Morgunblaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 33
MINNINGAR
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Það er svo erfitt að
þurfa að kveðja hana
Ernu Maríu sem er bú-
in að vera svo stór hluti
af lífi okkar fjölskyld-
unnar í Laugalæk. Ég
gæti skrifað svo ótal
margt sniðugt um þessa einstöku
frænku mína en það lýsir henni nokk-
uð vel að þótt ég sé yfirbuguð af sorg
þá fá flestar minningar mínar um
Ernu mig til að hlæja. Þetta skilja
þeir sem þekktu hana, því Erna var
ein af þeim sem geta séð björtu hlið-
arnar á öllu og var stanslaust að fífl-
ast. Það breytti engu þótt Erna yrði
alvarlega veik, húmorinn var enn til
staðar. Það sama má segja um metn-
aðinn. Bara núna rétt fyrir páska þeg-
ar við vorum að tala um sumarbústað-
arferð þá var Erna t.d. að spá í að hún
þyrfti að læra fyrir próf, þótt hún
væri orðin þetta veik. Mig minnir
meira að segja að þetta hafi verið
stærðfræðipróf en þess má geta að
Erna var með viðskiptavitið í lagi.
Þótt ég væri tíu árum eldri en hún var
það nú stundum hún sem lét mig vita
hvað væri praktískast fyrir mig að
gera þegar kom að því að kaupa eitt-
hvað. Einu sinni vorum við t.d. úti í
sjoppu að leigja vídeóspólu og ég ætl-
aði að kaupa gos fyrir hana og Hillu.
Ég var búin að biðja afgreiðslukon-
una um gosið en þá lætur Erna mig
vita að það borgi sig fyrir mig að
labba yfir í búð og kaupa gos, gosið sé
allt of dýrt í sjoppunni. Svona hugsa
unglingar nú sjaldnast held ég, sér-
staklega ekki ef þeir þurfa ekki sjálfir
að borga, en Erna var að mörgu leyti
svo fullorðin í sér.
Fyrir rúmum tveimur vikum vor-
um við að horfa á sjónvarpið heima og
á milli dagskrárliða kíktum við öðru
hvoru á útlendu fréttastöðvarnar til
að fylgjast með heilsu páfans. Þegar
rætt var um að verið væri að gera eitt-
hvað til að halda honum á lífi þá segir
Erna: „Af hverju fær hann ekki að
deyja? Hann er orðinn svo veikur, það
væri best fyrir hann.“ Þetta sýndi
mér að Erna leit á dauðann sem frels-
un en hún hefur örugglega átt auð-
veldara með að setja sig í spor manns-
ins en við hin. Ekki það að hún hafi
verið á því að gefast upp sjálf meðan á
hennar veikindum stóð, hún var alltaf
að skipuleggja framtíðina. Því miður
fáum við samt ekki að sjá þessar áætl-
anir rætast hér á jörðinni en ég trúi
að Ernu hafi verið ætlað eitthvert
mikilvægt hlutverk annars staðar.
Við systurnar sofum nú á nóttunni í
svefnsófanum sem Erna svaf svo oft í.
Það er svo þægilegt að hugsa til þess
að hún hafi legið þar ótal sinnum, því
manni finnst maður vera aðeins nær
henni þá en söknuðurinn er svo mikill
og sár.
Elsku Gerða, Gummi, Sigrún,
amma, afi, Erna og Marinó, megi guð
og ykkar góða fjölskylda styrkja ykk-
ur í þessari miklu sorg.
Auður Þóra Björgúlfsdóttir.
Elsku besta Erna María mín, þá er
þessu stríði lokið með hetjulegri bar-
áttu þinni. Frá því þú veiktist hefur
þú aldrei gefist upp en nú er þér ætlað
stærra hlutverk og kveð ég þig í dag
með miklum söknuði og minnist allra
okkar góðu samverustunda. Þær eru
svo margar minningarnar sem
streyma fram þegar ég sest niður og
skrifa þetta.
Ég minnist sérstaklega samveru
okkar hér á Húsavík, það var alltaf líf
og fjör í kringum þig og Hillu. Það
voru ófáir dansarnir sem þið sömduð
og sýnduð niðri í stofu og vöktuð mig
með, njósnaferðirnar ykkar upp til að
njósna um mig og gægjast inn í her-
bergið til að athuga hvort ég væri
vöknuð, sundferðirnar og ekki má
ERNA MARÍA
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Erna María Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
1. júlí 1990. Hún lést
á heimili sínu 15.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Grafarvogs-
kirkju 23. apríl.
gleyma ferðunum okkar
á rúntinn og þú og Hilla
voruð stefnuljósin mín
og það voru nokkur vel
valin orð sem útlending-
arnir fengu að heyra
aftan úr subbanum, úti-
legurnar sem við fórum
í Sulti þá sérstaklega í
sumar þegar Gerða hélt
upp á afmælið sitt, það
var yndislegur tími sem
við áttum þar.
Við áttum góðar
stundir nú um páskana
og bjóst ég ekki við að
það yrði í seinasta skipt-
ið sem ég myndi sjá þig en nú ertu
farin og við sem eftir sitjum spyrjum
okkur stórra spurninga en það er fátt
um svör. Ég veit þú vakir yfir okkur
og þá sérstaklega mömmu þinni,
pabba og Sigrúnu Huld.
Það er kalt í fannhvítum garði, um nótt
er ég hugsa til þín,
þar sem ég stend við steininn þinn,
litla legsteininn þinn.
Ég kveiki ljós í herbergi hugans
sem hýsir minningu
um þá litlu stund
er átti ég með þér.
Það var undur – það var gjöf
sem að opnaðist
eins og þúsundblaða lótusblóm,
titrandi eins og norðurljós,
augun þín voru engu – alls engu lík.
(Andrea Gylfadóttir.)
Ég vil þakka fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og ég mun ávallt geyma
minningu þína í hjarta mínu.
Elsku Gerða, Gummi, Sigrún Huld,
Hilla, Palli, Erna, Marínó og aðrir að-
standendur. Stórt skarð hefur verið
höggvið í fjölskylduna sem ekki verð-
ur fyllt. Megi guð styrkja ykkur við
þennan mikla missi.
Þín frænka
Anna María Þórðardóttir.
Ekki skil ég af hverju þú, Erna
María, varst hrifin svo fljótt frá okk-
ur. Guð einn veit hvaða hlutverk hann
ætlar þér, en ætli hann hafi ekki vant-
að einn grallara til sín því enginn var
meiri grallari en þú.
Þegar þið Hilla voruð á Húsavík
var alltaf svo gaman hjá ykkur, þið
voruð svo frjálsar og alltaf að bralla
eitthvað. Ég gleymi aldrei þegar þið
Hilla komuð og gistuð hjá okkur. Þá
var ekki slæmt að eiga stórt rúm því
þar sváfum við allar og þér fannst
ekki leiðinlegt að láta Guðna sofa ein-
an á stofugólfinu með þunna dýnu.
Þar kom grallarinn upp í þér sem var
þitt einkenni. Daginn eftir talaði
Guðni um að þarna væri manneskja
að hans skapi. ,,Erna María er alveg
ótrúlega skemmtileg og alltaf til í
smástríðni.“
Mér er ofarlega í huga ökukennsl-
an í Sultum í sumar, ykkur Hillu
fannst þetta ekki mikið mál, að keyra
bíl, og tókum við nokkra hringi og
auðvitað nauðsynlegar pissuferðir.
Við hlógum mikið í þessum ferðum
okkar og enginn fékk að koma með
því þetta voru prívatferðir, bara við
þrjár. Í afmælinu hennar Gerðu syst-
ur í sumar sungum við saman lag sem
ég mun aldrei gleyma og þá varst þú
svo ákveðin og söngst það svo aftur og
við allar frænkurnar sungum saman I
will survive og þá varstu búin að fá að
finna vel fyrir stríðinu sem þú áttir í
og ætlaðir að hafa betur. Nú seinast
um páskana komum við öll saman
heima hjá þér og fórum varla úr her-
berginu þínu, það er einhver segull í
rúminu þínu því það vilja allir liggja
þar og þar lágum við til skiptis í hrúgu
og hlógum mikið. Þessi stund gaf mér
svo mikið.
Guðrúnu Maríu fannst ekki leiðin-
legt að koma inn í herbergið þitt því
þar var nóg af öllu, fullt af dóti til að
skoða og svo lifandi fiskur og hann
var líka stór.
Elsku Erna María, þú gafst mér,
eins og öllum sem þekktu þig, fallegar
minningar sem við munum núna gæta
sem fjársjóðs. Elsku Sigrún Huld,
Gerða, Gummi og fjölskylda. Guð veri
með ykkur á þessum erfiðu tímum.
Ykkar
Rannveig Þórðardóttir.
Erna, sem var alltaf góð og sæt, er
dáin og nú er lífið erfitt án hennar fyr-
ir alla sem þekktu hana. Ég varð
sorgmædd þegar ég vissi að hún væri
dáin. Krabbameinið var svo stórt að
ekki var hægt að lækna hana. Nú er
hún engill uppi í himni og fylgist með
mér að skrifa. Nú eru langömmur
okkar með henni og líka hundurinn
minn.
Nú er hún frísk uppi í himni og líð-
ur miklu betur. Allir sakna hennar.
Hún er örugglega með hörpu og er að
spila á hana. Ég á margar minningar
um hana í hjartanu og hún líka um
mig og alla sem hún þekkti. Á sumrin
þegar ég fer til Húsavíkur horfi ég
upp í himininn og sé alla sem eru dán-
ir í fjölskyldu minni í skýjunum. Hún
var mikil hetja.
Gerða, Gummi og Sigrún, ég elska
ykkur öll.
Unnur Ósk.
Það er komið vor. Fuglarnir
syngja, trén laufgast og blómin gægj-
ast upp úr jörðinni. Erna María Guð-
mundsdóttir var á vordögum lífs síns
þegar því lauk og hún var kölluð frá
okkur til annarra starfa.
Erna María var nemandi Folda-
skóla í níu vetur. Frá fyrstu tíð var
ljóst að þar var á ferð einbeitt stúlka
en jafnframt hæglát, jafnvel hlédræg.
Hún var alla tíð brosmild og hlýleg í
viðmóti og hafði góða nærveru. Erna
María veiktist af alvarlegum sjúk-
dómi fyrir rúmum tveimur árum,
sjúkdómi sem sigraði að lokum þrátt
fyrir eindreginn lífsvilja Ernu Maríu.
Í veikindunum kom styrkur hennar
vel í ljós og vakti virðingu og aðdáun
allra sem urðu vitni að baráttu henn-
ar. Aldrei lét hún bilbug á sér finna,
alltaf átti hún bros handa samferða-
fólki sínu og var jafn jákvæð og hlýleg
í viðmóti. Um tíma leit út fyrir að sig-
ur hefði unnist og því var það mikið
áfall þegar sjúkdómurinn tók sig upp
aftur en Erna María hélt sínu striki
hvað sem á bjátaði. Kæmist hún ekki í
skólann vegna sjúkrahúsdvalar
stundaði hún námið þar með góðri að-
stoð starfsfólks. Hún kallaði eftir
verkefnum og gætti þess að dragast
ekki aftur úr félögum sínum í náminu.
Alla daga sem hún gat kom hún í skól-
ann, settist í sætið sitt, tók upp bæk-
urnar og lagði sig alla fram við námið.
Kennarar, sem oft þurfa að hafa tals-
vert fyrir því að halda nemendum að
námi, undruðust styrk hennar og
sjálfsaga. Það er sjálfsagt leitun að
unglingi sem býr yfir jafn miklum
styrk og hugarró og Erna María
hafði.
Við, sem nutum þeirra forréttinda
að kynnast og starfa með Ernu Mar-
íu, erum auðugri á eftir en jafnframt
full sorgar og saknaðar. Nemendur
og starfsfólk Foldaskóla sakna bros-
mildrar, hlýlegrar og fallegrar stúlku
og syrgja þá framtíð sem hún hefði átt
að eiga en fékk ekki. Sárust er þó
sorgin hjá fjölskyldu og nánum vin-
um. Frá Foldaskóla sendum við inni-
legar samúðarkveðjur til allra sem
eiga um sárt að binda við fráfall Ernu
Maríu Guðmundsdóttur.
F.h. starfsfólks Foldaskóla,
Inga Rósa Þórðardóttir.
Í dag kveðjum við okkar kæra
nemanda Ernu Maríu. Erna kom til
okkar í sjúkrahússkólann á Barna-
spítala Hringsins haustið 2002. Var
Erna í skólanum hjá okkur meðan á
erfiðum sjúkdómi stóð auk þess að
sækja sinn skóla meðan kraftar
leyfðu.
Viðbrögð barna eru mismunandi,
Erna María þroskaðist hratt, hún
varð fljótt fullorðin, en eftir sem áður
var hún hlédræga ljúfa barnið. Hún
var alltaf jákvæð og þakklát eins og
mjög þroskaður einstaklingur með
langa lífsreynslu að baki. Því miður
þurfti Erna María að tileinka sér
þessa mannkosti á mun skemmri tíma
en flestir aðrir.
Í minningunni er stúlkan barn,
barn sem við sinntum sem nemanda,
einnig vinkonan, hin þroskaða sem
snæddi með okkur hádegismat og
ræddi um lífið og tilveruna, deildi með
okkur sínu og við með henni í gleði og
sorg.
Erna var ötul og með afbrigðum
samviskusöm, góður námsmaður að
hverju sem hún gekk og vandvirk.
Það sem einkenndi Ernu þó mest var
hversu ríka samkennd hún hafði, þó
að oft væri hún mikið veik fylgdist
hún alltaf vel með vinum sínum sem
hún hafði kynnst á spítalanum og
spurði um líðan þeirra.
Erna María, um leið og við kveðj-
um þig viljum við trúa því að nýr kafli
hefjist í lífi þínu á ókunnum slóðum.
Námfýsi þinni voru engin takmörk
sett og mun nýtast þér vel í nýjum
heimkynnum. Þú kenndir okkur að
þakka fyrir það sem maður fær en
ekki það sem maður vill fá.
Kæra Gerða, Guðmundur og Sig-
rún, Jesús gaf okkur þetta stórkost-
lega fyrirheit: „Ég lifi og þér munuð
lifa.“ Megi Guð styrkja ykkur í sorg
og söknuði.
Við minnumst þín, Erna María,
með þakklæti og virðingu.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefi dauðum ró
en hinum líkn, er lifa.
(Úr Eddukvæðum.)
Dóra Guðrún og Helga,
kennarar við Grunnskóla
Barnaspítala Hringsins.
Elsku Gummi, Gerða, Sigrún og
fjölskylda. Mikið er það erfitt að
koma þessum orðum á blað. Hvernig
er hægt að skrifa kveðjuorð um 14 ára
vinkonu? Hugurinn reikar. Það er
eins og við höfum alltaf verið ná-
grannar. Þetta hófst allt hér og hér er
það sem það endar.
Er eins og gerst hafi í gær. Við
ófrískar nýbyggingarmæður og fjöl-
skyldur árið 1989. Ég á von á frum-
burðinum og þú, Gerða mín, átt von á
þinni yndislegu yngri dóttur, Ernu
Maríu. Og það small. Strax urðu þau
miklir vinir, Jón Andri og Erna
María, enda ekki hægt að hugsa sér
tvö ljúfari börn. Þau tvö með skóflur
og þríhjól og samgangurinn mikill.
Litla gatan okkar var góður leikvöllur
og öll börnin í götunni miklir félagar.
Kurteis, prúð og pen en umfram allt
heil í gegn var hún Erna María. Hún
greiddi úr flækjum og kom á friði ef
eitthvað slettist upp á vinskapinn
meðal krakkanna. Svo hófst skóla-
gangan og börnin okkar urðu bekkj-
arfélagar. Mikið var brallað á þeim
árum og fjörið var mikið enda líflegur
bekkur með meiru.
Mér er það minnisstætt eitt sinn er
við Gerða sátum yfir kaffibolla og vor-
um að spjalla, þá kom upp sú umræða
að það versta sem gæti hent í lífinu
væri að börnin okkar yrðu alvarlega
veik eða eitthvað kæmi fyrir þau. Svo
að upplifa sína verstu martröð að
kveðja barnið sitt eftir langa þrauta-
göngu.
Frá því að Erna María greindist
með krabbamein í nóvemberlok 2002
hefur maður oft spurt sig: Hvernig er
hægt að ganga í gegnum þetta allt?
Samhent fjölskylda Ernu Maríu hef-
ur tekist á við þennan vágest með
ótrúlegum dugnaði og Erna María
með sínum dugnaði gengið í gegnum
lyfjagjafir, geisla, aðgerðir, aukaverk-
anir, stungur, rannsóknir og allt ann-
að sem ekki verður upp talið. Algjört
æðruleysi. Kúrsinn tekinn á ný eftir
strand, ekki skyldi látið undan heldur
hafa betur í stríðinu við meinið. Það
sýnir bara persónuleika Ernu Maríu
að þrátt fyrir veikindi sín lét hún sig
ekki vanta á hvaða uppákomur og
gleðskap sem var, enda lífsglöð og ljúf
stúlka, og hvers manns hugljúfi.
En nú er komið að leiðarlokum í lífi
hennar Ernu Maríu og eftir situr
sorgin og söknuður. Það voru forrétt-
indi að fá að kynnast henni. Minning
hennar mun ylja okkur ævilangt.
Ekki veit ég hvernig þið, Gummi,
Gerða, Sigrún og fjölskylda, komist
yfir þennan mikla missi, en eins og þið
hafið tekist á við lífið frá því að Erna
veiktist veit ég að þið munuð lifa á
góðum minningum um góða dóttur og
systur. Þið gerið það fyrir hana að
halda kúrsinum áfram og heiðra
þannig minningu hennar.
Stefanía, Þórður, Jón Andri og
Valgeir, vinir í Fannafold 243.
Föstudaginn 15. apríl kvaddi Erna
María þennan heim. Við vitum að hún
fór ekki langt og hún verður hjá okk-
ur meðan við lifum en þetta er sárt,
hræðilega sárt.
Erna var sterkur karakter. Yfir-
vegunin sem hún bjó yfir var slík að
maður dáðist að. Yndisleg persóna,
dugleg og falleg stelpa. Það hefur ver-
ið erfitt að horfa á hana berjast við
krabbamein og tapa þeirri orrustu.
En nú er hún laus við allar þjáningar.
Erna María gat ekki átt betri for-
eldra og systur sem hugsuðu vel um
hana og gerðu allt til að létta henni líf-
ið. Við vitum að það eru erfiðir tímar
framundan hjá þeim og fjölskyldum
en erfiðari þraut er ekki hægt að
leggja á nokkurn mann.
Elsku Gerða, Gummi og Sigrún
Huld, ykkar missir er mikill og viljum
við biðja Guð að gefa ykkur styrk til
að læra að lifa með sorginni.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu,
gerðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Þórdís, Jóhann, Heiðar,
Daníel og Hildur Karen.
Elsku Erna mín, ég minnist þín
sem þessarar lífsglöðu stelpu sem lét
ekkert á sig fá, hvað sem gerðist. Þeg-
ar þú varðst veik þá var það eiginlega
alltaf þú sem huggaðir okkur með því
SJÁ SÍÐU 34