Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ JÖKULLINN og mikilfenglegt en jafnframt viðkvæmt umhverfi hans er viðfangsefni listakonunnar Önnu Líndal á sýningunni Umbrot – Blá- kaldar staðreyndir um heitan jökul, sem nú stendur yfir í Skaftfelli – menningarmiðstöð Seyðisfjarðar í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Margmiðlunartæknin setur svip sinn á sýningu listakonunnar að þessu sinni, en sjónvarps- og tölvu- skjám hefur verið komið fyrir á hvít- um, óreglulega löguðum borðflötum sem minna nokkuð á jökulinn. Í hvítu rýminu er þá einnig að finna útsaumað landakort á hvítmunstr- uðum léreftsdúk sem hylur enda- vegg salarins. Af skjánum sex sem salurinn geymir er síðan marg- víslegu myndefni frá Vatnajökli sjónvarpað og kemur jökullinn þannig sýningargestum fyrir sjónir bæði úr lofti og af láði, í mikil- fenglegum gosham, á hversdags- legri stundum, snjóhvítur og svo leirbrúnn í eðjubundnum klaka- böndum. Útsaumurinn og handverkið sem svo lengi hefur sett svip sinn á verk Önnu vinnur hér þá vel með marg- miðlunartækninni. Landakortið af jöklasvæðinu er unnið með útsaums- tækninni og snúruflækjur skjánna, sem að öllu jöfnu eru lítið fyrir aug- að, hafa verið færðar í sparilegri búning handverksins og ekki laust við að það gefi þeim yfirbragð litríks en viðkvæms háfjallagróðurs í snæ- hvítri fönninni. Niðurstaða þessarar skemmtilegu samsetningar verður líka áhrifamik- il og úthugsuð sýning, sem er raunar ein sú besta sem ég hef séð eftir listakonuna til þessa. Hér ná sjón- ræn áhrif verkanna að skila sér vel umkringd fjalladýrð Seyðisfjarðar, á sýningu sem fer fjarri því að vera bara á yfirborðinu. Af sýningu Önnu Líndal, Umbrot – staðreyndir um heitan jökul. MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík Menningarmiðstöðin Skaftfell – Seyðisfirði Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 15–18. Hún stendur til 26. júní. Umbrot – blákaldar staðreyndir um heitan jökul – Anna Líndal Anna Sigríður Einarsdóttir Hin mörgu andlit jökulsins Það er eitthvað sérstaklegaheillandi við kóra og kóra-menningu á Íslandi. Gleðin og krafturinn sem fylgir kórum um kirkjur landsins, félagsheimili og sali er einstök. Stór hluti af kóra- menningunni er að ferðast innan- lands og utan, sjá og heyra hvað aðrir kórar eru að vinna að. Um helgina verður haldin umfangs- mikil kórastefna við Mývatn og þar verður skemmtileg og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir áheyrendur. Þetta er í þriðja skiptið sem kóramót er haldið við Mývatn. Í ár taka fjórir kórar þátt í kórastefn- unni auk um 50 söngvara úr öðrum kórum; Söngsveitin Fílharmónía, Kór Árnesingafélagsins í Reykja- vík, Kór Dalvíkurkirkju. Auk þeirra tekur margverðlaunaður kór frá Tallinn í Eistlandi þátt.    Að sögn Margrétar Bóasdóttur,sem er listrænn stjórnandi há- tíðarinnar, er mikil eftirvænting í hópnum. „Það er mikil hvatning fyrir kóra að fá að flytja svona stórt verk með sinfóníuhljómsveit.“ Ann- að sem Margrét segir að sé sérstakt tilhlökkunarefni er koma eistneska kórsins Noorus. Það að kórinn er frá Eistlandi er engin tilviljun. „Eistnesk kóramenning er alveg stórglæsileg og á sér mikla sögu. Það starfa margir eistneskir tón- listarmenn á Norðurlandi sem tón- listarkennarar og tónlistarmenn. Það lá því beinast við að nýta þessi tengsl og fyrsti erlendi kórinn kem- ur því frá Eistlandi. Kórinn sem kemur hingað hefur unnið fjölmörg alþjóðleg verðlaun síðasta áratug- inn.“ Áætlað er að halda áfram út- rásinni næstu ár og nú þegar hafa tveir erlendir kórar óskað eftir að fá að taka þátt á næsta ári. Það er dýrmætt fyrir ferða- mannastað eins og Mývatn að fá svo stóran hóp á svæðið. Á milli æfinga og þegar tími gefst til er hægt að njóta alls þess sem Mývatn hefur upp á að bjóða. Nokkrir makar eru með í för og Margrét er mjög ánægð með þann fjölda sem hefur staðfest komu sína. Hátt í 240 þátt- takendur verða á kórastefnunni. „Mývatnssveit er kjörinn staður til að halda hátíð sem þessa og aðstaða til tónlistarflutnings er mjög góð, gistiþjónusta til fyrirmyndar og svo er náttúrufegurðin auðvitað ein- stök, fyrir utan fjölbreytta mögu- leika á ýmiss konar afþreyingu, til dæmis nýju Jarðböðin,“ segir Mar- grét. Fyrirhuguð er ferð í Jarð- böðin strax fyrsta kvöldið. Líklegt er að þar verði sungin nokkur vel valin lög til að slípa hópinn saman fyrir það sem koma skal um helgina. Söngurinn er það sem mestu skiptir en Margrét segir að oft séu áhrifin, sem mót af þessari stærð- argráðu hafa, vanmetin. „Fyrir ut- an að virkja þá miklu kóra- og tón- listarhefð sem ríkir á Norðurlandi, þá er þetta framtak einnig talandi dæmi um hvernig menningar- viðburðir geta verið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Íbúafjöldi sveitarinnar tvöfaldast í kringum hátíðina og lengir þar með ferðamannatímabilið sem nær yf- irleitt ekki hámarki fyrr en eftir miðjan júní.“ Hugmyndin að hátíð- inni þróaðist út frá sumartón- leikum sem haldnir hafa verið í sveitinni undanfarin 18 ár og núna hefur hátíðin þróast og stækkað. Markmiðið er, að sögn Margrétar, að hátíðin verði alþjóðlegur við- burður.    Kórastefnan hefst í kvöld meðopnunartónleikum í Skjól- brekku kl. 20.30 þar sem Noorus kórinn kemur fram undir stjórn Raul Talmar. Föstudaginn 10. júní kl. 20.30 verða tónleikar í Skjól- brekku þar sem fram koma Árnes- ingakórinn í Reykjavík, undir stjórn Gunnars Ben, Kór Dalvík- urkirkju, undir stjórn Hlínar Torfa- dóttur og Noorus-kórinn, undir stjórn Raul Talmar. Þá tekur við hlöðuball í ferðamannafjósinu í Vogum þar sem eistneska þjóðlaga- hljómsveitin Folkmill leikur tónlist frá heimalandi sínu auk írskrar og norrænnar sveitatónlistar. Há- punktur kórastefnunnar verður flutningur á óratóríunni Messías eftir Händel, sunnudaginn 12. júní í íþróttahúsinu í Reykjahlíð, en þar stígur á svið rúmlega 200 manna kór, fimm einsöngvarar ásamt Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunn- arssonar. Miðaverð í forsölu er 2.500 kr. á lokatónleika kórastefnunnar. For- sala aðgöngumiða er í Bókvali á Akureyri, Húsasmiðjunni á Húsa- vík og versluninni Strax í Mývatns- sveit. Fjölmenn kórastefna við Mývatn ’… þetta framtak einnig talandi dæmi um hvernig menningar- viðburðir geta verið lyftistöng fyrir ferða- þjónustu á lands- byggðinni.‘ AF LISTUM Guðrún Birna Kjartansdóttir Sungið í miðnætursólinni við Mývatn. gudrunbirna@mbl.is JÓHANNES Dagsson opnar myndlistarsýninguna Sam- sláttur í Gallerí ash í Varmahlíð í Skagafirði á laugardaginn. Verkin á sýningunni eru unnin út frá hugleiðingum um skipu- lag og kerfi og hvernig fram- setning upplýsinga innan kerfa hefur áhrif á efnið sjálft. Það kerfi sem er til grundvallar á sýningunni er framsetning landfræðiupplýsinga sem landakorta. Verkin eru öll unn- in með blandaðri tækni á papp- ír. Jóhannes Dagsson er mennt- aður við Edinburgh College of Art og hefur sýnt verk sín bæði heima og erlendis. Þetta er 8. einkasýning Jóhannesar. Sýningin stendur til 7. júlí næstkomandi og er aðgangur ókeypis. Samsláttur í Varmahlíð Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ Sirkusinn sem allir tala um! KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 12/6 kl 14 - UPPSELT, Su 12/6 kl 17 - UPPSELT, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPSELT, Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 25 tímar Dansleikhús/samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON Í kvöld kl 20 - UPPSELT Einstakur viðburður 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar Stóra svið BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fö 10/6 kl 20, Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 Síðustu sýningar www.kvennakor.is Fimmtudag 9. júní kl. 20 Hásölum, Hafnarfirði (safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju) Miðaverð: 1800 kr. (lífeyrisþ. 1500 kr.) SÓLVEIG Aðalsteinsdóttir opnar sýningu í Suðsuðvestri, Reykja- nesbæ, á laugardaginn kl. 16. „Hús“ er yfirskrift sýningarinnar en hún samanstendur af þrettán ljósmynd- um og tveimur skúlptúrum. Við- fangsefni sýningarinnar er umbreyt- ing húss, rými þess og hlutföll, form, efni og litir. Tilraun til að fanga andblæ þess, umbreytingu og aðlög- un að nýjum tíma. „Í gömlu húsi er saga tímans sýnileg, tímann má skynja í efni þess, líf og saga hefur sogast inn í húsið, hin hversdagslega daglega virkni er breytt, en andinn situr eftir í kjarna efnisins. Heimur húss sem endurómur hugarheims,“ segir í kynningu. Suðsuðvestur er til húsa á Hafn- argötu 22 í Reykjanesbæ. Sýningin stendur til 3. júlí en opið er á fimmtu- dögum og föstudögum frá kl. 16–18 og um helgar frá kl. 14–17. Sólveig Aðalsteins- dóttir í Suð- suðvestri www.sudsudvestur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.