Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reykjavíkur – býður upp á alþjóðlegan matseðil úr íslenskum gæðahráefnum Nýtt viðmið – nýr bar og veitingastaður í hjarta Salt Lounge Bar & Restaurant Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík, sími 599 1000, fax 599 1001 radissonsas.com *Yes I Can! er skrásett þjónustuhugtak Radisson SAS hótela. Það mótar grunninn að stefnu okkar. Radisson SAS 1919 hótel Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík, sími 599 1000, fax 599 1001, netfang info.1919.reykjavik@radissonsas.com Við tökum vel á móti þér á Radisson SAS 1919 hóteli, Reykjavík Ég sef alltaf er *já þar sem sagt OP NU M 10 . JÚ NÍ OPNUM 10. JÚNÍ Tokýó. AFP, AP. | Charles Jenkins, Bandaríkjamaðurinn sem gerðist liðhlaupi 1965 og flúði til Norður- Kóreu, hyggst heimsækja Bandarík- in í næstu viku í fyrsta skipti í fjóra áratugi í því skyni að hitta aldraða móður sína á ný. Jenkins komst í heimsfréttirnar á síðasta ári er hann flutti til Japans eftir að hafa verið búsettur í N-Kóreu í fjóra áratugi. Jenkins er sextíu og fimm ára gamall og yfirgaf N-Kóreu í júlí í fyrra til að vera með japanskri eig- inkonu sinni, sem haldið hafði frá N-Kóreu tveimur árum áður. Saga Jenkins er afar óvenjuleg. Hann hvarf nærri hlutlausa svæð- inu, sem skilur að N- og S-Kóreu ár- ið 1965, og var æ síðan eftirlýstur af Bandaríkjaher vegna liðhlaups. Mun Jenkins hafa viljað komast hjá því að verða sendur til Víetnams. Norður- kóreskir ráðamenn settu Jenkins hins vegar í eins konar stofufangelsi, neyddu hann til að kenna liðsfor- ingjaefnum Norður-Kóreuhers ensku og létu hann leika bandarísk illmenni í áróðursmyndum. Mál Jenkins komst ekki síst í há- mæli sökum þess hversu mikla sam- úð almenningur í Japan hafði með þeim hremmingum sem eiginkona Jenkins, Hitomi Soga, hefur þurft að ganga í gegnum á lífsleiðinni og Jun- ichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, beitti sér sjálfur fyrir því að Jenkins kæmi til Japans til að vera með fjölskyldu sinni. Ástæðan er sú að Soga var á sín- um tíma í hópi Japana sem norð- ur-kóresk stjórn- völd rændu 1978, fluttu til Norður- Kóreu og neyddu þar til að kenna útsendurum leyniþjónust- unnar japönsku. Vissi enginn hvað um hana hafði orðið fyrr en fyrir þremur árum, þegar Koizumi fór í sögulega heimsókn til Pyongyang. Soga kynntist Jenkins í N-Kóreu, giftist honum og eignaðist tvær dæt- ur en þegar N-Kóreumenn slepptu Soga og sjö öðrum, í kjölfar heim- sóknar Koizumis, fékk hún ein að yf- irgefa landið en Jenkins varð eftir ásamt dætrum þeirra. Þorði Jenkins lengi vel ekki að fara til fundar við eiginkonu sína í Japan af ótta við að verða framseldur til Bandaríkjanna, en þar átti hann yfir höfði sér lífstíð- arfangelsisdóm fyrir liðhlaup. Þegar til kom sýndu bandarísk hermálayfirvöld honum hins vegar vægð, honum var þó vísað með skömm úr Bandaríkjaher. Móðir Jenkins er 91 árs og býr á hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Norður-Karólínu. Hefur Jenkins rætt við hana reglulega í síma, að því er japanskir embættismenn greindu frá í gær. Þeir sögðu að eiginkona hans myndi fylgja honum til Banda- ríkjanna en meiningin væri að þau dveldu þar í um viku. Heimsækir Banda- ríkin í fyrsta sinn í fjörutíu ár Charles Jenkins Kaupmannahöfn. AP. | Kveikt var í bíl dansks ráðherra í fyrrinótt. Engan sakaði en hópur sem segist berjast gegn kynþáttafordómum hefur lýst tilræðinu á hendur sér. Bifreiðin, sem er í eigu Rikke Hvilshøj, ráðherra inflytjendamála í Danmörku, stóð í opnum bílskúr við hliðina á heimili ráðherrans í Greve, suður af Kaupmannahöfn. Bifreiðin er ónýt og bílskúrinn sömuleiðis. Einnig urðu nokkrar skemmdir á þaki íbúðarhússins. „Við heyrðum mikinn hvell og ég og fjölskylda mín drifum okkur út úr húsinu,“ sagði Hvilshøj. Kvaðst hún vera slegin og reið yfir atvik- inu. Hún segir tilræðið ekki munu verða til þess að hún hætti af- skiptum af stjórnmálum. Talsmenn lögreglunnar sögðust líta atvikið alvarlegum augum. Eld- urinn hafi breitt hratt úr sér og mun verr hefði getað farið. Áður óþekktur hópur sem berst gegn kynþáttafordómum, Grænse- løse Beate, lýsti tilræðinu á hendur sér í tölvupósti sem barst fjölmiðl- um í gær. Þar stóð að hópurinn „gæti ekki setið aðgerðalaus á með- an dönsk yfirvöld ýttu undir kyn- þáttafordóma með útlendingalög- um sínum.“ Dönsk yfirvöld hertu árið 2002 útlendingalög landsins og hafa þau verið harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni og mann- réttindasamtökum um allan heim. Sérstaklega ákvæði laganna um að fólk undir 24 ára aldri gæti ekki fengið dvalarleyfi í Danmörku á grundvelli fjölskyldutengsla. Lögregla í Kaupmannahöfn fjar- lægði í gær harðan disk úr tölvu á netkaffihúsi í borginni eftir að tölvupóstsending Grænseløse Beate var rakin þangað. Lögreglan leitaði eining að fingraförum og öðru sem vísað gæti á tilræðismennina. AP Rannsóknarlögreglumenn skoða flak bifreiðar Rikke Hvilshøj í gær. Kveiktu í bíl dansks ráðherra La Paz. AP, AFP. | Carlos Mesa, sem tilkynnt hefur um afsögn sína sem forseti Bólivíu, varaði við því á þriðjudagskvöld að landið rambaði á barmi borgarastríðs en mótmæli, sem nú hafa staðið í nokkrar vikur, hafa lamað höfuðborgina, La Paz, og þar er nú skortur á bæði mat og elds- neyti. Sagði Mesa í sjónvarpsávarpi sem hann flutti á þriðjudag að eina lausnin væri sú að halda kosningar strax. Mesa, sem sagði af sér á mánudag, ávarpaði þjóð sína í beinni sjón- varpsútsendingu á þriðjudag og lagði áherslu á það að hann myndi ekki draga afsögn sína til baka. Hann hvatti einnig Hormando Vaca Diez, forseta þingsins, til þess að nýta sér ekki stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að taka við forsetaemb- ættinu. Þess í stað ætti að halda kosningar eins fljótt og auðið væri. „Þetta er bón forseta sem nú stígur úr stóli sínum. Bólivía er á barmi borgara- stríðs.“ Nýr forseti valinn í dag? Mótmælendur í höfuðborginni komu á þriðjudag í veg fyrir að þing- ið gæti komið saman og valið eftir- mann Carlosar Mesa. Hefur Vaca Diez boðað þingfund í dag í borginni Sucre en þar á að ræða afsögn Mesa og hvernig stýra eigi landinu. Verði nýr forseti valinn í stað Mesa ætti Vaca Diez samkvæmt stjórnarskrá landsins að taka við af honum. Mótmælendur eru hins veg- ar ekki alls kostar sáttir við það og vilja að Vaca Diez og Mario Cossio, forseti neðri deildar þingsins, segi af sér eins og Mesa. Vilja þeir að forseti Hæstaréttar, Eduardo Rodriguez, taki við forsetaembættinu og boði síðan til nýrra kosninga, en hann einn hefur stjórnarskrárbundið vald til þess. Forystumenn mótmælenda hvöttu fylgismenn sína til að halda mótmæl- unum áfram. „Við munum halda áfram þar til kröfum okkar verður mætt,“ sögðu þeir. Einnig sögðu þeir afsögn Carlosar Mesa vera „málinu óviðkomandi“, mótmælendur hefðu sameinast til að krefjast þjóðnýting- ar náttúruauðlindanna. Segir Bólivíu ramba á barmi borgarastríðs Reuters Indjánar taka kóka-lauf sín eftir að hafa beðið fyrir friði í La Paz í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.