Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR S í m i : 5 6 8 - 1 6 2 6 w w w . s t a s i a . i s Stærðir 36-56 Ja kk i 5 .4 90 k r. • To p p ur 1 .9 90 k r. • G al la b ux ur 5 .9 90 k r. To p p ur 1 .9 90 k r. • To p p ur 2 .2 90 k r. • P ils 4 .2 90 k r. S ky rt a 4. 29 0 kr . • T op p ur 1 .9 90 k r. • B ux ur 3 .5 90 k r. S ky rt a 6. 49 0 kr . • T op p ur 1 .9 90 k r. • P ils 6 .4 90 k r. Ja kk i 5 .9 90 k r. • To p p ur 2 .4 90 k r. • B ux ur 5 .9 90 k r. Ja kk i 6 .9 90 k r. • B ol ur 3 .7 90 k r. • B ux ur 4 .9 90 k r. Í ÁLITI umboðsmanns Alþingis um ráðningu landbúnaðarráðherra í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands er að finna athugasemdir við svör ráðherra og að upplýsingagjöf til umboðsmanns hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem hvíldu á ráðherra sem stjórnvaldi gagnvart umboðsmanni. Hafði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður ítrekað leitað eftir svörum við spurn- ingum sínum, áður en þau bárust honum frá ráðherra. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær telur umboðsmaður Al- þingis að landbúnaðarráðherra hafi ekki verið vanhæfur þegar hann skipaði í stöðu rektors. Umboðsmaður telur að málsmeð- ferð við undirbúning ákvörðunar ráðherrans hafi ekki samrýmst upp- lýsingalögum, þar sem þess hafi ekki verið gætt að skrá meginatriðin í svörum umsækjenda við spurning- um sem voru lagðar fyrir þá í starfs- viðtölum. Er það niðurstaða athugunar um- boðsmanns að ráðherra og ráðuneyti hans hafi ekki fært fram nægar upp- lýsingar til staðfestingar á því að svör umsækjenda við spurningum í starfsviðtölum hafi upplýst nægilega um þau atriði sem ætlunin hafi verið að byggja á við ákvörðunartöku í málinu. Voru svör umsækjenda í við- tölunum ekki skráð, eins og upplýs- ingalög kveða á um. Í svörum sínum til umboðsmanns viðurkennir land- búnaðarráðherra að þær upplýsing- ar höfðu verulega þýðingu fyrir ákvörðun hans um hvern hann skip- aði í stöðuna. Telur umboðsmaður ennfremur að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi þurft að vera gleggri, samanber ákvæði stjórnsýslulaga, til að máls- aðilar fengju skilið þá niðurstöðu sem komist var að. Beinir umboðs- maður þeim tilmælum til landbún- aðarráðherra að framvegis verði tek- ið tillit til athugasemda sinna í svörum til sín. Ráðherra setur ofan í við umboðsmann Umboðsmaður fór fram á það í bréfi til landbúnaðarráðherra í nóv- ember sl. að hann útskýrði sín sjón- armið til kvörtunar umsækjandans. Skömmu fyrir jól fékk umboðsmaður þau svör úr ráðuneytinu að vegna anna hefði tafist að svara umboðs- manni. Var svörum heitið um miðjan janúar. Þegar þau höfðu ekki borist sendi umboðsmaður ítrekun í byrjun febrúar og svar ráðherrans barst svo í lok febrúar sl. Þar segir m.a. í bréfi landbúnaðarráðherra til umboðs- manns: „Tel ég það ekki í verkahring umboðsmanns að yfirfara eða endur- skoða efnisleg atriði eins og spurt er um undir þessum lið, sem ég fyrir mitt leyti tel fullsvarað í rökstuðn- ingi mínum frá 14. september 2004. Mat á hæfi og hæfni þeirra umsækj- enda sem hér um ræðir, þ.m.t. frammistöðu þeirra í starfsviðtölum, liggur hjá landbúnaðarráðherra og er efnislegt endurmat með umbeðn- um samanburði á einstökum um- sækjendum ekki á valdi umboðs- manns Alþingis.“ Í svarbréfi ráðherra til umboðs- manns segir ennfremur að í bréfum umsækjandans, sem nefndur er [A] í álitinu, komi fram dylgjur um vin- áttubönd milli sín og skipaðs rektors og hugsanlegt vanhæfi sitt í málinu af þeim sökum. „Vil ég taka fram að ég tel þennan málflutning [A] með ólíkindum og vart svaraverðan,“ seg- ir landbúnaðarráðherra. Í áliti sínu minnir umboðsmaður á að hann geti lögum samkvæmt kraf- ist afhendingar á öllum gögnum mála sem til hans berast. Síðan segir í álitinu: „Það er grundvallarfor- senda þess að umboðsmaður Alþing- is geti gegnt því eftirlitshlutverki, sem honum er að lögum falið að ann- ast í umboði Alþingis, að hann, en ekki stjórnvöld, eigi mat um það hvort þörf sé á því að láta honum í té tilteknar upplýsingar í tengslum við athugun hans í tilefni af kvörtun.“ Gerir athugasemdir við svör landbúnaðarráðherra Upplýsingagjöf ekki í samræmi við lagaskyldur  Meira á mbl.is/itarefni Tryggvi Gunnarsson Guðni Ágústsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.