Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 45 DAGBÓK Bókin Ísland í dag er skemmtileg sögu-og myndabók sem gefin er út afPrentleikni ehf.Textaritstjóri bókarinnar er sagn- fræðingurinn Jón Ólafur Ísberg og myndarit- stjóri er ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson sem tók flestallar myndir bókarinnar. Í kynningu bókar segir að íslenskt samfélag sé sérstakt og forvitnilegt og að bókin dragi fram sérkenni lands og þjóðar á aðgengilegan hátt. Jón Ólafur segir markmiðið hafa verið að gefa út fallega myndprýdda bók um Ísland þar sem farið væri yfir sögu landsins og hver landshluti kynntur fyrir sig. „Mikið hefur verið gefið út af annaðhvort myndabókum um landið eða þungum sögubókum. Þessi bók er mitt á milli, blanda af báðu.“ Bókin er skrifuð af fjórtán þjóðþekktum að- ilum sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Þráinn Bertelsson skrifar um Ísland í dag?, Svanhildur Konráðsdóttir fjallar um Reykjavík – höfuðborg Íslands, Terry Gunnel um siði, venjur og sjálfsmynd, Sigurður A. Magnússon um bók- menntir og listir, Arnar Eggert Thoroddsen skrifar um tónlist og kvikmyndir, Sigmar B. Hauksson um íslenskan mat, Arnar Björnsson um íþróttir, Rögnvaldur Guðmundsson um ferðaþjónustu, Árni Bragason fjallar um um- hverfismál, Helga Tulinius um jarðhita, Alda Möller um sjávarútveg, Sigurður Líndal um sögu Íslands og stjórnskipun Íslands, Birgir Ís- leifur Gunnarsson um íslenska hagkerfið og Karl Sigurbjörnsson skrifar um íslensku þjóð- kirkjuna. Í köflunum um hvern landshluta er svo farið yfir jarðfræði, sögu og menningu hvers svæðis fyrir sig. „Það er sérstaklega gaman að hafa pistil eftir Terry Gunnel í bókinni. Hann er breskur dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands og hefur búið hér síðan 1979. Hann hefur því skemmtilega sýn Íslendinga og sér okkur öðru- vísi en við gerum sjálf,“ segir Jón Ólafur. Ragnar Th. Sigurðsson tók eins og áður segir flest allar myndirnar sem er fjölbreytt og falleg blanda af náttúru- og mannlífsmyndum sem hann hefur tekið á ljósmyndaferli sínum. Bókin, sem er 190 blaðsíður að lengd, er nú þegar komin út á íslensku og ensku en stefnt er að því að gefa hana einnig út á sænsku og norsku. Jón Ólafur segir bókina vinsæla hjá fyr- irtækjum og stofnunum sem gjöf til skjólstæð- inga og viðskiptavina enda sé hún tilvalin til kynningar á landinu. Bókin Ísland í dag lýsir menningu og þjóðar- sál landsins en gefur á sama tíma heildstæða mynd af samfélagi okkar og sögu. Bækur | Sérkenni lands og þjóðar í nýrri bók Hvernig er Ísland í dag?  Jón Ólafur Ísberg er fæddur á Blönduósi árið 1958. Hann er með cand.mag gráðu í sagn- fræði frá Háskóla Ís- lands og er sjálfstætt starfandi við ritstörf og útgáfu. Jón Ólafur ritstýrði meðal annars yfirlits- ritinu Íslandssagan í máli og myndum ásamt Árna Daníel Júlíussyni. Eiginkona Jóns Ólafs er Oddný Yngvadóttir, deildarstjóri og kennari í Hlíðaskóla. Þau eiga þrjár dætur; Guðrúnu Rósu 17 ára, Ólöfu Gerði 16 ára og Salvöru 8 ára. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Óþekkt söngkona ÞESSI mynd er af óþekktri söng- konu og er ég að leita eftir ein- hverjum sem þekkir nafn hennar. Þeir sem gætu liðsinnt mér eru beðnir að hafa samband við Jón Kr. Ólafsson, Reynimel, 465 Bíldudal, sími 456 2186 og gsm 847 2542. Er sálfræðingum treystandi? SÁLFRÆÐINGAR hafa annast for- sjármöt og þannig ákvarðað hvort foreldra stýrir uppeldi barnanna eft- ir skilnað. Þetta eru vel launuð störf og er talað um gullmola sálfræðinga. Í ljósi frétta síðustu vikna leyfi ég mér að hafa efasemdir um hæfi sál- fræðinga og hlutleysi í þessum mál- um. Er hér um að ræða mikilvæg- ustu mál sem snerta fólk, börnin þeirra og gæfu alla, svo ekki er lítið í húfi. Samkvæmt fréttum undanfarinna vikna geta sálfræðingar metið for- sjárhæfi án þess að tala við foreldri. Svo getur sálfræðingur annast hlut- laust óvilhallt mat þótt hann sé á sama tíma sálfræðingur annars for- eldrisins og jafnvel barnanna sem um ræðir. Er ekki kominn tími til að endur- skoða þetta fyrirkomulag? Einn undrandi. Hvernig eru matsmenn metnir? UNDANFARNA viku hafa verið umræður um sálfræðing sem metur forsjárhæfi foreldra. Manni dauð- bregður að það sé hægt að meta for- eldra án þess að tala við þá eða rann- saka. Einhverjar siðareglur hljóta að gilda um svona matsgerðir, og svo er forvitnilegt að vita hvernig svona matsmenn eru metnir áður en þeir taka til við að ráðskast með líf og hamingju fólks. María Finnsdóttir. Spila einkatónlist SL. ÞRIÐJUDAG var ég að hlusta á ríkisútvarpið milli klukkan 9-10. Þar var einhver þáttastjórnandi sem var að spila popptónlist. Hlustandi hringdi í hann og bað hann að spila harmonikkutónlist en hann sagðist ekki nenna að eiga við svoleiðis. Finnst mér það orðið hart ef þáttastjórnendur nota ríkisútvarpið til spilunar á sinni einkatónlist en spila ekki tónlist eftir óskum hlust- enda. Finnst mér þetta ganga fram úr hófi og eins finnst mér lítið gert af því að spila tónlist eftir íslenska höf- unda. Eftir hádegið þennan sama dag eru 2-3 þættir með popptónlist. Hlustandi. 60 ÁRA afmæli. Mánudaginn 14.júní verður sextugur Siggeir Ólafsson, Flétturima 36, Reykjavík. Eiginkona hans er Ester Haralds- dóttir. Þau taka á móti gestum föstu- daginn 10. júní milli kl. 19 og 22 í Fóst- bræðraheimilinu, Langholtsvegi. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 9. júní, erfimmtug Elísabet S. Ólafs- dóttir, skrifstofustjóri hjá ríkis- sáttasemjara. Í tilefni afmælisins verða hún og sambýlismaður hennar, Hreiðar Örn Gestsson, með opið hús á morgun föstudag, frá kl. 20 að Stór- höfða 31, gengið inn Grafarvogsmegin. Í BÓKINNI Leyfðu mér að segja þér sögu er, samkvæmt kynningu á bók- inni, að finna sögur sem geta leitt okkur til betri skilnings á okkur sjálf- um, sambandi okkar við annað fólk og óttanum innra með okkur. Þar seg- ir enn frekar: „Þetta er um margt óvenjuleg en á sama tíma athygl- isverð bók þar sem höfundurinn, sál- fræðingurinn Jorge Bucay, fléttar flestu því sem mannlegt getur talist, inn í sögur af ýmsu tagi. Enda fullyrðir hann að það sé besta leiðin til þess að læra á lífið. Jorge Bucay er margfaldur met- söluhöfundur og hafa bækur hans verið gefnar út í 20 löndum víðsvegar um heiminn og selst í yfir 3 milljónum eintaka.“ Höfundur er Jorge Buca. María Rán Guðjónsdóttir þýddi úr spænsku. Bókin er 236 bls. í kilju. Leiðb. útsöluverð: 2.490 kr. Þýðing KOMIN er út handbók fyrir starfs- og námsráðgjafa sem ber heitið Verk- færakista ráðgjafans. Eins og nafnið bendir til hefur hún að geyma ýmis verkfæri/aðferðir sem nýtast ráð- gjöfum í störfum sínum með ráðþeg- um, bæði einstaklingum og hópum. Um er að ræða níu verkfæri, myndir, leiðbeiningar og mismunandi viðtals- aðferðir sem gott er að beita í viðtölum við ráðþega. „Verkfæri þessi eru öll úr smiðju Norman E. Amundson, kan- adísks ráðgjafarsálfræðings, sem mik- ið hefur unnið með atvinnuleitendum og námsmönnum í Kanada og víðar. Hann er vel þekktur sem fyrirlesari í starfsráðgjöf víða á Vesturlöndum. Að- ferðir hans eru óhefðbundnar og ein- kenni þeirra er að þær virka hvetjandi á bæði ráðþega og ráðgjafa,“ segir í kynningu um bókina. Höfundar handbókarinnar eru Ólöf M. Guðmundsdóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Austurlands; Valgeir Magnússon, ráðgjafi hjá Svæð- isvinnumiðlun Norðurlands eystra, og Þór Hreinsson, ráðgjafi hjá Vinnu- miðlun höfuðborgarsvæðisins. Bókin er gefin út með styrk frá Starfsmenntaráði og hægt er að panta hana á netfanginu boksala@vmst.is. Bókin kostar 2.500 krónur. Handbók Í BÓKASAFNINU í Hveragerði stendur nú yfir myndlistarsýning Víðis Ingólfs Þrastarsonar. Víðir Ingólfur byrjaði snemma að fást við listir og var á unglings- árunum í Myndlistarskóla Reykja- víkur. Síðar stundaði hann nám við Myndlistarskólann Rými og Iðnskólann í Reykjavík. Víðir hef- ur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum og haldið fjórar einkasýn- ingar, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur og á Sóloni. Á sýningunni eru 6 olíumálverk sem öll eru til sölu. Í fréttatilkynningu er fólk hvatt til að nota tækifærið og skoða sýn- inguna á laugardaginn á eins árs afmælishátíð verslunarmiðstöðv- arinnar í Sunnumörk, en þá er safnið opið kl. 11–18. Annars er sýningin opin um leið og safnið: Virka daga frá kl. 14–19, þriðju- daga til kl. 21 og laugardaga kl. 11–14. Víðir sýnir í Hveragerði www.vidir.tk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.