Morgunblaðið - 09.06.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 09.06.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR S í m i : 5 6 8 - 1 6 2 6 w w w . s t a s i a . i s Stærðir 36-56 Ja kk i 5 .4 90 k r. • To p p ur 1 .9 90 k r. • G al la b ux ur 5 .9 90 k r. To p p ur 1 .9 90 k r. • To p p ur 2 .2 90 k r. • P ils 4 .2 90 k r. S ky rt a 4. 29 0 kr . • T op p ur 1 .9 90 k r. • B ux ur 3 .5 90 k r. S ky rt a 6. 49 0 kr . • T op p ur 1 .9 90 k r. • P ils 6 .4 90 k r. Ja kk i 5 .9 90 k r. • To p p ur 2 .4 90 k r. • B ux ur 5 .9 90 k r. Ja kk i 6 .9 90 k r. • B ol ur 3 .7 90 k r. • B ux ur 4 .9 90 k r. Í ÁLITI umboðsmanns Alþingis um ráðningu landbúnaðarráðherra í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands er að finna athugasemdir við svör ráðherra og að upplýsingagjöf til umboðsmanns hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem hvíldu á ráðherra sem stjórnvaldi gagnvart umboðsmanni. Hafði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður ítrekað leitað eftir svörum við spurn- ingum sínum, áður en þau bárust honum frá ráðherra. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær telur umboðsmaður Al- þingis að landbúnaðarráðherra hafi ekki verið vanhæfur þegar hann skipaði í stöðu rektors. Umboðsmaður telur að málsmeð- ferð við undirbúning ákvörðunar ráðherrans hafi ekki samrýmst upp- lýsingalögum, þar sem þess hafi ekki verið gætt að skrá meginatriðin í svörum umsækjenda við spurning- um sem voru lagðar fyrir þá í starfs- viðtölum. Er það niðurstaða athugunar um- boðsmanns að ráðherra og ráðuneyti hans hafi ekki fært fram nægar upp- lýsingar til staðfestingar á því að svör umsækjenda við spurningum í starfsviðtölum hafi upplýst nægilega um þau atriði sem ætlunin hafi verið að byggja á við ákvörðunartöku í málinu. Voru svör umsækjenda í við- tölunum ekki skráð, eins og upplýs- ingalög kveða á um. Í svörum sínum til umboðsmanns viðurkennir land- búnaðarráðherra að þær upplýsing- ar höfðu verulega þýðingu fyrir ákvörðun hans um hvern hann skip- aði í stöðuna. Telur umboðsmaður ennfremur að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi þurft að vera gleggri, samanber ákvæði stjórnsýslulaga, til að máls- aðilar fengju skilið þá niðurstöðu sem komist var að. Beinir umboðs- maður þeim tilmælum til landbún- aðarráðherra að framvegis verði tek- ið tillit til athugasemda sinna í svörum til sín. Ráðherra setur ofan í við umboðsmann Umboðsmaður fór fram á það í bréfi til landbúnaðarráðherra í nóv- ember sl. að hann útskýrði sín sjón- armið til kvörtunar umsækjandans. Skömmu fyrir jól fékk umboðsmaður þau svör úr ráðuneytinu að vegna anna hefði tafist að svara umboðs- manni. Var svörum heitið um miðjan janúar. Þegar þau höfðu ekki borist sendi umboðsmaður ítrekun í byrjun febrúar og svar ráðherrans barst svo í lok febrúar sl. Þar segir m.a. í bréfi landbúnaðarráðherra til umboðs- manns: „Tel ég það ekki í verkahring umboðsmanns að yfirfara eða endur- skoða efnisleg atriði eins og spurt er um undir þessum lið, sem ég fyrir mitt leyti tel fullsvarað í rökstuðn- ingi mínum frá 14. september 2004. Mat á hæfi og hæfni þeirra umsækj- enda sem hér um ræðir, þ.m.t. frammistöðu þeirra í starfsviðtölum, liggur hjá landbúnaðarráðherra og er efnislegt endurmat með umbeðn- um samanburði á einstökum um- sækjendum ekki á valdi umboðs- manns Alþingis.“ Í svarbréfi ráðherra til umboðs- manns segir ennfremur að í bréfum umsækjandans, sem nefndur er [A] í álitinu, komi fram dylgjur um vin- áttubönd milli sín og skipaðs rektors og hugsanlegt vanhæfi sitt í málinu af þeim sökum. „Vil ég taka fram að ég tel þennan málflutning [A] með ólíkindum og vart svaraverðan,“ seg- ir landbúnaðarráðherra. Í áliti sínu minnir umboðsmaður á að hann geti lögum samkvæmt kraf- ist afhendingar á öllum gögnum mála sem til hans berast. Síðan segir í álitinu: „Það er grundvallarfor- senda þess að umboðsmaður Alþing- is geti gegnt því eftirlitshlutverki, sem honum er að lögum falið að ann- ast í umboði Alþingis, að hann, en ekki stjórnvöld, eigi mat um það hvort þörf sé á því að láta honum í té tilteknar upplýsingar í tengslum við athugun hans í tilefni af kvörtun.“ Gerir athugasemdir við svör landbúnaðarráðherra Upplýsingagjöf ekki í samræmi við lagaskyldur  Meira á mbl.is/itarefni Tryggvi Gunnarsson Guðni Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.