Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 154. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sumarfötin sem krakkarnir vilja Smáralind og Kringlunni Bítl í kastalanum Tónleikur byggður á Bítlalögunum | Menning Viðskipti | Efnið og andinn  Frægur, fjáður og slyngur Úr slorinu í sæti stjórnandans Íþróttir | Jafnt gegn Svíum á Akureyri Eiður nálgast markametið Fangelsanir í Eþíópíu Addis Ababa, SÞ. AP, AFP. | Nokkrir stjórn- málamenn úr röðum stjórnarandstöðunnar í Eþíópíu voru í gær settir í stofufangelsi í kjölfar blóðugra átaka sem urðu í höfuð- borginni Addis Ababa. Átökin áttu sér stað milli mótmælenda, sem styðja stjórnarand- stöðuna og mótmæla meintu kosninga- svindli í nýafstöðnum kosningum, annars vegar og lögreglu- og hersveita hins vegar. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, fordæmdi í gær ofbeldið og hvatti til stillingar. „Framkvæmdastjórinn hvetur deiluaðila til að heita því að sætta sig við lokaniðurstöðurnar sem birtar verða þegar rannsókninni [á framkvæmd kosn- inganna] lýkur,“ sagði í yfirlýsingu Annans.  Blóðug | 17 Múta nemendunum með iPod London. AP. | Ráðamenn Bourne- mouth and Poole-skólans í sunn- anverðu Bretlandi fara nú nýjar leiðir í viðleitni sinni til að fá at- vinnulaus ungmenni til að sækja námskeið sem eiga að gera þau hæfari á vinnumarkaði. Ljúki þau námskeiðinu eru þau verðlaunuð með iPod-tónlistarspilara. Tæki af þessu tagi kostar um 170 pund eða tæpar 20.000 krón- ur í Bretlandi. Námskeiðin standa í 14 vikur og eru fyrir unglinga á aldrinum 16–18 ára, þau eru kost- uð af stjórnvöldum. Nemendur læra m.a. ýmiss konar íþróttir og lífsleikni, læra að skrifa útdrátt, gera áætlun um eigin fjármál, einnig læra þeir hjálp í viðlögum. Ekki eru allir hrifnir. „Mér finnst að verið sé að bjóða mútur. Send eru röng skilaboð um gildi menntunar. Unglingum er sagt að þeir þurfi ekkert að leggja á sig nema veifað sé gulrót af ein- hverju tagi til að lokka þau,“ seg- ir Nick Seaton, formaður samtak- anna Barátta fyrir raunverulegri menntun. Fulltrúi Bournemouth and Poole-skólans svarar því til að verið sé að ná tengslum við ung- linga sem misst hafi allan áhuga á námi og „hafa ef til vill ekki sérlega góða reynslu af skóla- kerfinu og því áhugalaus um að læra“. Þegar hafa 30 unglingar sótt um en alls eru 100 iPodar í boði. ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu vann sinn fyrsta sigur í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar þegar það lagði Möltu 4:1 í gærkvöldi. Eiður Smári Guðjohnsen fór fyrir sínum mönnum og fagnar hér marki Tryggva Guðmundssonar ásamt Arnari Þór Viðarssyni. | Íþróttir Morgunblaðið/Sverrir Langþráður sigur landsliðsins SÍLD úr norsk-íslenska stofninum veiddist aðeins fimmtíu mílur austur af Norðfirði í gær. Að sögn Jakobs Jakobssonar fiskifræðings hefur síldin ekki veiðst svo nálægt landi í verulegu magni í tæp fjöru- tíu ár. „Það var mjög mikil síld árin 1965 og 1966, dálítil 1967 en síðan ekki söguna meir,“ segir Jakob og bætir við að á sjöunda áratugnum hafi síldin haft vetursetu skammt út af Vestfjörðum en að síðustu ár hafi hún haldið sig við Noreg yfir vetrartímann. Norðmenn hafa krafist sí- vaxandi hlut- deildar í norsk- íslensku síldinni á þeim forsend- um að síldin héldi sig að mestu leyti inn- an norskrar lögsögu en þessi tíðindi gætu haft áhrif á það. „Þetta eru mjög merkileg tíðindi, þ.e.a.s. ef það verður framhald á þessu,“ segir Jakob og bætir við að aðalatriði sé að mæla hvort þetta sé einhver verulegur hluti af norsk-íslensku síldinni sem er kominn svo nálægt landi. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur segir að þeim mun meira sem sé af síld í nágrenni við Ísland því betri sé samningsstaða okkar. „Þetta er stórfróðlegt og umfram allt stór- pólitískt mál.“ Hjálmar segir að það sé kalt á því svæði sem síldin er á núna og að hún þyrfti að koma lengra inn í lögsöguna. „Þessi síldarstofn var og er sennilega enn einn stærsti síldarstofn í heimi,“ bendir Hjálm- ar á en vísar á véfréttina í Delfí eftir nánari spám um hvort síldin haldi áfram í ætisleit vestur af Ís- landi. Danska skipið Geysir kom til Neskaupstaðar í gær með 800 tonn af fallegri síld, sem öll fór í vinnslu til manneldis. Ríkti sann- kölluð síldarstemning í Neskaup- stað í gær. Norsk-íslenska síldin veiddist 50 mílur út af Norðfirði í gær Síldin hefur ekki veiðst svo nálægt landi í 40 ár                            Síldarstemning | 12 Jakob Jakobsson Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ♦♦♦ Viðskipti og Íþróttir í dag Fríverslun við ríki í Afríku EFTA og Suður-afríska tollabanda- lagið, SACU, sem í eru Suður- Afríka, Botswana, Lesótó, Namibía og Svasíland, munu árita fríversl- unarsamning 21. júní en samning- urinn verður síðan undirritaður á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í lok ársins. Evrópusambandið lauk fyrir nokkrum árum viðræðum við SACU en gerði síðan aðeins samn- ing við Suður-Afríku. „Við erum hins vegar með samning við SACU og hann nær til fleiri ríkja líkt og Namibíu en þangað seljum við tölu- vert af fiski. [-] Viðmið okkar er að tryggja samkeppnisstöðu okkar gagnvart Evrópusambandinu og helst að sjá til þess að við gerum betur en þeir. Þessi samningur er dæmi um það,“ segir Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri í utan- ríkisráðuneytinu. Þriðja samningalota fríverslunar- viðræðna EFTA-ríkjanna og Suð- ur-Kóreu fór fram í Ósló og gengu viðræður vel. Er vonast til að skrif- að verði undir samning við Suður- Kóreu fyrir lok ársins. | Viðskipti Gefa ekki eftir afslátt BRETAR ætla ekki að gefa eftir afsláttinn af greiðslum í sameiginlega sjóði Evrópusambands- ins, sem Margaret Thatcher, þáverandi for- sætisráðherra, knúði fram árið 1984. Bretar stóðu þá höllum fæti efnahagslega en efna- hagur þeirra er nú öfl- ugri en í flestum aðildarríkjum ESB. „Af- slátturinn mun ekki leggjast af. Við munum alls ekki semja um neitt slíkt,“ sagði Tony Blair forsætisráðherra á þingi í gær. Málið er ofarlega á baugi vegna þess að nú er gerð úrslitatilraun til að ná samkomulagi um fjárlög fyrir ESB áður en leiðtogafundur sambandsins verður haldinn í Hollandi 16.– 17. júní. Ljóst þykir að með hliðsjón af deil- unum um stjórnarskrá ESB megi sam- bandið nú illa við hörðum deilum um fjárlög. Endurgreiðslurnar til Breta nema nú um 3,1 milljarði punda á ári eða um 350 millj- örðum ísl. kr., að sögn AFP-fréttastofunnar. En Bretar segja að þrátt fyrir betri hag greiði þeir enn mun meira í sameiginlega sjóði en þeir fái í staðinn. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, segir að Bretar verði að fallast á málamiðlun. „Allar [ESB] þjóðir verða að leggja fram sinn skerf,“ sagði kansl- arinn í gær. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tony Blair
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.