Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Verðsamanburður á ýmsum þjónustuliðum og áhrif þeirra á kjör aldraðra árin 1990-2005 Vísitala sett 100 árið 1990: (18/1 2005) Samanburðarliður 1990 2005 Sími, ársfjórðungsgj. 100 312 Sími eldri b. 20% afsl. frá 1. apr. 2000 100 250 Strætisv. 20-24 miðar, eldri borgarar 100 429 Br. Fasteignagj í fjölbýli í Rvk, áætl. 100 237 Heimilishjálp pr. tími í Rvk 100 318 Lyf B-merkt og E-merkt 340 Lyf B-merkt og E-merkt elli 400 Lyf B-merkt elli hámark 263 Lyf E-merkt elli hámark 172 Komugjöld á heilsugæslu 100 175 Afnotagjald RÚV, eldri borgarar 100 133 Búseta á öldrunarstofnunum á höfuðborgarsvæðinu 6 nýrri öldrunarstofnanir Einbýli Tvíbýli Þrí-/fjórbýli 73% 17% 10% 2 eldri öldrunarstofnanir Einbýli Tvíbýli til fjórbýlis Hjúkrun 39% 61% Dvalarh. 79% 21% Mönnun 0.8-1.0 starfsmaður á vistmann. Nefnd feb. 2004 SAMFARA því að þriðjungur lífeyrisþega býr við þröngan kost og lækkandi kaupmátt eftir tekjuskatta frá 1988 hefur kostnaður þeirra vegna nauð- synlegrar þjónustu aukist verulega. Í þessum hóp eru m.a. húsmæður sem ekki hófu störf utan heim- ilis fyrr en á efri ár- um, bændur, lausa- menn, fyrrverandi öryrkjar o.fl. Þegar öryrki nær 67 ára aldri færist hann í flokk ellilífeyrisþega og margir missa þá allt að 30.000 kr. mánaðarlega af bót- um og eftir standa aðeins ellilaun. Hafa skal í huga að oft er um er að ræða sér- staklega brýna þjón- ustu fyrir aldraða. Þeir hafa ekki mögu- leika á að bæta hag sinn í sama mæli og aðrir launamenn með áhrifamikl- um aðgerðum t.d. beitingu verk- fallsréttar eða launaskriði og skortir auk þess forsvarsmenn úr stjórnarliði á Alþingi. Ef litið er á efri töfluna sést að þjónusta sem aldraðir þarfnast frekar en aðrir hópar t.d. þjón- ustugjöld, strætisvagna, fast- eignagjöld og sérstaklega heim- ilishjálp hafa hækkað um 140–330% á árunum frá 1990– 2005. Komugjöld á heilsugæslu og afnotagjöld RÚV hafa hækkað að- eins um 33–75% og ber að þakka þeim aðilum er standa fast fyrir á þeim velli. Lyfjakostn- aður hefur hækkað um allt að 300%. Vistun á öldr- unarstofnun Hlutfallslega eru fleiri öldrunarrými á Íslandi en í nágranna- löndunum en þar er heimaþjónusta víða þróaðri. Samkvæmt samkomulagi við rík- isstjórnina 2002 átti að fjölga nýbygg- ingum 150–200 hjúkr- unarplássa á næstu 2–3 árum. Nú hefur verið fjölgað um tæp- lega 200 rými á land- inu, en bygging fjölda þessara rýma var vel af stað komin er sam- komulagið var gert. Biðlistinn stækkar því enn á ný. Að vísu má nefna að nokkur „grisjun“ hefur orðið á hjúkrunarheimilunum, þ.e. fleiri vistmenn eru á ein- og tvíbýli en áður. Neðri taflan sýnir búsetu á öldrunarstofnunum á höfuðborg- arsvæðinu. Ólíklegt er að 68-kynslóðin sætti sig við að vera boðið vistun á herbergi með 3–4 ókunnugum er hennar tími kemur. Verða menn að halda á spöðunum, stórauka þarf heimaþjónustu, dagvistun og hvíldarplássum sem að vísu hefur verið aukin töluvert á síðustu ár- um, ekki síst vegna krafna eldri borgara. Dvöl á öldrunarstofnun er oft erfið og þar þarfnast um 60–70% vistmanna kvíðaróandi og svefn- lyfja. Þetta er mun stærra hlutfall en í nágrannalöndunum. (Pálmi V. Jónsson yfirlæknir). Ánægjulegt er að vita að nýi formaður FEB hefur sett þetta mál á oddinn. Þjónusta og vistun aldraðra Ólafur Ólafsson fjallar um kjör aldraðra Ólafur Ólafsson ’Ólíklegt er að68-kynslóðin sætti sig við að vera boðið vistun á herbergi með 3–4 ókunnugum er hennar tími kemur.‘ Höfundur er formaður Lands- sambands eldri borgara. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því mið- ur eru umræddar reglur nr. 122/ 2004 sundurtættar af óskýru orða- lagi og í sumum tilvikum óskiljan- legar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra und- ir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauð- synlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leið- arljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Sker- um upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bíla- leigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleig- urnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar NOKKRUM sinn- um hefur það hent, að fyrir kosningar koma fram „miklar“ hug- myndir um ný svæði til úthlutunar lóða. Þetta er sett fram á vistvænan eða næst- um ljóðrænan hátt. Besta og sennilega árangursríkasta dæmi um „suðræna“ stefnu- mörkun borgar yf- irvalda var þegar þá- verandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins (undir stjórn Gunnars Th.) settu fram hug- myndir sínar í „Bláu bókinni“ forðum, 1952. Þetta bar mikinn árangur og metfylgi kom til liðs við flokkinn. Teiknaðar voru fallegar bryggjur út í Skerjafjörð og auðvitað með fljót- andi snekkjum. Hrein draumsýn, sem virkaði vel. Allt í samræmi við hina fögru Ægisíðu. (En eigum við nokkuð að vera að ræða hverjir fengu lóðir við Ægisíðuna og hvað þurfti til að njóta.) Nú er mikið í húfi. Sjálfstæð- ismenn eru með fylgi um það bil í algjöru lágmarki eða um 37%. Áður oft um 47–49%. Nú eru góð ráð dýr. Borgina verður að vinna með öllum hugs- anlegum ráðum. Ekki dugðu fyrri brögð, að skipta ótt og títt um mann í „brúnni“. Nú gerum við betur! Og menn deyja núna ekki ráðalausir. Út á sundin og eyjar! Fylla upp og gera „göng“. Teikna skútur og mildar víkur. Gaman, gaman. (Æ, gleymum bara útsynn- ingnum og norðaust- angjólunni úr Hvalfirði. Vandalaust er að sápuþvo húsin 20–30 sinnum á ári eftir vind- belginginn!) Fuglalífið er okkur óviðkomandi á svæðinu. Kollur, lundar, svartfugl og eitthvað af mófuglum geta sko fundið ný svæði. Það er svo rosalega „cool“ að horfa til borg- arinnar með nýja stór- borgarsvipnum á Sæ- braut/Skúlagötu. Hin landlausa höfuðborg sækir á haf út eins og sannir víkingar. (Til fróðleiks sótti ég á sínum tíma fimm sinnum um lóð undir íbúð. Fjórum sinnum ekki svarað.) Konan mín fædd og uppalin á Ránargötunni. Hrökklaðist í Kópa- voginn! „Byggjum út á ballarhaf, best mun þegnum snjöllum. Geispum golu við sólartraf, grafnir undir hjöllum.“ Ég hefi siglt um sundin og dokað við eyjar um mörg ár. Hvar skyldu menn senda mann- legan úrgang á haf út? „Byggjum út á ballarhaf“ Jón Ármann Héðinsson fjallar um slaginn um borgina Jón Ármann Héðinsson ’Nú eru góð ráðdýr. Borgina verður að vinna með öllum hugs- anlegum ráð- um.‘ Höfundur er eldri borgari. NÝLEGA lagði Ásta Möller þingmaður fyrirspurn fyrir heil- brigðisráðherra á þingi um greiðsluþátttöku heilbrigðiskerf- isins fyrir sjúkraþjálfun á hestbaki. Ráðherra svaraði fyrirspurninni munnlega á þingfundi þ. 20.4. sl. Hestar hafa um árabil verið not- aðir á Íslandi sem frístundatilboð fyrir fatlaða. Sjúkraþjálfun á hest- baki er lítt þekkt hér á landi en reiðmennska fyrir fatlaða hefur verið stunduð með ýmsum hætti undanfarna áratugi. Víða erlendis hefur skapast hefð fyrir sjúkra- þjálfun á hestbaki (hippotherapy/ terapiridning) og kemur heilbrigð- iskerfið með mismiklum hætti að kostnaði þessu tengdum. Ísland hefur að mörgu leyti sér- stöðu þegar kemur að reið- mennsku. Hún á sér langa sögu og hér stunda hana mun fleiri en al- mennt tíðkast hjá nágrannaþjóð- unum. Íslenski hesturinn er talinn hafa marga kosti sem nýtast vel í sambandi við þjálfun fatlaðra á hesti. Hreyfingar hestsins í þrívíðu plani færast yfir á knapann sem situr hestinn og mjaðmagrind hans hreyfist á sama hátt og á sér stað í eðlilegu göngumynstri. Hesturinn veitir knapanum 90–100 göngu- sveiflur á mínútu (samsvarar 90– 100 skrefum á mínútu). Erlendar rannsóknir sýna að áhrif meðferð- arinnar á hreyfifærni eru m.a. auk- inn liðleiki í neðri hluta líkamans, bætt samhæfing, betri höfuð- og bolstjórn, bætt jafnvægisviðbrögð og dýpri öndun. Auk þess minnkar vöðvaspenna og orkunotkun og grófhreyfifærni eykst hjá börnum með CP (Cerebral Palsy, heilalöm- un). Með tilkomu hestsins bætist hvetjandi þáttur í sjúkraþjálfunina og fyrir hreyfihamlað barn, þar sem sjúkraþjálfun er daglegur þáttur, verður hún skemmtilegri. Hesturinn verður eitt af hjálp- artækjum sem þjálfarinn nýtir sér. Í stað pullu og bolta er um lifandi dýr að ræða sem býður upp á sam- spil barns og hests. Hesturinn veit- ir barninu hita sem vitað er að hef- ur góð áhrif þegar teygja á stífa vöðva. Líkamsbygging hestsins gefur barninu góða sitjandi stöðu og teygir þar með á stórum vöðva- hópum sem annars hafa tilhneig- ingu til styttingar. Hlutverk þjálf- arans er ekki síður að gera einstaklinginn ábyrgari fyrir eigin heilsu. Með sjúkraþjálfun á hest- baki er mögulegt að vekja áhuga barns á að stunda hestamennsku síðar meir sem íþrótt. Fyrir ein- stakling með hreyfihömlun getur það táknað ferðafrelsi og mögu- leika á að standa jafnfætis jafn- öldrum sínum. Undanfarin 3 ár höfum við flutt starfsvettvang okkar í Reykjadal (Sumardvalarheimili Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra) yfir sum- artímann. Þar hefur hópi barna, einkum börnum með heila- lömun (CP), verið boðið upp á sjúkra- þjálfun á hestbaki samhliða sumardvöl. Auk þess höfum við undanfarin tvö ár leigt reiðhöll Hesta- mannafélagsins Gusts í Kópavogi og hesta frá reiðskóla þar, til að bjóða upp á þessa meðferð. Aðsóknin fer sífellt vaxandi sem bendir til að börn og foreldrar séu ánægð með þetta tilboð. Kostnaður tengdur sjúkraþjálfun á hestbaki er meiri en við hefð- bundna þjálfun í íþróttasal þar sem útvega þarf reiðhöll, hesta og að- stoðarfólk. Nauðsynlegt er að hafa aðgang að reiðhöll þar sem vitað er að skjótt skipast veður í lofti á Ís- landi. Börn með hreyfihamlanir hreyfa sig mun hægar og minna en önnur börn og eiga því erfiðara með að halda á sér hita. Vitað er að kuldi getur haft neikvæð áhrif á vöðvaspennu þessara barna og aukið á „spastisitet“ hjá þeim. Meðferð sem þessi er mun dýrari en hefðbundin sjúkraþjálfun og ekki á færi allra foreldra fatlaðra barna að auka útgjöld sem tengjast barninu. Það er fullreynt að amk. ákveðinn hópur hreyfihamlaðra nær jafngóðum og jafnvel betri ár- angri við þessa þjálfun en við hefð- bundna sjúkraþjálfun. Við teljum því brýnt að sjúkraþjálfun á hest- baki verði viðurkennd sem með- ferðarform í sjúkraþjálfun fatlaðra og að greitt verði fyrir þá þjálfun eins og um hefðbundna sjúkraþjálf- un sé að ræða. Sjúkraþjálfun á hestbaki, hvað er nú það? Guðbjörg Eggertsdóttir og Þorbjörg Guðlaugsdóttir fjalla um gildi sjúkraþjálfunar á hestbaki ’Með tilkomu hestsinsbætist hvetjandi þáttur í sjúkraþjálfunina …‘ Guðbjörg Eggertsdóttir Guðbjörg er sérfræðingur í sjúkra- þjálfun barna. Þorbjörg er sjúkra- þjálfari á Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þorbjörg Guðlaugsdóttir Landsins mesta úrval af yfirhöfnum Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Mörkinni 6, sími 588 5518 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.