Íslands til tónleikahalds. Hann heldur tvenna tónleika ásamt hljómsveit sinni Kjukken á Nasa við Austurvöll 26. ágúst og 27. ágúst nk. Verða þetta lokatónleikar á sumartónleikaferð hans um Danmörku og Færeyjar en hún hófst í Lundúnum 23. apríl sl. Kim Larsen hefir verið þekktasta nafnið í danskri dægurtónlist síðustu þrjá áratugi eða svo. Eftir að hafa lent í svolítilli lægð á síðasta áratug þá hafa vinsældir hans í Danmörku og Skandinavíu sjaldan verið meiri en sl. fimm árin, eða síðan hann setti saman nýja hljómsveit, Kjukken. Á síðasta ári átti hann þannig tvær metsöluplötur í Danmörku sem báð- ar náðu margfaldri platínusölu. Þetta voru plöt- urnar 7-9-13 sem kom út fyrir jólin 2003 og Glemmebogen – Jul og nyt år sem kom út fyrir jólin 2004. Sívinsæll Larsen á að baki glæstan og fjölbreyttan feril og er án efa söluhæsti dægurtónlistarmaður í Danmörku fyrr og síðar. Fyrst náði hann al- mannahylli á 8. áratugnum sem leiðtogi hljóm- sveitarinnar Gasolin. Sveitin naut mikilla vin- sælda og eru löngu orðin sígild lög með sveitinni á borð við „Kvinde min“ og „Rabalderstræde“. Kim Larsen hafði hafið sólóferil samhliða Gasolin en eftir að hann sagði skilið við sveitina gaf hann út plötur undir eigin nafni og með hljómsveitinni Bellami sem nutu fádæma vinsælda á 9. áratugn- um. Kannast margir við lög frá því skeiði á borð við „Rita“, „Midt om natten“, „Susanne himmel- blå“, „Smukke unge mennesker“, „Familien skal I skoven“, „Den Allersidste dans“ og „Jutlandia“ og er platan Midt om natten ennþá mest selda breiðskífa Danmerkur allra tíma. Skömmu eftir að Larsen fluttist frá Kaup- mannahöfn til Óðinsvéa 1994 þá stofnaði hann hljómsveitina Kjukken og hefur leikið með henni síðan. Hljómsveitina skipa auk Kims þeir Karsten Skovgaard, gítar, hljómborð og raddir, Jesper Rosenqvist á trommur og raddir og Jesper Haugaard á bassa. Til Íslands í annað sinn Larsen hefur löngum notið mikillar hylli meðal Íslendinga og ekki hvað síst hinna fjölmörgu Ís- lendinga sem búsettir hafa verið í Danmörku í lengri eða skemmri tíma og fengið tækifæri til að kynnast og skilja tónlistina og hina sérstæðu kímnigáfu sem Larsen er þekktur fyrir. Þessar vinsældir hans hérlendis komu berlega í ljós er hann hélt ferna velheppnaða tónleika á Broad- way, sem þá gekk undir nafninu Hótel Ísland, í nóvember árið 1988 ásamt þáverandi hljómsveit sinni Bellami. Það er Austur Þýskaland sem stendur að komu Kims Larsens til Íslands. Miða- sala hefst föstudaginn 13. maí nk. kl. 10 í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg og á midi.is. Tónlist | Kim Larsen til Íslands Kim og Kjukken á Nasa í ágúst Kim Larsen og hljómsveitin hans Kjukken. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Kim Larsen þenur raddböndin við góðar undirtektir íslenskra áhorfenda á Hótel Ís- landi árið 1988. HLJÓMSVEITIN Santiago hefur fengið til liðs við sig nýja söngkonu, Berglindi Ósk Guðgeirsdóttur, sem er 23 ára og ættuð frá Reyð- arfirði. Hljómborðsleikara hefur einnig verið bætt í hópinn, sá heitir Ólafur Ágúst Haraldsson. Fyrstu tónleikarnir með nýrri mannaskipan verða á Café Rosenberg í kvöld. Santiago hefur nýverið sent frá sér plötu, sem ber nafið Chase the bird, en Girl, fyrsta plata sveitarinnar, kom út fyrir tveimur árum og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Meðlimir segja að mikil bjartsýni ríki innan hópsins en efni á þriðju plötu sveit- arinnar er langt komið. Enn- fremur hefur lag af nýjustu plötu Santiago, „His sweet smile“, fengið nokkra spilun í útvarpi síðustu mánuði. Tónlist | Santiago með tónleika á Café Rosenberg Hljómsveitin Santiago er komin með tvo nýja liðsmenn og heldur sína fyrstu tónleika í nýrri mynd í kvöld. Fyrstu tónleikar hinnar end- urbættu Santiago verða á Café Rosenberg við Lækjar- götu í kvöld kl. 21.30. Ný söngkona PIERCE Brosnan mun leika James Bond í nýj- ustu kvikmyndinni, Casino Royale, sem hefja á tökur á síðar á árinu, að því er Judi Dench, sem leikur yfir- mann Bond, M, hefur greint frá. „Þrátt fyrir að það sé búið að prófa hvern einasta mann á jarðríki í hlutverkið í staðinn fyrir [Brosnan] mun hann mæta aftur á tjaldið,“ missti hún út úr sér í viðtali við breskt blað. Ekki er langt síðan fullyrt var að búið væri að finna ann- an leikara í stað Brosnans, þannig að allar fregnir af hinni örvæntingarfullu leit að nýjum Bond hljóta að vera sagðar með fyr- irvara núorðið. „Þetta verður tilkynnt opinberlega í sumar,“ bætti Dench við en framleiðendur hafa enn og aft- ur neitað að tjá sig um málið. Martin Campbell, sem gerði Goldeneye, verður leikstjóri mynd- arinnar en hann vinnur nú að gerð myndarinnar The Legend of Zorro. Judi Dench talar af sér Brosnan áfram Bond Verður Brosnan þá Bond eftir allt saman? Það þurfti ungan og upprennandi ís-lenskan gítarleikara til að fá Ro- bert Plant til að syngja „Stairway To Heaven“ aftur eftir að hafa harðneitað því í ein 15 ár eins og greint var frá á baksíðu Morgun- blaðsins í gær. Örnólfur Þórsson heitir gítarleik- arinn, 12 ára að aldri, en hann fékk að fara bak- sviðs ásamt vini sínum Hrafnkatli Flóka Einarssyni, að afloknum tón- leikum Roberts Plants í Laugardals- höllinni á föstudag. Ekki fylgdi þó sög- unni að Örnólfur og Hrafnkell Flóki eru af mætu tónlistarfólki komnir. Örnólfur er sonur Þórs Eldon og Mar- grétar Örnólfsdóttur, sem voru m.a. saman í Sykurmolunum, og Hrafnkell Flóki er sonur Einars Arnar Bene- diktssonar sem einnig var m.a. í Syk- urmolunum. Svo vill til að Smekkleysa, útgáfan sem Sykurmolarnir stofnuðu ásamt Ásmundi Jónssyni og fleirum, var samstarfsaðili að tónleikunum en útgáfan sér um dreifingu hér á landi á nýjustu plötu Plants og sveitar hans The Strange Sensation, sem heitir Mighty Rearranger, og stekkur með látum inn á nýjasta plötusölulistann, Tónlistann. Skýrir það væntanlega hvers vegna þeir Smekkleysu- erfingjar Örnólfur og Hrafnkell Flóki voru svo heppnir að fá að virða fyrir sér goðið baksviðs.    Tónleikarnir með Plant voru hinirsíðustu í Laugardalshöll fyrir lok- un, því í sumar standa þar yfir fram- kvæmdir vegna viðbyggingarinnar. Höllin verður ekki aftur nothæf fyrr en í haust en fyrstu tónleikarnir eftir opnun verða haldnir 1. sept- ember. Þá mun annar sögufrægur söngvari halda sína fyrstu tón- leika á Íslandi, enski söngvarinn Joe Cocker. Miðasala á tónleika hans hefst 10. maí nk. og fer fram í versl- unum Skífunnar, BT á Akureyri og Selfossi og á www.concert.is. Cocker hefur notið mikillar hylli allt frá því að hann sló í gegn á Woodstock árið 1969 er hann tók kraftmikla sálarskotna út- gáfu af Bítlalaginu „With a Little Help From My Friends“. Hann hefur sent frá sér fjölmörg lög sem orðið hafa fræg, lög sem vafalaust munu hljóma í Höllinni í bland við lög af nýjustu plötu Cockers, sem heitir Heart & Soul. Þar er hann við sama heygarðshornið og syngur kunna slagara með sínu nefi, lög eins og „One“ eftir U2, „Every- body Hurts“ eftir R.E.M., Marvin Gaye-lagið „What’s Goin’ On“, „Jeal- ous Guy“ eftir Lennon og „Maybe I’m Amazed“ eftir McCartney. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.